Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 31

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 31
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 31 ELDRI borgarar í Rangárþingi héldu nýlega veglega sýningu á munum sem þeir hafa unnið í vetur. Það er félagsstarf aldraðra í sýslunni sem stendur fyrir handverkskennslu í Njálsbúð í hverri viku en þar hafa eldri borgarar nú fengið rúmgott húsnæði undir félagsstarf sitt. Rósa- lind Ragnarsdóttir hefur verið óþreytandi við að kenna eldri borg- urunum ýmislegt handverk en einn- ig hafa fleiri kennarar komið að til dæmis til að kenna útskurð. Á sýn- ingunni í Hvolnum gat að líta mjög fjölbreytt handverk, s.s. silkimálun, útskurð, þrívíddarmyndir, freskur, hefðbundna handavinnu og margt fleira. Um það bil 30 manns áttu verk á sýningunni sem stóð í tvo daga og var fjölsótt. Handverkssýning eldri borgara í Hvolnum Morgunblaðið/Steinunn Ósk Hér má sá hluta af munum á sýningunni, m.a. rennda og útskorna trémuni. Rangárþing eystra ÞAÐ mætti ætla að jólin væru að nálgast í Stykkishólmi samkvæmt þessum myndum. Svo er ekki, þær eru teknar í sumarbyrjun á fallegu vorkvöldi. Í Stykkishólmi var staddur hópur myndatökufólks í þeim tilgangi að taka upp auglýsingar fyrir erlent fyrirtæki þar sem verið er að aug- lýsa vodkategund fyrir grískan markað. Teknar eru tvær tökur á hverjum stað sem sýna vetur og sumar. Þar leikur mjólkurpóstur að- alhlutverkið og kemur með mjólk- urflöskur til íbúanna og fer síðan með tómar flöskur í staðinn. Hér um að ræða fjörutíu manna hóp sem dvaldií Stykkishólmi í nokkra daga til myndatöku. Það er Saga-Film sem skipuleggur verk- efnið og eru flestir starfsmennirnir íslenskir. Það vekur athygli hve mörg handtök þarf við að taka upp eina auglýsingu, sem tekur síðan örfáar mínútur í sýningu í sjónvarpi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Kúldshús í Stykkishólmi. Á myndinni er verið að undirbúa upptöku fyrir gerð auglýsingar fyrir grískan markað. Mynduðu vodka fyrir grískan markað Stykkishólmur HRÖNN Pétursdóttir, sem stýrir undirbúningi að stofnun Fjöl- brautaskóla Snæfellinga, var með kynningarfundi meðal íbúa Snæ- fellsness síðustu daga aprílmánað- ar. Auk þess hitti Hrönn grunn- skólanema til að kynna þeim hvað þeir ættu í vændum. Í máli Hrann- ar kom fram að skólinn sem taka á til starfa í Grundarfirði haustið 2004 yrði mótaður út frá nýjustu hugmyndum og tækni í kennslu á framhaldsskólastigi. Þá yrði allt nám skólans miðað við hæfni og getu hvers nemanda með það að markmiði að hver og einn næði há- marksárangri. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er samstarfsverkefni sveitarfélaga á Snæfellsnesi og hef- ur verið skipuð bygginganefnd sem unnið hefur að því að ráða arkitekt til að hanna skólahúsnæði sem þjóni þeim mark- miðum sem und- irbúningsnefndin hefur sett um starfsemi skól- ans. Haustið 2004 verða teknir inn tveir fyrstu árgangarnir en fullskipaður verður skólinn haustið 2006 og er gert ráð fyrir 150–180 nemendum. Á heimasíð- unni menntagatt.is er að finna upp- lýsingar um hinn nýja skóla og þar er einnig merki skólans sem hann- að var af Ástþóri Jóhannssyni, grafískum hönnuði sem búsettur er í Dal í Miklaholtshreppi, en merkið er táknmynd hinnar nýju sýnar sem horft er til við stofnun Fjöl- brautaskólans að sögn Bjargar Ágústsdóttur, bæjarstjóra í Grund- arfirði. Ný sýn í fram- haldsskólamálum á Snæfellsnesi Grundarfjörður Hrönn Pétursdóttir SÝNDUR var í Bragganum á Hólmavík söngleikurinn Litli for- vitni fíllinn. Það voru nemendur í 5. og 6. bekk Grunnskólans í samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur sem settu söngleikinn upp á tíu dögum undir leikstjórn Þórhildar Örvarsdóttur söngkonu. Í þessu skemmtilega verki, sem byggt er á sögu Rudyard Kipling, segir frá því hvernig fíllinn fékk ran- ann. Sagan er gædd lífi með falleg- um sönglögum sem krakkarnir höfðu náð góðum tökum á. Í sýning- unni eru einnig upplestur og leikin atriði sem allt hljómaði vel enda er hljómburður sérlega góður í Bragg- anum. Skemmtileg lýsing, sviðs- mynd og andlitsförðum, sem voru í höndum 8. og 9. bekkja Grunnskól- ans gæddu einnig sýninguna skemmtilegu yfirbragði. Um 150 gestir voru á sýningunni og skemmtu sér allir konunglega. Þórhildur var afar ánægð með ár- angur krakkanna sem unnu nokk- urra vikna verk á mettíma, af ein- stakri jákvæðni og dugnaði, „algjörar hetjur“ eins og hún orðaði það. Töfruðu fram söngleik á tíu dögum Hólmavík Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Nemendur ásamt Þórhildi Örvarsdóttur söngkonu sem leikstýrði verkinu. FYRSTU úthlutanir úr Styrktar- og menningarsjóði Sparisjóðs Bolungar- víkur fóru fram fyrir stuttu. Úthlutað var 2.100.000 krónum til þrettán aðila og félagasamtaka. Styrktar- og menningarsjóður Sparisjóðs Bolungarvíkur var stofn- aður árið 2001 og verða styrkveiting- ar úr sjóðnum árlegur viðburður hér eftir. Þeir sem hlutu styrki úr sjóðnum að þessu sinni voru: Ungmennafélag Bolungarvíkur, Golfklúbbur Bolungarvíkur, Hesta- mannafélagið Gnýr í Bolungarvík, Kvennakór Bolungarvíkur, Vest- firska kvikmyndafélagið Í einni sæng, Danshópur Bolungarvíkur, Átaks- verkefnið Heilsubærinn Bolungarvík á nýrri öld, Leikfélagið Hallvarður Súgandi á Suðureyri, Kvenfélagið Ár- sól á Suðureyri, Handverkshópurinn Á milli fjalla á Suðureyri, Björgunar- sveitin Björg á Suðureyri, og Mannsavinir á á Suðureyri. Aðalfundur Sparisjóðs Bolungar- víkur var haldinn 4. apríl sl. Hagn- aður af rekstri Sparisjóðsins árið 2002 var rúmar 10 milljónir króna að teknu tilliti til skatta. Rekstrartekjur sjóðsins námu 505,4 milljónum kr. og rekstrargjöld 495,2 milljónum að meðtöldum af- skriftum. Bókfært eigið fé var í árslok 746,3 milljónir kr. og hafði aukist um 4,2%. Innlán minnkuðu um 3,3% á árinu og útlán minnkuðu um 10,7%. Langstærsti út- lánaflokkurinn er til sjávarútvegs eða rúm 58%, hlutur einstak- linga og íbúðalána var rúm 28% og lán til þjónustu og annarrar atvinnustarfsemi 6%. Sparisjóður Bol- ungarvíkur er alhliða fjármálafyrirtæki sem hefur starfað í 95 ár, en hann var stofn- aður 15. apríl 1908. Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Bolungar- víkur eru 202 og stofnfé alls 92 millj kr. Hjá Sparisjóðnum störfuðu 15 manns á sl. ári. Sparisjóðsstjóri er Ás- geir Sólbergsson. Stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur skipa Gestur Kristinsson, Finnbogi Jakobsson, Ólafur Þ. Benediktsson, Örn Jóhannsson og Runólfur Péturs- son sem kom nýr inn í stjórnina. Nýkjörinn stjórnarformaður er Gestur Kristinsson. Sparisjóður Bolungar- víkur úthlutar styrkjum Fulltrúar styrkhafa ásamt Benedikt Bjarnasyni, frá- farandi formanni, Ásgeiri Sólbergssyni sparisjóðs- stjóra og Gesti Kristinssyni, nýkjörnum formanni, sem fremst sitja, en þeir voru í úthlutunarnefnd styrktar- og menningarsjóðsins á sl. ári. Bolungarvík Morgunblaðið/Gunnar Hallsson BÖRN úr sunnudagaskólanum í Breiðabólstaðarprestakalli, for- eldrar og umsjónarmenn fóru í ár- lega óvissuferð í lok skólaárs. Að þessu sinni lögðu upp frá Hvols- velli 50 börn og 12 fullorðnir sem fengu að fljóta með og var ferðinni heitið á Þingvöll sem reyndar fáir vissu. Þegar þangað var komið var Flosagjá (Peningagjá) skoðuð og síðan haldið til kirkju. Eitthvað hafði skolast til um komutíma hópsins til Þingvalla þannig að ekki var búið að opna kirkjuna þegar hópinn bar að garði. Meðan þess var beðið var brugðið á leik enda veitti ekki af að hreyfa sig því frostið var talsvert að viðbættum vindbelgingi. Þegar inn í kirkjuna var komið var síðasti sunnudaga- skóli skólaársins haldinn með til- heyrandi sögum, söng og bænum. Að honum loknum var haldið til þjónustumiðstöðvarinnar á Þing- völlum og grillað. Síðan var haldið áleiðis heim með viðkomu í sundi á Selfossi, rétt til að skola burt ferðarykið. Sunnudagaskólabörn frá Hvolsvelli á ferð Fljótshlíð Morgunblaðið/Önundur Björnsson Við Flosagjá (Peningagjá). Menn áttu í hinu mesta basli með að finna í fór- um sínum smápeninga því allflestir notast orðið við greiðslukort.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.