Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 60

Morgunblaðið - 28.02.2003, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUMIR einstaklingar passa ekki inn í hefðbundið formið. Eru fæddir með annað sjónarhorn á tilveruna en almúginn sem í ráðaleysi stimpl- ar þá gjarnan „kynlega kvisti“ eða eitthvað ámóta. Mörkin þeirra liggja handan línu meðaljónsins, þar er heimurinn hans Nóa (Tómas Lemarquis), söguhetjunnar í Nóa albínóa. Óvenjumikil eftirvænting lá í loft- inu á frumsýningarkvöldið þar sem ferill myndarinnar hefur verið óhefðbundinn og glæsilegur. Nói albinói kom fyrst fyrir sjónir á kvik- myndahátíðum í Frakklandi, Hol- landi og Svíþjóð þar sem myndin gerði sér lítið fyrir og vann til verð- launa á þeim öllum. Var m.a. kjörin besta norræna myndin og hlaut FIRPESCI-verðlaun gagnrýnenda í Gautaborg. Líkt og dæmin sanna þurfa vegtyllur ekkert endilega að segja mikið en þetta áhrifaríka byrjendaverk Dags Kára stendur undir væntingum. Myndin er seið- andi tragikómedía þar sem bæði dramatíkin og ennfrekar spaugið er alþjóðlegt, víðsfjarri þeim heimaln- ingshætti sem við eigum oftar enn ekki að venjast í íslenskum mynd- um. Hláturinn kemur frá hjartanu, ekki meltingarfærunum. Efnið jað- arkennt að sjá en þau áhrif fara minnkandi eftir því sem líður á sýn- inguna. Það blása ferskir vindar um mörkina hans Nóa, einangrað krummaskuð við ysta haf. Táningurinn Nói er öðruvísi en bæjarbúar, sérstæður í útliti, hlýðir ekki viðteknum reglum og er því af flestum álitinn þorpsfíflið. Gefur frat í skólann, er utanveltu í innilok- uðu samfélaginu sem kúrir hálfkæft í fannfergi undir snarbröttu fjalli þar sem snjóhengjur boða yfirvof- andi vá, úti fyrir ströndinni gnauðar Íshafið. Nói á skjól hjá ömmu sinni (Anna Friðriksdóttir), pabbi hans (Þröstur Leó), er misheppnaður draumóramaður sem hefur dagað uppi undir stýri þorpsleigubílsins og fær útrás fyrir brostnar vonir í drykkju og karókísöng á kránni. Ljósu punktarnir í lífi piltsins eru ískalt malt, bóksalinn (Hjalti Rögn- valdsson) og aðkomustúlkan Íris (Elín Hansdóttir), sem kveikir nýj- ar væntingar í brjósti hans. Nói hyggst flýja með henni úr einangr- uninni en kemst ekki langt. Það er síðan náttúran sjálf sem byltir ver- öld uppreisnarmannsins. Lengst af er Nói albínói bráð- fyndin, dökkleit gamanmynd þar sem hvert atriðið öðru betra kitlar hláturtaugarnar; morgunleikfimi ömmunnar, sláturgerðin, banka- ránið, fjarstýring grafarans, flótta- tilraunin, svo mætti lengi telja. Flest snúast um hálfglataðar til- raunir viðkomandi að koma ætlun- arverki sínu í framkvæmd. Þrátt fyrir gamansemina er dramatíkin jafnan skammt undan, loftið lævi blandið. Persónurnar eru, þrátt fyrri allt, ekki eintóna grínaktugar heldur vel mótaðar og skrifaðar og búa flestar yfir e.k. tímabundnum vonbrigðum og skorti á lífsfyllingu undir yfirborðinu. Í myndarbyrjun er Nói að moka sig út úr híbýlum sínum inn í grámósku hversdags- leikans, en undir lokin, eftir allt sem á hefur dunið, vaknar pálmaströnd- in til lífsins. Hann á eftir að spjara sig og sanna að enginn er spámaður í eigin föðurlandi. Fagmennska Dags Kára og fé- laga, ekki síst leikhópsins í heild, er það sem skiptir sköpum. Allt al- vörufólk sem vinnur hvert atriði, stórt og smátt af fáséðri vandvirkni. Handritið og leik- stjórnin óaðfinnanleg, Degi Kára tekst ætl- unarverkið fullkom- lega, að skapa lág- stemmda, einangraða veröld með ljóslifandi mannlífsflóru í óljósri fortíð. Tónlistin hans hljómar undir magn- aðri og áhrifaríkri kvikmyndatöku og Dagur Kári á heiður- inn að saumlausri klippingu ásamt Val- dísi Óskarsdóttur. Leikhópurinn í Nóa albínóa er jafnvel skærasta rósin í hnappagat þessa óvænta gleðigjafa. Myndin hefði tæpast orðið til öðruvísi en fyrir tilstuðlan Tómas- ar. Sterkt og hispurs- laust útlitið er í hróp- andi andstöðu við aðra og myndavélin gleypir hverja minnstu hreyfingu hans og svip- brigði en Tómas er ekki einasta „fótógenískur“ heldur og býsna fær leikari. Val á Elínu Hansdóttur í hlutverk aðkomustúlkunnar er ámóta snjallt, hún býr yfir þeim sjarma sem þarf til að vekja Nóa til meðvitundar, skilur hlutverkið til hlítar og óþekkt andlit hennar hjálpar áhorfandanum að skilja bet- ur stöðu persónunnar. Anna Frið- riksdóttir er þriðji, óþekkti leikar- inn sem smellpassar í hlutverk sitt. Að auki prýðir myndina hópur val- inkunnra leikara sem standa sig með ágætum, ég kemst þó ekki hjá því að kippa Þresti Leó út úr þess- um fína félagsskap – hann er hreint út sagt stórkostlegur. Zik Zak-tvíeykið á heiður skilinn fyrir metnað og þor í efnisvali. Myndirnar þeirra hafa allar verið athyglisverðar, öðruvísi og ekki klæðskerasniðnar samkvæmt mark- aðsformúlu. Ég vona að kvikmynda- húsgestir taki Nóa albínóa fagn- andi. Mörkin hans Nóa Hver eru mörkin hans Nóa? Í umsögn segist Sæbjörn Valdimarsson vona að kvikmynda- húsagestir taki Nóa albínóa fagnandi. KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn og handrit: Dagur Kári. Kvik- myndatökustjóri: Rasmus Videbæk. Tón- list: Dagur Kári og Slow Blow. Klipping: Dagur Kári og Valdís Óskarsdóttir. Aðal- leikendur: Tómas Lemarquis, Þröstur Leó Gunnarsson, Elín Hansdóttir, Hjalti Rögn- valdsson, Anna Friðriksdóttir, Pétur Ein- arsson, Guðmundur Ólafsson, Kjartan Bjargmundsson, Greipur Gíslason, Þor- steinn Gunnarsson. Framleiðendur: Þór Snær Sigurjónsson og Skúli Fr. Malm- quist. 90 mín. Zik Zak Filmworks o.fl. Gerð með stuðningi frá Íslenska kvik- myndasjóðnum. Ísland (Þýskaland, Dan- mörk, Bretland), 2003. NÓI ALBÍNÓI Sæbjörn Valdimarsson ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK / AKUREYRI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Frumsýning á fyrstu stórmynd ársins Vinsælasta myndin í Banda- ríkjunum. 2 vikur á toppnum. Stútfull af topp tónlist og brjálæðri spennu. Missið ekki af þessari mögn- uðu mynd. Sumir tala um það, en aðrir fara alla leið Svalar stelpur. hörkuspenna og fjö Með hasargellunni Michelle Rodriguez úr „The Fast and the Furiour“. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 10.40. Enskur texti. Strangl.B.i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.10. Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við “The Sixth Sense” Stórkostlegt framhald af barna og fjölskyldumynd Disney sem allir þekkja! Áður en þú deyrð, færðu að sjá SV MBL KVIKMYNDIR.IS SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X Sýnd kl. 6. Ísl.tal. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.