Morgunblaðið - 28.02.2003, Page 47

Morgunblaðið - 28.02.2003, Page 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 47                                       !                                                                           !          "                          !      " ##  $    %%       &  MIKIÐ verður um dýrðir í Landa- kirkju á æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar. Kl. 11 verður sunnudagaskól- inn á sínum hefðbundna tíma. Þar munu Litlir lærisveinar syngja. Kirkjuprakkarar leggja af mörkum skreytingar og mynd- ir úr ljósmyndamaraþoni níu til tólf ára krakka verða til sýnis. Æskulýðsfélag fatlaðra mun syngja. Barnafræðarar og sr. Þorvaldur Víðisson leiða stund- ina. Kl. 14 verður poppmessa ung- linganna. Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K mun sjá um guðsþjónustuna ásamt leiðtogum, æskulýðsfulltrúum og presti. Hljómsveit úr félaginu mun spila, unglingar lesa ritningarlestra, biðja bænir og lofgjörð. Eftir guðsþjónustuna verður mjólk og kaka í safnarheimilinu. Æsku- lýðsfélagið er á leið til Danmerk- ur í sumar á æskulýðsmót. Ein af fjáröflunum vetrarins er gerð lengstu Betty Crocker-köku sem gerð hefur verið á Íslandi. Ung- lingarnir hafa safnað áheitum fyrir hvern bakaðan metra. Tak- markið er að gera 15 metra langa köku. Kirkjugestum verður síðan boðið upp á kökuna eftir poppmessuna. Öflugt starf í öfl- ugri kirkju. Allir velkomnir. Æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar í Vík GUÐSÞJÓNUSTA ætluð öllum aldurshópum verður í Vík- urkirkju í Mýrdal sunnudaginn 2. mars 2003 kl. 14 á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar. Kristín Waage leikur á orgel og stjórnar kór Víkurkirkju. Henni til aðstoðar við undirleik er Guðni Páll Pálsson, nemendi í Tónskóla Mýrdælinga. Þá mun Anna Björnsdóttir kennari leika á gítar og stjórna söng þeirra barna sem mæta til kirkju. Að sjálfsögðu verður miðað við efnið sem við höfum notað í Kirkjuskólanum í vetur og mynd til að líma inn í bækurnar ykkar afhent í lok messunnar. Umfjöll- unarefni dagsins er: Jesús mettar fimm þúsundir. Vinsamlega athugið að kirkju- skólasamveran, sem vera á 1. mars, fellur niður og í stað henn- ar kemur guðsþjónustan, daginn eftir. Sóknarprestur og starfsfólk Kirkjuskólans í Mýrdal. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar í Landakirkju Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar. Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomn- ir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Breiðholtskirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10 ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum kl. 12.30. Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 LLL – KFUM&K í safnaðarheimilinu, Uppsölum 3. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 13 Litlir lærisveinar, eldri hópur. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Á morgun, laugardag, kl. 15. Félagar úr æskulýðs- félagi Landakirkju og KFUM&K búa til stærstu Betty Crocker köku sem gerð hefur verið á Íslandi. Boðið verður upp á hana eftir æskulýðsmessuna á sunnu- dag. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Barna- og unglinga- deildir á laugardögum. Létt hressing eft- ir samkomuna. Allir velkomnir. Biblíu- fræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Flóamark- aður frá kl. 10–18 í dag. Hveragerðiskirkja. Kl. 20.30 kvöldvaka með fermingarbörnum og foreldrum. Safnaðarstarf reyndari Nissan Patrol-jeppar en rúmlega hálf öld er liðin frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Upphaflega var Nissan Patrol fram- leiddur fyrir japanska herinn en með árunum hefur hann þróast yfir í alhliða torfæru- og borgarbíl. Sýn- ingin stendur kl. 12–17 báða dagana og er aðgangur ókeypis. sniði. Allnokkrar breytingar hafa verið gerðar á ytra útliti, m.a. á grilli, ljósum og stuðurum og innan- dyra hefur enn verið aukið á þæg- indin,“ segir í fréttatilkynningu. Auk Patrolsins verða Terrano, X- Trail og Double Cab-pallbílar til sýn- is, allt fjórhjóladrifsbílar frá Nissan. Einnig verða til sýnis eldri og EFNT verður til 4x4-jeppasýningar í húsakynnum Ingvars Helgasonar hf. við Sævarhöfða 2 í Reykjavík á morgun, laugardaginn 1. mars, og sunnudaginn 2. mars. Ný og breytt útgáfa af Nissan Patrol GR- jeppanum verður frumsýnd en á honum hafa verið gerðar ýmsar breytingar innan og utan dyra. Þar verða og til sýnis aðrir Niss- an-jeppar, breyttir og óbreyttir. Einnig verður efnt til tískusýningar á útivistarfatnaði, þjónustuaðilar í bílgreinum kynna sínar vörur o.fl. „Nissan Patrol-jeppinn verður í aðalhlutverki en hann er nú kynntur hér á landi með nokkuð breyttu Jeppasýning hjá Ingvari Helgasyni Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík stendur fyrir námskeið- inu „Rekstrarnám fyrir stjórnendur og sérfræðinga“ og er haldið í alls 10 skipti kl. 16-19 og hefst 5. mars og lýkur 7. apríl.“ Námskeiðið er rekstrarnám fyrir stjórnendur, sér- fræðinga og rekstraraðila sem vilja styrkja rekstrarkunnáttu sína. Einnig verður haldið námskeið „Set- ið í stjórnum fyrirtækja“ og fer fram miðvikudaginn 5. mars kl. 8.30- 12.30. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast betri skilning á hlut- verki og skyldum þeirra sem taka sæti í stjórnum fyrirtækja í sí- breytilegu rekstrarumhverfi. Bæði námskeiðin verða í Háskólanum í Reykjavík, 3. hæð, og er skráning í síma eða á vefsetri Stjórnendaskóla HR, www.stjornendaskoli.is. Á NÆSTUNNI Vorsýning Hundaræktarfélags Ís- lands verður haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi helgina 1. og 2. mars. Sýnd- ir verða um 350 hundar af 54 teg- undum. M.a. verða sýndir hundar sem ekki hafa sést hér á landi í ára- raðir, samoyed, airdaile terrier o.fl. Dómarar verða m.a. Karl-Erik Joh- anson frá Svíþjóð og Terry Thorn frá Englandi. 34 ungmenni keppa um tit- ilinn „besti ungi sýnandinn,“ í þeirri keppni reynir á samskipti barns og hunds. Dómari í þeirri keppni verður Berglind Sigursteinsdóttir. Sýning hefst kl. 9.30 báða dagana og lýkur um kl. 17. Nákvæm dagskrá er á heimasíðu Hundaræktarfélags Ís- lands, www. hrfi.is Málstofa um grænlenskt mál verð- ur haldin í dag, laugardaginn 1. mars, kl. 10-13 í Odda, stofu 101, Háskóla Íslands. Frederikke Blytmann Trondhjem, sendilektor við Institut for Eskimologi, Hafnarháskóla, held- ur fyrirlestur um grænlenskt mál. Í málstofunni fjallar Frederikke um eskimo-aleut málfjölskylduna með sérstakri áherslu á grænlenskt mál. Umræðan fer að mestu leyti fram á dönsku og eru allir velkomnir. Heilsa og hamingja á efri árum Fé- lag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni (FEB) heldur fræðslufund- fyrir eldri borgara undir yfir- skriftinni: Lífsorka og létt lund. Erindi halda Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi og Karl Ágúst Úlfsson. Stjórnandi er Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Söngfélag FEB syngur. Fræðslufundurinn verður haldinn á morgun, laugardaginn 1. mars, kl. 13.30 í Ásgarði Glæsibæ. Allir vel- komnir. Aðgangseyrir er kr. 300. Á MORGUN Málþing Félags heyrnarlausra verður haldið í dag, föstudaginn 28. febrúar, kl. 13 í Salnum, Tónlistar- húsi Kópavogs. Málþingið ber yf- irskriftina Réttindi – menntun – lífs- gæði. Á þinginu mun m.a. Ástráður Haraldsson hrl. birta lögfræðiálit um réttarstöðu heyrnarlausra. Einnig halda erindi alþingismenn- irnir Hjálmar Árnason og Kolbrún Halldórsdóttir. Fjallað verður um rétt heyrnarlausra til túlkaþjónustu, s.s. í samskiptum við fasteignasala, lögmenn, túlkun á húsfundum, nám- skeiðum o.fl. Í DAG Handbók kom- in út um EES KOMIN er út handbók Stjórnar- ráðsins um EES en hún fjallar eins og nafnið bendir til um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Handbókinni er ætlað að vera hent- ugt upplýsingarit fyrir þá sem starfa að EES-málum. Í frétt frá utanríkisráðuneytinu, sem gefur bókina út, segir að lýst sé verklagi við upptöku gerða Evrópu- sambandsins í EES-samninginn og innleiðingu þeirra „en frá því að samningurinn öðlaðist gildi hafa mótast ýmsar reglur, bæði lagaregl- ur og verklagsreglur um hvernig það skuli gert. Með handbókinni er bætt úr brýnni þörf en upplýsingar sem þar er að finna hafa ekki verið að- gengilegar á einum stað áður,“ segir þar einnig. Bókin er seld í afgreiðslu utanrík- isráðuneytisins og Bóksölu stúdenta og kostar 1.500 krónur. LEIÐRÉTT Ljósberar í Tjarnarhólma 20 nemendur fornámsdeildar Myndlistaskólans í Reykjavík eiga heiðurinn af listaverkinu Ljósberar í Tjarnarhólma ásamt Ilmi Stefáns- dóttur, en ekki eingöngu Ilmur, eins og ráða mátti af frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Verkið varð í fyrsta sæti í samkeppni um útilista- verk í tilefni Vetrarhátíðar Reykja- víkurborgar sem hófst í gær. Ljósberar er gjörningur með ljós þar sem vitnað er í söguna af ljósa- burði Bakkabræðra forðum þar sem þorpsbúar eru að bjarga tunglinu upp úr tjörn sinni. Gjörningurinn felst í því að ljósið er veitt upp úr tjörninni og borið inn í hús sem stendur á Tjarnarhólmanum. Eftir gjörninginn stendur svo húsið fullt af ljósi sem lifir út Vetrarhátíðina. Lýst eftir vitnum LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhöppum: Við Asparfell 8 var ekið á hægra afturhorn bifreiðarinnar OG-604 sem er Nissan Micra-fólksbifreið, rauð að lit. Atvikið gerðist á tíma- bilinu frá kl. 19 þriðjudaginn 25. febrúar til kl.10 morgunin eftir. Tjónvaldur fór af vettvangi. Miðvikudaginn 26. febrúar varð árekstur á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Laugavegar. Þar rákust saman rauð Toyota Corolla, TU-547, og blár bíll af sömu tegund, OV-139. Rauðu bílnum var ekið norður Kringlumýrarbraut og beygt til vinstri inn á Laugaveg til vesturs. Bláa bílnum var ekið austur Lauga- veg og áfram yfir á Suðurlandsbraut. Ökumenn greinir á um stöðu um- ferðarljósanna er árekstur varð. Vitni að þessum umferðaróhöpp- um eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Nýtt námsefni fyrir torlæsa ÞÓRSÚTGÁFAN hefur gefið út nýtt námsefni sem nefnist Lestækni og er ætlað börnum sem eiga erfitt með lestrarnám. Tíu til fimmtán af hundraði barna eiga erfitt með að læra að lesa, þar af er áætlað að hjá u.þ.b. sex af hundr- aði sé orsökin lesblinda sem af vís- indamönnum er talin vera ættgeng veila í þeim málstöðvum heilans sem annast úrvinnslu smáhljóða. Í Lestækni sem Þórsútgáfan gef- ur nú út er reynt að mæta þörfum barna sem eiga erfitt með lestrar- nám. Efnið spannar allt frá námi og samsömun bókstafa og smáhljóða til erfiðra samhljóðasambanda. Þetta efni er sett fram í 5 heftum með stig- vaxandi þyngd þar sem á hverju stigi eru fjölbreyttar aðferðir til æfinga. Höfundurinn, Þorsteinn Sigurðs- son, hefur menntun í kennslu barna með námsörðugleika, í talkennslu og cand.pæd.spec. próf í sérkennslu- fræðum með áherslu á máltöku og málmein barna. Hann hefur langa reynslu af kennslu barna með lestr- arörðugleika og er höfundur fjölda náms- og matsgagna á þessu sviði. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.