Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 42

Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vegna gífurlegs aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþing- iskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert til þess að gera efnið aðgengilegra fyrir lesendur og auka möguleika Morgunblaðsins á að koma greinunum á fram- færi fyrir kosningar. Alþingiskosningar ÞORSTEINN Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, hefur skrifað greinar um fiskveiðistjórn- un í Fréttablaðið og Morgunblaðið að undanförnu. Í þeirri síðari sem birtist í Morg- unblaðinu sakar hann mig m.a. um að slíta úr samhengi og að vera með ásakanir í garð þess sem hann telur vera uppbyggilega umræðu. Þar kem- ur og í ljós að Þorsteinn telur að með fyrningarleið Samfylkingarinnar á aflaheimildum væri auðveldara fyrir Ísland að ganga í ESB. Þó í grein Þorsteins segi eftirfarandi um fyrningarleiðina: „Samfylkingin hefur nýverið lagt til að einkaeign kvóta verði afnumin í þrepum og nýtt kvótakerfi sett á laggirnar. Aflaheimildir yrðu seldar á upp- boði hæstbjóðanda til tímabundinna afnota til að tryggja jafnan aðgang að auðlindinni og þjóðinni arð af henni. Slíkt myndi einnig laga kerfið að reglum ESB.“ Verð ég að viðurkenna að ég hafði ekki hugmyndaflug til að ímynda mér að þetta væri sett fram í alvöru og fjallaði því um aðrar rang- færslur Þorsteins og dylgjur um íslenska fisk- veiðistjórnun. Ástæða þessa var einfaldlega sú að fullyrðing Þorsteins um að fyrningarleið Samfylk- ingarinnar lagi fiskveiðistjórnarkerfið að reglum ESB er einfaldlega röng. Fyrningarleiðin hefur ekk- ert með reglur ESB að gera, alls ekkert. Það er því í besta falli af þekkingarleysi en í versta falli blekk- ingar að Þorsteinn setur þetta fram. Ég leyfi mér að hallast frekar að því fyrrnefnda. Rétt er að upplýsa Þorstein um að útvegsmenn munu aldrei sættast á fyrningarleið Samfylking- arinnar enda felur hún í sér andstæðu alls sem ábyrg fiskveiðistjórnun hvílir á. Það er erfitt að skilja af hverju ýmsir stjórnmálamenn í stjórn- arandstöðunni vilja veikja íslenskan sjávarútveg með tilheyrandi lífskjaraskerðingu alls almennings þótt þeir séu í atkvæðaleit. Þarna er um sama fólkið að ræða sem setti lögin um stjórn fiskveiða með framsali aflaheimila þar sem útvegsmenn voru hvattir til að hagræða og sameina veiðiheimildir til að auka arðsemi í greininni. Þetta hafa útvegsmenn gert með því að kaupa þær veiðiheimildir sem nú á að gera upptækar til ríkisins. Það er óskiljanlegt af hverju sumir fyrirsvars- menn samtaka íslenskra iðnfyrirtækja vilja veikja íslenskan sjávarútveg. Hagsmunir íslensks iðnaðar og íslensks sjávarútvegs fara saman og öflugur sjávarútvegur er forsenda þess að stór hluti íslensks iðnaðar nái að blómstra og lífskjör allra lands- manna ráðast af góðu gengi beggja. Engum dylst að þessum fyrirsvarsmönnum SI er mikið í mun að Ís- land gangi í ESB og Þorsteinn segir í síðari grein sinni að stefna SI sé að hvetja til vandaðrar og for- dómalausrar umræðu um alla þætti ESB-aðildar og upptöku evrunnar. Ekki veit ég hvort þetta starf hefur leitt til þess að meirihluti félagsmanna SI er nú andvígur því að Ísland gangi í ESB, öndvert við það sem var fyrir ekki löngu. Undarlega lítið hefur mér fundist fara fyrir þeirri niðurstöðu í „hinni vönduðu og fordómalausu umræðu“ þessara manna. Ég vona að sá misskilningur Þorsteins að fyrning- arleið Samfylkingarinnar sé forsenda inngöngu Ís- lands í ESB sé nú að eilífu leiðréttur. Ég vona líka að áfergjan í að ganga í ESB glepji menn ekki til að afgreiða alla þá, sem hafa með skýrum og málefna- legum hætti komist að þeirri niðurstöðu að vegna hagsmuna Íslands af því að ráða sjávarauðlindinni komi ESB aðild ekki til greina, sem ábyrgðarlausa og með ásökunum um að þeir vilji ekki kynna sér málin eða ræða þau. Það er eðlileg krafa að þeir sem bera fram ásak- anir um ómálefnalega umræðu hafi sjálfir lág- marksþekkingu á þeim viðfangsefnum sem þeir fjalla um. Hvað varð af hinni vönduðu og fordómalausu umræðu? Eftir Friðrik J. Arngrímsson Höfundur er framkvæmdastjóri LÍÚ. AF prívatástæðum hef ég fylgzt með stjórnmálaferli núverandi forsætis- ráðherra í meira en tvo áratugi. Ég viðurkenni fúslega að ég er flestum mönnum hlutdrægari þegar kemur að því umræðuefni, og get engan beðið um að lesa þessi orð mín sem vísindalegan sannleik. En gott og vel. Árið 1982 fylgdist ég með umræddum leiða sjálfstæð- ismenn til sigurs gegn vinstrimeirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur og í framhaldi af því með daglegri glímu hans við minnihlutann. Las greinar minnihlutamanna, horfði og hlustaði á fréttir af þeirri baráttu upp á hvern einasta dag. Þá þurfti að greiða niður vinstriskuldirnar, skattar voru lækkaðir, lóðaskorti útrýmt og slakað á höftum og reglum. Gegn þessu börðust vinstrimenn í borgarstjórn og samherjar þeirra á fjöl- miðlunum tónuðu með. Síðasta áratuginn hefur baráttan staðið á vettvangi landsmála. Opinberar skuldir hafa verið greiddar stórkostlega niður, skatt- ar hafa verið lækkaðir – hvað sem staðreyndaafneitarar segja um það – fyr- irtæki hafa verið einkavædd, frelsi hefur verið aukið á svo til öllum sviðum og stjórnsýslunni hefur verið gjörbylt í þágu réttaröryggis borgaranna. Öll þessi ár hefur það verið viss passi að sami hópur vinstrimanna hamast gegn þeim sem vinna þetta starf, ósjaldan á persónulegan hátt og allskyns meðul notuð. Auðvitað verður aldrei gert svo öllum líki og enginn er fullkominn, óskeikull eða hafinn yfir gagnrýni, veit ég það. Það er ekkert óeðlilegt við það að á hverjum tíma séu einhverjir ósáttir við eitt og annað. En er ekki eitthvað sérstakt við það, að í tuttugu ár hafi sami hópur fólks, örfáir stjórn- málamenn og einn alveg sérstaklega, og svo harður kjarni síframtroðandi álitsgjafa þar í kring, sífellt verið í sama hamnum? Að sami stjórnmálamað- urinn hafi í minnihluta í borgarstjórn hamazt gegn uppbyggingu heilu hverfanna jafnt sem einstakra bygginga, andæft skattalækkunum, barizt jafnt gegn íþróttafélögum og gatnagerð og ekki einu sinni viljað gefa af- greiðslutíma verzlana frjálsan? Að sami stjórnmálamaður hafi svo tekið upp andstöðuþráðinn á Alþingi og virðist á tuttugu árum varla hafa séð ljóstýru í því sem pólitískir andstæðingar hennar hafast að? Að þessi stjórn- málamaður sé nú kominn í þingframboð, og það þvert á margítrekuð loforð til stuðningsmanna sinna um hið gagnstæða, með það eina vitanlega mark- mið að koma tilteknu fólki frá? Ég veit að ég er ekki hlutlaus, en mér finnst eitthvað ankannalegt við andrúmsloftið sem í tvo áratugi hefur stafað frá þessum stjórnmálamanni og nánustu fylgihnöttum hennar. Núverandi rík- isstjórn hefur setið í tvö kjörtímabil og þó að mér þyki hún hafa náð ótrúleg- um árangri og sé líkleg til að gera það áfram þá er ekkert við því að segja þó einhverjum þyki ástæða til að halda nú á einhverja aðra braut. Ef menn vilja nú kjósa aðra einstaklinga til að stjórna landinu þá er ekkert við því að segja. Það eru ýmsir flokkar í framboði og bjóða fram fólk sem vill í ein- lægni vinna landi og þjóð vel. En það eru líka aðilar í framboði sem því mið- ur virðast hafa önnur markmið. Ég er ekki hlutlaus, en svo sannfærður sem ég er um að sumir íslenzkir stjórnmálamenn dagsins í dag séu ákjósanlegir, þá er ég jafn einlæglega sannfærður um að nokkrir aðrir séu því sem næst ókjósanlegir. Um ákjósanlega og ókjós- anlega stjórnmálamenn Eftir Þorstein Davíðsson Höfundur er lögfræðingur. UPPELDI, menntun og gott skólakerfi þarf á góðum kennurum að halda. Kenn- arastarfið er eitt mikilvægasta starf þjóðfélagsins en því miður hafa kenn- arar ekki notið þess sannmælis sem þeim ber. Á herðum kennara hvílir ekki eingöngu kennsla námsgreinanna, heldur þurfa þeir einnig að halda uppi aga og reglu í kennslu- stundum. Mér finnst að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir hvað starf kennarans er mikilvægt og vandasamt. Það er keppikefli að vinna að breytingum í samstarfi við kennara á þann hátt að kenn- arastarfið og störf kennara verði metin að verðleikum. Hér á landi hefur að mínu mati verið lögð of mikil áhersla á bók- legt nám á kostnað verknáms. Sem betur fer er fólk misjafnlega af guði gert, sumir eru góðir í þessu og aðrir í hinu. Það er mjög brýnt að bæta verk- og starfsmenntun í landinu. Fjölga þarf verknáms- brautum og styttri námsbrautum til starfsréttinda því að markmiðið á að vera að sem flestir finni sér starf sem fellur að áhuga og getu hvers og eins. Ef Framsóknarflokkurinn fær til þess fylgi er það stefna hans að menntakerfið verði endurskoðað og lögð verði meiri áhersla á verk- menntun og styttri námsleiðir til starfsréttinda. Framsóknarflokk- urinn er félagshyggjuflokkur sem leggur fram skynsamlegar áherslur í uppeldis- og menntamálum og ég vil hvetja þig, kjósandi góður, til þess að veita okkur það afl sem til þarf og merkja x við B í kjörklef- anum. Með framsóknarkveðju. Um verðleika kennarastarfsins og aukna áherslu á verkmenntun Eftir Unu Maríu Óskarsdóttur Höfundur er formaður Lands- sambands framsóknarkvenna og skipar 3. sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. NEFND menntamálaráðherra um félags- og tómstundastarf skil- aði nýlega skýrslu um störf sín. Þar koma fram til- lögur um hvernig megi efla þátttöku barna og ungmenna í slíku starfi. Einn- ig er fjallað um æskulýðsrann- sóknir, eflingu formlegrar og óformlegrar mennt- unar leiðbeinenda og félagsfor- ystufólks og hvernig megi tengja hana skólakerfinu og atvinnulíf- inu. Gildi félagsstarfs Þátttaka barna og ungmenna í uppbyggilegu starfi utan hefð- bundins skólastarfs hefur ótvírætt gildi. Hér er t.d. átt við þátttöku í skátahreyfingunni, kristilegu starfi, skák, listum, félagsmið- stöðvum eða í íþróttum, svo fátt sé nefnt. Þar reynir oft á aðra eig- inleika en í skólastarfi. Ungmenn- in fá þjálfun í að vinna í hóp, tjá skoðanir sínar, skipuleggja starf og þau læra oft að þekkja gildi sjálfboðastarfs. Þá er óumdeilt að þátttaka í félags- og tómstunda- starfi hefur forvarnagildi. Nið- urstöður íslenskra æskulýðsrann- sókna hafa m.a. bent til þess að börn sem taka virkan þátt í slíku starfi séu ólíklegri til að neyta tóbaks, áfengis og annarra vímu- efna eða sýna aðra frávikshegðun; þeim líður almennt betur, gengur betur í skóla og hafa sterkari sjálfsmynd. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu að fjölbreytt félags- og tómstundastarf stendur börnum og ungmennum til boða á Íslandi. Kannanir frá árinu 2000 benda til þess að um 75% nemenda í 9.–10. bekk stunda einhvers konar fé- lags- og tómstundastarf og er list- nám þar með talið. Með sama hætti eru um 60% framhalds- skólanema þátttakendur í slíku starfi. Í þessum tölum er íþrótta- starf ekki talið með. Aukið starf sveitarfélaga Á undanförnum árum hafa sveit- arfélög í auknum mæli skipulagt fé- lags- og tómstundastarf fyrir þessa aldurshópa. Skv. upplýsingum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga vörðu þau um 6 milljörðum króna til æskulýðs- og íþróttamála á árinu 2001, þar af 1 milljarði króna til starfs utan íþrótta. Ríki og sveit- arfélög hafa verulega aukið framlög til þessa málaflokks á síðustu árum. Frjáls félagasamtök Ein af niðurstöðum nefndarinnar var að aukið félags- og tómstunda- starf fyrir börn og ungmenni á veg- um sveitarfélaga sem haldið er uppi af launuðum starfsmönnum geti haft neikvæð áhrif á starfsemi frjálsra félagasamtaka sem bjóða upp á skipulega starfsemi og byggja að mestu á sjálfboðastarfi. Lögð var áhersla á að stuðningur opinberra aðila við starfsemi frjálsra félagasamtaka beinist að því að skapa traustari grundvöll fyrir starfsemi þeirra, hvort heldur það væri í formi beins fjárhagslegs stuðnings, verkefna- eða þjónustu- samninga um tiltekna starfsemi eða með því að stuðla að því að félögin hafi aðgang að föstum tekjustofn- um. Krónan margfaldast Sjálfboðastarf hefur gildi í sjálfu sér fyrir þann sem tekur þátt í því. Viðkomandi fær tækifæri til aukins þroska við að vinna að hugð- arefnum sínum í félagsskap við aðra með sama áhuga og til góðs fyrir samfélagið. Því er haldið fram að ein króna af opinberu fé marg- faldist í höndum frjálsra fé- lagasamtaka sem byggja á sjálf- boðastarfi. Hin opinbera króna getur skapað nauðsynlegan fjár- hagslegan grunn fyrir starfsemina en sjálfboðastarf og sjálfsaflafé kemur margfalt á móti. Hér má t.d. nefna starf UMFÍ, skátanna og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en einnig trúarlega starfsemi s.s. KFUM og K, ungmennaskipta- hreyfingar, ungliðastarf Rauða krossins, ungliðastarf fatlaðra og ungliðastarf stjórnmálaflokka, auk bindindisfélaga svo fátt eitt sé nefnt. Sjálfboðastarf þarf að styrkja Sjálfboðastarfi í samfélaginu þarf að hlúa að, styrkja og meta að verðleikum. Það hefur gildi fyrir einstaklinginn sjálfan, málefnið, hópinn og samfélagið í heild. Ákvarðanir stjórnvalda verða að miðast að því að styðja við slíka starfsemi og gæta þess að starf- semi á þeirra vegum hvorki ógni né þrengi að því verðmæta starfi sem fram fer meðal frjálsra fé- lagasamtaka. Sjálfboðastarf Eftir Ástu Möller Höfundur er alþingismaður og for- maður nefndar um eflingu félags- og tómstundastarfs ungs fólks. SAMKVÆMT skoðanakönnunum er enn ekki öruggt að Halldór Ásgrímsson og Jónína Bjartmarz hljóti örugga kosningu sem kjördæmakjörnir þingmenn Reyk- víkinga. Því skora ég á kjósendur í Reykjavík að gera það sem í þeirra valdi stendur til að þessir reyndu, hófsömu og málefnalegu oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavík hljóti örugga kosningu í alþingiskosningunum í dag og að tryggt sé að Framsóknarflokkurinn eigi aðild að næstu ríkisstjórn í landinu. Nú getur hvert atkvæði haft úrslitaáhrif. Fjölmennum á kjör- stað. xB. Tryggjum Halldóri og Jónínu öruggt þingsæti Eftir Gest Kr. Gestsson Höfundur er formaður Framsóknarfélags- ins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.