Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 28.02.2003, Qupperneq 64
S.O.S. – hálendið kallar var yfir- skrift hálendisgöngu og mótmæla gegn Kárahnjúkavirkjun sem fram fóru í miðborginni í gær. Að sögn skipuleggjenda tóku á milli 1.300 og 1.400 manns þátt í mótmæl- unum. Elísabet Jökulsdóttir, talsmaður skipuleggjenda, segir ýmsa gras- rótarhópa hafa staðið fyrir mót- mælunum. Gengið var með mót- mælaspjöld niður Laugaveginn og safnaðist hópurinn svo saman á Austurvelli framan við Alþing- ishúsið. Þar frömdu leiklist- arnemar gjörning þar sem fjall- konan var kefluð og vafin inn í ál, leikin var tónlist og ávörp flutt. Að því loknu mynduðu mótmæl- endur hring utan um Alþing- ishúsið og kölluðu upp slagorð á borð við „Það er ekki of seint“ og „Svei þér, Siv.“ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra fylgdist hins vegar með út um glugga. Þá afhentu mótmælendur þing- mönnum stóra ljósmynd af Kára- hnjúkum með þeim orðum að þeir óskuðu þess að sú mynd héldist. Athöfninni lauk svo með bæna- stund. „Þetta er alveg ótrúlegur fjöldi og maður er alltaf að sjá hérna nýtt fólk,“ sagði Elísabet. Lögreglan segir á milli 500 og 1.000 manns hafa tekið þátt í mót- mælunum en að hennar sögn var talning erfið. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram fyrir utan að einhverjir hafi hent banönum að Alþingishúsinu. Ákveðið hafi verið að láta bananakastið óátalið. Morgunblaðið/RAX Gengið gegn virkjunaráformum MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SIGURÐUR Þórðarson ríkisendurskoðandi tek- ur undir gagnrýni Stefáns Svavarssonar dósents, sem sagði sig úr reikningsskilaráði, og segir reikningsskil í landinu vera í uppnámi. Við aðlög- un að alþjóðlegum kröfum hafi komið í ljós að ís- lensk löggjöf leyfi ekki suma þá hluti sem verið sé að framkvæma í reikningsskilum fyrirtækja. Rík- isendurskoðandi tekur ennfremur undir gagnrýni Stefáns á seinagang stjórnvalda í þessum efnum. Afsögn Stefáns sem formanns reikningsskila- ráðs er hörmuð af endurskoðendum, ríkisend- urskoðanda, forseta viðskipta- og hagfræðideild- ar og fjármálaráðherra. Segja þeir að erfitt verði að fylla hans skarð í nefndinni. Geir H. Haarde telur þá gagnrýni Stefáns ekki vera maklega að athugasemdir reikningsskila- ráðs hafi verið hunsaðar í fjármálaráðuneytinu. Bendir ráðherra á að fyrir Alþingi liggi frumvarp um aðlögun ársreikningalaga að tilskipunum ESB, sem verði afgreitt frá þinginu á næstu dög- um. Hins vegar hafi stjórnvöld legið undir ámæli og þrýstingi frá Eftirlitsstofnun EFTA um að innleiða þessar reglur. Ráðherra segir næsta skref að taka upp staðla Alþjóðareikningsskilaráðsins „Okkur ber samkvæmt skuldbindingum okkar innan EES að innleiða staðla ESB, þó að fyrr hefði verið, og næsta skref er þá að taka upp staðla Alþjóða reikningsskilaráðsins. Ég tel mik- ilvægt að gera það með trúverðugum hætti og við munum að sjálfsögðu leita til færustu manna um að gera það eins vel og hægt er,“ segir Geir. Eitt af því sem Stefán bendir á og gagnrýnir er reikningsskilaaðferð Kaupþings þar sem beitt hafi verið svonefndri samlegðaraðferð í ársreikn- ingi vegna söluhagnaðar af kaupum á Frjálsa fjárfestingarbankanum. Á meðan verið sé að lög- leiða þá aðferð hér á landi sé verið að afnema hana hjá öðrum þjóðum. Hreiðar Már Sigurðs- son, aðstoðarforstjóri Kaupþings, segir það ósanngjarnt að benda eingöngu á Kaupþing í þessu sambandi. Hugsanlega sé samlegðarað- ferðin að einhverju leyti úrelt en hún sé í sam- ræmi við íslensk lög og fleiri fyrirtæki beiti henni. Ríkisendurskoðandi tekur undir gagnrýni Stefáns Svavarssonar dósents Reikningsskil í uppnámi  Fjármálaráðherra/6 EINAR Sturluson, einn kunnasti söngvari og söngkennari landsins um árabil, hefur nýlega gefið út tvöfaldan geisladisk með söng sín- um frá fyrri árum. Einar er tæp- lega 86 ára, en segir að þótt hann beri ekki æskuna utan á sér, sé hún öll þarna innvortis. Hann fór ungur út í heim, nam söng og starfaði við óperuhús á Norðurlöndunum, en varð að hætta að syngja vegna ofnæmissjúkdóms sem hrjáði hann á þeim árum. Hann hefur starfað á Elliheimilinu Grund í nærri hálfa öld, bæði sem sjúkra- þjálfari og ekki síður sem eins kon- ar skemmtikraftur. „Ég skemmti fólki hér með lygasögum og söng“, segir hann og segist ekkert á því að hætta á Grund. „Ef ég hætti verð ég bara gamall og latur og hugmynda- flugið hverfur.“ Morgunblaðið/Sverrir Einar Sturluson rabbar við Krist- björgu Einarsdóttur á Grund. Á níræðis- aldri og gefur út geisladisk  Æskan er þarna öll/30 FASTEIGNAFÉLAGI Hafnar- fjarðar hefur verið falið að hefja þeg- ar undirbúning að hönnun og öðrum nauðsynlegum verkþáttum svo hægt sé að flýta útboði framkvæmda í bæjarfélaginu. Heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er áætlaður um 1.000 milljónir króna. Meðal annars er stefnt að því að byggja nýjan sex deilda leikskóla í Áslandi, byggja kennslusundlaug, einsetja Hvaleyrarskóla og stækka Flensborgarskóla. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist á síðari hluta þessa árs ef hagstæð tilboð fást í þær. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði kynnti hugmyndir þess efnis á fundi bæjarráðs í gær en afgreiðslu máls- ins var frestað. Flýtifram- kvæmdir fyrir milljarð  Munu skapa/25 ♦ ♦ ♦ RÍKISSJÓÐUR mun væntanlega fá rúma tvo milljarða króna í arð- greiðslu vegna hlutabréfaeignar sinnar í Landssíma Íslands hf. Stjórn félagsins hefur samþykkt að leggja til við aðalfund að 30% arður greiðist til hluthafa, en það mun leiða til þess að 2.110 millj- ónir verði greiddar í arð. Ríkið á um 99% hlut í félaginu. Árið áður var greiddur 12% arður til hlut- hafa, eða samtals 844 milljónir króna. Sterk staða krónunnar réð mestu um aukinn hagnað Aðalfundur félagsins verður haldinn 26. mars næstkomandi. Hagnaður Símans á síðasta ári nam 2.161 milljón króna eftir skatta. Árið áður var hagnaðurinn 1.038 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 14,6% en var 7,5% árið 2001. Í tilkynningu frá Símanum segir að sterk staða krónunnar hafi mest að segja um aukinn hagnað félagsins. Afkoman sé í samræmi við áætlanir og ekkert bendi til annars en að rekstur þessa árs verði einnig í samræmi við áætl- anir. Hagnaður Símans tæpir 2,2 milljarðar króna Ríkið fær rúma 2 milljarða í arð  Hagnaðurinn/20 HAGNAÐUR Kaupþings hefði orðið 1.026 milljónum króna minni hefði félagið farið að sænskri reikningsskilavenju og eignfært viðskiptavild við kaup á Frjálsa fjárfestingarbankan- um. Hagnaður vegna sölu fé- lagsins á Frjálsa til Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefði lækkað sem nemur 860 milljón- um króna. Í ársreikningi Kaupþings banka, undir liðnum „önnur mál“ segir: „Hefði sænskri reikningsskilavenju verið beitt við færslu á sölu á eignarhlut í Frjálsa fjárfestingarbankanum hf. hefði söluhagnaður verið 860 millj. kr. lægri þar sem færð hefði verið viðskiptavild að fjárhæð 905 millj. kr. við kaup á bankanum.“ Þá segir að eigið fé í árs- reikningi 31. desember 2002 hefði verið hærra um 1.410 milljónir króna, vegna eigna- færslu viðskiptavildar af kaup- um á Sofi Financial Services Group, hefði sænskri reikn- ingsskilavenju verið beitt við gerð ársreikningsins. Hagnað- ur Kaupþings á árinu 2002 hefði reiknast 2.049 milljónir króna, í stað 3.074 milljóna, hefði hinni sænsku venju verið beitt við reikningsskil. Þar hefði munað fyrrnefndum 860 milljónum og afskrift viðskipta- vildar upp á 166 milljónir að auki. Kaupþing banki Hagnaður milljarði lægri með sænskri aðferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.