Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 52

Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MÍNU ungdæmi þekktu allir hugtakið orð- heldni og enginn sem ég veit um var í nokkrum vafa um hvað það þýddi. Menn vissu gjörla að það sem felst í orðinu eru grundvall- areiginleikar í samskiptum siðaðra manna. Þetta þurfti ekki neinar frekari skýringar. Svo einfalt er þetta nú. Þeir sem höfðu þann lífsstíl að orðheldni kæmi þeim lítið við, misstu það traust sem hverjum manni er svo þýðingarmikið í sam- skiptum við annað fólk. Ef slíkur einstaklingur hvort sem hann var karl eða kona sóttist eftir trúnaðarstörfum, forustu í félagsmálum eða ein- hverskonar vegtyllu þá var hann útilokaður og kom ekki til álita við slíkt val. Þetta kemur nú upp í hugann þegar stjórnmála- umræðan er að komast á lokastig í komandi Al- þingiskosningum 10. maí n.k. Ég er einn af þeim mörgu sem fögnuðu því þegar fólk hér í Reykjavík tók höndum saman og sameinaðist um Reykjavík- urlistann. Það var ekki fyrir það að ég gæti ekki hugsað mér að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði borginni eins og hann hafði gert um margra ára skeið, heldur fannst mér það jákvætt og í anda lýðræðisins að flokkarnir deildu með sér æðstu stjórn borgar og ríkis. Eins og allir vita hefur Reykjavíkurlistinn undir forustu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur unnið góðan sigur í þremur síðustu kosningum og er hægt að segja að þetta hafi litið bærilega út í byrjun þriðja tímabilsins. Þá skeðu undrin og komu eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Þessi annars viðfelldna kona venti sínu kvæði í kross og ruglaðist svo gjörsamlega á því hvað hugtakið orðheldni hefur að geyma og sá sér nú hag í því að láta sem þetta orðtiltæki ætti ekkert við hana. Hún brosti sínu blíðasta brosi í fjölmiðlum og skellti því framaní okkur kjósendur sína að þetta hefði bara verið allt í plati. Haft er fyrir satt að Ingibjörg hafi tekið þessa ákvörðun án þess að ræða málið við sína sam- starfsmenn í borgarstjórn aðra en þá sem eyrna- merktir voru Samfylkingunni. Auk þess að hella sér af öllu afli út í Alþingiskosningarnar og bjóða sig fram sem forsætisráðherraefni Samfylking- arinnar ætlaði Ingibjörg sér að sitja áfram sem borgarstjóri R-listans. Uppi varð fótur og fit eins og má geta nærri og mátti litlu muna að Ingibjörg væri að ganga frá Reykjavíkurlistanum fyrir fullt og allt. Fyrir sérstaka hæfni og dugnað tókst for- ustumönnum framsóknar, vinstri grænna og óflokksbundinna að finna mann til að taka að sér borgarstjórastarfið. Þið verðið að fyrirgefa mér ef ég gerist dóm- harður um of, en brosið hennar Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur fyrrverandi borgarstjóra fannst mér óeðlilegt og koma ekki frá hjartanu, þegar hún var beðin um að svara því hvað hún meinti með þessu öllu saman. Það leyndi sér ekki að þarna fór manneskja sem var að afhjúpa sig og kasta frá sér eiginleika sem hver heiðarlegur maður má síst af öllu missa. Að mínu mati var Ingibjörg Sólrún að kasta frá sér orðheldni en þiggja þess í stað það sem ég vil kalla „athyglis- sýki“. Það er sjúkdómur fólks sem er mikið í fjöl- miðlum og finnst lífið vera innihaldslítið án þess. Þegar þetta mál er rifjað upp þá hlýtur að vakna sú spurning, hvort Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir er ekki að sækjast eftir ábyrgðarstarfi fyrir alþjóð sem verður að teljast fremur litlar líkur á að hún ráði við. Að vera valin til forustu í rík- isstjórn Íslands tel ég vera það mikið ábyrgð- arstarf að orðheldni og heiðarleiki verði að sitja þar í öndvegi. Ég fer nú að stytta mál mitt og tek það fram að þetta er ekki sett fram af neinni andúð í garð Ingibjargar Sólrúnar því mér hefur líkað fremur vel við hennar störf í borgarstjórn Reykjavíkur. Að fá mig og nægilega mikinn fjölda Reykvíkinga til að koma Reykjavíkurlistanum þrisvar sinnum til valda með þeim hætti sem raun varð á, og við- skilnaður hennar gegn eigin yfirlýsingum, er að mínu mati hreint ótrúlegt. Minni réttlætiskennd er misboðið. Um orðheldni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Eftir Gísla Guðmundsson Höfundur er lífeyrisþegi. ÞAÐ er mikill misskilningur að vinstriflokkarnir hafi lagt grunninn að þjóðarsáttinni í byrjun árs 1990, þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar þeirra þar um. Hið rétta er að hagsmunaaðilar vinnumarkaðarins knúðu hana í gegn- um fjögurra flokka stjórn Stein- gríms Hermannssonar, sem var lengst af þjökuð af miklu innbyrðis sundurlyndi. Þjóðargjaldþrot blasti við Þegar þjóðarsáttarsamningarnir voru undirritaðir af þáverandi odd- vitum vinnumarkarðarins, þeim Einari Oddi Kristjánssyni, formanni VSÍ (nú SA), og Ásmundi Stef- ánssyni, forseta ASÍ, ásamt Hauki Halldórssyni, formanni Stétt- arsambands bænda (nú Bænda- samtökin), hafði áratugum saman verðbólga og efnahagsleg óstjórn nagað sig að rótum atvinnulífsins. Ekkert annað en langvarandi kreppa og jafnvel gjaldþrot blasti við íslensku efnahagslífi. Verðlags- og launafrystingin sem samning- arnir kváðu í höfuðatriðum á um hefði ein og sér þó dugað skammt til að koma efnhagslífinu á réttan kjöl. Efnahagslegar umbætur Til að fylgja þjóðarsáttinni eftir þurfti víðtækan uppskurð á því upp- trénaða sjóðakerfi og úrelta haf- tabúskap sem efnahagsstjórnunin hvíldi enn að miklu leyti á. Það þýðir að sú herör sem aðilar vinnumarkaðarins skáru upp gegn eyðingaröflum verðbólgunnar hitti í mark, vegna þess að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hélt ótrauð þeirri stefnu sinni að koma á þeim efna- hagslegu umbótum sem þurfti, þrátt fyrir mikla andstöðu og úrtölur stjórnarandstöðunnar á árunum 1991 til 1995. Sá pólitíski stöðugleiki sem sigldi í kjölfarið árin 1995 til 2002 treysti síðan þessar mikilvægu umbætur í sessi, þannig að svigrúm skapaðist fyrir eitt lengsta hagvaxt- arskeið þjóðarinnar. Að skreyta sig lánsfjöðrum hefur sjaldan þótt góð pólitík og það er því athyglisvert, ef ekki broslegt, hvernig Samfylkingin og Vinstri- grænir guma af þjóðarsáttinni í nafni forvera sinna. Í fyrsta lagi gerði ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar lítið annað en að blessa samning sem aðilar vinnumarkaðar- ins gerðu með sér í von um að koma böndum á verðbólguna og í öðru lagi barðist Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að hluta gegn þeim efnahagslegu umbótum sem þurfti til að þjóðarsáttin skilaði sér í auknum stöðugleika og verð- hjöðnun. Margklofinn í stjórnarandstöðu Það vill nefnilega gleymast að Al- þýðuflokkurinn kom margklofinn út úr stjórnarsamstarfinu 1991 til 1995, þar sem hluti flokksins var í stjórnarandstöðu meira eða minna öll árin. Það er síðan kaldhæðn- islegt að eitt af því fáa sem gamli Alþýðuflokkurinn gat komið sér saman um á þessum árum var að tekjutengja bótakerfið í svo ríkum mæli að tala má um fátæktargildrur í því sambandi. Það var nú öll þjóð- arsáttin sem forverar Samfylking- arinnar stóðu að. Blekkingartalið um þjóðarsáttina Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. MENNTAMÁLIN eru kosninga- mál, sem betur fer, enda leggjum við sjálfstæðismenn stoltir fram afrek okkar í skólamálum síðustu tvö kjör- tímabil. Á það við um öll skólastigin en ég geri þó grunnskólann að sérstöku umfjöll- unarefni. Grunnskól- inn er rekinn af sveit- arfélögum samkvæmt lögum sem sett eru á Alþingi og aðalnámskrá sem menntamálaráðherra gefur út og hef- ur reglugerðarígildi. Ytri umgjörð hvetur til dáða Mikil ánægja var með ráðstefnu um nýbreytni í kennsluháttum grunnskóla og sýningu um nýbreytni í skólastarfi sem og hvatningar- verðlaun fræðsluráðs sem fram fóru í Reykjavík í ársbyrjun. Við opnun sýningarinnar nefndi Gerður G. Ósk- arsdóttir fræðslustjóri nokkra þætti í ytri umgjörð skólanna sem hún taldi að hlytu að hafa orðið mönnum hvatn- ing til dáða. Meðal þess sem hún nefndi var einsetning skólanna og lengri skóladagur. Einnig stundir til sveigjanlegs skólastarfs og fleiri stjórnendur í skólunum. Kjarasamn- ingar væru breyttir, bæði hvað varð- aði meiri sveigjanleika þeirra og hærri laun. Þá benti fræðslustjóri á að fjárhagslegt sjálfstæði skólanna hefði haft mikil áhrif. Einsetningin Ég tek undir með fræðslustjóra að allir þessir þættir hafa án efa orðið skólafólki hvatning til dáða og bar sýningin þess glöggt merki. Einsetn- ing grunnskóla var fyrst bundin í lög árið 1995 en þá þegar voru 12 grunn- skólar í borginni einsetnir. Ég nefni þetta núna vegna þess að fulltrúar R- listans gefa oft til kynna að einsetn- ing grunnskóla hafi hafist í þeirra tíð. Nýr kafli í íslenskri skólasögu Ný aðalnámskrá grunnskóla kom út árið 1999. Endurskoðun á aðal- námskrám grunn- og framhaldsskóla hófst haustið 1996 og aðalnámskrá leikskóla nokkru síðar og hófst þá nýr kafli í íslenskri skólasögu þegar í fyrsta sinn var unnið samhliða að námskrárgerð fyrir leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla. Meira en tvö hundruð kennarar og aðrir sér- fræðingar komu að verkinu og sam- ráð var haft við fulltrúa stjórn- málaflokka og hagsmunasamtaka. Með nýjum námskrám er valfrelsi nemenda aukið og þar með ábyrgð þeirra á eigin námi. Grundvöllur námskránna var skólastefna sem bar yfirskriftina „Enn betri skóli – þeirra réttur, okkar skylda“. Í skólastefn- unni eru 33 áhersluatriði eða stoðir og meðal þeirra má nefna sterkari einstaklingar, lífsleikni, sjálfstæðir nemendur, jafnrétti til náms, ólíkar námsleiðir, sveigjanlegt skólakerfi og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Sam- ræmdum lokaprófum hefur verið fjölgað úr fjórum í sex. Þá eru þau ekki lengur skylda heldur valfrjáls sem mun án efa draga stórlega úr stýringu þeirra á skólastarfið. Stöðug þróun Í menntamálaráðuneytinu var síð- an stofnuð sérstök námskrárdeild ár- ið 2000 og er hennar meginhlutverk að tryggja stöðuga þróun á nám- skránum. Horfið hefur verið frá því að taka málið upp á nokkurra ára fresti og í stað þess er litið á þetta sem stöðugt þróunarmál. Verksvið deildarinnar tekur til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tón- listarskóla og hlutverk hennar er að fylgjast með framkvæmd námskráa, hafa frumkvæði að breytingum á námskrám, taka við tillögum um nýj- ar námskrár og breytingum á gild- andi námskrám og leggja mat á slíkar tillögur. Menntamál eru kosningamál Skóla- og menntamálin eru að öðr- um ólöstuðum einn mikilvægasti málaflokkurinn í samfélaginu og þar með eitt það mikilvægasta sem kjós- endur þurfa að velja um. Við megum vera stolt og ánægð með það hvernig menntamálin hafa þróast undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæð- ismönnum hefur auðnast að leggja grunn að markvissum framförum á sviði skóla- og menntamála. Menntamál eru kosningamál Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.