Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 45
einkaframkvæmd.
. Ég er hins vegar and-
gu innan velferð-
Það er mikið rétt. En
i að það hefur sýnt sig
mdin er dýrari en bein
g sveitarfélaga. Ef til
orgarinn borgi brús-
er þá ekki að leita hag-
fyrir hann? Það þykir
Sjálfstæðisflokknum
gsun, eða hefur verið
hvort einkarekstur
ans – háskólasjúkra-
n hinn reksturinn? Eft-
veit hefur það ekki
ætla að Sjálfstæð-
ekki heyra niðurstöð-
markaðsvæðing-
Verslunarráðsins og í
u. Á meðan hyglað er
u eykst álagið á aðra
engt er að annarri
þarf að snúa við. Það
ngunum 10. maí.
rípa ekki í taumana
æðisflokknum munum
a mjög erfiða varn-
u fjórum árum. Fyrir
subrest að stríða, fyrir
rigðisþjónustunnar og
ann er hér mikið al-
nustan á Íslandi hefur
kisreknum sjúkra-
eknum stofum sérfræð-
kvæm blanda sem hef-
amansett að hún hefur
r litið farið vel ofan í
dur til að raska þessu
alla heilbrigðisþjón-
aðstorginu. Viljum við
m-
kn-
gmaður VG.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 45
ríms J.
r um vel-
ljóst varð,
öðuflokk-
rænir, að
i-
Krist-
hugasamir
yndinni
Gísladóttir
ni af spurn-
nlegri
um ritdeil-
a og við
ast við að
ur að frum-
arinnar og
oði, hvort
mfylking-
na en gera
fnalegum
miðum er
aflokka né
ka.
andi al-
rlegri og
hátt í nýju
tu menn
sig græna
m ein-
sínum.
g breyta
g eðlilegt
x x x
Af hálfu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í
Samfylkingunni, er sagt fullum fetum, að sjálfstæð-
ismenn megi ekki sitja í ríkisstjórn að kosningum lokn-
um. Á hinn bóginn hopar þetta sama samfylkingarfólk,
þegar bent er á þann ríkisstjórnarkost, sem við blasir,
fái Sjálfstæðisflokkurinn ekki nægilegt fylgi í kosning-
unum. Þá hefst gjarnan af-því-bara-tal um breytingu,
breytingarinnar vegna.
Ef í breytingu felst tækifæri til að gera eitthvað betur
er til lítils að mæla gegn henni. Að minnsta kosti er al-
mennt ekki auðvelt að gera það með sterkum og sann-
færandi rökum. Ef aðeins er rætt um breytingar breyt-
inganna vegna kemur hinn holi hljómur fljótt fram.
Samfylkingin talar um nauðsyn breytinga, án þess að
hún geti rökstutt, að breytingin sé til nokkurra bóta,
þegar litið er til þjóðarhags. Þess vegna er gagnrýni á
hinn innantóma málflutning svarað með hrópinu:
hræðsluáróður, hræðsluáróður!
Rökin fyrir því, hvað gerist, ef Sjálfstæðisflokkurinn
kemur ekki sterkur frá kosningunum, eru skýr, þegar
litið er til sögunnar. Hvorki Steingrímur J. né Ingibjörg
Sólrún breyta sögunni, þótt þau leitist við að umskrifa
hana á þann hátt, að víst hafi vinstri stjórnir einhvern
tíma náð einhverjum árangri.
x x x
Í ljósi þess, að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa
um nokkurt árabil farið með stjórn Reykjavíkurborgar,
er merkilegt til þess að líta, að í kosningabaráttunni hafa
þeir ekki nefnt árangur við fjármálastjórn þar sem fyr-
irmynd í landstjórninni.
Í Morgunblaðsgrein laugardaginn 3. maí nefndi Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri,
stjórnir jafnaðarmanna í Svíþjóð og Bretlandi til sög-
unnar auk Bills Clintons, þegar hún vildi sanna, að
vinstri menn gætu varðveitt efnahagslegan stöðugleika!
Hún gleymdi að vísu Þýskalandi, eimreiðinni í efnahags-
kerfi Evrópusambandsins, sem höktir um þessar mund-
ir undir stjórn jafnaðarmanna.
Þegar fólk er ráðið í vinnu er spurt hvað það hafi áður
gert og hvernig það hafi staðið sig í starfi – en Ingibjörg
Sólrún bendir í staðinn á það, hvernig einhverjir aðrir
menn í útlöndum hafi staðið sig. Skýringin er einföld:
skuldir og skattar Reykjavíkurborgar hafa hækkað und-
anfarin ár á sama tíma og ríkisstjórn undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins hefur lækkað skuldir og lækkað skatta.
x x x
Sumardaginn fyrsta ritaði Atli Harðarson, heimspek-
ingur og aðstoðarskólameistari á Akranesi, grein í
Morgunblaðið, þar sem sagði meðal annars: „Þegar rík-
isstjórn stendur sig vel virðist fólki að þjóðarskútan sé á
lygnum sjó og það sé lítill vandi að stýra henni. Und-
anfarin ár hefur leiðin þó oft verið þröng milli brims og
boða … Í tólf ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið for-
ystuflokkur í ríkisstjórn. Þessi ár eru framfaraskeið og
framfarirnar má að miklu leyti þakka farsælli stjórn.
Höldum áfram á réttri braut.“
Reynsla síðustu ára hefur sýnt og sannað, að Ísland er
land tækifæranna. Hagsæld og framfarir hafa almennt
orðið meiri hér á landi en í ríkjum Evrópusambandsins.
Nýir stjórnarhættir hafa aukið rétt borgaranna inn á við
og opnað þeim leiðir til að láta að sér kveða á al-
þjóðavettangi, hvort sem um er að ræða listir eða íþrótt-
ir, vísindi eða viðskipti. Nýjar atvinnugreinar hafa skotið
rótum og þróast við hlið þeirra, sem fyrir voru. Mennta-
rkefið hefur tekið stakkaskiptum og bylting orðið á sviði
rannsókna og vísinda.
Atkvæðinu skulum við beita með hliðsjón af því, sem
vel hefur verið gert, og án þess að stofna góðum árangri
í hættu. Í dag getum við nýtt tækifærið og lagt grunn að
enn betri framtíð. Brautin hefur verið mörkuð!
Betri framtíð!
bjorn@centrum.is
ÁGÆTU kjósendur.
Í dag göngum við Íslend-
ingar að kjörborðinu og veljum
hvaða flokkur það er sem við
viljum að hafi forystu í mál-
efnum þjóðarinnar á næsta
kjörtímabili. Atkvæði allra
skipta máli. Það skiptir máli að
sem flestir nýti sinn lýðræð-
islega rétt og greiði atkvæði í
dag.
Við lok þessarar kosninga-
baráttu er mér efst í huga
þakklæti til þess fjölda fólks
sem ég hef kynnst og átt
ánægjuleg samskipti við und-
anfarnar vikur. Ég hef hitt
mikinn fjölda fólks að máli víða
um land, hlustað eftir sjón-
armiðum kjósenda og kynnt
mín stefnumál og okkar fram-
sóknarmanna. Ég hef, eins og
aðrir frambjóðendur Fram-
sóknarflokksins, hvarvetna
fengið góðar undirtektir og
mætt velvilja almennings.
Um leið og ég þakka
ánægjuleg kynni fyrir hönd
okkar allra, frambjóðenda og
starfsmanna Framsókn-
arflokksins, vil ég nota þetta
tækifæri til þess að árétta hvað
það er sem mér er efst í huga
við lok kosningabaráttunnar –
hvað það er sem ég tel að kosn-
ingarnar snúist um í raun og
veru:
Kosningarnar snúast
um framtíðina
Okkur Íslendingum hefur
gengið vel undanfarin ár og út-
litið er bjart. Ég vil að allir
landsmenn njóti ávaxtanna af
því sem byggt hefur verið upp.
Horfurnar eru góðar en við
megum ekki tefla stöðugleik-
anum í tvísýnu. Þess vegna
skipta kosningarnar í dag
miklu máli – þær snúast um
framtíðina.
Ef þið – eins og ég – viljið að
við höldum áfram að bæta
kjörin, og styrkja velferð-
arkerfið, þá erum við sammála
um grundvallaratriðin. Kosn-
ingarnar snúast um stöð-
ugleika í efnahagslífinu og vel-
ferð fólksins í landinu. Ég bið
um ykkar stuðning. Hann
skiptir miklu máli.
Atkvæði allra skipta máli
Eftir Halldór
Ásgrímsson
„Ég vil að allir landsmenn njóti
ávaxtanna af því sem byggt
hefur verið upp. Horfurnar eru
góðar en við megum ekki tefla
stöðugleikanum í tvísýnu.“
Höfundur er formaður Fram-
sóknarflokksins og skipar 1.
sætið á lista flokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
SÍÐASTI áratugur
hefur skilað okkur
ágætu búi. Rík-
isstjórn Davíðs
Oddssonar hefur
margt gert vel. En
heimurinn er að
breytast. Þeim, sem
sitja of lengi, hættir til að staðna.
Tólf ár eru langur tími. Það er
engri þjóð hollt, að sami flokkur
sitji við stjórnvöl enn lengur, eða
fjögur kjörtímabil. Í dag eigum
við Íslendingar að slá upp dyrum
Stjórnarráðsins og hleypa inn
nýju og fersku andrúmslofti. Við
þurfum í senn öryggi og breyt-
ingar. Tækifærið er núna. Við
eigum, góðir Íslendingar, ekki að
hika í dag.
Ísland síðustu aldar var að
mörgu leyti Ísland hinna hörðu
gilda. Í næstum hundrað ár höf-
um við séð óslitna röð karla
streyma inn í Stjórnarráðið og
setjast í stól forsætisráðherra. Í
dag eigum við kost á að breyta
til. Ekki bara til að sópa út hinu
gamla heldur til að tryggja nú-
tímaleg vinnubrögð, öryggi og
framfarir. Ingibjörg Sólrún sýndi
sem borgarstjóri að hún var
kraftmikill og réttlátur stjórn-
andi. Undir hennar stjórn
blómstraði höfuðborgin. Hún
lagði sérstaka rækt við að efla
grósku í atvinnulífinu. Við þurf-
um, Íslendingar, á þannig leið-
toga að halda. Undir stjórn Ingi-
bjargar Sólrúnar myndi leiðin inn
í nýja öld verða trygg og örugg.
Stundum finnst manni að eitt-
hvað liggi í loftinu. Aldrei fyrr
hef ég skynjað jafn sterkt og nú,
að það vantar aðeins herslumun-
inn upp á pólitískt ævintýri. Hluti
af því hefur þegar gerst. Draum-
urinn, sem við áttum svo mörg,
um eina öfluga hreyfingu, sem
yrði kraftmikið mótvægi við
Sjálfstæðisflokkinn, hefur ræst í
þessum kosningum. Samfylkingin
er orðin að sterku og trúverðugu
stjórnmálaafli, sem berst fyrir
sanngirni og réttlæti. En í dag
getum við unnið enn meiri og
stærri sigra.
Ungur rithöfundur, Halldór
Laxness, sagði hér í Morg-
unblaðinu 21. maí, 1925: „Lagið
sem á undan var leikið má hafa
verið hið fegursta, en það er á
enda og nýtt lag hafið í nýrri tón-
tegund. Seinasti áratugurinn hef-
ur skapað slík straumhvörf og
umbyltingar í hinum andlega
heimi að jafngildir heilum öldum.
Heimurinn hugsar í öðrum mynd-
um, talar í öðru formi.“
Fáir hafa orðað þörfina fyrir
breytingar jafnvel. Heimurinn
hugsar öðru vísi en fyrir áratug.
Við þurfum nýtt lag. Engum er
betur treystandi til að vera for-
söngvari en Ingibjörgu Sólrúnu.
Ekki af því hún er kona, heldur
af því hún er einstök kona.
„Undir stjórn Ingi-
bjargar Sólrúnar
myndi leiðin inn í nýja
öld verða trygg og
örugg.“
Eftir Össur
Skarphéðinsson
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
Það gerist
í dag!
Í VOR er tækifæri til
sögulegra breytinga. Í
fyrsta sinn í sjö áratugi á
annað stjórnmálaafl en
Sjálfstæðisflokkurinn
möguleika á því að fá yfir
30% atkvæða. Það er að
verða til ný kjölfesta í stjórnmál-
unum, grundvölluð á réttlæti og
sanngirni í stað sérhagsmunabar-
áttu kvótaflokkanna sem fara með
landsstjórnina. Kjósendur hafa
það í hendi sér hvort tækifærið
verði að veruleika. Samfylkingin
er breiður og frjálslyndur flokkur
grundvallaður á jafnræði, sann-
girni og réttlæti. Flokkur al-
mannahagsmuna og flokkur fólks-
ins.
Réttlæti
stjórnarflokkanna
Það verður kosið um það í vor
hvort kvótaflokkarnir stjórna
áfram eða hvort Samfylkingin fær
brautargengi til að breyta. Klaka-
böndin gætu verið að bresta og
sögulegt vor í vændum. Framsókn
og Sjálfstæðisflokkur hafa farið
illa með valdið. Besta dæmið; um
leið og lífeyrisþegar borga millj-
arð á ári í skatt er lofað að lækka
skatta um 30 milljarða. Merkilegt
réttlæti það.
Dáðleysi og
menningarsalur
Samfylkingin í Suðurkjördæmi
býður fram kraftmikinn framboðs-
lista með skýra stefnu. Við viljum
láta verkin tala. Það er t.d. póli-
tískur ræfildómur að láta menn-
ingarsalinn í Hótel Selfossi standa
ókláraðan í aldarfjórðung! Fyrir
því eru engar afsakanir af hálfu
stjórnarþingmanna og ráðherra
kjördæmisins. Dáðleysið talar fyr-
ir sig sjálft. Þá þarf ekki að minn-
ast á afstöðuna gagnvart Írak.
Framsókn komin hægra megin við
Henry gamla Kissinger og her-
málaráðherrann kominn í framboð
til Reykjavíkur. Nei, það er kom-
inn tími á réttlæti í stjórnmálin og
að láta verkin tala.
Tækifærið er núna
Við bjuggum Samfylkinguna til
svo hægt væri að skapa betri kjör
fyrir aldraða, barnafólk, fjölskyld-
urnar í landinu, millitekjuhópana
sem lenda í jaðarsköttunum, fá-
tæka, námsmenn, húsnæðislausa,
láglaunafólk og alla þá sem þurfa
á skjóli að halda. Við bjuggum
Samfylkinguna til svo að leik-
reglur frjálsrar samkeppni ríktu á
markaði en ekki leikreglur geð-
þóttans og gæðinganna. Okkar er
að gæða Samfylkinguna inntaki og
gera að kraftmiklum valkosti til að
verða leiðandi afl í samfélaginu.
Tækifærið er núna.
Eftir Björgvin G.
Sigurðsson
Höfundur skipar 3. sæti á lista Sam-
fylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Tækifærið
er núna!
„Klakaböndin
gætu verið að
bresta og
sögulegt vor í
vændum.“
Í DAG gengur þjóðin að kjör-
borði og vonandi verða sem
flestir til þess að nýta atkvæð-
isrétt sinn. Ég vil nú að lokinni
kosningabaráttunni færa öllum
sem lagt hafa hönd á plóg í þágu
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs og okkar málstaðar
þakkir fyrir einarða baráttu.
Það hefur verið í senn krefjandi
og gjöfult að taka þátt í barátt-
unni og eiga þess kost að fylgj-
ast með starfinu um allt land á
undanförnum vikum. Við engan
vildi ég skipta nema sjálfan mig
hvað þetta hlutskipti varðar.
Barátta Vinstrihreyfingarinnar
– græns framboðs hefur verið
uppbyggileg og málefnaleg og
einkennst af lífsgleði og kæti.
Það hafa verið forréttindi að
taka þátt í þessari kosningabar-
áttu um allt land.
Sérstakar þakkir vil ég færa
unga fólkinu okkar, ungum
Vinstri-grænum, fyrir mikið
starf, upplífgandi baráttuanda
og frumkvæði sem oft hefur
komið á óvart.
„Það er engin þörf að kvarta
þegar blessuð sólin skín,“ segir í
textanum og sama má segja um
baráttu unga fólksins okkar.
Fari heimur versnandi er það
a.m.k. ekki þeim að kenna sem
eru að öðlast reynslu þessa dag-
ana til þess að taka við keflinu,
heldur okkur hinum sem eitt-
hvað hefur mistekist á leiðinni
inn í skiptireitinn.
Þakkir til allra sem tekið hafa
þátt í baráttunni. Gleðilegan
kjördag og ánægjulega kosn-
inganótt!
Að síðustu: Sólríkt og gleði-
legt sumar – undir velferð-
arstjórn!
Eftir Steingrím J.
Sigfússon
„Barátta Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs
hefur verið uppbyggileg og
málefnaleg og einkennst af
lífsgleði og kæti.“
Höfundur er formaður
Vinstri hreyfingarinnar –
Græns framboðs.
Verklok – vel unnið dagsverk