Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 49

Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 49 Í MORGUNBLAÐINU fimmtudag- inn 20. febrúar birtist svarbréf frá upplýsingafulltrúa Flugleiða/Ice- landair, Guðjóni Arngrímssyni, við grein sem við undirritaðir rituðum í blaðið 18. þ.m. Fyrirfram hefðum við gert ráð fyrir því að fá heiðarlegt svar og jafnvel afsökunarbeiðni af hálfu for- svarsmanna Flugleiða/Icelandair en því er ekki að heilsa og greinilegt að flugþreyta er komin í geislabauginn enda getur félagið ekki varið sig nema með útúrsnúningum og rangfærslum. Í fyrsta lagi segir fulltrúi forsvars- manna fyrirtækisins að óánægja okk- ar beinist m.a. að því að ekki sé flogið daglega, en svo er alls ekki, betur væri ef þeir stæðu við flug sín, því drengirnir höfðu bókað sig í flug heim á sunnudeginum en það flug fellt nið- ur. Þetta félag ætti líklegast að taka til endurskoðunar þessar flugáætlan- ir sínar því greinilegt er að þeir fella niður flug eftir geðþótta og gerum að tillögu okkar að flugáætlunin verði réttilega nefnd: „hugarflugsáætlun“. Í öðru lagi fer nefndur fulltrúi fyrir hönd forsvarsmanna í felum með heila ræðu um útsölur og gerir að því skóna að þeirra viðskiptamáti sé „aldagamall og viðurkenndur“ eins og þeir orða það en því miður er ekki innistæða fyrir þessari orðræðu. Staðreyndin er sú að víðast hvar fæst vara endurgreidd og/ eða inneignar- nóta fyrir allri þeirri fjárhæð sem greidd er fyrir vöruna (einnig á útsöl- um). Þannig er nú sem betur fer gott viðskiptasiðferði tryggt í velflestum ef ekki öllum verslunum landsins! Og greinilegt að aðrir kaupmenn styðjast ekki við þann aldagamla viðskipta- máta sem Guðjón segir að Flugleiðir/ Icelandair vinni eftir. Er það kannski málið að farið er að slá í þessar við- skiptavenjur félagsins? Í þriðja lagi lætur Guðjón að því liggja að félagið sé að gera drengj- unum og öðrum farþegum einhvern greiða með þjónustu sinni, og tekur dæmi um að Norðmenn hafi enga beina flugtengingu við Bandaríkin á þessum árstíma, en okkur er bara al- veg sama um hvernig Norðmenn hafa þetta. Við búum hér á Íslandi en ekki í Noregi og gerum þá kröfu að félagið stundi sín viðskipti á viðskiptasið- ferðilegum grunni. Með auglýsingum sínum og markaðssetningu er þetta flugfélag að auglýsa þjónustu gegn gjaldi og getum við ekki séð neina greiða nema þá helst bjarnargreiða þar sem verð farseðla er meira rokk- andi en sveiflur í veðurfarinu. Guðjón tekur dæmi um mikla verð- lækkun á kjúklingum í verslunum á dögunum ... og því hljótum við að spyrja: fyrst kjúklingaverð er for- svarsmönnum félagsins svona ofar- lega í huga og greinilega viðskipta- viðmiðun hjá félaginu í dag, hvort langt sé í „kjúklingaverðsútsölu á far- seðlum“? Enn stendur óhaggað að Flugleið- ir/Icelandair getur ekki með nokkru móti varið viðskiptavenjur sínar og ættu forsvarsmenn félagsins í alvöru að endurskoða eigið viðskiptasiðferði í stað þess að geysast fram á ritvöllinn með rangfærslur og útúrsnúninga. RÚNAR SIG. BIRGISSON, Vallarási 5, Rvík. JÓHANN GUÐMUNDSSON, Hólabergi 72, Rvík. Vængbrotið viðskiptasiðferði Frá Rúnari Sig. Birgissyni og Jóhanni Guðmundssyni LANDSVIRKJUN seilist nú inn á friðað og ósnortið hálendið norðan jökla með risa grjótstíflur utan um kolgrá virkjun- arlón, stór hluti af Kringilsár- rana, burðar- svæði hreindýr- anna, fer undir vatn. Einnig stór hluti Eyja- bakka sem er friðað Ramsar votlendissvæði. Alls verða 15 stíflugarðar í þessum virkjanasamstæðum. Fórn Austurlands er mikil fyrir eitt ál- ver á Reyðarfirði. Þessi bylting öræfanna stendur til 2007 – í fimm ár. Stóð ekki til að stofna þjóðgarð á sama svæði kringum Snæfell og Eyjabakka sem gnæfir stolt í 1.833 m hæð yfir öræfin norðan jökla? Fjallavötnin fagurblá verða kolgrá Jökulsárgljúfrin eru stærstu gljúfur landsins. Þau ásamt Set- hjalladal eru einstök náttúrusmíð, en þar má lesa þróunarsögu jarð- myndunar frá ísöld. Allt fer undir kolgrátt Hálsalón sem verður á stærð við Hvalfjörð. Stærsta stífl- an við Kárahnjúka er 750 metra löng, og 190 metra há eða 2 og ½ Hallgrímskirkjuturn, önnur verður Desjárstífla 900 metra löng og 60 metra há og sú þriðja Sauðárstífla rúmur kílómeter 1.150 metra löng grjótstífla og 25 metra há. Við Snæfell verða einnig nokkr- ar stórar malarstíflur sú stærsta við Kelduárlón, þar verður grjót- garðurinn ca 1½ km eða 1.450 metra langur og 25 metra hár. Önnur stór grjótstífla er við Ufs- arlón 675 metra löng og 25 metra há og nær upp í Eyjabakkafoss þar sem einstök fossaröð eyðileggst og yfir 60 fossar hverfa. Öll lónin verða síðan flutt gegnum 40 km jarðgöng yfir í Fljótsdal. Þar verð- ur Jöklu veitt í djúpum opnum skurði nokkra kílómetra meðfram Lagarfljóti áður en jökulfljótin sameinast að fullu. Jökla er aurug- asta jökulfljót landsins og mun þrefalda vatnsmagn Lagarfljóts. Við það hækkar yfirborð Lagar- fljóts um 30 cm og eykur hættu landrofs við fljótsbakkana. Ferðaþjónustan sett í hættu Erlendir leiðsögumennhafa hafa sagst í auknum mæli líta til Græn- lands, Svalbarða og Kanada haldi Íslendingar áfram með þessi virkj- unaráform norðan jökla sem sunn- an. Tvær raðir háspennumastra koma svo til að gnæfa yfir öræfin og liggja út Reyðarfjörð. Við risa- álver Alcoa fá aðeins 150 manns at- vinnu. Flest verða þetta dæmigerð karlastörf. Önnur störf eru ágisk- anir. Hvað eiga konur svo að fást við? Dansa súludans og þjónusta álverið eða tína hundasúrur á sauð- skinnsskóm? Varla verður þeim boðin forstjórastaða hjá Fjarð- aráli. Líkur eru á að erfitt reynist að manna álverið og fá þurfi út- lendinga til starfans. Kárahnjúkavirkjun fékk fall- einkunn hjá skipulagsstjóra í um- hverfismati norðan Vatnajökuls vegna umhverfisspjalla. Einstæð samfelld gróðurþekja upp í 700 metra hæð fer undir Hálsalón ásamt Sethjalladal. Fróðir menn segja að eldgos og hlaup í Brúar- jökli verði á ca 50 ára fresti og gæti orðið innan fárra ára. Er þjóðin reiðubúin að ábyrgjast 100 milljarða lánið vegna Kárahnjúka- virkjunar? Grát ástkæra fósturjörð Virkjunarlónin hálffyllast af aur á 50 árum. Þegar lágt er í lónunum fýkur fínkorna jökulaur yfir öræfin og niður í byggð. Í Jökulsár- gljúfrum eru misgengissprungur. Hvergi í heiminum hafa þjóðir virkjað á flekasprungum sem sí- fellt eru á hreyfingu. Þjóð sem metur einskis landið og miðin, sem henni er trúað fyrir, blæðir út. Enn er tími til þjóðaratkvæða- greiðslu í vor jafnhliða alþingis- kosningunum. Á vogarskálinni verður Vatnajökulsþjóðgarður með Hafrahvammagljúfrum, Sethjalla- dal, Kringilsárrana og Eyjabökk- um sem gæti skapað fjölmörg störf vegna ferðaþjónustu og rannsókna, hins vegar er Kárahnjúkavirkjun með gruggugu virkjunarlónin yfir allt hálendi Austurlands. Loforð ríkisstjórnarinnar fyrir síðustu kosningar var að sætta þjóðina og vernda öræfi landsins. Við viljum sjá efndirnar! Þjóðgarð norðan jökla sem stendur undir nafni. ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR, Viðjugerði 2, Reykjavík. Snæfellsþjóðgarður og ferðaþjónustan sett í hættu Frá Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur, austfirskri, útivinnandi húsmóður Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.