Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 32
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝI tölvu- og viðskiptaskólinn á Suð- urlandi hefur starfað á Selfossi frá árinu 1997 og óhætt er að segja að starfsemin hafi blómstrað. „Þetta var þannig að þegar ég var að berjast kvöld eftir kvöld yfir ólýsta Hellisheiðina í myrkri og skafrenn- ingi til að sækja tölvu- og enskunám til Reykjavíkur að ég hugsaði með mér, aftur og aftur, að ég gæti ekki verið sá eini sem vildi læra þetta. Síð- an dreif ég í því að kaupa 10 tölvur og auglýsti námskeið og núna eru tölv- urnar yfir 100 talsins hjá okkur og við kennum í sérhönnuðu húsnæði. Það var rétt fyrst að fólk var tor- tryggið þegar ég fór út í þetta enda ekki með neinar menntagráður á mér en ég man eftir að fólkið sagði að ég segði því þetta allt á mannamáli og sterkasta auglýsingin hefur frá fyrsta degi verið nemendurnir sem hafa sótt námið,“ segir Valtýr Páls- son sem rekur Nýja tölvu- og við- skiptaskólann á Suðurlandi ásamt Enskuskólanum Viðurkenndur einkaskóli Valtýr byrjaði 1997 að bjóða upp á bókhalds- og tölvunám og varð strax var við mikinn áhuga fólks. Síðan óx starfsemin hratt því þörfin var greinilega mikil. „Það kom í ljós að það vildu allir komast inn í tölvu- heiminn og nemendur hrúguðust að okkur. Síðan gerðist það að við gengum í samstarf við NTV-skólann á höfuðborgarsvæðinu og úr því varð keðja þriggja skóla sem bjóða upp á alls konar tölvu- og við- skiptanám ásamt grafísku námi. Það má segja að flaggskipið hjá okkur sé forritunar- og kerfisfræðinámið en um síðastliðin áramót útskrifuðum við 14 forritunar- og kerfisfræðinga sem luku námi hjá okkur. Við urðum síðan handhafar við- urkenningar menntamálaráðuneyt- isins sem einkaskóli á framhalds- skólastigi sem þýðir að allt okkar nám gefur einingar til stúdents- prófs. Í gegnum tíðina hefur þetta þróast og breyst þannig að nú tökum við einnig upp hvers konar nám- skeiðahald fyrir störf og tóm- stundir,“ segir Valtýr. Sumarskóli að byrja „Svo erum við núna að fara af stað með sumarskóla sem er mennta- skólanám með 75 áfanga í boði. Þetta gerum við í samstarfi við Sum- arskólann ehf. sem notar húsnæðið hjá okkur. Þetta nám býðst öllum, jafnt unglingum sem fullorðnum, og er kjörið fyrir menntaskóla- eða fjöl- brautaskólanema sem þurfa að bæta við sig og nota sumarið til þess. Þetta byrjar 26. maí og stendur til 20. júní, við prófum 23–25. júní og einkunnaafhending verður 27. júní,“ segir Valtýr. „Fyrir rúmu ári opnuðum við nýja deild sem er Enskuskólinn á Suður- landi og kennum talmálsensku á 8 kennslustigum og notum eingöngu enska, sérmenntaða kennara í kennslu talmáls fyrir útlendinga. Á síðustu önnum hefur nemendafjöld- inn tvöfaldast og nú komast færri að en vilja. Við höfum svo tekið upp spænskunám og verðum með fram- haldshópa í haust ásamt því að bjóða upp á ítölsku og þýsku. Svo erum við einnig með sérstæða tónlistarkennslu, byrjuðum til reynslu að bjóða upp á gítar- og bassaleik. Við kennum fólkinu að spila eftir eyranu sem er mjög vin- sælt en ríflega 50 manns voru í þessu námi í vetur. Síðastliðið haust bætt- um við inn píanókennslu og trommu- leik og næsta haust verðum við auk þess með söng og raddbeitingu,“ segir Valtýr Pálsson. Hann leggur áherslu á að veiga- mesta atriðið í allri þessari náms- uppbyggingu sem og uppbyggingu á háskólastigi sé aðgengi fólks að náminu – því meira sem í boði er því auðveldara sé fyrir fólk að nálgast það sem því hentar. Valtýr Pálsson fékk hugmynd að skóla í skafrenningi og myrkri á Hellisheiði „Það gat ekki verið að ég væri sá eini sem vildi læra“ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Valtýr Pálsson, skólastjóri og aðaleigandi Nýja tölvu- og viðskiptaskólans á Suðurlandi, fyrir utan aðalstöðvar skólans á Selfossi. Selfoss LANGT er komið að skrifa sögu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og í ráði er að hún verði gefin út í sumar. Árni Daníel Júl- íusson, sagnfræðingur hjá Reykja- víkurakademíunni, hefur skráð sögu skólanna og tengt hana við at- vinnuhætti og mannlíf á þeirri einu og hálfu öld sem saga skólans nær til, bæði á landsvísu og í þorpunum tveimur á suðurströndinni. Bókin verður fjörlega uppsett með litskreyttum síðum og nokkr- um hundruðum mynda, segir í fréttatilkynningu. Leitað er að styrktaraðilum við útgáfuna og geta þeir sem gerast áskrifendur fengið nafn sitt skráð í bókina und- ir yfirskriftinni: „Við sendum Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri árnaðaróskir á hundrað og fimmtíu ára afmælinu.“ Gert er ráð fyrir að bókin kosti 3.900 krón- ur til áskrifenda. Reiknað er með því að greiða megi áskriftina með allt að þremur raðgreiðslum með korti. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 20. maí fá nafn sitt á þennan lista. Fólk er beðið að hafa samband við Óskar Magnússon á Eyrar- bakka eða Theodór Guðjónsson, Árlundi, Gaulverjabæjarheppi. Einnig er hægt að skrá áskrift í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. 150 ára saga barnaskóla gefin út Eyrarbakki Á DEGI umhverfisins veitti Um- hverfisnefnd Ölfuss þeim Svani Kristjánssyni og Árna V. Þor- steinssyni viðurkenningar fyrir að huga vel að umhverfi sínu meðal annars með því að nota ekki bíl heldur ganga og hjóla til vinnu á hverjum degi. Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra hélt hátíðarræðu og afhenti viðurkenningarnar. Brynjólfur Jónsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, og Ólafur Áki Ragnarsson, bæj- arstjóri Ölfuss, undirrituðu vilja- yfirlýsingu milli Skógrækt- sem er opinn öllum, og ráðstafa fé úr honum til plöntukaupa. Stefnt er að því að fyrstu plöntur, sem fjármagnaðar eru úr sjóðnum, verði gróðursettar á Jónsmessunni 24. júní á Hafn- arsandi fyrir ofan Þorlákshöfn. Viður- kenning- ar á degi umhverfis Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Svanur Kristjánsson og Árni V. Þorsteinsson fengu viðurkenningar. Einn- ig eru á myndinni Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri og Davíð Halldórsson garðyrkjustjóri. Þorlákshöfn arfélags Íslands og Sveitarfélagsins Ölfuss um að sveitarfélagið láti af hendi land undir skógrækt sem fjármagnað er af sjóði sem tónlistarmenn hafa stofnað. Skógræktarfélag Ís- lands mun halda utan um sjóðinn, NEMENDUM Grunnskólans í Hveragerði var fyrir skömmu boðið að inn í Gufudal, þar sem félagar úr Skógræktarfélagi Hveragerðis voru mættir. Krakkarnir fengu skóflur, skít og plöntur og plöntuðu skógar- trjám. Allir bekkir skólans nema 10. bekkingar, sem voru látnir vera í skólanum til að undirbúa sig fyrir lokaprófin sín, voru mættir og það var gaman að sjá Hamarinn og Gufu- dalinn iða af lífi. Alls voru þetta um 350 krakkar auk margra fullorðinna. Þegar plöntun var lokið var farið í ratleik í Hamrinum. Leikurinn gekk út á það að finna ákveðnar stöðvar, sem voru víðsvegar um Hamarinn og fá þar stimpil á blaðið sitt. Það var gaman að fylgjast með krökkunum þegar þau skiluðu af sér blöðunum, rjóð og sælleg af hlaupum og úti- veru. Um hádegisbil þegar allir voru búnir að ljúka við verkefni dagsins bauð Hveragerðisbær krökkunum upp á léttar veitingar, sem voru djús og súkkulaði. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Geir Höskuldsson (t.v.) og Ragnar Natanaelsson tóku til hendinni og gróðursettu tré í skólalundinum. Vel heppn- aður útidagur Hveragerði Ratleikur og gróðursetning HÁSKÓLINN á Akureyri kynnti ný- lega á Selfossi fjarnám við skólann sem boðið verður upp á næsta haust. Á kynninguna mættu 35 manns og mestur áhugi var fyrir leikskólakenn- ara- og kennaranámi en auk þess kom nokkur hópur fólks til að kynna sér fjarnám í rekstrarfræði og auðlinda- fræði. Nokkuð ljóst er talið að í haust fari af stað þrír nýir námshópar sem bætast við það nám sem nú þegar er í gangi og er gert ráð fyrir að nem- endafjöldi í háskólanámi á vegum Fræðslunets Suðurlands og Háskól- ans á Akureyri nálgist 100 manns. Fræðslunet Suðurlands hefur um- sjón með náminu á Suðurlandi í sam- vinnu við Háskólann á Akureyri. Nemendur sækja kennslustundir í fjarkennslubúnaði Fræðslunetsins á Selfossi. Einnig er leikskólakennara- nám á Hvolsvelli og fer fram í gegn- um fjarfundarbúnað Héraðsnefndar Rangæinga í umsjón Gunnhildar Kristjánsdóttur. Fræðslunetið sér um öll próf sem tekin eru en á þessari vorönn eru tek- in 25 háskólapróf auk sjúkra- og upp- tökuprófa. „Háskólanámið er vaxandi enda ákaflega mikilvægt að auka það sem mest þar sem það er einn mik- ilvægasti þátturinn í jákvæðri byggðaþróun á Suðurlandi,“ sagði Jón Hjartarson, forstöðumaður Fræðslunets Suðurlands. Mikil fjölg- un í há- skólanámi Selfoss Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mikill áhugi var fyrir kynningu á fjarnámi Háskólans á Akureyri. HINN 2. maí síðastliðinn samþykkti bæjarráð Hveragerðis að heimila Orra Hlöðverssyni bæjarstjóra að ganga til samninga við SS verktaka. Bærinn mun þá taka á leigu allt að 800 fermetra skrifstofuhúsnæði í fyr- irhugaðri byggingu á lóðinni Sunnu- mörk 2. Ef þau áform sem uppi eru um byggingu verslunar- og þjónustumið- stöðvar við Sunnumörk verða að veruleika mun Hveragerðisbær flytja starfsemi bæjarskrifstofanna og bókasafns bæjarins í húsið á næsta ári. Samningsgerðin er háð því að við- unandi samningar við byggingaraðila náist. Í frumdrögum að hönnun hússins er gert ráð fyrir verslunarrými á jarðhæð og skrifstofuhúsnæði í sér- stakri turnbyggingu á annarri og þriðju hæð, en þangað er gert ráð fyr- ir að bærinn flytji starfsemi sína. Samþykkt bæjarráðs er háð því að aðrir lykilaðilar fáist inn í húsið, en nú er unnið af fullum krafti að markaðs- setningu hússins til valinna rekstrar- aðila. Ljóst er að ákvörðun Hvera- gerðisbæjar um beina aðkomu að Sunnumörk 2 hefur jákvæð áhrif á framgang þessa mikilvæga verkefnis og eykur áhuga annarra rekstrar- aðila á verkefninu. Að sögn bæjarstjórans búa bæjar- skrifstofur og bókasafn Hveragerðis- bæjar við fremur þröngan húsakost í dag og framtíðarafnot þessara stofn- ana af núverandi húsnæði geta ekki talist örugg. Bæjarskrifstofur eru í húsi sem er um 300 fermetrar að stærð. Bókasafnið er í húsnæði sem er um 200 fermetrar og rennur leigu- samningur safnsins út í lok ársins 2004. Möguleikinn á að flytja starf- semina í Sunnumörk kemur því á heppilegum tíma fyrir Hvera- gerðisbæ og tryggir umræddum stofnunum gott húsnæði til framtíðar. Framgangur samningaviðræðna við aðra rekstraraðila mun á allra næstu vikum leiða í ljós hvenær fram- kvæmdir geta hafist við Sunnumörk 2. Í nýtt húsnæði að ári? Hveragerði ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.