Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 34

Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANS fyrir þig er heiti sýningar Íslenska dansflokksins sem sett er á laggirnar í tilefni af 30 ára afmæli hans. Afmælissýningin samanstend- ur af brotum úr dansverkum sem dansflokkurinn hefur flutt síðustu árin. Eftir hlé var síðan frumflutt tutt- ugu mínútna dansverk eftir Láru Stefánsdóttur. Kvöldið hófst á verki Ólafar Ingólfsdóttur við tónlist Halls Ingólfssonar, Maðurinn er alltaf einn. Dansararnir fikruðu sig inn á sviðið með hænuskrefum starandi niður á tær sér í litríkum búningum. Það var lífsgleði og léttleiki sem einkenndi hreyfingarnar við dillandi tónlistina. Tveir þættir úr La Cabina eftir Jochen Ulrich voru næstir á dagskrá. Fyrst taktfastur og stíl- hreinn danskafli þar sem dansararn- ir eru klæddir svörtum klæðalitlum búningum sem óneitanlega minna á leðurbúninga sadómasókista og dæmi nú hver fyrir sig. Síðan tilfinn- ingaþrunginn erótískur dans þriggja kvendansara og eins karldansara í blóðrauðri lýsingu við angurværan söng La Fura dels Baus. Feikivel saminn og og eftirminni- legur þáttur úr La Cabina. Af mönn- um eftir Hlíf Svavarsdóttur fylgdi í kjölfarið. Að öðrum dönsurum ólöst- uðum þá var sólódans Katrínar Á. Johnson eftirminnilegur. Hún dans- aði af innlifun og öryggi við tónlist Þorkels Sigurbjörssonar. Dans hennar einkenndist einnig af ein- lægni sem er kærkomin. Dansgerðin stenst svo sannarlega tímans tönn. Brot úr verki Itzik Galili, Through Nana’s eyes við tónlist Tom Waits tók við. Þar fara Katrín Ingvadóttir, Peter Anderson og Guðmundur Helgason á kostum. Þau hnoðast hvort á öðru í skærgulum sófa og mynda bráðfyndna uppátroðandi hreyfifléttu. Afstand eftir Ed Wubbe við tónlist Samira Ben Said og hljómsveitar kom úr annarri átt. Þar dönsuðu fjórir kvendansarar tján- ingarríkan dans að hætti kvenna við botn Miðjarðarhafs. Ágætlega vel dansað þó dansgerðin sé ekkert sér- staklega áhugaverð. Brot úr NPK eftir Katrínu Hall við tónlist Skárren ekkert var næst á dagskrá. Dans- ararnir röðuðu sér upp á sviðinu og göntuðust frammi fyrir áhorfendum sem óneitanlega minnti á brot úr verkum Pinu Bausch. Guðmundur Helgason fór með skondinn texta eftir Árna Ibsen þar sem minnst var liðinna afreka og fyrrverandi liðs- manna Íslenska dansflokksins. Lest- ina rak verk Jochens Ulrich, Ég dansa við þig. Það hófst á ljúfum söng þeirra Jóhönnu Linnet og Egils Ólafssonar undir stjörnubjörtum himni Borgarleikhússins. Áferðar- fallegur dúett Steve Lorenz og Katr- ínar Ingvadóttur leið um sviðið þar til við tók hressileg tarantella sem allur dansflokkurinn tók þátt í. Eftir hlé var frumflutt nýtt verk eftir Láru Stefánsdóttur sem ber heitið Frosti. Það er að einhverju leyti unnið út frá ljóði Steinunnar Sigurðardóttur, Svanavatninu (loka- kafla). Ljóðið fjallar um fólk sem gleymir sér í dansi. Það vill gleyma því sem aldrei varð, vera í núinu og deyja glatt í dansi. Tónlistin er af ýmsum toga. Eftir Björk Guð- mundsdóttur, Pan Sonic, David Hykes og P. Tsjajkovskí. Karlmaður klæddur síðu tjullpilsi situr hugsi við snyrtiborð. Ballerína tiplar á tánum, dansari á línuskautum með þyril í hendi skautar um sviðið og fjórði dansari verksins birtist. Í blárri lýs- ingu og leikhúsreyk hristir Guð- mundur pils sitt og hossar öðrum kvendansaranum á hné sér. Guð- mundur Elías Knudsen færir hreyf- ingar svana í stílinn og dansar dúett við hinn kvendansarann. Í Frosta voru sniðugir og myndrænt fallegir kaflar. Engu að síður hafði verkið yf- ir sér flausturslegt yfirbragð. Dans- gerðin eða kóreógrafían var sundur- laus og minnti á köflum á verk eftir Jorma Uotinen. Ólík tónlistin virkaði eins og fljótvalinn samtíningur og ýtti enn frekar undir stefnuleysið í verkinu. Dans- og leikgleði dansar- anna var svo sannarlega fyrir hendi. Þó dugðu bjána-, kjána- og skopleg- heit þeirra ekki til að gera verkið áhugavert. Umgjörð afmælissýning- arinnar í heild var hressileg með skemmtilegum uppákomum að ógleymdri tónlist Skárren ekkert. Dansararnir stóðu sig afspyrnu vel í sýningunni en það mæddi mikið á þessum átta dönsurum. Mikið vatn er runnið til sjávar frá því Íslenski dansflokkurinn var stofnaður fyrir 30 árum. Á þessum tíma hafa margir einstaklingar lagt hönd á plóginn og átt sinn þátt í því að gera dansflokkinn að því sem hann er í dag. Framgöngu núverandi listdansstjóra, Katrínar Hall, ber að lofa en með hennar framgöngu og listrænni stjórnun er flokkurinn á góðri leið með að festa sig í sessi á al- þjóðavettvangi. Sé miðað við sam- bærilega dansflokka í Evrópu þá er það engin launung að Íslenski dans- flokkurinn stendur mjög framar- lega. Þetta var ánægjulegt afmæl- isboð og óhætt að segja að gleðin hafi ráðið ríkjum. Ég set X við Ís- lenska dansflokkinn. Til hamingju með afmælið! X við Íslenska dansflokkinn Morgunblaðið/Sverrir „Sé miðað við sambærilega dansflokka í Evrópu þá er það engin launung að ÍD stendur mjög framarlega.“ LISTDANS Borgarleikhúsið 30 ára afmælissýning Íslenska dans- flokksins. FROSTI – Svanavatnið (loka- kafli) eftir Láru Stefánsdóttur og brot úr verkum Íslenska dansflokksins sl. 30 ár. Fimmtudagur 8. maí 2003. DANS FYRIR ÞIG Lilja Ívarsdóttir FIMMTA alþingiskosningasýning Kristjáns Guðmundssonar verður í Slunkaríki á Ísafirði dagana 10.–25. maí. Opnun fer fram kl. 16 í dag. „Stöðugleiki, áræði og staðfesta einkenna áætlanagerðir stjórnar Slunkaríkis og myndlistarmannsins Kristjáns Guðmundssonar,“ segir í kynningu. „Að þessu sinni er Krist- ján með grafíkmyndir í farteski sínu. Eiríkur hinn óþekkti feikna geymir visku. Mold og myrkur klýfur hann og rambar milli fjalla. Þessa skrýtlu Sólons Guðmunds- sonar í Slunkaríki um Eirík nokkurn er hægt að heimfæra upp á Kristján að öllu öðru leyti en því að listamað- urinn er nokkuð frægur, hann á að baki fjölda sýninga hér heima og í út- löndum. Eins og áður segir leggur stjórn Slunkaríkis ríka áherslu á stöðugleika og jafnvægi í málefnum sínum og landsmanna allra og eru al- þingiskosningasýningar Kristjáns tillegg beggja aðila til að það mark- mið megi nást landi og lýð til heilla.“ Slunkaríki er opið fimmtudaga til sunnudags kl. 16–18. Alþingiskosninga- sýning í Slunkaríki ÞAÐ mun hafa verið fyrir rúmum tíu árum að Margrét Pálmadóttir söngkona stofnaði Kvennakór Reykjavíkur og með dugnaði gerði hún kvennakórinn að mikilvirkri söngstofnun. Nú er hún fjarri góðu gamni og hennar því hvergi getið í efnisskrá tónleikanna og því hér tí- undað, að vert er að geta þess sem vel er gert. Tónleikarnir hófust á söng, sem Margrét hafði með sér úr kistu Öldu- túnskórsins, en Kabalevskí færði kórnum í Rússlandsferð hans lagið sem hér heima heitir Senn kemur vor. Þetta fallega lag var sérlega vel sung- ið. Söng sígaunakvennanna úr La travíata eftir Verdi var spillt með klappi en þó sunginn af þokka og sama má segja um Búðarvísurnar eft- ir Emil Thoroddsen og Vorvindana eftir Sigvalda Kaldalóns. Konur eftir Þorkel Sigurbjörnsson er leikrænt og skemmtilegt tónverk, við ljóð eftir Jón úr Vör, og þótt gera hefði mátt meira úr hinu leikræna var verkið vel flutt með sérlega skýrum framburði. Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson er einstaklega fallegt verk og var mjög vel sungið. Ef þig langar að syngja er þokkafullt dæg- urlag og síðasta verkið fyrir hlé var frumflutningur á fimm þátta tón- verki, Ég hlusta á þær glóa, eftir Mist Þorkelsdóttur, við texta eftir Hannes Pétursson. Textinn er um sumar og haust, kvöldstemmningar og Jóns- messunótt. Mist leikur sér frjálslega með textann og víxlar honum skemmtilega á milli radda og var sér- lega falleg stemmningin í tveimur síð- ustu lögunum, um maínóttina og leiðslustund á Jónsmessnótt. Þetta hljómfallega verk var vel flutt undir öruggri stjórn Sigrúnar Þorgeirs- dóttur. Þrír þjóðdansar í keðju, snilldarút- setning Árna Harðarsonar á Tíminn líður, enskur ástarsöngur og vísur Vatnsenda-Rósu voru öll mjög vel flutt og fyrir utan eitt sænskt lag voru fimm síðustu viðfangsefnin íslensk, fyrst Barnagælan hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur, sem tónsett var af Ólafi Axelssyni á gamansaman máta, þá Sápukúlur, mjög vel unnið verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Da pacem, falleg friðarbæn eftir Báru Grímsdóttur, Jónasarlögin góðu eftir Atla Heimi Sveinsson og lokalagið, sem var Spinna minni, smellið lag, allt að því í stíl við kvæðalag, eftir Mist Þorkelsdóttur, við texta eftir Þórarin Eldjárn, þar sem leikið er með spuna- galdurinn, spegillinn og seiðinn, stemmningar sem voru skemmtilega mótaðar í tóngerð Mistar. Kvennakór Reykjavíkur er í góðu formi. Það var gott jafnvægi á milli radda og framburður texta til fyrir- myndar. Auðheyrt er að Sigrún er snjall söngstjóri og naut hún vel með- fylgjandi undirleiks Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur. Það stóra á þessum tónleikum, bæði er varðar flutning og gerð verksins, var frumflutningurinn á kórverki Mistar, Ég hlusta á þær glóa. Ég hlusta á þær glóa TÓNLIST Langholtskirkja Kvennakór Reykjavíkur hélt upp á 10 ára söngafmæli með tónleikum í Langholts- kirkju undir stjórn Sigrúnar Þorgeirs- dóttur við samleik Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur. Fimmtudagurinn 8. maí. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson Myndlistarklúbburinn Málun og teiknun heldur málverka- sýningu í Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi í dag og á morgun frá kl. 14 til 19 báða dagana. Klúbburinn hefur haft að- setur í skólanum í tvö ár og fer þar fram kennsla á hverj- um þriðjudegi yfir vetrarmán- uðina. Átján meðlimir eru í klúbbnum. Formaður er Sig- urður Konráðsson og leið- beinandi Sveinbjörn Einars- son. Málverk í Valhúsa- skóla HILDIGUNNUR Rúnarsdótt- ir heldur burtfararprófstón- leika í söng frá Tónlistarskól- anum í Hafnarfirði á morgun, sunnudag, kl. 16. Tónleikarnir verða haldnir í Hásölum. Á þeim mun Hildi- gunnur syngja fjölbreytta efn- isskrá. Verkin eru blanda af lögum sem flestir kannast við og sjaldheyrðari perlum. Höf- undarnir eru F. Schubert, B. Britten, G. Bizet og V. Herbert. Loks má nefna að Hildigunnur syngur lög eftir Tryggva Bald- vinsson við ljóð Þórarins Eld- járns. Meðleikari Hildigunnar á tónleikum er Sigurður Mar- teinsson, píanóleikari. Aðgangur er ókeypis. Lokaprófstónleikar Önnu Jónsdóttur sópran frá fram- haldsdeild Nýja tónlistarskól- ans verða haldnir í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði í dag kl. 16:00. Richard Simm leikur með á píanó. Flutt verða söng- lög og aríur eftir Chopin, Ha- ydn, Wagner, Poulenc, Cilea, Giordano, Hjálmar H. Ragn- arsson, Jón Ásgeirsson og Oliv- er Kentish. Anna Jónsdóttir lauk áttunda stigs prófi í söng frá Nýja tónlistarskólanum vorið 2001, og hefur síðan lagt stund á framhaldsnám við skól- ann. Aðalkennari hennar er Al- ina Dubik. Inngangseyrir er enginn. Hildigunnur Rúnarsdóttir Anna Jónsdóttir Burtfarar- tónleikar Mál og menning hefur gefið út Kantaraborg- arsögur eftir Geoffrey Chau- cer í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórssonar. Kantaraborg- arsögur eru eitt af höfuðritum heimsbókmenntanna og langfrægasta verk Chaucers, þjóðskálds Englendinga. Hópur fólks úr öllum stigum ensks þjóðfélags er á leið í píla- grímsferð að gröf dýrlingsins Tóm- asar frá Beckett í Kantaraborg. Þau gera með sér samkomulag um að keppa í því hver getur sagt bestu söguna og á hver ferðalangur að segja tvær sögur, eina á leiðinni til áfangastaðarins og eina á leiðinni til baka. Chaucer lauk aldrei við að semja allar sögurnar en það sem til er af verkinu er fyrir löngu orðið sí- gilt og hefur skemmt lesendum og glatt þá í gegnum aldirnar. „Í Kantaraborgarsögum birtist heillandi heimur síðmiðalda þar sem ægir saman dyggðum og klúr- heitum, hetjuskap og lágum hvöt- um. Jarðbundið raunsæi og óbrengl- uð sýn á gangvirki mannfólksins er aðal þessara bráðfyndnu sagna, en á móti leggur höfundur á vogarskál- arnar lærdóm sinn og lýsingar á riddaralegri hugprýði,“ segir í kynn- ingu. Geoffrey Chaucer er talinn hafa látist aldamótaárið 1400. Hann er iðulega nefndur faðir enskra þjóð- arbókmennta. Erlingur E. Halldórsson þýddi Kantaraborgarsögur, en hann hefur m.a. þýtt klassísk verk eftir Franç- ois Rabelais, Petróníus og Bocc- accio. Erlingur ritar einnig athugasemdir og eftirmála um þjóðskáldið Geoffr- ey Chaucer. Bókin Kantaraborgarsögur er 395 bls. og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Kápu hannaði Jeffrey C. Ramsey og leiðbeinandi verð bókarinnar er kr. 4.990,- Heimsbókmenntir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.