Morgunblaðið - 09.04.2003, Side 25

Morgunblaðið - 09.04.2003, Side 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 25 ÞAÐ er heldur hráslagalegur heimur sem birtist okkur í Chicago. Þegar Roxie Hart myrðir elskhuga sinn og mistekst að koma sökinni á vitgrannan eiginmanninn leitar hún til Billys Flynns, lögfræðings sem tel- ur frægðina fremur en lagaklæki vera leiðina undan snörunni. Þetta er frumlegur söngleikur að forminu til, engin eiginleg sviðsmynd en leikhóp- ur og hljómsveit sameinast um að segja söguna. Verulega skemmtilegt verk þar sem möguleikar leikhússins eru nýttir á skapandi hátt. Tónlistin grípandi og þýðing Flosa er frábær, að mínu mati hans besta. Eins gott að söngtextar komust vel til skila að þessu sinni. Sýning LMA er hreint afbragð. Laufey Brá og hennar fólk hefur komist ótrúlega langt með að gera öll- um þáttum þessa krefjandi verks skil. Tónlist er fantavel flutt bæði af hljóm- sveit og söngvurum, sviðsetningin er hugmyndarík og lifandi, leikur kraft- mikill og sjálfsöruggur og þó öryggið í snjöllum dansatriðunum sé ekki alveg jafn mikið breytir það engu því verkið er skemmtilegt og persónurnar áhugaverðar þótt fráhrindandi séu. Þar er athyglin, eins og vera ber. Aðalhlutverkin, Roxie og Billy, eru í góðum höndum hjá Unni Birnu Björnsdóttur og Ævari Þór Bene- diktssyni. Andri Már Sigurðsson er kostulegur eiginmaður og margir eiga fyndnar innkomur í smáhlut- verkum, þar sem ýkjur eru dagskip- unin. En sýningin í heild er sigur hóps- ins. Einhver sterkasta, og áreiðan- lega skemmtilegasta, söngleikjasýn- ing framhaldsskólaleikfélags í vetur. Grease GREASE hverfist um samdrátt of- urtöffarans Danny Zuko og sakleys- ingjans Sandy Dumbrowsky, en dvel- ur ótrúlega lítið við þetta aðalefni sitt. Miklu meiri tíma er varið í að lýsa töffaraklíku Dannys og stúlknagerinu í kringum það, dansa og syngja – að miklu leyti án þátttöku Sandy. Ein- kennilega upp byggður söngleikur en skemmtileg rokktónlistin og kostu- legar týpurnar bæta það upp. Parið er vel leikið og sungið af Sigursveini Þór Árnasyni og Rósu Björg Ásgeirs- dóttur. Sigursveinn fær úr öllu meira að moða og nýtir sér það svikalaust, dansar til dæmis sérlega vel. Þá er Sunna Valgerðardóttir verulega góð sem Rizzo og nánast sú eina sem skil- ar söngtextum svo hvert orð skilst. Sýning Verkmenntaskólans er kraftmikil og fjörug, tónlist og dans ágætlega leyst. Svo skemmtilega vill til að þétt og vel spilandi hljómsveitin er að mestu skipuð kennurum, en slík þátttaka kennara í leiklistarstarfi skólans er að ég held einsdæmi en vissulega til fyrirmyndar. Það sem einna helst stendur í vegi fyrir því að sýningin verði eins áhrifa- mikil og hún gæti verið er sú leið sem leikstjórinn hefur valið. Hann lætur leikarana, aðallega strákana, ýkja töffarastælana upp úr öllu valdi. Það skilar nokkrum hlátrarsköllum í byrj- un en verður síðan afar hvimleitt og stendur í vegi fyrir persónusköpun og samkennd okkar með persónunum. Einnig gegnir furðu sviðsetning hans á eina tveggja manna atriði Sandy og Dannys, en hann lætur þau snúa baki í áhorfendur, við sjáum einungis skuggamynd af þeim og þau tala í hljóðnema. Eina tækifærið sem við höfum til að fylgjast með sambandi þeirra fer því fyrir lítið. Þrátt fyrir þessa annmarka er vel hægt að hafa af gaman af sýningunni, sérstaklega tónlistinni og skemmti- legum hópatriðunum. Söngleikja- hefðin er á réttri leið í Verkmennta- skólanum og gaman verður að fylgjast með frekari framgangi henn- ar. LEIKLIST Leikfélag Menntaskólans á Akureyri Höfundar: Fred Ebb, John Kander og Bob Fosse. Þýðandi: Flosi Ólafsson. Leik- stjóri: Laufey Brá Jónsdóttir. Tónlistar- stjórn: Björn Þórarinsson og Helgi Vil- berg Helgason. Lýsing: Róbert Lee Evensen. Samkomuhúsið á Akureyri 27. mars 2003. CHICAGO Skítapakk og gúmmítöffarar Verkmenntaskólinn á Akureyri Höfundar: Jim Jacobs og Warren Casey. Leikstjóri: Þorsteinn Bachmann. Tónlist- arstjóri: Arnór Vilbergsson. Verk- menntaskólinn 28. mars 2003. GREASE Þorgeir Tryggvason NÁMSKEIÐ um íslenskar sam- tímabókmenntir og menningu fyrir útlendinga hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands 22. apríl næstkom- andi. Námskeiðið er ætlað útlend- ingum sem náð hafa allgóðu valdi á að skilja talaða og ritaða íslensku en vilja auka orðaforða sinn og skyggn- ast um í heimi íslenskra bókmennta og menningar. Lesin verða ljóð, smásögur og leikrit sem komið hafa út á síðustu árum. Einnig verður farið í heimsókn í Listasafn Íslands og á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Kennari er Sigurborg Hilm- arsdóttir, cand. mag í íslenskum bókmenntum. Auk hennar verða gestafyrirlesararnir Dagný Krist- jánsdóttir, sem fjallar um skáldsög- ur og smásögur, Helgi Skúli Kjart- ansson, sem ræðir um íslenska samtímasögu, Sveinn Einarsson, sem segir frá íslenskum leikritum og Þórður Helgason, sem fjallar um ljóð. Bókmenntir fyrir útlendinga fyrirtaeki.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.