Morgunblaðið - 09.04.2003, Síða 39
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 39
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
-
IT
M
90
50
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18,
Laugardaga 10-14
Við látum verðið tala!
Gala Cima
handlaug í borð
53,5x41,5 sm
Verð kr.
9.900,- stgr.
Gala Lyra
handlaug á vegg
45x35 sm
Verð kr.
3.950,- stgr.
Meðan birgðir endast
Gala Metropol
handlaug í borð
með vör.
65x52 sm
Verð kr.
11.900,- stgr.
Apríltilboð á baðinnréttingum og -tækjum
Handlaug með fæti.
55x43 cm.
Verð kr.
9.450,- stgr.
Handlaug með fæti.
50x41 cm.
Verð kr.
22.650,- stgr.
WC með festingum og
harðri setu. Tvöföld skolun.
Stútur í vegg eða gólf.
Verð frá kr.
15.900,- stgr. Verð sett
með öllu
Kr. 46.800,-
stgr
Innbyggingar
WC
Sturtuhorn.
Öryggisgler,
segullæsing.
65 til 80 sm kr.
19.750,- stgr.
75 til 90 sm kr.
22.900,- stgr.
Sturtuhorn rúnnað.
Heil sveigð
öryggisgler,
segullæsing.
80x80 sm kr.
35.800,- stgr.
90x90 sm kr.
37.950,- stgr.
Sturtuhlíf f. baðkar
fimmskipt.
Öryggisgler.
125x140 sm kr.
16.900,- stgr.
Gala Nila
handlaug í borð
56x47 sm
Verð kr.
7.900,- stgr.
Heilir sturtuklefar í horn.
Öryggisgler, segullæsing, sturtu-
sett, blöndunartæki, botn og
vatnslás.
70x70 cm. Kr. 52.390,- stgr
80x80 cm. Kr. 53.390,- stgr
75x90 cm. Kr. 62.450,- stgr
90x90 cm. Kr. 62.450,- stgr
Baðkör.
170x70
160x70
Verð frá kr.
11.900,- stgr.
Baðinnrétting
60 sm. Innifalið
í verði: spegilskápur
borðplata, handlaug
höldur. Val um
borðplötu og hurðir.
Verð kr.
39.900,- stgr.
2,5 mm
Fræðslufundur hjá Fuglaverndar-
félaginu verður í dag, miðvikudag-
inn 9. apríl kl. 20.30, í stofu 101 í
Odda. Tómas Grétar Gunnarsson
fjalla um rannsóknir sínar á íslenska
jaðrakaninum. Fjallað verður al-
mennt um íslenska jaðrakana, lífs-
hætti, útbreiðslu og farhætti í máli
og myndum. Þá verður rætt hvaða
þættir á varp- og vetrarstöðvum
hafa áhrif á stofnstærð farfugla.
Fræðslufundur um atvinnurétt-
indi fyrir útlendinga verður í Al-
þjóðahúsinu að Hverfisgötu 18, í
kvöld, miðvikudaginn 9. apríl kl.
20.15. Sérfræðingur frá stéttarfélag-
inu Eflingu mun fjalla um stéttar-
félög, vinnuréttindi, launaseðla og
önnur málefni sem varða réttindi
launþega. Þessi fundur er sérstak-
lega ætlaður innflytjendum og fer
fram á íslensku og er túlkaður á
rússnesku. Á morgun, fimmtudag-
inn 10. apríl, fer sama fræðslan fram
á ensku. Þátttaka er ókeypis.
Í DAG
Málfræðifyrirlestur Francois Heen-
en heldur fyrirlestur í boði Íslenska
málfræðifélagsins á morgun, fimmtu-
daginn 10. apríl kl. 17.15, í stofu 422 í
Árnagarði. Francois lauk dokt-
orsprófi frá Háskólanum í Vínarborg
sl. sumar og fjallar doktorsritgerð
hans um óskhátt í indóírönskum mál-
um. Í fyrirlestrinum mun Francois
kynna helstu niðurstöður ritgerð-
arinnar. Fyrirlesturinn er opinn öll-
um áhugamönnum um málfræði.
Landssamtökin Landsbyggðin lifi
heldur málþing á Blönduós á
morgun, fimmtudaginn 10. apríl kl.
20.30, í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Stjórnandi verður Ágúst Sigurðsson
bóndi á Geitaskarði. Erindi halda.
Grétar Þór Eyþórsson fram-
kvæmdastjóri Byggðarannsókna-
stofnunar Háskólans á Akureyri,
Þórarinn Sólmundarson frá Byggða-
stofnun á Sauðárkróki, Skúli Skúla-
son skólameistari Hólaskóla og
Sveinn Jónsson bóndi Kálfskinni. Að
framsögum loknum verða pallborðs-
umræður þar sem framsögumenn
svara spurningum fundarmanna.
Áhrif borgarbúa á stjórn borg-
arinnar Morgunverðarfundur um
íbúalýðræði, virkni íbúa, verður hald-
inn á morgun, fimmtudaginn 10. apríl
kl. 8.30–10, á Grand Hótel. Erindi
halda: Dagur B. Eggertsson borg-
arfulltrúi, Svanborg Sigmarsdóttir
frá Borgarfræðasetri og Þóra Ás-
geirsdóttir frá Gallup. Að loknum er-
indum verða pallborðsumræður, þar
sem framsögumenn svara fyrir-
spurnum. Fundarstjóri er Ólafur
Stephensen, aðstoðarritstjóri Morg-
unblaðsins. Þátttaka tilkynnist á net-
fangið olafia@rhus.rvk.is. Þátttöku-
gjald er kr. 1.000, morgunverður
innifalinn. Fundurinn halda Þróunar-
og fjölskyldusvið Reykjavíkurborgar
í samvinnu við Borgarfræðasetur
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórn-
mála.
Rannsóknastofa í kvennafræðum
heldur rabbfundi á morgun,
fimmtudaginn 10. apríl kl. 12–13, í
stofu 101 í Lögbergi. Sigríður Lillý
Baldursdóttir eðlisfræðingur og vís-
indasagnfræðingur flytur fyrirlest-
urinn „Tíminn líður hratt á gervi-
hnattaöld“. Fjallað verður um
tímaskortinn og streituna í upplýs-
ingasamfélagi nútímans. Birting-
arháttur streitunnar verður skoðað-
ur og ræddur í tengslum við tilfinn-
ingu fólks fyrir framvindu tímans.
Á MORGUN
Hjólreiða-áheit frá Laugarvatni til
Reykjavíkur Útskriftarnemar
Menntaskólans að Laugarvatni ætla
að halda hjólreiða-áheit föstudaginn
11. apríl. Hjólað verður frá Laugar-
vatni til Reykjavíkur (gegnum Sel-
foss). Sveinn Sæland, oddviti Blá-
skógabyggðar afhendir þeim vatn úr
Vígðulaug og gufu úr gufubaði
Laugarvatns. Lagt verður af stað
frá Laugarvatni kl. 9 og stoppað á
Selfossi kl. 10.30, fyrir utan Hróa
Hött við Austurveg. Þegar komið
verður til Reykjavíkur mun Stefán
Jón Hafstein, borgarfulltrúi og for-
maður fræðsluráðs, taka við vatninu
og gufunni fyrir hönd borgarinnar,
við Tjörnina kl. 18.45.
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Skráning stendur yfir hjá Sumar-
búðunum Ævintýralandi að Reykj-
um í Hrútafirði. Sumarbúðirnar eru
fjölmenningarlegar og óháðar í trú-
málum. Starfsemin stendur frá 10.
júní til 12. ágúst og er fyrir 7–14 ára
börn í aldursskiptum hópum og/eða
tímabilum. Börnunum er boðið upp á
námskeið í kvikmyndagerð, mynd-
list, grímugerð, tónlist, leiklist og
íþróttum. Námskeiðin eru öll innifal-
in í dvalargjaldi nema reiðnámskeið.
Sundlaug og íþróttahús eru á staðn-
um. Um verslunarmannahelgina, á
tímabili fyrir 12–14 ára, er aukalega
boðið upp á ævintýraleik, segir í
fréttatilkynningu.
Á NÆSTUNNI
Frambjóðendur B-listans í Norð-
vesturkjördæmi verða með opinn
fund á Cafe Riis á Hólmavík á morg-
un, fimmtudginn 10. apríl, kl. 20.30.
Frambjóðendur munu heimsækja
atvinnufyrirtæki á Hólmavík.
Ungir frambjóðendur B-listans
verða með opið hús í Framsókn-
arhúsinu á Sauðárkróki á morgun kl.
20.30. Skemmtiatriði o.fl.
Samfylkingin heldur skemmtun í
Reykjanesbæ í dag, miðvikudaginn
9. apríl, kl. 21 á veitingastaðnum
Zetan. Fram koma: Botnleðja ásamt
Ælu, Tokyo Megaplex og Tommy-
gun Preachers. Frítt inn. Skemmt-
unin er í tilefni þess að ungir fram-
bjóðendur Samfylkingarinnar eru í
framhaldsskólaheimsóknum um
landið, kynna stefnu flokksins og
standa fyrir skemmtun.
Sjálfstæðisflokkurinn á Ólafs-
firði hefur opnað kosningaskrifstofu
sína í gamla AB-skálanum við Æg-
isgötu. Er öllum velkomið að líta við
kl. 20–22 virka daga og ræða málin.
STJÓRNMÁL
JAFNRÉTTISÞING var haldið á
Akureyri í vikunni en þar var farið
yfir þróun jafnréttismála síðustu ár,
staðan tekin og horft til framtíðar Á
dagskrá var blanda af innlendum og
erlendum fyrirlestrum, vinnustofum
og óformlegum kynningum á verk-
efnum, skemmtan og umræður.
Meðal fyrirlesara var Anne Havnör,
norskur sérfræðingur í jafnréttis-
málum og formaður norræns vinnu-
hóps um samþættingu kynja- og
jafnréttissjónarmiða í fjárhagsáætl-
anagerð. Hún kynnti aðferð sem
kölluð hefur verið „gender budget-
ing“, en sem hér er kölluð „kynjuð
hagstjórn“.
Einnig var Jörgen Lorentzen,
kynjafræðingur og sérfræðingur í
karlarannsóknum meðal fyrirlesara.
Jörgen hefur m.a. unnið áætlun um
víðtæka rannsókn á körlum á Norð-
urlöndum, sem Norræna ráðherra-
nefndin hyggst ráðast í á næstunni.
Hólmfríður Anna Baldursdóttir
og Kristbjörg Kristjánsdóttir,
fulltrúar Bríetar, félags ungra fem-
ínista. fjölluðu um sýn ungra fem-
ínista á jafnrétti kynjanna. Kristín
Ástgeirsdóttir, forstöðumaður
Mannréttindaskrifstofu Íslands,
fjallaði um ábyrgð stjórnvalda varð-
andi samþættingu kynja- og jafn-
réttissjónarmiða í allt opinbert starf
og stefnumótun. Erindi Kristínar
var innlegg í pallborð sem Kristján
Kristjánsson fréttamaður stýrði en
auk Kristínar tóku þátt forystumenn
stjórnmálaflokkanna fimm á Al-
þingi.
Félagsmálaráðuneytið, Jafnréttis-
ráð og Jafnréttisstofa stóðu að
þinginu.
Morgunblaðið/Kristján
Fjölmenni var á Jafnréttisþingi í Ketilhúsinu á Akureyri.
Farið yfir þróun mála á Jafnréttisþingi norðan heiða
Rætt um „kynjaða hagstjórn“
Ekki kútar heimilisins
Gaskútar sem sprungu í húsi í
Garðabæ á sunnudagskvöld voru
ekki í eigu húseigenda. Komið hafði
verið með kútana í bílskúrinn en kút-
ur á útigrilli heimilisins var á svölum.
LEIÐRÉTT
NÝR frétta- og spjallvefur um hesta
og hestamennsku var nýlega opn-
aður en vefurinn er í tengslum við
tímaritið Hesta sem mun líta dags-
ins ljós 1. maí, að sögn Jens Einars-
sonar ritstjóra. „Í blaðinu munum
við taka púlsinn á hestamennsk-
unni, en verðum líka með umfjöllun
um annað efni eins og hunda, veiði
og viðtöl við þekktar persónur.
Á heimasíðunni verður spjallrás
en einnig fréttir, pistlar og ókeypis
smáauglýsingar.“ Hann segir hug-
myndina hafa fengið mikinn með-
byr frá hestamönnum sem vilji ólm-
ir lesa og fræðast um íslenska
hestinn.
Tímaritið verður gefið út í 6000
eintökum og verða 12 tölublöð á
ári. Því verður dreift frítt og mun
það liggja frammi á bensínstöðvum
og í hestaklúbbum á höfuðborgar-
svæðinu og um landið. Netfang
heimasíðunnar er www.hestar.net.
Morgunblaðið/Golli
Ritstjóri nýja blaðsins sem fjallar um hesta og fleiri íþróttir er Jens Einars-
son (t.v.) og Axel Jón Birgisson er auglýsingastjóri.
Nýtt tímarit og heimasíða
um hestamennsku
♦ ♦ ♦