Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 49 MÁLEFNI Ríkisútvarpsins eru því miður alltof sjaldan til umræðu á jákvæðum nótum í fjölmiðlum og meðal almennings. Þess í stað er horft á kostnað við rekst- urinn og tuðað um nauðsyn einkavæð- ingar eða umbreyt- ingu stofnunarinnar í hlutafélag. Ekki er þó ljóst til hvers sú breyting ætti að vera nema til þess að auð- velda einkavæðingu síðar meir eða fylla útvarpsráð af flokksgæð- ingum Sjálfstæðisflokksins. Stuttbuxnadeild Sjálfstæðis- flokksins hefur lengi klifað á því að ríkisfyrirtæki séu staðnaðir sementskassar fullir af blýanta- nögurum. Þar hafa ungliðar Sam- fylkingar og Framsóknarflokks veitt öflugt liðsinni, til að virka nú örugglega nógu nútímalegir og miðsæknir. Þessir ungliðar fagna sölu ríkisbanka, þótt sú ráðstöfun hafi aldrei notið stuðnings meðal almennings. Enda tókst ekki betur til en svo að Frjálslyndi flokkurinn boðar nú stofnun nýs ríkisbanka til að efla atvinnulíf á landsbyggðinni. Markaðslögmálin reynast bara svo fjári óhagstæð venjulegu launa- fólki. Með söngnum um gagnsleysi ríkisstarfsmanna er gert lítið úr vinnu fjölda fólks, sem hefur gert sitt besta til að efla þessar stofn- anir, oft af miklum metnaði. Ein þeirra stofnana sem ráðist hefur verið til atlögu gegn er Ríkis- útvarpið. Segja má að sala Ríkis- útvarpsins sé stóri vinningurinn í happdrætti ungra sjálfstæðis- manna, veiti kjósendur þeim áfram brautargengi til að koma glóru- lausum stefnumálum sínum í fram- kvæmd. Hvers vegna verður að koma í veg fyrir þessi áform? Fyrir því liggja margvísleg rök en meðal þess sem skiptir máli er menning- arlegt gildi RÚV. Það er eini fjöl- miðillinn sem mótað hefur stefnu til að efla tunguna. Það er eini fjöl- miðillinn sem greiðir rithöfundum fyrir að flytja efni sitt. Báðar rásir útvarpsins hafa sinnt því af kost- gæfni að kynna tónlist utan meg- instraumsins, í stað þess að ein- blína á vinsældalista. Áhrif fjölmiðla á líf fólks eru mikil. Að sama skapi hlýtur ábyrgð þeirra að vera mikil og full ástæða til að ítreka mikilvægi þess að fjölmiðlar sýni aðhald og gagn- rýni við efnisval. Þar skiptir Rík- isútvarpið miklu máli, vegna þess að það ber ábyrgð gagnvart öllum landsmönnum, ekki aðeins fámenn- um hópi eigenda og fjárfesta. Við þurfum að efla Ríkisútvarpið til að sinna metnaðarfullri dag- skrárgerð. Það þarf að halda úti svæðisstöðvum um land allt og auka þannig fjölbreytni í dag- skrárgerð. Síðast en ekki síst þarf Ríkisútvarpið að reka óháðar fréttastofur og halda uppi mál- efnalegri umræðu. Besta útvarpið! Eftir Katrínu Jakobsdóttur Höfundur er formaður UVG og skipar 5. sætið á lista VG í Reykjavík suður. ÉG skora á kjósendur í Reykjvík að fjölmenna á kjörstað í dag og tryggja að Halldór Ásgrímsson og Jónína Bjartmarz hljóti örugga kosningu sem þingmenn Reykvík- inga. Við framsóknarmenn í Reykjavík höfum fundið að sjónarmið okkar eiga mikinn meðbyr meðal kjósenda en samt er það svo að enn getur brugðið til beggja vona með kjör Halldórs og Jónínu. Gerum það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir pólitískt stórslys. Fjölmennum á kjörstað í dag. xB. Komum í veg fyrir pólitískt stórslys Eftir Friðjón Guðröðarson Höfundur er fyrrverandi sýslumaður. ÁRIÐ 1995 voru mislæg gatna- mót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar tekin út úr aðal- skipulagi Reykja- víkur. Borgar- fulltrúar R-listans sögðu að þetta væri gert til að minnka umferð í Reykjavík. R-listinn kom sér ekki saman um hvernig skipuleggja ætti og í upp- lausn málsins tók borgarstjórinn þáverandi, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, málið út af dagskrá. Í allri umræðunni um þessi umferðar- mestu gatnamót Reykjavíkur (80 þúsund bílar á dag) lætur svo R- listafólk að því liggja að þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ásamt samgönguráðherra, vinni gegn bættri skipan umferðarmála í borginni. Samgöngumál setið á hakanum nálægt Reykjavík Í útvarpsviðtali nýráðins borgar- stjóra mæltist Þórólfi Árnasyni svo: „Og það skelfir að sjá að slys, alvar- leg slys í umferð, eru ekki lengur í Reykjavík heldur eru þau í ná- grenni Reykjavíkur. Það er vegna þess að samgöngumál hafa setið á hakanum nálægt Reykjavík. Ég held hins vegar að þingmenn þessa svæðis hafi goldið þess að vera ekki fyrirgreiðsluaðilar eða potarar. Og það er nú bara það sem menn því miður stundum tengja stjórnmálaþátttöku, það er að þar ætli menn að skara eld að sinni köku og fara að atast í ein- hverjum málum sem þeim eða þeirra nánustu skjólstæðingum hugnast best.“ Að óathuguðu máli er horft yfir vandann sem hefur blasað við. Vandræðagangur í skipulagsmálum umferðar- mannvirkja Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar talar sínu máli um R-listann, með borgarstjórann, sem ekki ætlaði að hætta, í broddi fylkingar. Það eru dapurlegar staðreyndir að á þessum gatna- mótum hafi á árunum 1995 til og með árinu 2000 orðið 723 umferð- aróhöpp, 323 slys á fólki, með áætl- uðu tjónamati upp á um 1,5 millj- arða króna. Sundabraut Í mörg ár hefur skipulag Sunda- brautar verið í deiglunni. Yfir því máli hefur verið mikil yfirlega og vomur. Enn er R-listinn tvístíg- andi, vill þó nú fara leið hábrúar yf- ir sundin, í stað svokallaðrar land- mótunarleiðar. R-listaleiðin er 3 milljörðum dýrari, en hann telur þessa leið hinn vænsta kost og gef- ur ekkert fyrir það þótt hún kosti meira. En á sama tíma tekur R- listinn, með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borg- arstjóra, í fararbroddi, ákvörðun um að loka barnaheimilum í Reykjavík í einn mánuð í sumar til að spara 12 milljónir. Er þessi hópur trúverðugur? Slysagildran á Kringlu- mýrarbraut Eftir Guðmund Hallvarðsson Höfundur er alþingismaður. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 4 4 1 / sia .is mms -fljónustaner eingönguí bo›i hjásímanumgsm me› mms-s íma getur›u se nt myndir og hljó› í annan sím a Tilbo›in gilda í verslunum Símans Laugavegi, Kringlunni, Smáralind og Akureyri um helgina e›a á me›an birg›ir endast. MMS 28.980 stgr.kr. sony ericsson t68i MMS ,WAP, GPRS, LITASKJÁR o.fl. tilbo›sver›: kjósturétt WAP, GPRS o.fl. sony ericsson t200 tilbo›sver›: nokia 3310 me› handfrjálsum búna›i í bíl a› ver›mæti 4.980 kr. tilbo›sver›: 9.980 stgr.kr. 11.980 stgr.kr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.