Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝ kynslóð gervitunglamynda ,
sem hafa geysimikla greinihæfni,
munu hafa mikil og jákvæð áhrif á
náttúrurannsóknir og kortagerð á
Íslandi í framtíðinni að sögn dr.
Kolbeins Árnasonar, sérfræðings
hjá Landmælingum. Um er að ræða
svokallaðar SPOT5 myndir sem
hafa greinihæfni allt að 2,5 metrum
og getur hver mynd náð yfir 3.600
ferkílómetra svæði.
Að sögn Kolbeins eru myndirnar
mjög nákvæmar og greina þær
vegi, hús, skurði, ár og læki svo
eitthvað sé nefnt. Hann segir mynd-
irnar afar heppilegar til þess að
nota við flokkun á yfirborði lands,
hvort sem það er gróið eða ógróið,
þær séu fjölrása, innihaldi inn-
rauðar mælirásir og greini því það
sem mannsaugað fær ekki greint.
Landmælingar Íslands keyptu í
fyrrasumar í samvinnu við Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins,
Náttúrufræðistofnun, Landgræðsl-
una og Suðurlandsskóga nokkrar
SPOT5 myndir af ýmsum svæðum á
Íslandi. Að sögn Kolbeins verða
þær notaðar til að endurnýja upp-
lýsingar í stafrænum kortagrunni
sem verið er að vinna að. „Þar
verða manngerðir hlutir, einsog
vegir og önnur mannvirki, upp-
færðir auk þess sem vatnafar er at-
hugað en sumt er ekki rétt á gömlu
kortunum og þarf að leiðrétta,“
segir Kolbeinn.
Kolbeinn segir myndirnar vera á
mjög hagstæðu verði miðað við
gögn af þessu tagi, en myndir af
öllu Íslandi kosti á bilinu 60 til 70
milljónir króna. „Við höfum áhuga
á að kaupa þessar myndir í sam-
vinnu við aðra. Við myndum þá
vilja að allir opinberir aðilar ættu
aðgang að þessum gögnum, svo
sem öll sveitarfélög, skógræktir og
allar stofnanir undir hvaða ráðu-
neyti sem vera skal,“ segir Kol-
beinn.
Kolbeinn segir myndirnar geta
nýst á margvíslegan hátt, bæði við
kortagerð, gróðurathuganir, til
þess að meta árangur af upp-
græðslu og skoða jarðvegseyðingu,
við mælingu á stærð jökla og breyt-
ingu á jöklum, við vatnarannsóknir,
í skipulagi og mati á umhverfis-
áhrifum við stórframkvæmdir svo
eitthvað sé nefnt.
Á myndinni hér að ofan af
Reykjavíkurflugvelli, sem tekin var
úr 832 km. hæð, má m.a. sjá götur
og hús koma vel fram sem og
göngustíga í Öskjuhlíð og flugvél á
suðurenda flugvallarins.
Ný kynslóð gervitunglamynda
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í
gær að veita allt að 300 milljónir
króna til neyðar- og mannúðarað-
stoðar og uppbyggingarstarfs í
Írak. Þar af verður 100 milljónum
króna varið til neyðar- og mann-
úðaraðstoðar, en allt að 200 millj-
ónum til uppbyggingarstarfs í kjöl-
far átakanna.
Neyðar- og mannúðaraðstoðinni
verður skipt þannig að Alþjóðaráð
Rauða krossins fær 40 milljónir,
Hjálparstarf kirkjunnar fær 10
milljónir, samtökin Barnaheill fá 7
milljónir, Flóttamannastofnun Sam-
einuðu þjóðanna fær 5 milljónir,
Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóð-
anna fær 18 milljónir og Íslenska
friðargæslan fær 20 milljónir.
300 milljónir
til neyðarað-
stoðar í Írak
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur ákveðið að hefja þegar í stað end-
urskoðun á ákvæðum laga um arn-
arstofninn til að tryggja verndun
hans. Þá verður eftirlit með varpi og
varpstöðum þegar í stað aukið til
muna, meðal annars úr lofti, til að
koma í veg fyrir truflun við varpstaði
í vor. Ákvörðun þess efnis er tekin í
kjölfar nýgengins dóms í Hæstarétti
þar sem maður var sýknaður af því
að raska hreiðurstað arna í Miðhúsa-
eyjum 2000 og 2001.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir að dómur Hæstaréttar
breyti engu um að örninn sé friðað-
ur. Ekki megi raska varpi, eiga við
hreiðrin eða valda óþarfa truflun af
öðru tagi. Ráðherra hefur farið þess
á leit við Bændasamtök Íslands að
þau beiti áhrifum sínum til þess að
tryggja vernd stofnsins og óski eftir
því við umbjóðendur sína, einkum
æðarræktendur, að þeir virði lög um
friðun arnarins.
50 arnarpör í landinu
Að sögn Kristins Hauks Skarp-
héðinssonar fuglafræðings telur arn-
arstofninn um 50 pör og hefur ekki
verið jafnsterkur í 100 ár. Engu að
síður sé stofninn töluvert minni en
hann var í lok 19. aldar þegar honum
fækkaði ört.
„Það má segja að það hafi verið
bjartir tímar framundan hjá ernin-
um og almennur velvilji gagnvart
arnarstofninum þannig að þessi
dómur Hæstaréttar setur menn að-
eins út af sporinu. Ég held að ein-
dregin afstaða ráðuneytisins muni
hins vegar tryggja það að örninn fái
að dafna á komandi árum,“ segir
Kristinn.
Morgunblaðið/Jim Smart
Viðbrögð umhverfisráðuneytisins við dómi Hæstaréttar voru kynnt á
blaðamannafundi í gær. Frá vinstri: Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og
Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri.
Aukið eftirlit
með arnarvarpi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt Mosfellsbæ til að
greiða manni, sem sótti um stöðu
skólastjóra í grunnskóla í bæjar-
félaginu, 1,6 milljónir króna í bæt-
ur og málskostnað.
Fræðsluráð mælti með mannin-
um í starfið og bæjarráð sam-
þykkti tillöguna samhljóða en sú
samþykkt var stuttu síðar aftur-
kölluð og annar maður ráðinn í
starfið. Dómaranum þótti sýnt að
eftir að fræðslunefnd og bæjarráð
ákváðu að mæla með manninum
hafi komið til umræðu, á milli
þeirra sem fjölluðu um umsóknina,
sögusagnir um að hann tengdist
barnaverndarmáli í skóla sem hann
stýrði áður. Fyrir liggi að eftir að
þessar sögusagnir komust á kreik
hafi bæjarráð afturkallað ákvörðun
sína um að ráða hann í starfið. Við
aðalmeðferð málsins var þessu
hafnað af hálfu bæjarins.
Í dómnum segir að ekki hafi ver-
ið sýnt fram á að nokkur fótur hafi
verið fyrir þessum sögusögnum og
að bæjaryfirvöld hafi ekki sýnt
fram á að þau hafi kannað sann-
leiksgildi þeirra. Þá hafi manninum
ekki verið gefið tækifæri til að tala
máli sínu áður en ákvörðun var
tekin um að ráða hann ekki í starf-
ið. Með þessu hafi bærinn brotið
gegn stjórnsýslulögum og með
ólögmætum hætti komið í veg fyrir
að maðurinn fengi starfið. Þá hafi
umfjöllun og meðferð bæjarins á
umsókn mannsins verið til þess
fallin að skerða starfsheiður hans
sem skólastjóra og kennara.
Skaðabætur vegna launataps voru
ein milljón en miskabætur 300.000
krónur.
Lögmaður mannsins var Guðni
Á. Haraldsson hrl. en Viðar Lúð-
víksson hdl. var til varnar fyrir
Mosfellsbæ. Kristjana Jónsdóttir
kvað upp dóminn.
Mosfells-
bær greiði
bætur
ÆTTINGJAR og vinir Ástþórs
Skúlasonar sem slasaðist alvar-
lega í bílslysi í Bjarngötudal, milli
Rauðasands og Patreksfjarðar,
hinn 28. febrúar sl. hafa hafið
söfnun til styrktar honum.
Ástþór er þrítugur og heldur bú
að Melanesi á Rauðasandi ásamt
foreldrum sínum. Hann er lamað-
ur neðan við mitti og telja læknar
að hann muni hér eftir verða
bundinn við hjólastól. Í tilkynn-
ingu frá þeim sem standa að söfn-
uninni segir að slysið hafi gjör-
breytt lífi þessa unga og hrausta
manns. Hann geti ekki lengur
gengið á fjöll eða sinnt búi sínu.
Svona skellur kosti sitt, m.a. þurfi
að gera breytingar á híbýlum.
Stofnaður hefur verið reikning-
ur á hans nafni í Sparisjóði Vest-
firðinga á Patreksfirði. Reikn-
ingsnúmerið er 1118-05-401445,
kennitalan er 200773-4979.
Söfnun vegna
alvarlegs bílslyss
KOSTNAÐUR við að koma aftur
upp gagnagrunnum nokkurra fyrir-
tækja eftir bilun í vefþjóni hjá Sím-
anum hleypur á milljónum króna.
Eins og greint var frá í byrjun
mars tapaðist talsvert af gögnum
fréttavefjarins InterSeafood.com
þegar vefurinn lá niðri í um 10 daga
vegna bilana í vefþjóni hjá Síman-
um. Fleiri fyrirtæki lentu einnig í
þessu, en Guðni Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri Íslensku vefstofunn-
ar, sem sér um hýsingu fyrir þessi
fyrirtæki, segir að svæðin séu komin
upp aftur. Hins vegar liggi heild-
arkostnaður vegna þessa ekki fyrir
en ljóst sé að hann hlaupi á millj-
ónum króna. „Nokkuð eyðilagðist al-
veg en annað hefur verið fært inn
aftur.“
Gögn töpuðust vegna
bilana í vefþjóni
Kostnaður
hleypur á
milljónum
♦ ♦ ♦
FIMM tilboð bárust í gerð snjóflóða-
varnagarða sem reisa á ofan byggð-
arinnar í Siglufirði. Lægsta tilboðið
var frá Suðurverki hf. og hljóðaði það
upp á rúmar 554 milljónir króna.
Kostnaðaráætlun verkkaupa, sem
eru Framkvæmdasýsla ríkisins og
Siglufjarðarkaupstaður, var liðlega
536 milljónir.
Tilboðin voru opnuð hjá Ríkis-
kaupum í gær. Þau fyrirtæki sem
buðu í verkið eru: Íslenskir aðalverk-
takar, Ístak ehf., Norðurtak ehf.,
Héraðsverk ehf. og loks Suðurverk
hf. Byggðir verða fimm þvergarðar
og einn svokallaður leiðigarður.
Þvergarðarnir verða samtals um
1.700 metra langir.
Byggt verður í þremur áföngum,
fyrsta áfanga skal lokið sumarið 2004
en þeim síðasta haustið 2006. Rík-
iskaup munu nú fara yfir tilboðin.
Snjóflóðavarnargarðar
í Siglufirði
Lægsta til-
boð 8 millj-
ónum yfir
áætlun
♦ ♦ ♦
EINS og hálfs árs gamalt barn féll
út um glugga á 2. hæð á íbúðarhúsi á
Akureyri um klukkan ellefu í gær-
morgun. Fallið var um þrír og hálfur
metri og kom barnið niður á trépall.
Barnið var flutt á Fjórðungs-
sjúkrahúsið en að sögn lögreglu stóð
til að útskrifa það í gærkvöldi eða í
dag. Mildi þykir að ekki fór verr.
Barn féll út um
glugga á 2. hæð