Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 13
HAGNAÐUR Kaupþings banka
eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi
þessa árs nam 813 milljónum króna
en var 321 milljón á sama tímabili í
fyrra. Hagnaður fyrir skatta var
1.103 milljónir en 399 milljónir árið
áður.
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri Kaupþings banka, segir að
rekstur bankans hafi gengið mjög
vel á fyrstu þremur mánuðum árs-
ins. Áframhaldandi vöxtur og góð
arðsemi einkenni uppgjörið. Arð-
semi eigin fjár hafi verið 19,0% og
sé það í góðu samræmi við markmið
bankans. Þá sé verkefnastaðan
ágæt og tekjumyndun byggist á
fleiri og styrkari stoðum en nokkru
sinni fyrr.
„Framundan eru spennandi
tímar,“ segir Hreiðar Már í tilkynn-
ingunni. „Mikil sóknarfæri felast í
væntum samruna við Búnaðarbank-
ann. Sameinaður banki getur náð
auknu hagræði í rekstri, fengið hag-
kvæmari fjármögnun og nýtt sér
hagkvæmni stærðarinnar á marg-
víslegan annan máta hluthöfum og
viðskiptavinum til hagsbóta. Með
aukinni stærð og auknu afli verður
sameinuðum banka kleift að taka
þátt í stærri verkefnum en fyrr,
einkum utan Íslands. Þar felast
miklir möguleikar.“
Að sögn Hreiðars Más verður
nafni sænska bankans JP Nordiska,
sem Kaupþing keypti stærstan
hluta í á síðasta ári og stefnir að því
að eignast heildarhlutafé í, breytt í
Kaupthing Bank Sverige í næstu
viku.
Heildareignir 228 milljarðar
Hreinar rekstrartekjur Kaup-
þings banka fyrstu þrjá mánuði
þessa árs voru 3.781 milljón króna
og jukust um tæp 97% frá sama
tímabili á síðasta ári. Tekjudreifing
bankans á fyrsta ársfjórðungi 2003
var þannig að gengishagnaður var
42% teknanna, þóknunartekjur
35%, vaxtatekjur 21% og aðrar
tekjur 2%. Hreiðar Már segir að
rúmlega helmingur teknanna hafi
komið frá Íslandi, u.þ.b. fjórðungur
frá JP Nordiska og tæplega fjórð-
ungur frá öðrum starfsstöðvum.
Hreinn rekstrarkostnaður Kaup-
þings banka var 2.556 milljónir á
fyrstu þremur mánuðum þessa árs,
sem er um 83% aukning frá fyrra
ári.
Heildareignir bankans námu 228
milljörðum króna í lok mars 2003 og
höfðu aukist um rúmt 21% frá ára-
mótum og um rúm 76% frá lokum
marsmánaðar í fyrra. Eigið fé nam
um 18,1 milljarði króna í lok mars í
ár en um 9,4 milljörðum árið áður.
Eiginfjárhlutfall á CAD-grunni var
13,4% hinn 31. mars 2003, saman-
borið við 10,4% á sama tíma í fyrra
og 11,5% á síðastu áramótum.
Hagnaður á hlut 3,9 krónur
Hagnaður Kaupþings banka á
hlut var 3,9 krónur á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs en 2,0 krónur á
fyrsta ársfjórðungi 2002. Arðsemi
eigin fjár var 19,0% samanborið við
14,7% í fyrra.
Innlán bankans námu 74,1 millj-
arði króna í lok ársfjórðungsins og
hækkuðu um 2,3 milljarða frá ára-
mótum. Útlán bankans jukust á
tímabilinu um 1,6 milljarða og námu
84,1 milljarði króna í lok tímabils-
ins.
Hagnaður Kaupþings 813
milljónir á fyrsta ársfjórðungi
NORÐMENN hafa enn ekkert hval-
kjöt selt til Japans, hrefnuveiðar
hafa þeir stundað í tvö og hálft ár.
Stjórnvöld í Noregi segja ástæðuna
þá að Japanir setji stöðugt ný og ný
skilyrði um gæði og merkingar á
hvalkjötinu. Fyrir vikið hlaðast upp
birgðir af hvalkjöti í Noregi.
Frá þessu er greint á netútgáfu
norska útvarpsins P4. Þar segir
Jóhan Williams að staðan sé orðin
mjög erfið. Það hjálpi lítið þótt smá-
vegis hafi verið flutt út til Íslands og
Færeyja, þar sem aðalmarkaðurinn
sé í Japan. Hann segir að stjórnvöld
muni á næstunni hafa samband við
japönsk stjórnvöld til að skipuleggja
útflutninginn. Málið verði tekið upp
á pólitískum vettvangi fljótlega í von
um lausn, en hann þorir ekki að spá
neinu um það hvenær útfutningur-
inn geti hafizt.
Jan Odin Olavsen, hvalveiðimaður
í Lófóten, hefði gjarnan viljað vera
búinn að senda hvern farminn á fæt-
ur öðrum til Japans, en nú verður
hann að vera þolinmóður. „Ég veit að
það er spurn eftir hvalkjöti í Japan,
en samt bíðum við og bíðum og það
eru mikil vonbrigði,“ segir hann.
Ekkert
hvalkjöt til
Japans
FRAMLEGÐ Baugs Íslands af
vörusölu lækkaði um 0,3% á milli
ára og er lækkunin m.a. rakin til
aukinnar samkeppni við Baugs-
verslanir á innlendum markaði.
Þrátt fyrir það batnaði afkoma
Baugs Íslands frá fyrra ári, sem
rekja má til eldri fyrirtækja innan
félagsins, s.s. Bónuss og Hagkaups.
Afkoma nýrri sérvöruverslana er
undir væntingum bæði hér á landi
og í Svíþjóð. Þetta kom fram á
fundi sem Baugur Group hélt í gær
vegna birtingar á ársuppgjöri sam-
stæðunnar.
Baugur Group skilaði 7.440 millj-
arða króna hagnaði af síðasta fjár-
hagsári, sem lauk 28. febrúar sl. en
til samanburðar nam hagnaður árs-
ins á undan 944 milljónum króna.
Þetta er mesti hagnaður sem ís-
lenskt fyrirtæki hefur skilað á einu
ári.
Stærstan hluta hagnaðarins má
rekja til dótturfélagsins Baugs ID
sem skilaði 8.979 milljóna króna
hagnaði á árinu og er hann að
mestu til kominn vegna sölu á hlut
félagsins í Arcadia Group en sölu-
hagnaður eignarhluta í félögum
Baugs ID nam 7.594 milljónum
króna. Þá skilaði Baugur Ísland nú
hagnaði en stórfellt tap varð hins
vegar af rekstri Baugs USA í
Bandaríkjunum, eins og sagt er frá
á baksíðu blaðsins.
Mikill gengishagnaður hjá
Baugi Íslandi
Baugur Ísland skilaði 52 milljóna
króna hagnaði á árinu en félagið
var rekið með tapi árið á undan.
Batnandi afkomu má að nokkru
leyti rekja til gengishagnaðar fé-
lagsins sem nam 726 milljónum
króna og er nær eingöngu vegna
styrkingar krónunnar gagnvart
breska pundinu en stór hluti lána
Baugs Íslands á rekstrarárinu var í
pundum.
Velta fjárhagsársins nam 35
milljörðum króna sem er 5,4%
aukning frá fyrra ári en þar munu
áhrif af verslunum Baugs í Smára-
lind vera að skila sér. Hagnaður
fyrir afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA, nam tæpum 1,2 milljörð-
um króna.
Uppbyggingin skilar sér hægt
Á kynningarfundinum í gær kom
fram að Baugur Group telur af-
komu Baugs Íslands óviðunandi.
Slakur árangur Baugs Íslands var
þar í meginatriðum rakinn til
þriggja þátta. Í fyrsta lagi væri
uppbygging nýrra vörumerkja á Ís-
landi og Svíþjóð að skila sér hægar
en gert var ráð fyrir. Í öðru lagi
hefði uppbygging og opnun versl-
ana Baugs í Svíþjóð verið dýrari en
reiknað var með og sé því ekki
stefnt á frekari uppbyggingu þar í
ár. Loks hafi framlegð lækkað á
milli ára vegna harðnandi sam-
keppni á heimamarkaði.
Þar kom enn fremur fram að
endurskipulagning innan Baugs Ís-
lands væri farin að skila sér, þ.á m.
hefði gagnger endurfjármögnun og
lækkun birgða þrátt fyrir fjölgun
verslana skilað góðum árangri.
Endurfjármögnun félagsins er sagt
lokið.
Aukin sala og aðhald
í kostnaði
Í tilkynningu segir að kostnaðar-
aðhald og aukin hagræðing hafi
skilað sér í bættri rekstrarafkomu
Baugs Íslands. Síðasta rekstrarár
hafi verið viðburðaríkt fyrir félagið.
Samdráttur í einkaneyslu, aukið
vöruframboð og meiri samkeppni
hafi einkennt íslenskan markað.
Afkoma stærri og rótgrónari ein-
inga innan Baugs Íslands, þ.e. Bón-
uss, Hagkaups, 10–11 og Lyfju, er
sögð batna verulega á milli ára
þrátt fyrir að álagning minnki hlut-
fallslega á milli ára. Hins vegar skili
aukin sala og kostnaðaraðhald fyr-
irtækjunum verulegum rekstrar-
bata en bæði laun og annar kostn-
aður lækkar milli ára umfram
lækkun álagningar.
Tekjur félagsins af nýrri starf-
semi á Íslandi er hins vegar sögð
hafa verið undir væntingum. Á
sama tíma og vöruframboð jókst
með auknum fjölda verslana, hafi
einkaneysla dregist saman og gert
fyrirtækjum erfiðara um vik við
uppbyggingu. Afkoma þessarar ein-
ingar sé því verri en áætlanir hafi
gert ráð fyrir.
Tæplega 9 milljarða króna hagn-
aður varð af rekstri Baugs ID og er
sem fyrr segir að mestu vegna sölu
á hlut Baugs í Arcadia. Velta fé-
lagsins nam 182 milljónum króna og
1.186 milljóna króna tap varð af
rekstrinum fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði. Áhrif hlutdeildarfélaga
námu 2 milljörðum króna. Þá nam
óinnleystur gengismunur rúmum
einum milljarði króna.
Markmið Baugs ID er að að fjár-
festa í fyrirtækjum í smásölu, heild-
sölu og tengdum rekstri en
megináhersla næstu ára verður
lögð á fjárfestingar í Bretlandi. Fé-
lagið skiptir erlendum fjárfesting-
um sínum í tvo flokka. Annars veg-
ar eru fjárfestingar í félögum sem
Baugur vill taka þátt í að móta, ein-
falda og auka arðsemi,en þau eru:
Big Food Group (22,1%), Somer-
field (2,97%) og LXB Group (11%).
Hins vegar eru fjárfestingar í fé-
lögum sem hafa gott sjóðstreymi,
traustan efnahag eða hvort tveggja
og þau eru House of Fraser, Sel-
fridges, Mothercare og JJB.
Áætla að öll hlutdeildarfélög
nema Bonus Stores hagnist
Velta Baugs Group nam 52,2
milljörðum króna og jókst um fjóra
milljarða frá fyrra ári. Rekstrar-
gjöld voru heldur hærri eða 53,6
milljarðar og er því tap af rekstr-
inum fyrir afskriftir og fjármagns-
liði. Þegar tekið hefur verið tillit til
þeirra þátta auk söluhagnaðar eign-
arhluta í erlendum félögum og
áhrifa frá hlutdeildarfélögum nem-
ur hagnaður fyrir skatta 6,4 millj-
örðum króna. Hagnaður ársins er
sem fyrr segir 7,4 milljarðar króna.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group, segist í fréttatilkynn-
ingu ánægður með árangur Baugs
Group og árið hafi að mörgu leyti
verið sérstakt. Baugur ID hafi náð
framúrskarandi árangri í starfsemi
sinni sem sé að mestu leyti í Bret-
landi. Þá sé ánægjulegt að sjá Baug
Ísland skila hagnaði þótt enn sé
nokkuð í land með að afkoma á inn-
lendum rekstri geti talist viðunandi.
Ennfremur hafi afkoma hlutdeild-
arfélaga verið með ágætum.
Horfur í rekstri félagsins eru
sagðar ágætar en þróun á erlendri
hlutabréfaeign félagsins hafi mikil
áhrif á heildarhagnað þess en
hækkun á óinnleystum hagnaði af
eignarhlutum í skráðum félögum á
fyrstu tveimur mánuðum nýs
rekstrarárs er um 2,5 milljarðar.
Áætlað er að öll hlutdeildarfélög
Baugs skili hagnaði á yfirstandandi
rekstrarári nema Bonus Stores í
Bandaríkjunum.
Framlegð lækkaði á Íslandi
vegna aukinnar samkeppni
Afkoma Baugs Íslands óviðunandi
! "
# "
$%%&'
$()*+
,&*(+
,&%$$
-$+*
%''.
,%.(
,$(*
-('
)(%+
&&&&
/
%..+(
&-'++
0
/
&1$
(-2
)-2
!
"#$%$!
&'(
HAGNAÐUR Vátryggingafélags Ís-
lands, VÍS, nam 656 milljónum króna
eftir skatta fyrstu 3 mánuði ársins. Á
sama tímabili í fyrra nam hagnaður-
inn 257 milljónum króna. Hagnaður
VÍS fyrir tekju- og eignarskatt nam
799 milljónum króna.
Hagnaður af vátryggingarekstri
nam 202 milljónum króna og hagn-
aður af fjármálarekstri 604 milljónum
króna. Heildareignir félagsins námu
26.411 milljónum króna í lok mars og
bókfært eigið fé var 5.237 milljónir
króna. Það sem einkennir reksturinn
í fyrsta ársfjórðungi er annars vegar
mun betri afkoma tryggingareksturs
en á sama tíma í fyrra og hins vegar
mikill hagnaður af eignasölu, að því er
segir í tilkynningu til Kauphallar Ís-
lands. „Vátryggingareksturinn er að
skila mun betri afkomu en á sama
tíma í fyrra þar sem tjón á tímabilinu
voru færri og meðaltjónið lægra í
krónum talið. Þá varð mikill hagnaður
af sölu hlutabréfa sem skapaðist eink-
um af sölu á eignarhlut VÍS í Keri
hf.,“ að því er segir í tilkynningu.
Bókfærð iðgjöld VÍS hækkuðu um
8,4% frá árinu 2002 og námu 3.477
milljónum króna, en eigin iðgjöld
hækkuðu um 6,9% og námu samtals
1.624 milljónum. Fjárfestingartekjur
af vátryggingarekstri námu 428 millj-
ónum en voru 378 milljónir króna
fyrstu 3 mánuði ársins 2002. Eigin
tjón VÍS lækkuðu um 10,3% frá sama
tíma 2002 og námu 1.468 milljónum
króna. „Afkoma einstakra trygginga-
greina er afar mismunandi en þó skila
þær nú allar hagnaði að undanskild-
um öðrum ökutækjatryggingum en
þeim lögboðnu. Gott tíðarfar í vetur
hefur haft mikið að segja um lækk-
andi tjónakostnað,“ að því er fram
kemur í tilkynningu. Horfur í rekstri
þessa árs eru góðar en sem fyrr mun
afkoma ársins ráðast að miklu leyti af
tjónaþróun ársins og sveiflum í henni
sem geta verið miklar á milli tímabila
eins og dæmin sanna. Í gangi er vinna
að nýrri stefnu fyrir VÍS ásamt breyt-
ingum á skipulagi. Niðurstöður þess-
arar vinnu verða kynntar innan
skamms, samkvæmt upplýsingum frá
VÍS.
VÍS með
656 millj-
ónir í
hagnað
Mikill hagnaður
af eignasölu
♦ ♦ ♦