Morgunblaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
AIKIDO (æ’kí’dó) er sjálfsvarnar-
íþrótt sem þróuð var í Japan á fyrri
hluta 20. aldar af
Morihei Ueshiba.
Sá hafði mikla
reynslu af her-
mennsku og
hvers kyns bar-
dagaíþróttum en
vildi þróa sjálfs-
vörn sem hefði
það ekki að mark-
miði sínu að valda
ekki örkumlum
eða skaða árásar-
aðila. Einnig vildi hann þróa sjálfs-
varnaríþrótt sem hentaði öllum,
óháð kyni eða aldri, og að andrúms-
loft samvinnu frekar en samkeppni,
ríkti á æfingum. Af þessum sökum er
aikido ein fárra sjálfsvarnaríþrótta
sem ekki er keppt í.
Megininntak aikido er að nota
ekki eigin orku til að verjast árás. Á
bak við þetta liggja nokkrar ástæð-
ur, ekki síst sú að ekki er hægt að
treysta því að árásaraðili sé alltaf
kraftminni en sá sem verst og því á
stundum gagnslítið að verjast árás
með krafti. Líkamsbeiting er því lyk-
ilatriði til að verjast árás, og hring-
hreyfingar, þar sem kraftur árásar
er fangaður og beint í aðra átt en
árásaraðilinn ætlaði, eru mikið not-
aðar. Vegna þess að varnaraðilinn
notar ekki sinn eigin kraft er mögu-
legt fyrir lítinn að hafa stóran undir,
og sé árás gerð af fullum huga er
árásaraðili oftar en ekki kominn í
heldur óvænta aðstöðu.
Aikido byggist ekki á árásum, eins
og spörkum eða höggum, heldur lás-
um og köstum. Lásar eru notaðir til
að halda árásaraðila föstum, yfirleitt
við gólf, og köst til að koma árás-
araðila frá varnaraðila. Fallæfingar
eru því mikilvægar í aikido og mikið
æfðar. Flestir byrjendur eru hikandi
þegar kemur að fallæfingum en löng
reynsla sýnir að allir geta gert fall-
æfingarnar, og kemur flestum á
óvart hversu auðvelt er að læra að
falla án þess að meiða sig eða verða
fyrir óþægindum. Þetta á bæði við
um rúllur, sem eru áþekkar gömlu
góðu kollhnísunum, og harðari föll.
Listin við að falla rétt er einföld og
snýst mest um að læra að taka skell-
inn úr fallinu.
Flestir sem byrja í aikido eiga erf-
iðast með að venja sig á að nota ekki
eigin kraft þegar þeir gera varnar-
tækni. Flestir eru einfaldlega of van-
ir því að nota líkamann á ákveðinn
hátt, sem oftar en ekki snýst um að
nota vöðvaaflið til að hafa áhrif á
nánasta umhverfi. Um þetta snúast
líka árásir; ef engin mótstaða er við
árás verður lítið úr árásinni! Árás,
eins og t.d. högg í búk, gerir ráð fyrir
því að mótstaða sé fyrir hendi. (Ef
ekki, þá er árásin gerð af hálfum
hug, og lítið afl fylgir henni.) Sé árás
gerð af fullum hug og varnartækni
beitt sem gefur enga slíka mótstöðu,
t.d. með því hreinlega að víkja sér
undan, er árásaraðilinn þegar kom-
inn í ójafnvægi og varnaðaraðili not-
ar tækifærið og útfærir tækni til að
hafa hann undir. Þetta er því aðeins
hægt sé ekkert vöðvaafl notað í út-
færslu tækninnar. Líkamsbeiting, og
líkamsfærsla, eru hins vegar óspart
notuð.
Ekki síst vegna þess að vöðvaafl er
ekki notað er mikilvægt að iðkendur
aikido hafi nokkra líkamsfærni. Hins
vegar eru fæstir fullorðnir einstak-
lingar í nútímasamfélagi ríkir af
henni. Sem betur fer er það æfingin
sem skapar meistarann hér eins og
annars staðar. Mörg okkar sem iðka
aikido voru óttalegir klunnar þegar
við stigum okkar fyrstu spor en iðk-
un íþróttarinnar er einmitt mjög vel
til þess fallin að auka líkamsfærni.
Margar fínhreyfingar, ásamt ríkri
áherslu á rétta líkamsbeitingu og
mikla líkamsfærslu við útfærslu
varnartækna er vel til þess fallið að
stuðla að slíkri uppbyggingu.
Eins og fram hefur komið er ai-
kido beinlínis þróað með það fyrir
augum að allir geti æft saman. Ekki
er óalgengt að sjá mjög breiðan ald-
urshóp saman kominn á æfingu. Hjá
Aikikai Reykjavík er t.d. nýlokið æf-
ingabúðum með sensei Hiroaki
Kobayashi, 6. dan, upprennandi
stjörnu í aikido-heiminum, þar sem
saman æfðu einstaklingar af báðum
kynjum, frá 12 ára og fram undir
fimmtugt. Þessi aldursmunur er oft
mun meiri erlendis, einfaldlega
vegna þess að aikido hefur verið iðk-
að lengur þar. Sú samvinna sem ríkir
á æfingum, ásamt þeim anda sem
skapast við iðkun sjálfsvarnarlistar
undir slíkum kringumstæðum, er
það sem gerir aikido einstakt.
http://here.is/aikido
BIRGIR KRISTMANNSSON,
Grettisgötu 67, 101 Reykjavík.
Aikido – sjálfs-
vörn án árása
Eftir Birgi Kristmannsson
Birgir
Kristmannsson
1
Tröllríða heiminum rottur,
sem trúa stáli.
Vellandi er veröldin pottur
á Vítisbáli.
2
Þekkjast jafnan þrælasið
þeir sem hafna friði.
Önnum kafnir oftast við
eru að safna liði.
3
Veldur sennu túlkun tvenn.
Telgdir menn úr beini
geldir, renna úr sér enn
eldi og brennisteini.
3
Mig skelfir hið skítuga stríð
og skothríðin banvæn og hörð,
og að sjá, fyrir lemstruðum lýð,
ljúkast upp helvíti á jörð.
ÓLAFUR Á NEÐRABÆ.
Stríð
Frá Ólafi á Neðrabæ: