Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 48

Morgunblaðið - 28.02.2003, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                       !"#$%    $ &     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í GREIN í Morgunblaðinu 26. febr- úar sem alþingismaðurinn Lúðvík Bergvinsson skrifar notar hann orð- ið ,,aflátsbréf“ nokkrum sinnum. Minnist hann í því sambandi tvisvar á að Morgunblaðið hafi veitt Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur afláts- bréf eftir að hafa krafið hana svara vegna tiltekinna ummæla sem hún viðhafði. Ekki verður betur séð en að hug- takabrengl eigi sér stað í þessu sam- bandi. Þegar höfundur nefnir afláts- bréf er engu líkara en að hann hafi aflausn í huga. Því er rétt að árétta að aflausn og aflát eru aðskilin hug- tök. Skal tekið létt og tilbúið dæmi. Í stílfærðu tilviki eins og því sem alþingismaðurinn lýsir gengur Ingi- björg Sólrún á fund Morgunblaðs- manna full iðrunar og játar synd sína fyrir þeim. Blaðið gefur henni AF- LAUSN (leysir hana af synd sinni) og setur henni skriftir. Að því búnu verður einlægur yfirbótarvilji Ingi- bjargar Sólrúnar til þess að Morg- unblaðið veitir henni í mildi sinni AFLÁT (fellir niður setta refsingu hennar). Máttur Morgunblaðsins kann að vera mikill í hugum sumra manna en engu að síður er ekki annað að sjá en að aflátsbréfin í grein alþingis- mannsins séu marklaus plögg þar sem forsendur vantar. REYNIR GUÐMUNDSSON, Miklubraut 66, 105 Reykjavík. Aflát er ekki aflausn Frá Reyni Guðmundssyni JÓHANN Ásmundsson, safnvörður á Hnjóti í Örlygshöfn, vekur máls á samgöngumálum Vestfirðinga í grein sem hann nefnir Vesturleiðin til Ísafjarðar, á Fréttavefnum Tíðis á Patreksfirði og á bb.is á Ísafirði. Jó- hann segir það hálfundarlegt fyrir þann sem lítið þekkir til, að fylgjast með forgangsröðun stjórnmála- manna í vegagerð á Vestfjörðum. Hann talar um að þeir hafi valið heilsársvegi Ísfirðinga það vegstæði að vart sé hægt að þræða lengri leið út af kjálkanum, nema kannski keyra yfir á Hornstrandir og fara fyrir Jökul. Margt fleira spaklegt segir aðkomumaðurinn Jóhann í grein sinni, m.a. það, að þeim sem búa á sunnanverðum Vestfjörðum þyki þetta svo undarleg ráðstöfun, að ekki einu sinni vísan í æðri skynsemi nái yfir þessa heimsku. Hann nefnir að hér sé um að tefla þjónustu, sam- skipti og samstarf Vestfirðinga inn- byrðis og telur að ekki sé um nema tvennt að ræða fyrir þá á suðursvæð- inu: Annaðhvort verði Vesturleiðin allt norður til Ísafjarðar sett í for- gang eða að byggð verði upp sam- svarandi þjónusta á Patreksfirði og á Ísafirði. Það er bláköld staðreynd, að rán- dýr vegamannvirki standa hálfnotuð víða hér á Vestfjörðum vegna þess- arar kórvillu: Vestfjarðagöng, brú yfir Önundarfjörð, heilsársvegur á Gemlufallsheiði og brú yfir Dýra- fjörð. Upphleyptir heilsársvegir eru komnir víða í Barðastrandarsýslu. Þar vantar herslumuninn. Og ekki skal gleyma Gilsfjarðarbrú í þessari upptalningu og hamingjan má vita hvað. Í þessum mannvirkjum eru bundnir milljarðar króna, en þau nýtast ekki til hálfs vegna þess að vetrarumferð frá norðanverðum Vestfjörðum skal fara norður fyrst og niður svo, hvað sem hver segir, en ekki beinustu leið út úr fjórðungnum og slá með því tvær flugur í einu höggi. Ástæða er til að taka undir mál- flutning safnvarðarins á Hnjóti. Það er löngu kominn tími til fyrir Vest- firðinga að staldra nú við og íhuga sinn gang gagnvart Vesturleið. Það verður að segjast eins og er að skiln- ingur manna á þýðingu þeirrar sam- gönguleiðar fyrir Vestfirði hefur ver- ið að aukast á næstliðnum árum. Í því efni er gerð jarðganga milli Arn- arfjarðar og Dýrafjarðar grund- vallaratriði. Það þýðir ekkert að lemja hausn- um við steininn segir gamalt mál- tæki. Ákvörðun sem tekin var á sín- um tíma stendur: Ísfirðingar og nágrannar lömdu það í gegn að byggðar skyldu upp tvær samgöngu- leiðir á landi héðan af fjörðunum og eftir því hefur verið unnið. Sá draum- ur þeirra er nú óðum að rætast, að þeir og afkomendur þeirra geti spítt- að alla leið til Reykjavíkur á bundnu slitlagi. Þar munar um hverja sek- úndu og er ekkert nema gott um það að segja úr því sem komið er. Vestfjarðagoðinn Hannibal Valdi- marsson segir frá því í grein sem birtast mun í bókaflokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi á hausti kom- anda, hvernig það mátti gerast að fólk og félög með tvær hendur tómar komu upp nothæfu samkomuhúsi í Súðavík sumarið 1930 á aðeins nokkrum vikum. „Það var ekki að- eins það, að viljinn drægi hálft hlass. Hann dró allt og fór létt með það,“ segir Hannibal í grein sinni. Og hann segir meira: „Mér er líka nær að halda, að hefði ég ekki átt hina ánægjulegu reynslu frá Súðavík, þá hefði ég aldrei árætt að leggja í það fyrirhyggjulausa djarfræði að byggja Alþýðuhúsið á Ísafirði. Í það var líka ráðist með ná- lega tvær hendur tómar í óbilandi trú á samtakamáttinn og fórnarlund fjöldans. Hvorugt varð til að valda mér vonbrigðum.“ Nú þurfa Ísfirðingar og nágrannar að taka sér fordæmi síns gamla verkalýðskappa og samverkamanna hans til fyrirmyndar og taka höndum saman við samborgara sína á sunn- anverðum Vestfjörðum og beita sér af alefli fyrir gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Við þá samgöngubót mun margt breytast til bóta í Vestfirðingafjórðungi og hún mun hjálpa Vestfirðingum til að ná vopnum sínum. Ekki veitir af. Vilji er allt sem þarf. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Vilji er allt sem þarf Frá Hallgrími Sveinssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.