Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 50
Þú slakar á og VIÐ SJÁUM UM HRINGDU Í OKKUR! Sími 520 9300 KJÓSUM RÉTT!!! Elís 897 6007 Viggó 863 2822 Halldór 864 0108 Gunnar 690 9988 Birkir 659 2002 Elísabet 861 3361 Páll 896 0565 Guðrún 867 3629 Kristinn 897 2338 Pétur 893 9048 Hrafnhildur 899 1806 Suðurlandsbraut UMRÆÐAN 50 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í GREIN í Fréttablaðinu í gær setur ritstjórinn, Gunnar Smári Egilsson, fram þá skoðun sína að fýluköst manna eins og Sverris Her- mannssonar, Ell- erts frænda míns í fjórða lið Schram og Matthíasar Bjarnasonar séu tákn um að Sjálf- stæðisflokkurinn eigi í vandræðum með halda þessari tegund manna innan sinna vébanda. Kosning- arnar í dag hafa ekkert með þessa ágætu herramenn að gera heldur hitt að þeir hafa kosið að fara sína leið eins og svo oft vill verða. Menn koma og fara, skipta sjálfum sér útaf og inn á eftir því sem verkast vill. Ganga í endurnýjun lífdaga eftir að hafa umpólast og breytt út af eigin sannfæringu. Breyttur tíðarandi hefur meðal annars gert það að verkum, að menn eins og Sverrir og Ellert hafa fundið nýja fjöl til að gera út hugmyndir sínar og metnað. Þann- ig er lýðræðið og þannig sæta menn lagi í pólitíkinni. Sjálfsímynd flokkanna er líka þannig að þeir þiggja það sem að þeim er rétt án þess að spyrja nokkurs enda reyn- ist mörgum erfitt að fá fólk í fram- boð eins og dæmin sanna. Það er vel skiljanlegt að flokkur sem er í pólitískri kreppu sæki frambjóð- endur annað en í eigin raðir. Það er nú samt einu sinni þannig að það er ekki öllum lagið að verða afburðamenn og örlagavaldar í lif- anda lífi. Fólkið í landinu hefur hins vegar lifað í góðu sambýli með foringjum og afburðaleiðtog- um sjálfstæðisstefnunnar, stefnu framfara og hagsældar, eins og auglýsingar Samfylkingarinnar hafa sýnt landi og þjóð. Framtíðin liggur í því að kalla þá til starfa sem hæfastir eru, og þar ber einn höfuð og herðar yfir aðra. For- sætisráðherra sem hefur stýrt rík- isstjórn sem vaxið hefur af verkum sínum. Hásæti það sem allir lofa verður ekki í einu áhlaupi sótt eins og stefna Samfylkingarinnar hefur verið í þessari kosningabaráttu og nánast eina útspilið. Skynsamir kjósendur láta ekki blekkjast í dag. Þeir kjósa farsæld til fram- tíðar. Þjóðin á það skilið og það eiga þeir líka, Matthías, Sverrir og Ellert. Farsæld til framtíðar Eftir Guðmund Helga Þorsteinsson Höfundur er framkvæmdastjóri. HINN 29. apríl síðastliðinn var fundur í Háskólanum í Reykjavík með frambjóðendum flokkanna. Þar lét Ingibjörg eftirfarandi orð falla: „Ég lít svo á að ef þeir skólar, einkaskólar og þeir skólar sem reknir eru sem sjálfseignarstofnanir, sem hafa leyfi til gjaldtöku umfram HÍ, fá sama framlag til kennslunnar og HÍ, þá sé verið að skerða samkeppnisstöðu HÍ.“ Ingibjörg tók þó fram að hún væri fylgjandi því að skólar hefðu heimild til að innheimta skólagjöld en að þeir eigi þá ekki rétt á sama opinbera framlagi og ríkisskólarnir. Hvað þýðir þetta fyrir menntakerfið í landinu? Svarið er einfalt, Ingibjörg er að boða stórfelldan niðurskurð á framlögum ríkisins til menntamála á há- skólastigi og er með því að hefja kerfisbundið niðurrif á því frábæra starfi sem unnið er í einkareknum menntastofnunum landsins. Ég ætla ekki að fara að tí- unda hversu víðtækan hag þjóðfélagið hefur af því að menntunarstig sé hátt og fari hækkandi en þó má benda á að mjög sterk fylgni er milli menntunar og hagsældar. Grundvallaratriðið er að ekki skiptir máli hvaðan fjármagnið kemur sem rennur til menntamála, þ.e.a.s. hvort það kemur frá ríkinu eða einstakling- unum sjálfum. Allt eru þetta fjárframlög til mennta- mála og Ingibjörg er að boða niðurskurð á þeim með því að segja að ríkið eigi ekki að styrkja nemendur jafnt þó að þeir kjósi að leggja jafnframt sitt eigið sjálf- aflafé inn í menntakerfið allri þjóðinni til hagsbóta. Ingibjörg hefur einmitt sýnt hug sinn í verki í þess- um málum með því að skera niður fjárframlög til einkarekinna grunnskóla á borð við Ísaksskóla og hef- ur verið á kerfisbundinn hátt að grafa undan því góða starfi sem þar hefur verið unnið svo áratugum skiptir. Er Ingibjörg í Samfylkingunni? Ingibjörg virðist í þessu máli vera með eigin stefnu sem fer ekki saman við stefnu Samfylkingarinnar, því tel ég fullkomlega réttlætanlegt að spyrja hvort Ingi- björg sé yfirhöfuð í Samfylkingunni. Annað þessu tengt er að Ingibjörg vill grafa undan rekstrarumhverfi í sjávarútvegi með því að fara út í stórfellda eignaupp- töku í formi fyrningar á veiðiheimildum. Að kalla slíka eignaupptöku sem þessa fyrningu er auðvitað út í hött og ekki í samræmi við fræðilega notkun á orðinu fyrn- ing. Fyrning er reiknuð stærð í reikningsskilum rekstr- araðila sem kemur til vegna slits og úreldingar á fram- leiðslutækjum. Hér er ekki um neitt slíkt að ræða heldur eignaupptöku í anda Hugo Chaves sem hefur tekist að leggja efnahagslíf Venesúela í rúst á stuttum valdaferli sínum, þrátt fyrir miklar náttúruauðlindir landsins. Þessi stefnumál eru ný af nálinni hjá Samfylk- ingunni því flestir af þeim sem komu að stofnun Sam- fylkingarinnar höfðu staðið fyrir því að koma kvóta- kerfinu á með einum eða öðrum hætti. Ingibjörg virðist hafa komið inn með aðrar áherslur sem leitt hafa til þess að Samfylkingin hefur rofið þá sátt sem orðin var um auðlindagjald á aflahlutdeild og hún hefur fært flokkinn enn lengra til vinstri en hann var fyrir. Niðurskurðarhugmyndir Ingibjargar í menntamálum Eftir Skúla Sveinsson Höfundur er viðskiptafræðingur. STAÐREYND er að margt hef- ur áunnist í málefnum fjölskyld- unnar í tíð síðustu ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokk- urinn vill styrkja stoðir hennar enn frekar svo sem með breytingum á skattalögum í henn- ar þágu, þ.m.t. hækkun barnabóta, sveigjanlegum vinnutíma sem tek- ur mið af þörfum fjölskyldunnar og sveigjanlegum persónubundn- um starfslokum. Á síðustu árum hefur mikill ár- angur náðst í jafnréttismálum sem má að miklu leyti þakka frum- kvæði Sjálfstæðisflokksins. Fæð- ingarorlof hefur verið lengt úr sex mánuðum í níu og barni er tryggður réttur til samvista við bæði föður og móður. Yfir 80% karla nýta sér réttinn til töku fæð- ingarorlofs. Nýju reglurnar munu draga úr kynbundnum launamun og auka jafnrétti, bæði heima fyrir og á vinnumarkaði. Þegar hefur orðið vart við mikla viðhorfsbreyt- ingu vegna fæðingarorlofs feðra. Þessar reglur um fæðingarorlof eru eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið í jafnræðisátt frá því konur fengu kosningarétt 1915. Þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn beitt sér fyrir endurskoðun á laga- umhverfi og réttaröryggi barna. Má þar helst nefna barna- og barnaverndarlög. Með barnalög- unum frá 1992 varð sameiginleg forsjá foreldra við skilnað eða sambúðarslit möguleg. Þá var nýtt ákvæði þess efnis að sýslumenn bjóða foreldrum í umgengnis- og forsjármálum sérfræðiráðgjöf. Með nýjum barnalögum sem sam- þykkt voru nú á vordögum er hægt að semja um tímabundna forsjá annars foreldris og búið er að sníða helstu agnúana af regl- unum um sameiginlega forsjá. Þá gefst feðrum nú einnig tækifæri til að höfða faðernismál til að fá faðernið viðurkennt en eldri lög gerðu ekki ráð fyrir því að aðrir en móðir og barn gætu höfðað slíkt mál. Í valdatíð Sjálfstæðisflokksins var komið á reglum um að þol- endur afbrota geti sótt bætur til ríkisins en þurfi ekki að eltast við tjónvaldana sjálfa, sem oftar en ekki eru eignalausir. Þá beitti Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir breytingum á almennum hegningarlögum með því að taka upp réttaraðstoð fyrir þolendur afbrota, þ.á m. kynferðisafbrota. Brotaþolum gefst nú kostur á að- stoð réttargæslumanna sem gæta þeirra hagsmuna við rannsókn og dómsmeðferð og koma á framfæri skaðabótakröfum fyrir þeirra hönd. Önnur réttarvernd sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir er vitnavernd og nálg- unarbann. Ofangreind upptalning er ein- ungis brot af því bætta lagaum- hverfi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir í þessum málaflokkum. Það er okkar að tryggja að unnt verði að halda áfram á sömu braut. Það gerist með því að tryggja Sjálfstæð- isflokknum brautargengi í kom- andi kosningum. Fjölskyldu- stefna í verki Eftir Berglindi Svavarsdóttur Höfundur er lögmaður, skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Norðausturkjördæmi. ÉG hvet kjósendur í Reykjavík til að fjölmenna á kjörstað og tryggja Halldóri Ásgrímssyni og Jónínu Bjartmarz örugga kosningu sem þing- menn Reykvíkinga á næsta kjörtímabili. Ein vísasta leiðin til þess að tryggja að Framsóknarflokk- urinn festi sig betur í sessi á höfuðborgarsvæðinu og að sjónarmið höfuðborgarinnar gegni enn stærra hlutverki í í stefnumótun Framsóknarflokksins til framtíðar er sú að flokkurinn fái góða kosn- ingu hér Reykjavík og á höfuðborg- arsvæðinu öllu. Undanfarnar vikur hefur samhentur hópur framsókn- arfólks um land allt unnið gott starf í kosningabaráttunni. Við framsókn- armenn finnum að málflutningur okkar á góðan hljómgrunn meðal al- mennings. Fylgjum því eftir alla leið. Fjölmennum á kjörstað og kjós- um Halldór og Jónínu á þing. xB. Halldór og Jónínu á þing Eftir Önnu Kristinsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi R-listans og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.