Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NORSKIR fjölmiðlar telja síld-
arstríð í uppsiglingu milli Íslands
og Noregs í kjölfar yfirlýsinga
Davíðs Oddssonar, forsætisráð-
herra, og Árna M. Mathiesen,
sjávarútvegsráðherra, þess efnis
að Ísland telji sér fyllilega heim-
ilt að veiða síld innan vernd-
arsvæðisins við Svalbarða. Og
jafnframt að Íslendingar myndu
fara með málið til fyrir al-
þjóðlega dómstóla myndu Norð-
menn koma í veg fyrir veiðar
okkar þar.
Talsmaður norska utanrík-
isráðuneytisins, Karsten Kleps-
vík, sagði í gær í samtali við
norska Ríkisútvarpið, að norsk
stjórnvöld óski þess að fá við-
ræður um nýjan síldveiðisamning
sem allra fyrst, en það sé enginn
vafi á yfirráðum Norðmanna yfir
verndarsvæðinu umhverfis Sval-
barða.
Einhliða kvóti
Íslendingar og Norðmenn náðu
ekki samkomulagi um nýtingu
síldarstofnsins, enda fólu tillögur
Norðmanna í sér verulega aukn-
ingu hlutdeildar þeirra á okkar
kostnað. Því gaf sjávarútvegs-
ráðherra út aflakvóta til ís-
lenzkra fiskiskipa í samræmi við
ráðleggingar Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins í lok síðustu viku.
Ráðherrann sagði þá að Íslend-
ingar hefðu rétt til að veiða á al-
þjóðlega hafsvæðinu milli lög-
sagna Íslands, Noregs og
Færeyja, Síldarsmugunni svoköll-
uðu, innan lögsögu Færeyja og
við Svalbarða.
Afstaðan ítrekuð
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, ítrekaði þessa afstöðu Ís-
lendinga á fundi með erlendum
fréttamönnum nú í vikunni. Því
er svo slegið upp í norskum fjöl-
miðlum að síldarstríð sé að hefj-
ast milli þjóðanna og það fullyrt
að fyrst að ekki hafi náðst sam-
komulag um síldveiðarnar megi
Íslendingar ekki veiða síld á
verndarsvæðinu við Svalbarða.
Norsk stjórnvöld hafa ekkert tjáð
sig um málið í fjölmiðlum og hafa
engar athugasemdir gert við ís-
lenzk stjórnvöld, eftir að þau
gáfu einhliða út síldarkvóta til ís-
lenzkra fiskiskipa.
Norsk lög gilda ekki
Verndarsvæðið svokallaða við
Svalbarða heyrir í raun ekki und-
ir norska lögsögu og norsk lög
gilda ekki innan 200 mílna lög-
sögu Svalbarða. Þar gildir þess í
stað samningur sem þær þjóðir
sem mestra hagsmuna hafa þar
átt að gæta komu sér saman um
fyrir fjölda ára. Markmið fisk-
verndunar á svæðinu er að
vernda ungfisk, en uppeld-
isstöðvar margra mikilvægra
fiskitegunda eru við Svalbarða.
Engu að síður eru leyfðar veiðar
á svæðinu í töluverðum mæli.
Norska ríkisútvarpið, NRK,
hefur það eftir prófessor Geir
Ulfstein, sem er fremsti sérfræð-
ingu Noregs í fiskveiðiréttindum,
að norsk stjórnvöld geti ekki
meinað Íslendingum að veiða síld
á verndarsvæðinu.
Norskir útgerðarmenn eru á
öðru máli. Telja hugsanlegar
veiðar Íslendinga á verndarsvæð-
inu ólöglegar og hvetja norsk
stjórnvöld til að láta hart mæta
hörðu. NRK hefur það eftir for-
manni samtaka sjávarútvegsins á
Sunnmöre og Romsdal, að ekki sé
nokkur leið að sætta sig við síld-
veiðar Íslendinga á verndarsvæð-
inu. Hann vill ekki að norsk
stjórnvöld gefi eftir í málinu og
að íslenzk skip sem veiði á svæð-
inu verði tekin og færð til hafnar.
Dagblaðið Nordlys í Tromsö
hefur eftir Auðun Maraak, for-
manni útvegsmannafélags Nor-
egs, að landhelgisgæzlan verði að
taka þau skip sem stundi ólögleg-
ar veiðar á verndarvæðinu.
Óvissa um yfirráð
Á fréttavef NRK kemur meðal
annars fram að ekkert land hafi
viðurkennt norsk yfirráð yfir
verndarsvæðinu og lagaleg staða
þess sé mjög óörugg. Fari deila
af þessu tagi fyrir alþjóðlega
dómstóla eigi Norðmenn það á
hættu að missa stjórn á nýtingu
fiskistofna umhverfis Svalbarða.
Þess vegna hafi Noregur forðast
deilur um verndarsvæðið til að
hvetja ekki til þess að þær lendi
hjá dómstólum. Maraak er ósam-
mála þessari afstöðu og segir í
samtali við NRK:
„Nú verða Norðmenn að vera
harðari og ekki láta undan hót-
unum Íslendinga. Íslendingar
hafa alltaf verið með hótanir til
að ná sem mestum árangri í fisk-
veiðum. Það gerðu þeir þegar
þeir sóttu sér þorskveiðiheimildir
í Barentshafið. Það er komið að
því að Noregur segi stopp.“
Þegar Íslendingar fóru að
sækja í þorskveiðar í Smugunni í
Barentshafi á fyrrihluta síðasta
áratugar var unnin lögfræðileg
álitsgerð um það hvort okkur
væri heimilt að stunda þorsk-
veiðar við Svalbarða. Nið-
urstaðan varð sú að svo væri
ekki, enda hefðum við ekki slíka
veiðireynslu á svæðinu.
Í fullum rétti
„Hvað síldina varðar gengir
öðru máli,“ segir Árni M.
Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.
„Þar er um að ræða síldarstofn
sem er undir veiðistjórn og við
búum yfir veiðireynslu á svæðinu.
Norðmenn geta ekki mismunað
þeim þjóðum sem eru aðilar að
sáttmálanum um verndarsvæði
með því að banna einni þeirra
veiðar. Þeir geta heldur ekki nýtt
sér yfirráð sín þar til að byggja
upp eigin stöðu og styrkja sig í
fiskveiðideilu við aðra þjóð,“ seg-
ir Árni.
Hann segir ennfremur að ekk-
ert hafi heyrzt frá Norðmönnum
síðan kvóti til íslenzku síldarskip-
anna var gefinn út. „Við göngum
út frá rétti okkar til veiða á
verndarsvæðinu og munum nýta
hann verði þess þörf. Við gerum
ekki ráð fyrir því að Norðmenn
beiti okkur þar einhverjum
órétti, en geri þeir það munum
við ganga eins langt og þörf kref-
ur til að fá réttlætinu fullnægt.“
Norðmenn vilja ræða
nýjan síldarsamning
!"
#
$
%&
/
$
#
0/
#'
Fremsti sérfræð-
ingur Noregs í
fiskveiðiréttind-
um segir Norð-
menn ekki geta
meinað Íslend-
ingum síldveiðar
við Svalbarða
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, og Halldór
Ásgrímsson, utanríkisráðherra, leggja mikið
upp úr því að ná samningum við Norðmenn um
síldveiðar við Svalbarða.
Í norskum fjölmiðlum kemur fram að Davíð
Oddsson sé að æsa til síldarstríðs en hann segir
það ekki rétt í samtali við Morgunblaðið. „Við
reyndum og teygðum okkur langt til þess að ná
samningum, en kröfur Norðmanna og Evrópu-
sambandsins voru með öllu óásættanlegar og
ekki þannig að við gætum við þær unað,“ segir
Davíð og bætir við að íslensk stjórnvöld séu
tilbúin að taka eigin ákvarðanir í þessu máli séu
þau beitt órétti.
Sanngirni mikilvæg
Davíð Oddsson segir að Norðmenn hafi ekki
rétt til þess að segja Íslendingum fyrir verkum í
þessu efni. Um sé að ræða ákveðið vernd-
arsvæði en ekki fiskveiðistjórnunarsvæði þeirra
og þeir taki sér vald sem þeir hafi ekki. „Við höf-
um mjög lærðar vísindagreinar fyrir okkur í því
að þeir séu að helga sér rétt sem þeir hafa ekki,“
segir Davíð.
Forsætisráðherra segir að vilji sé til þess hjá
Íslendingum að ná samningum, „en þeir verða
að byggjast á sanngirni af beggja hálfu“, segir
hann og áréttar að Halldór Ásgrímsson, utan-
ríkisráðherra, og Árni M. Mathiesen, sjáv-
arútvegsráðherra, hafi beitt sér mjög til að ná
sáttum um samninga. „Við sóttum á þá um
samninga. Okkar embættismenn margtóku
málið upp, en það virtist ekki vera neinn vilji hjá
norskum yfirvöldum að ganga til samninga.“
Uppnám alvörumál
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, seg-
ist alltaf hafa lagt á það áherslu að ná nið-
urstöðu með samningum. „Þegar ég kom í rík-
isstjórn 1995 var Smugan í uppnámi og
síldarmálið var í uppnámi. Við náðum samn-
ingum um Smuguna, við náðum samningum um
síldina, við náðum samningum um línuna milli
Færeyja og Íslands og milli Grænlands og Ís-
lands og ég tel það vera mikið alvörumál ef við
missum samskiptin við Noreg í uppnám á nýjan
leik. Ég hef rætt þetta mál alloft við utanrík-
isráðherra Noregs og ég trúi því að það muni
takast að leysa þetta mál með samningum. Ég
er þeirrar skoðunar að ef það gerist ekki sé mik-
illi vinnu kastað fyrir borð. Það tók okkur lang-
an tíma að ná niðurstöðu í þessum málum og
Norðmenn og við gerum okkur góða grein fyrir
því að það yrði miklu fórnað ef þessi mál fara í
uppnám. Það er hins vegar ljóst að kosninga-
baráttan hér á Íslandi hefur orðið til þess að við
höfum ekki haft þann tíma í utanríkisþjónust-
unni sem við hefðum gjarnan viljað hafa til að
sinna þessu máli, en það er eitt af þeim verk-
efnum sem blasa við að loknum kosningum að
verði mikið forgangsmál. Samskiptin við Noreg
annars vegar og samskiptin við Bandaríkin hins
vegar eru málefni sem ný ríkisstjórn þarf að
hafa í forgangi.“
Spurning um pólitíska lausn
Aðalatriðið er að réttindi skipanna á svæðinu
séu virt, að sögn utanríkisráðherra. Úrskurður
Alþjóðadómstólsins í þessu máli taki langan
tíma og það sé engin lausn á bráðum vanda. „Ég
trúi því að Norðmenn muni virða okkar rétt á
Svalbarðasvæðinu, en aðalatriðið er að menn
nái samningum um þessi mál og á það þarf að
leggja höfuðáherslu,“ segir Halldór. „Ég trúi
því ekki að Norðmenn vilji að þessi mál fari í
uppnám. Ég vil það ekki heldur. Þetta er ekki
spurning um hvað útvegsmenn vilja í þessu máli
heldur er þetta spurningin um pólitíska lausn.
Þegar Smugudeilan var leyst var það pólitísk
lausn sem var umdeild í Noregi og umdeild á Ís-
landi. Þegar síldarmálið var leyst var það póli-
tísk lausn sem var umdeild í Noregi og ekki síð-
ur á Íslandi. Sú lausn var gagnrýnd, bæði af
útvegsmönnum hér og ekki síst af stjórnarand-
stöðunni. Nú þykir sú lausn hafa verið af-
skaplega góð, bæði af útvegsmönnum á Íslandi
og stjórnarandstöðunni, og það sýnir af-
skaplega vel hvað pólitískar lausnir eru mik-
ilvægar og að menn nái niðurstöðu eftir bestu
vitund.“
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson
um síldveiðar við Svalbarða
Mikilvægt að ná samn-
ingum við Norðmenn FORMENN stjórnarandstöðuflokkanna á Al-þingi segjast styðja aðgerðir ríkisstjórn-arinnar ef í hart fari gagnvart Norðmönnum
vegna síldveiða við Svalbarða. Formenn Sam-
fylkingarinnar og Frjálslynda flokksins segja
að íslensk stjórnvöld hafi átt að vera búin að
útkljá málið fyrr.
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, segist vera fyllilega sammála
Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, um að Ís-
lendingum sé heimilt að veiða síld við Sval-
barða. Svo geti þó farið að reyna þurfi á það
fyrir dómstólum.
„Ég tel okkur hafa rétt á að veiða innan
Svalbarðalögsögunnar. Hefðin er þó þannig
seinni árin að við höfum ekki verið að veiða
þarna nema samkvæmt samningum við Norð-
menn. Við höfum hins vegar aldrei viðurkennt
að Norðmenn réðu lögsögunni við Svalbarða
og ég held að hið sama megi segja um Rússa.
Norðmönnum er trúandi til að fara í stríð við
okkur þó að Rússar hafi ekki viðurkennt lög-
sögu þeirra norsku og komist upp með það,“
segir Guðjón.
Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi átt að
láta reyna á þennan veiðirétt fyrr. Þá væri
samningsstaðan betri í dag. Illa hafi gengið að
ná samningum við Norðmenn og líklega séu
þjóðirnar of líkar til að ná saman.
„Svo getur farið að átök verði á milli þjóð-
anna og þá er ekkert annað í stöðunni en að fá
úr þessu skorið með dómi,“ segir Guðjón.
„Óþolandi ef Norðmenn
ætla að beita valdi“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, segist jafnframt vera sammála
Davíð Oddssyni í þessu máli. Norðmenn hafi
ekki fullveldi yfir Svalbarða þó að þeir hafi
með margvíslegum hætti reynt að sölsa svæðið
undir sig, allt frá því að þeim var falinn Sval-
barði til sérstakrar varðveislu í tengslum við
Versalasamninginn í lok fyrri heimsstyrjald-
arinnar. Öll aðildarríki þess samnings hafi rétt
til að athafna sig á svæðinu.
„Við Íslendingar erum aðilar að Svalbarða-
samningnum og höfum þess vegna fullan rétt
til að athafna okkur þarna. Það er algjörlega
óþolandi og fráleitt ef að Norðmenn hyggjast
beita ofbeldi til að taka íslensk skip sem eru
þarna á síldveiðum, fullkomlega löglegum að
mínu mati. Sá kvóti sem Íslendingar hafa tekið
sér einhliða, 110 þúsund tonn, er fjarri því að
vera ósanngjarn. Því má aldrei gleyma að þótt
Norðmenn haldi hinu gagnstæða fram voru
það ekki Íslendingar sem að drápu norsk-
íslenska stofninn með veiðum á fullorðinni síld,
heldur Norðmenn með gegndarlausri rán-
yrkju á ungsíld í norskum fjörðum. Þetta hafa
meira að segja norskir vísindamenn fallist á í
dag. Þess vegna var ég alltaf mótfallinn þeim
samningum sem gerðir voru, við fengum of lít-
inn skerf og núverandi stjórnvöld sýndu lin-
kind í málinu. Því gleður það mig að rík-
isstjórnin hafi loksins tekið á sig rögg og
ákveðið að sýna Norðmönnum fulla hörku. Ég
styð íslensku ríkisstjórnina fullkomlega ef hún
grípur til þess ráðs að kæra Norðmenn til Al-
þjóða dómstólsins í Haag, ef þeir gerast svo
ósvífnir að reyna að beita valdi gagnvart ís-
lenskum síldveiðiskipum. Ég efast þó um að
þeir leggi í það. Yfirráð þeirra eru ákaflega
vafasöm. Þarna er um að ræða tilraun Norð-
manna til landvinninga og við eigum hvergi að
hopa undan þeim,“ segir Össur.
„Allt í lagi að ýta við þeim“
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri
hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að
Norðmenn hafi sett fram óaðgengilega kosti
með því að stórlækka hlutdeild Íslendinga í
nýtingu síldarstofnsins. Því sé rétt af íslensk-
um stjórnvöldum að gefa út einhliða kvóta og
láta reyna á rétt sinn.
„Við eigum okkar rétt til veiða í Jan Mayen-
lögsögunni samkvæmt samkomulagi frá árinu
1976. Þegar kemur svo að verndarsvæðinu við
Svalbarða höfum við aldrei skrifað upp á það
að Norðmenn hafi þar rétt til 200 mílna lög-
sögu. Það er óútkljáð þjóðréttarlegt deilumál
og hefur aldrei farið fyrir dómstól. Oft bar
þetta á góma varðandi Smugudeiluna og ég
geri ráð fyrir að Davíð Oddsson sé að vísa til
þess. Mér finnst allt í lagi að ýta við Norð-
mönnum í þeim efnum, líkt og gert var á dög-
um Smugudeilunnar. Það er eðlilegt að við
fáum sanngjarna hlutdeild við nýtingu þessara
auðlinda,“ segir Steingrímur.
Stjórnarandstaðan styð-
ur aðgerðir stjórnvalda