Morgunblaðið - 09.04.2003, Síða 13

Morgunblaðið - 09.04.2003, Síða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 13 KALDBAKUR fjárfestingarfélag hf. keypti í gær 11% hlut í Trygginga- miðstöðinni hf., TM, af Kaupþingi hf. en Kaldbakur átti óverulegan hlut í TM fyrir. Í fréttatilkynningu frá fé- laginu segir að nafnverð hlutarins hafi verið 102.563.579 kr. en kaupin fóru fram á genginu 11. Kaupverð samkvæmt því var rúm- ur 1,1 milljarður króna. Greitt var fyrir hlutinn með hlutabréfum í Kald- baki og á Kaupþing hf. eftir þessi við- skipti 17% hlut í Kaldbaki. Heppileg aðkoma Eiríkur Jóhannesson fram- kvæmdastjóri Kaldbaks segir að áhugi félagsins á að fjárfesta í trygg- inga- og fjármálageiranum hafi legið fyrir um tíma. „Með þessari fjárfest- ingu teljum við okkur hafa fundið mjög heppilega aðkomu að því að fjár- festa í þessum geira. Tryggingamið- stöðin er mjög traust og afar vel rekið fyrirtæki. Við erum að kaupa okkur inn í góðri sátt og viljum leggja okkar af mörkum til að gera gott fyrirtæki enn betra,“ sagði Eiríkur í samtali við Morgunblaðið. Varðandi nýtilkominn eignarhlut Kaupþings í Kaldbak segir Eiríkur að það tengist ekki þeirri stefnu félagins sem gefin var út þegar ársuppgjör þess var kynnt nýlega en þar sagði að stjórn og kjölfestueigendur Kaldbaks leggi á það áherslu að vinna áfram að stækkun Kaldbaks með aðkomu nýrra eigenda að félaginu. „Við vitum ekkert hvað Kaupþing ætlar sér með bréfin. Þessi bréf okkar eru gjaldmið- illinn sem við notuðum í viðskiptunum og við erum ánægðir með að hlutabréf í Kaldbaki séu svona góður gjaldmið- ill.“ Nýtt hlutafé í Kaldbaki var gefið út um síðustu helgi, eða 266 milljónir að nafnverði, og voru þau bréf notuð í viðskiptunum auk hluta sem Kald- bakur átti fyrir. Spurður hvort að Kaldbakur ætli sér að fjárfesta meira í trygginga- og fjármálageiranum segir Eiríkur að svo sé, en Kaldbakur hefur að hans sögn einkum fjárfest í verslun og sjávarútvegi hingað til. „Já, við vökum yfir öllum góðum tækifærum. Við vonum líka að þessi viðskipti geri Kaldbak að enn fýsi- legri fjárfestingarkosti, enda skjóta þau fleiri stoðum undir félagið,“ sagði Eiríkur en félagið hefur þegar hafið samræður við fagfjárfesta um að- komu að félaginu í þeim tilgangi að stækka það enn frekar. Heildar- hlutafé í Kaldbaki er nú 1.754.429.649 kr. Gengi á bréfum félagsins var 3,6 við lokun markaðarins í gær en geng- ið lækkaði um 4% í viðskiptum gær- dagsins. Samkvæmt upplýsingum frá Kaup- þingi, sem hafði milligöngu um við- skiptin með því að útvega bréfin í TM, keypti Kaupþing bréfin úr tveimur áttum. 6,2% af hlutabréfum TM, eða tæpar 58 milljónir voru keyptar af Ovalla Trading Ltd, sem er í 85% eigu Gaums Holding og 15% eigu Austur- sels, en 4,8% voru keypt af öðrum að- ila. Ekki virðist hafa verið um tilkynn- ingarskyld viðskipti í því tilviki þar sem engin tilkynning barst til Kaup- hallar Íslands þar um. Morgunblaðið leitaði eftir upplýs- ingum hjá Kaupþingi um hvað bank- inn hygðist gera með hlut sinn í Kald- baki. Bankinn staðfesti að bréfin hafi verið keypt fyrir veltubók bankans en veitti ekki frekari uppl. um viðskiptin. Kaupþing með 17% í Kaldbak Haslar sér völl í trygginga- og fjár- málageiranum með kaupum í TM ÞAU fjögur tilboð sem bárust í 39,68% hlut ríkisins í Íslenskum að- alverktökum eru enn til umræðu í framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu, en frestur til að skila inn tilboð- um rann út 21. mars sl. Selja á hlutinn, sem er að nafnverði 552 milljónir króna, í einu lagi til eins aðila eða hóps fjárfesta. Aðspurður sagði Ólafur Davíðsson, formaður framkvæmdanefndar um einkavæðingu, að nefndin hefði ekki sett sér nein sérstök tímamörk við yf- irferð tilboðanna en stefnt sé að því að ljúka málinu eins fljótt og auðið er. Hann sagði að enn væri ekki byrjað að tala við neinn tilboðsgjafa. Þeir aðilar sem skiluðu inn tilboð- um eru: Jarðboranir hf., JB Bygg- ingafélag ehf. og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf., Joco ehf., félag fjár- hagslega tengt Jóni Ólafssyni og að lokum Eignarhaldsfélagið AV ehf., en það er í eigu starfsmanna ÍAV. Salan á ÍAV Lýkur eins fljótt og auðið er ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur hækkað lánshæfismat Íslandsbanka. Langtímaeinkunn bankans var hækkuð úr A2 í A1, einkunn vegna víkjandi lána úr A3 í A2 og einkunn vegna fjárhagslegs styrkleika hækk- aði úr C+ í B-. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að skammtíma- einkunnin P-1 hafi verið staðfest, en það er hæsta einkunn sem gefin er, að því er fram kemur í tilkynning- unni. Endurspeglar sterkan grunn Í fréttinni er vitnað í umsögn Moody’s um bankann en fyrirtækið segir lánshæfiseinkunn Íslands- banka hærri en einkunn annarra ís- lenskra banka. Jafnframt er haft eft- ir Moody’s að hækkun lánshæfis- matsins endurspegli sterkan fjárhagslegan grunn bankans sem hefur staðist vel bæði niðursveiflu í efnahagslífinu sl. 2 ár og harða sam- keppni á íslenska bankamarkaðnum. Moody’s sagði jafnframt að gæði eigna hefðu haldist góð þrátt fyrir aðstæður sl. 2 ár sem endurspeglaði gæði útlánaferla Íslandsbanka. „Að sögn Moody’s gera þeir þættir sem liggja að baki góðum árangri Ís- landsbanka, þ.e. áhættulítill og al- þóðlegur uppruni tekna og lágt kostnaðarhlutfall, bankann vel í stakk búinn til að nýta batnandi að- stæður í efnahagslífi Íslendinga á næstu misserum,“ segir í tilkynn- ingu Íslandsbanka. Staðfestir styrk bankans Moody’s segir einnig að markaðs- hlutdeild bankans í bæði innlánum og heildarútlánum sé leiðandi og að hann njóti sterkrar stöðu í eign- astýringu, gjaldeyrisviðskiptum og skuldabréfaviðskiptum. Heildareignir Íslandsbanka voru 312 milljarðar kr. um síðustu ára- mót. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir í frétta- tilkynningunni að ákvörðun Moody’s um að hækka lánshæfiseinkunn Íslandsbanka sé enn ein staðfest- ingin á þeim styrk sem bankinn hefur náð frá samruna Íslandsbanka og FBA. „Við samrunann vorið 2000 hækkaði Moody’s einkunn sam- einaðs banka og lýsti því samtímis yfir að horfur á frekari hækkun væru jákvæðar ef markmið samrun- ans næðust. Moody’s hefur því fylgst afar náið með þróun bankans undanfarin þrjú ár og staðfestir ákvörðun Moody’s traustan rekstur og mikil gæði eigna bankans. Jafn- framt staðfestir hækkunin hæfni Ís- landsbanka til árangursríkra sam- eininga fjármálafyrirtækja. Hærra lánshæfismat Íslandsbanka styrkir íslenskt bankakerfi og um leið ís- lenskt viðskiptalíf,“ segir Bjarni Ár- mannsson forstjóri í tilkynningu Ís- landsbanka. Lánshæfismat Moody’s á Íslandsbanka Langtímaeinkunn hækkuð í A1                              !  " #$ % &$# '( )  !   *      )"  "  +  , "   "           ---           !  "#$ %  & ' ()   *& ' () !  +++,  . ) /"  0 1  ,     "    "  2$$$$$$$$$    ) 3        ) %$$$$$$$$$  ) /"      /"  "   " !      0 !  &  %$$4  &$  )"(      5     6  )7"       8  "       )  "    9 9$: " )7" ;        &2  %$&4 !     ,            8      0 8               <=! $4 & !    0        "       + &2  %$$4    (  +   (    . ) /"  0 1  ,     "    "  >$$$$$$$$    ) 3        ) #4$$$$$$$  ) /"      /"  "   " !      0 !  &  %$$4  #  )"(      )7"?   "))     8  "      )  "    @ 4$: " )7" 1 "   )         + & / %$$A !     ,"            8      0 8               !8< $4 & !    0        "       + &2  %$$4    (  +   (    (    )   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.