Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 4
„ÞETTA var eina áttin sem ég gat
stefnt í án þess að lenda á öðrum bíl-
um. Stórslys hefði verið óumflýjan-
legt ef ég hefði ekki beygt frá,“ segir
Ólafur Guðmundsson bílstjóri sand-
flutningabílsins sem steyptist fram
af kanti á Reykjanesbrautinni á mið-
vikudag og lenti ofan í aðgönguleið
undirganga við Reykjanesbraut.
Ólafur var að aka norður eftir
Reykjanesbrautinni þegar fólksbíll
úr gagnstæðri átt beygði í veg fyrir
hann. Sá Ólafur engan annan kost í
stöðunni en að beygja ósjálfrátt frá,
þótt hann vissi að það gæti hæglega
kostað hann lífið. Á flutningabílnum
var 40 tonna hlass og útilokað að
stöðva svo þungan bíl fyrirvaralaust.
Er Ólafur ekki í vafa um að margfalt
banaslys hefði hlotist af ef hann hefði
ekki beygt frá. Alls staðar voru bílar
í kring og eina ráðið var að fara út af.
Steyptist bíllinn niður af kantinum
með þeim afleiðingum að stýrishúsið
gekk saman og Ólafur grófst hálfur
undir sandi sem rann inn í stýrishús-
ið. Atvikið varð á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Lækjargötu í
Hafnarfirði. Hann segist hafa gert
sér grein fyrir því að ákvörðun sín
gæti orðið sér dýrkeypt, þar sem
hann vissi hvað væri handan við
kantinn. Sem betur fór rann hann í
átt að farþegadyrunum þegar bíllinn
lenti á nefinu og komst þannig hjá
því að kremjast til bana við stýrið.
Held að allir hefðu
gert það sama
„Ég held að allir hefðu gert það
sama í mínum sporum, þetta er
ákvörðun sem þarf að taka á sek-
úndubroti. Ef það er á einhvern hátt
hægt að komast hjá því að keyra yfir
fjórar manneskjur, þá held ég að
flestir myndu gera það, þótt það sé
áhættusamt fyrir viðkomandi,“ segir
hann. „En það var ágætis tilfinning
að átta sig á því að maður var lif-
andi,“ bætir hann við. „Ég sá símann
minn ofan á sandhrúgunni og
hringdi í vinnufélaga minn svo hann
gæti látið viðskiptavininn, sem hafði
pantað sandinn, vita að sandurinn
myndi ekki skila sér.“ Þegar þetta
óvenjulega símtal átti sér stað var
Ólafur hins vegar ökklabrotinn,
grafinn til hálfs í sandinum og
klemmdur með brotinn fótinn milli
ökumannssætisins og mælaborðsins.
„Fljótlega kom ungur maður og
byrjaði að moka sandinum frá mér af
miklum krafti og björgunarlið kom
rétt á eftir.“
Hann segir röð tilviljana hafa ráð-
ið því að ekki fór verr í þessu tilviki.
Þannig hafi það verið einstakt lán að
ekki var gangandi vegfarandi við
undirgöngin þegar bíllinn lenti þar
fyrirvaralaust. Tilviljun réð því líka
að Ólafur var að aka með sandhlass í
þetta skiptið en ekki svokallað
bögglaberg, hnullunga, sem hefði
valdið því að tengivagninn hefði rifn-
að frá bílnum og lent á honum með
enn verri afleiðingum. „Þetta fór
eins vel og hægt var, fyrst þetta
þurfti á annað borð að gerast,“ segir
hann.
Ólafur vildi koma á framfæri
þökkum til starfsfólks Landspítalans
fyrir frábæra umönnum svo og allra
þeirra sem unnu að björgun hans á
vettvangi.
Hætti lífi sínu til að koma í veg fyrir banaslys á Reykjanesbrautinni
„Ákvörðun sem þarf að
taka á sekúndubroti“
Morgunblaðið/Arnaldur
Ólafur Guðmundsson slapp með
ökklabrot úr slysinu og er hann
kominn heim af spítalanum.
Ekki þarf að velta lengi vöngum yfir því sem hefði getað gerst ef Ólafur
hefði setið á sínum stað þegar stýrið gekk nánast upp í sætið.
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
„ÞAÐ var ótrúlegt að mað-
urinn skyldi lifa slysið af,
miðað við hvernig bíllinn var
farinn,“ segir Óli Örn Jóns-
son, 21 árs vegfarandi sem
kom fyrst-
ur að slys-
inu á
Reykjanes-
braut.
„Bíllinn var
hrikalega
kraminn og
ég bjóst við
hinu
versta,“
rifjar Óli
Örn upp þegar hann var að
nálgast bílinn rétt eftir slys-
ið.
Hann var þá á leið heim úr
vinnu, en stöðvaði bíl sinn
þegar hann sá hvað gerst
hafði. Varð hann vitni að því
þegar flutningabíllinn
steyptist ofan í aðgönguleið
undirganga undir Reykjanes-
brautina. Segir hann pall
vörubílsins hafa þeyst upp í
loft og sandfarminn skollið á
stýrishúsinu.
Stellingin gæti hafa
bjargað lífi ökumanns
Ökumaðurinn, Ólafur Guð-
mundsson, grófst til hálfs
undir sandinum og skorð-
aðist með fætur milli sætis
og stýris en efri hluti lík-
amans lá til hliðar í átt að
farþegadyrunum. Telur Óli
Örn að þessi stelling hafi
bjargað lífi ökumannsins því
stýrishúsið gekk saman í fall-
inu og hefði ökumaðurinn að
öllum líkindum kramist ef
hann hefði setið á sínum stað
allan tímann.
„Það var mikill sandur
kominn inn í bílinn og ég
hófst handa við að grafa frá
honum og tala við hann,“
segir Óli Örn. Fljótlega kom
lögregla og sjúkralið á vett-
vang og tók við björg-
unarstörfum.
Tildrög slyssins eru til
rannsóknar hjá lögreglunni í
Hafnarfirði. Hefur hún stað-
fest með athugun á ökurita
flutningabílsins að hraði
hans hafi verið eðlilegur.
„Bjóst
við hinu
versta“
Óli Örn Jónsson
TILVERA, samtök gegn ófrjó-
semi, mótmæla harðlega fyrirhug-
aðri sumarlokun á glasafrjóvgun-
ardeild sem verður í ár lengri en
verið hefur eða frá 23. júní til 11.
ágúst í stað júlímánaðar og fram
yfir verslunarmannahelgi. Hólm-
fríður Gestsdóttir formaður Til-
veru segir þessa skerðingu á þjón-
ustu algjörlega óviðunandi fyrir
sjúklinga glasafrjóvgunardeildar,
sjúklingar þurfi nú þegar að bíða í
um það bil ár eftir að komast í
meðferð auk þess sem meðferð
sjúklinga tekur yfirleitt í kringum
sex vikur og geti lengri sumarlok-
anir truflað það ferli.
„Þetta er mjög lýsandi fyrir það
viðhorf sem heilbrigðisyfirvöld
virðast hafa gagnvart þessum hópi.
Um leið og á að fara að spara er til-
hneigingin að leita á þessi mið.
Ástæðan er ef til vill sú að það hafa
aldrei heyrst nein mótmæli þar
sem þetta er svo mikið feimnismál
fyrir fólk,“ segir Hólmfríður.
Hefur engin áhrif á biðlista
Þórður Óskarsson, yfirlæknir á
tæknifrjóvgunardeild LSH, segir
að lengri sumarlokun muni engin
áhrif hafa á biðlista. „Þetta er í
raun mjög lítil lenging, það bætist
við vika fyrir og eftir hefðbundna
sumarlokun, eða um hálfur mán-
uður og mér finnst satt að segja
verið að gera úlfalda úr mýflugu og
botna eiginlega ekkert í þessu,“
segir Þórður.
Hann segir að þar sem deildin
loki viku fyrr en vanalega verði
unnið á örlítið meiri hraða til þess
að ljúka öllu sem þurfi að ljúka fyr-
ir sumarlokun. „Þetta breytir nán-
ast engu fyrir sjúklingana og hefur
til dæmis engin áhrif á tækni-
frjóvgunina,“ segir Þórður.
Hann segir að ein ástæðan fyrir
því að vika bætist aftan við lok-
unina tengist Norðurlandaþingi
fyrir glasafrjóvgunardeildir í Hels-
ingør í Danmörku í ágúst. „ Þetta
er nú í og með vegna þess að við
viljum fylgjast með því sem er að
gerast í okkar fagi á hinum Norð-
urlöndunum,“ segir Þórður.
Glasafrjóvgunardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss
Lengingu sumar-
lokunar mótmælt
KÖTTURINN Moli, sem fannst í
fyrradag eftir að hafa hrakist mat-
arlaus á Holtavörðuheiði vikum
saman, dvelur nú á Dýraspít-
alanum í Víðidal þar sem Ólöf
Loftsdóttir dýralæknir hlúir að
honum.
Ólöf segir ótrúlegt að Moli hafi
komist af matarlaus í svo langan
tíma. „Hann er langsoltinn og afar
horaður greyið og það verður bara
að koma í ljós hvernig honum vegn-
ar. En hann hefur matarlyst og það
er lífskraftur í honum. Núna er
strákurinn á vítamíngjöf og sjúkra-
fæði og verður undir eftirliti hjá
mér um helgina,“ segir Ólöf.
Sigríður Heiðberg, formaður
Kattavinafélags Íslands, segir
mikla gleði ríkja í Kattholti yfir því
að Moli sé fundinn heill á húfi og
vill hún koma á framfæri innilegu
þakklæti til lögreglunnar í Borg-
arnesi og allra þeirra sem hafa litið
eftir Mola þegar þeir áttu leið yfir
heiðina.
Morgunblaðið/Kristinn
Kötturinn Moli er nú í góðum höndum Ólafar Loftsdóttur, dýralæknis í Víðidal.
Moli á spítala
AÐ MINNSTA kosti sjö fánum
var hnuplað af fánastöngum á
Ísafirði í fyrrinótt og þóttu það
nokkur tíðindi. Flestir ef ekki
allir komust til skila.
Fimm fánar voru teknir frá
stjórnmálaflokkum; tveir frá
Sjálfstæðisflokknum, jafn-
margir frá Frjálslynda flokkn-
um, einn frá Framsóknar-
flokknum og loks var tveimur
fánum hnuplað frá versluninni
Samkaupum.
Fánum
hnuplað