Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 20
ERLENT
20 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BETSY Mueller lætur sjaldan í sér
heyra í heimspekitímum í Salis-
buryháskóla. En einn er sá staður
þar sem hún lifnar við – umkringd
dæmdum glæpamönnum í ríkis-
fangelsinu í Maryland í Bandaríkj-
unum.
„Fyrir utan hef ég ekkert að
segja. Ég er búin að átta mig á því að
með því að halda uppi samræðum
við fangana kemur í ljós að mér ligg-
ur ýmislegt á hjarta,“ sagði hún fyr-
ir skemmstu er hún heimsótti East-
ern-fangelsið. „Þetta var meiri-
háttar uppgötvun fyrir mig.“
Mueller tilheyrir hópi 20 stúdenta
frá Salisburyháskólanum sem eru í
fremur óvenjulegum leshring – og
taka þátt í einhverri metnaðarfyllstu
tilraun sem nokkur háskóli hefur
ráðist í. Einu sinni í viku fara stúd-
entarnir í fangelsið og ræða af miklu
kappi um háalvarlegar bókmenntir
við fangana. Þeir velta fyrir sér sið-
ferðisspurningum, lífinu og dauð-
anum og frelsi viljans með mönnum
sem hafa tekist á við þessar spurn-
ingar með áþreifanlegum hætti.
Meðal lesefnis hafa verið bækur
eftir Friedrich Nietzsche, Albert
Camus og Frederick Douglass. Sam-
ræðurnar standa í allt að tvo tíma og
stúdentarnir segja þær oft mun líf-
legri og meira upplýsandi en heim-
spekitíma í háskólanum.
„Mér finnst þetta langbesta sam-
ræðuaðferðin,“ sagði Michael Han-
son við fangana að umræðum lokn-
um. „Það er veggur á milli okkar, en
þeir sem eru sitthvorum megin við
hann ná saman á þennan stórkost-
lega hátt.“
Fyrir fangana, sem mæta til um-
ræðnanna sjálfviljugir, er þetta fá-
gætt tækifæri til vitsmunalegrar
hvatningar og skipulagðrar sam-
komu með öðrum föngum. (Fundir
eru að öllu jöfnu bannaðir í fangels-
inu, þar sem um 3.200 fangar sitja, á
þeim forsendum að fundir gætu orð-
ið kveikjan að uppreisn.)
„Það eru nú tiltölulega takmark-
aðar, vitsmunalegar samræður í
fangaklefunum,“ sagði Byron
Bowie, 41 árs fangi sem dæmdur var
fyrir fíkniefnamisnotkun. „Þetta er
flóttaleið. Tveggja tíma frelsi.“
Þessar samkomur hófust 2001 eft-
ir að prófessor við Loyola-háskóla í
Chicago kom til Salisbury og talaði
um umræður sem hann hefði átt
með föngum. Frásögn hans varð
fjórum heimspekinemum við Salis-
bury hvatning til að leita leyfis –
sem þeir fengu – hjá Eastern-ríkis-
fangelsinu til að hitta fanga þar. Nú
taka um 20 stúdentar þátt í þessu og
skipta sér niður í fimm hópa sem
hver um sig hittir sex fanga.
Kennarar við Salisbury segja að
þessar umræður í fangelsinu séu í
samræmi við heimspekideildina í
skólanum, sem sé að ýmsu öðru leyti
óvenjuleg. Kennarar við deildina
eru einungis fimm, en 44 nemendur
hafa heimspeki sem aðalfag og tugir
til viðbótar sækja tíma, og flest nám-
skeiðin eru yfirfull.
Allt að 20 nemendur sækja viku-
lega fundi Heimspekiklúbbsins og
allt að 200 mæta á árlegt heimspeki-
málþing. Þetta er ekki lítið afrek nú
á tímum, þegar margar heimspeki-
deildir fá litla aðsókn, og vegna þess
að Salisbury er ríkisrekinn háskóli
þar sem flestir nemendurnir eru í
starfstengdum fögum og ekki sér-
lega gefnir fyrir íhugun.
Heimspekikennararnir við skól-
ann reyna eftir mætti að tengja
námið daglegu lífi nemendanna,
fremur en gleyma sér við óhlut-
bundna hugarleikfimi. Í einu nám-
skeiðanna, sem boðið er upp á, er
fjallað um siðferðislegar spurningar
varðandi réttindi dýra og í öðru er
leitað svara við heimspekilegum
spurningum um ofbeldi og vægð.
„Við lítum svo á að við séum að fá
nemendurna til að velta fyrir sér
spurningum sem skipta máli í lífi
þeirra,“ sagði Frank Kane, sem hef-
ur kennt lengi við deildina. „Heim-
spekin rataði í ógöngur þegar hún
hætti að fást við slíkar grundvall-
arspurningar.“
Heimsóknirnar í fangelsið eru
dæmi um þessa grundvallarhug-
mynd kennaranna, segja þeir.
Mueller, Hansen og tveir aðrir
bekkjarfélagar þeirra óku til fang-
elsisins, um 20 km leið, mánudags-
morgun einn í apríl. Eftir að leitað
hafði verið á þeim var þeim vísað í
gegnum fjölmargar rammgerðar
dyr, í gegnum fangelsisgarðinn og
inn á bóksafn fangelsisins, þar sem
fangar biðu.
Hópurinn fór síðan að ræða bók-
ina „The Souls of Black Folk“ (Sálir
svertingja), eftir W.E.B. DuBois, og
stóðu umræðurnar þindarlaust í tvo
tíma. Fangarnir og nemendurnir
rökræddu um það hvort DuBois ætti
eitthvað með það að fjalla um menn-
ingu svertingja í dreifbýlinu, þar
sem hann væri menntamaður frá
norðausturhluta Bandaríkjanna,
fjarri bændabýlum Suðurríkjanna.
„Gallinn er sá að hann talar máli
svertingja, en hann er í rauninni
ekki fulltrúi þeirra,“ sagði Kevin
Lockhart, 50 ára fangi frá Balti-
more, sem situr inni fyrir þjófnað.
Rökræðurnar fóru að snúast um
stærri spurningu, það er, hvort mað-
ur geti í raun og veru skilið áþján
einhvers án þess að hafa sömu
reynslu og hann. Hver eru takmörk
meðlíðunar? Gætu námsmennirnir
raunverulega skilið hvernig það er
að vera í fangelsi?
Umræðurnar hafa ekki alltaf
gengið snurðulaust fyrir sig. Náms-
mennirnir hafa ítrekað þurft að út-
skýra að þeir fái engar námsein-
ingar fyrir þessa fundi í fangelsinu,
en því eiga fangarnir bágt með að
trúa.
En yfirleitt er andrúmsloftið
merkilega afslappað á þessum fund-
um. Fyrir skömmu barst talið nokkr-
um sinnum að kynþáttamálum, sem
gætu orðið viðkvæm þar sem allir
nemendurnir eru hvítir og allir
fangarnir svartir. En eftir að hafa
hist reglulega í hálfan annan mánuð
virðast nemendurnir og fangarnir
vera farnir að treysta hver öðrum
nægilega til að geta talað tæpi-
tungulaust.
„Ég kann nú yfirleitt ekki sérlega
vel við ykkur hvítingjana, en mér
finnst gaman að spjalla við ykkur,“
sagði Arthur Ross, 51 árs fangi frá
Washington, sem er í ævilöngu fang-
elsi fyrir morð. „Við fáum að hitta
fólk sem er utan fangelsisins og það
tækifæri gefst ekki oft.“
Þar sem þetta var síðasti fundur
hópsins lauk honum með umræðum
um hvaða þýðingu fundir þeirra hafi
haft. Anthony Roundtree, 38 ára
fangi frá Baltimore sem situr inni
fyrir rán, þjófnað og líkamsárás,
sagði fundina hafa gefið sér annað
og meira en það sem fengist út úr
fundum með fyrrverandi eitur-
lyfjafíklum. „Ég er ykkur þakklátur.
Ég veit að þið gætuð varið tíma ykk-
ar í annað. Þetta gefur mér mikið.“
Pamela Correa, sem er á síðasta
ári í Salisburyháskóla, viðurkennir
að hún hafi verið efins um að taka
þátt í umræðunum í fangelsinu.
„Mér tókst ekki aðeins að horfast í
augu við ótta minn, heldur líka að
sigrast á honum. Þið eruð alveg frá-
bærir,“ sagði hún. „Þetta eru bestu
heimspekiumræður sem ég hef tekið
þátt í.“
Þegar fangavörður gaf merki um
að tíminn væri á þrotum kvöddust
nemendurnir og fangarnir. Nokkr-
um klukkustundum síðar var Correa
komin aftur í skólann og sólin skein
á hana inn um gluggann þar sem
hún sat í tíma hjá Kane um Hönnu
Arendt. Nemendur sátu í ruggu-
stólum sem raðað var umhverfis ar-
in. Correa var enn að hugsa um
fangana sem hún hafði hitt í síðasta
sinn þá um morguninn.
„Það er svo sannarlega dapurlegt
að sjá svona skarpa menn á bak við
lás og slá,“ sagði hún. „Þá gerir
maður sér grein fyrir því hvað mað-
ur er heppinn.“
Ræða heim-
speki á bak
við lás og slá
Westover í Maryland. The Baltimore Sun.
Kevin Lockhart (t.v.) slær á létta strengi með þeim Michael Hansen og Ron Cirillo.
The Baltimore Sun/Jed Kirschbaum
Fangarnir Arthur Ross (t.v.) og Byron Bowie ræða bókmenntir.
’ Heimspekin rataðií ógöngur þegar hún
hætti að fást við
grundvallarspurn-
ingar. ‘
FYRRVERANDI al-
ríkislögreglumaður í
Bandaríkjunum, sem
hafði umsjón með
gagnnjósnum Banda-
ríkjamanna í Kína, var í
gær ákærður í njósna-
máli sem tengist 20 ára
ástarsambandi hans við
kínversk-bandaríska
kaupsýslukonu er
njósnaði fyrir Banda-
ríkin og einnig kínversk
stjórnvöld.
Rannsóknarkvið-
dómur í Los Angeles
komst að þeirri niður-
stöðu að ákæra bæri
James J. Smith, 59 ára fyrrverandi
alríkislögreglumann, fyrir þátt hans
í málinu. Er hann sakaður um að
hafa leynt sambandi sínu við konuna,
Katrinu Leung, látið hjá líða að veita
alríkislögreglunni, FBI, réttar upp-
lýsingar um hana og fengið aðra
FBI-menn til að leyna neikvæðum
upplýsingum um hana.
Ennfremur er hann
sakaður um vítaverða
vanrækslu sem hafi
gert Leung kleift að
komast yfir leynilegar
upplýsingar um njósn-
ir Bandaríkjanna.
Verði Smith fundinn
sekur á hann allt að 40
ára fangelsisdóm yfir
höfði sér. Hann var
handtekinn 9. apríl og
leystur úr haldi gegn
tryggingu.
Smith er sagður hafa
fengið Leung til að afla
leynilegra upplýsinga
um Kína árið 1982 og hafið kynferð-
islegt samband við hana sama ár.
Saksóknarar segja að Leung hafi
hnuplað leynilegum skjölum úr
tösku hans þegar hann heimsótti
hana og afhent þau kínverskum
leyniþjónustumönnum. Smith hafi
verið sagt árið 1991 að kínverskir
leyniþjónustumenn hafi komist að
því að Leung væri á mála hjá FBI en
hann hafi látið hjá líða að skýra alrík-
islögreglunni frá því.
Var í miklum metum hjá FBI
Leung, sem er 49 ára, var einnig
handtekin 9. apríl. Hún var álitin
mjög gagnlegur njósnari og FBI
greiddi henni alls 1,7 milljónir doll-
ara, andvirði 125 milljóna króna, fyr-
ir upplýsingarnar. Hún segist hafa
verið í sambandi við um 2.100 kín-
verska embættismenn og er sögð
hafa haft aðgang að æðstu leiðtogum
Kína, m.a. Jiang Zemin, fyrrverandi
forseta, og Zhu Rongji, fyrrv. for-
sætisráðherra.
Bandarísk yfirvöld segja að
Leung hafi látið Kínverjum í té upp-
lýsingar um kínverska flóttamenn,
símanúmer FBI-manna sem rann-
sökuðu njósnamál, lista yfir FBI-
menn sem störfuðu erlendis og fleiri
leynilegar upplýsingar um njósnir
Bandaríkjamanna.
Fyrrverandi FBI-maður
ákærður í njósnamáli
Los Angeles. AP.
Katrina Leung
GUNNAR Schön, aðstoðarfor-
stjóri stofnunar almennings-
samgangna á Stokkhólmssvæð-
inu, SL, hefur sagt af sér. Hann
hefur viðurkennt að hafa á
kostnað stofnunarinnar tekið
eiginkonuna með sér í ferð á
vegum embættisins til Íslands.
Ferðin var farin til að taka
þátt í fundi sem stóð í einn dag,
mánudag, en Schön og föru-
neyti lagði af stað á föstudegi.
Að sögn Sydsvenska Dag-
bladet kostaði ferðin, sem farin
var í apríl í fyrra, alls um 40.000
sænskar krónur; 370.000 ísl. kr.
Schön reyndi að fela kostnað-
inn í bókhaldinu undir liðnum
„ferðakostnaður“ og kom nafn
eiginkonunnar ekki fram. Tveir
aðrir embættismenn fóru með.
Schön er fullur iðrunar: „Ég
hef gerst sekur um hræðileg
mistök og get ekki gefið neina
góða skýringu á þessu.“
Svíþjóð
Sagði af sér
vegna Ís-
landsferðar
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins hefur gefið út
áskorun til frönsku ríkisstjórnarinn-
ar um að grípa tafarlaust til ráðstaf-
ana til að koma böndum á fjárlaga-
halla franska ríkissjóðsins. Ella eigi
Frakkland yfir höfði háar fjársektir,
í samræmi við ákvæði svokallaðs
stöðugleikasáttmála evrópska Efna-
hags- og myntbandalagsins, EMU.
Í bréfi til Frakklandsstjórnar seg-
ir, að hún hafi frest til 3. október til
að grípa til sannfærandi ráðstafana
til að koma fjárlagahallanum undir
3% af vergri landsframleiðslu, en
það eru þau mörk sem kveðið er á
um í stöðugleikasáttmálanum.
Franski fjármálaráðherrann
Francis Mer sagði að brugðizt yrði
við áskorun framkvæmdastjórnar-
innar fyrir tilskilinn frest, og það
yrði gert „með ábyrgum hætti“.
„Markmið okkar er að komast niður
fyrir þrjú prósentin,“ sagði Mer.
Þjóðverjar og Portúgalir hafa
þegar fengið sambærilega áminn-
ingu frá framkvæmdastjórn ESB.
Frakkar
ávíttir fyrir
fjárlagahalla
Brussel. AFP.