Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 55

Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 55 MIKIL umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarið um heilbrigðiskerfið. Vítaverðir síend- urteknir niðurskurðir fjárframlaga hafa komið niður á allflestum sviðum og haft alvarlegar afleiðingar. Þær af- leiðingar blasa við okkur nánast á degi hverjum á síðum dagblaðanna. Það hlýtur að vera lítilsvirðandi fyrir hvern skattgreiðanda að geta ekki fengið mannsæmandi læknisþjón- ustu þegar á þarf að halda. Bráðamóttaka Ég hef, eins og fjöldi annarra, þurft að leita á bráðamóttökuna. Oftar en ekki þarf að bíða þar tím- unum saman eftir að fá aðstoð, því þar eru margir „sjúklingar“ og lítið af starfsfólki, sem þar af leiðandi er undir gríðarlegu álagi. Er sein- virk móttaka viðunandi á bráða- móttöku? Þarf ekki að gera starfs- fólkinu þar kleift að vinna þannig að starf þess standi undir nafni deildarinnar, fjölga þar fólki og stytta vinnutíma hjá unglæknum sem hlýtur þá að auka færni og vinnugleði og minnka líkurnar á mistökum? Geðdeild Kunningjakona mín heitin leitaði skjóls þangað alvarlega þunglynd, hún var fíkill á útskrifuð lækn- ingalyf (læknadóp). Uppgefin í al- gjöru svartnætti bað hún um hjálp, hún fékk viðtal þar við geðlækni. Eftir litla umhugsun og athugun þótti honum ekki ástæða til að leggja hana inn en hann var fús til að skrifa upp á lyf fyrir hana, svo benti hann henni á að trúlega væri hún þunglynd. Hún var fíkill til margra ára og saga hennar rituð á mörgum skýrslum sjúkrahúsanna, en henni bauðst að labba í burtu frá geðdeild með „bland í poka“. Geðdeildin virðist mér vera einmitt svolítið „bland í poka“ af sjúkling- um líka. Þar eru settir saman sjúk- lingar eins og t.d. geðklofar, áfeng- is-, átröskunar- og þunglyndis- sjúklingar. Lítið er plássið, fjármagnið og þekkingin. Og mikið þarf fólk að vera langt leitt til að fá aðstoð, sem þegar til kastanna kemur er alls ekki fullnægjandi fyrir svo breiða flóru sjúkdóma. Í 5. tbl. Mannlífs 2002 las ég grein um konu sem hét Kristín Gerður Guðmundsdóttir. Saga hennar var ófögur, en þar kemur fyrir svipuð lýsing og á kunn- ingjakonu minni hér að ofan. Hún leitaði á geðdeild og óskaði eftir innlögn, en var send burt, með tvær töflur og þá vitneskju að nafn hennar væri á biðlista. En því mið- ur lifði hún það ekki að röðin kæmi að henni að fá aðhlynningu þarna sem hún óskaði eftir. Það virðist vera, að til þess að þessir fársjúku einstaklingar geti fengið innlögn og aðhlynningu verði þeir fyrst að leyfa sínum sjúkdómi að þróast svo lengi að batavonir séu litlar sem engar og/ eða reyna að svipta sig lífi og ef það tekst „sorglegt“, ef ekki, þá eru þeir að minnsta kosti komnir inn í kerfið og fá „oftast“ viðunandi aðstoð. Áfallahjálp Bráðnauðsynleg þjónusta. En hin rómaða áfallahjálp, sem á að vera veitt inni á sjúkrahúsunum, er alls ekki eins skilvirk og nauðsyn- legt er. Það þarf að vera boðið upp á áfallahjálp á sjúkrahúsum strax þegar sjúklingur eða aðstandandi verður fyrir sálrænu áfalli þar inn- an veggja, hvort sem er að nóttu eða degi. Það er ekki svo. Ung kona, aðeins 26 ára gömul, gerði fyrir stuttu tilraun til að stytta sér aldur (ekki í fyrsta skipti). Saga hennar er löng og átakanleg. Hún var lyfjafíkill og þjáðist af átröskunarsjúkdómi. Í næstsíðasta skipti sem hún var flutt á sjúkrahús hafði hún að mati læknis á vaktfengið sitt fyrsta flogakast, hún var eftir skoðun út- skrifuð með 100 flogaveikitöflur, þrátt fyrir langa sögu um lyfjamis- notkun. Seinna, þegar viðkomandi læknir var inntur svars um þessa stóru skammtastærð, var svarið það að framleiðendur lyfjanna ákvæðu skammtastærðirnar. Er þetta réttmæt leið til hagnaðar hjá lyfjafyrirtæki, að bjóða aðeins upp á svo stóra skammta? Þessar floga- veikitöflur urðu svo meðal annarra lyfja sem hún notaði til að stytta sér aldur. Aðstandendur konunnar biðu á biðstofu meðan reynt var að bjarga henni. Þau biðu í nokkrar klukku- stundir án nokkurra upplýsinga. Það kom enginn að tala við þau nema lögregluþjónn sem var að safna upplýsingum í skýrsluna sína. Konan lést þá um nóttina. Hvar var áfallahjálpin þá? Áfalla- hjálpin var sofandi! (Ef þið ætlið að lenda í eða valda öðrum miklu áfalli, reynið þá að stíla svolítið inn á tímann 8–16.) Takk. Lyfseðlar Það hefur aðeins borið á um- ræðu undanfarið um útskriftargleði lækna á lyfseðlum. Tölvukerfin eru ekki hjá lyfjaverslununum og því er hægt að ganga á milli lækna og safna lyfseðlum því þar eru ekki heldur samtengd tölvukerfi. Þetta fyrirkomulag á að kallast persónu- vernd hef ég heyrt. Hvílík vernd, höfum við efni á slíkri „persónu- vernd“? Væri ekki meiri og dýr- mætari vernd fólgin í að það væru samráð milli læknanna og svo lyfjaverslana? Orðið „persónu- vernd“ væri þá fyrst réttnefni að mínu mati. Ég las viðtal við Jón Krist- jánsson heilbrigðisráðherra í Mbl. 22. júní ’02. Þar segir hann að heil- brigðisráðuneytið sé með 38–40% af öllum ríkisútgjöldum, það er mjög mikið. Hvað er að? Erum við svona fársjúk þjóð? Getur verið að skipulagi og forgangsröðun í rekstri heilbrigðiskerfisins sé eitt- hvað ábótavant? Ég neita að trúa því að heil- brigðiskerfið okkar þurfi að standa svo höllum fæti í svo ríku þjóð- félagi. Krefjumst þess að ráðamenn noti vitsmuni sína og fjármuni okk- ar til að rífa heilbrigðiskerfi lands- ins upp úr þessu þriðjaríkisástandi. Ef svo er, sem virðist vera, að núverandi stjórn hafi ekki for- gangsröðina á hreinu þá verðum við að virkja hana eða, að öðrum kosti, kjósa hæfara fólk. Brotalamir í heil- brigðiskerfinu Eftir Katrínu Sif Sigurgeirsdóttur Höfundur er varaformaður Speg- ilsins, samtaka aðstandenda át- röskunarsjúklinga, og fulltrúi í forvarnarnefnd Hafnarfjarðar. EVRÓPUFRÆÐI kallast nám það sem ég hef lagt stund á í Lundi í Sví- þjóð. Þar hef ég sérstaklega skoðað fjármálamarkaði. Ríki Evrópu leggja ofuráherslu á að búa til einn öflugan fjár- málamarkað, markað þar sem markaðs- lögmálin munu tryggja lægsta mögulega verð á fjármagni sem síðan mun valda því að sprotafyrirtæki munu geta orðið til og staðið undir öflugu atvinnulífi, sem er forsenda velmegunar og velferðar. Núverandi ríkisstjórn undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins hefur varð- að veginn á sömu braut, bankakerfi okkar hefur verið bylt, útrás þess haf- in og ef allt fer vel mun það geta tryggt okkur lægri vexti, rétt gengi og betri kjör sem er forsenda trausts efnahagslífs. Efnahagsstefna Alþýðuflokksins í Samfylkingunni Vinstri-grænir ætla að snúa af þessari braut. Þeir tala um að stjórna þurfi markaðnum af festu og vöxt- unum með handafli. Stríð okkar jafn- aðarmanna við bolsa og allaballa hef- ur alltaf snúist um þetta: Við viljum að markaðurinn ráði uppbyggingu velferðarinnar en ekki miðstýrt val- kerfi valdhafanna. Ef svo fer að al- þýðubandalagsmennirnir í Vinstri- grænum og Samfylkingunni fái ráðið landstjórninni, færa þeir okkur aftur til hafta og skömmtunar, gera okkur ósamkeppnishæfa, rústa efnahagslíf- inu. Ég skora á fyrrverandi Alþýðu- flokksfólk, sem vill tryggja áfram- haldandi stöðugleika og uppbyggingu velferðarríkis á Íslandi, að tryggja framgang Sjálfstæðisflokksins. Fyrir jafnaðarmenn er ekki annar kostur í stöðunni. Sjálfstæðis- flokkurinn – rök- réttur kostur jafnaðarmanna Eftir Bjarna P. Magnússon Höfundur er fyrrverandi borg- arfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn. FRAMSÓKNARFLOKKURINN sækir stöðugt í sig veðrið, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það er ljóst að betur má ef duga skal í þessari kosn- ingabaráttu. For- gangsmál hlýtur að vera að tryggja odd- vitum listanna, þeim Halldóri Ásgríms- syni og Jónínu Bjartmarz, örugg þingsæti. Það hlýtur að vera algert lykilatriði til þess að okkur takist að festa Framsóknarflokkinn í sessi sem öflugt stjórnmálaafl í höfuðborginni.. Framsóknarflokkurinn hefur á stundum á sér þann stimpil að vera landsbyggðarflokkur. Sá stimpill er að mínu mati á misskilningi byggður; Framsóknarflokkurinn er nútíma- legur miðjuflokkur, þar sem frjáls- lyndi og félagshyggja fara saman en öfgum til hægri og vinstri er hafnað sem og úreltum kreddukenningum. En vísasta leiðin til þess að tryggja að áherslur höfuðborgarsvæðisins komist betur til skila í stefnumótun Framsóknarflokksins til framtíðar, hlýtur að sjálfssögðu að felast í auknu fylgi flokksins hér í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. Við sjáum í könnunum að staðan er betri úti á landi og að mestu sóknarfærin liggja í þéttbýliskjördæmunum þremur. Ég hef um nokkurt skeið haft góða tilfinningu fyrir úrslitum kosning- anna á laugardaginn. Ég hef fylgst með samhentum hópi framsókn- arfólks um land allt vinna mikið og óeigingjarnt starf síðustu daga og vikur og sé ekki betur en að það starf sé að skila sér nú á endasprettinum. Lykilatriði er að toppa á réttum tíma, en spretta ekki úr spori við upphaf baráttunnar og þrjóta örendið á miðri leið. Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. Fjölmennum á kjörstað í dag og tryggjum Framsóknarflokknum góða kosningu. xB. Halldór og Jónínu á þing Eftir Björn Inga Hrafnsson Höfundur er frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Silfurgata 15, 2. hæð, Stykkishólmi, þingl. eig. Þórdís S. Guðbjarts- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjavík og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 16. maí 2003 kl. 10:00. Þverá, hluti, Eyja- og Miklaholtshreppi, þingl. eig. Halldór Kristján Jónsson, Jón Þór Þorleifsson, Guðmundur Jónsson, Súsanna Þ. Jónsdóttir, Sólveig Gyða Jónsdóttir, Ásgeir Gunnar Jónsson og Sigurður Rúnar Jónsson, gerðarbeiðendur Rafvirkni ehf. og Toll- stjóraembættið, föstudaginn 16. maí 2003 kl. 11:30. Sýslumaður Snæfellinga, 9. maí 2003. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Borgarbraut 2, Stykkishólmi, fimmtudaginn 15. maí 2003 kl. 14.30 á eftir- farandi eignum: Austurgata 6, Stykkishólmi, þingl. eig. Bergsveinn Gestsson, gerðar- beiðendur Iðunn ehf., bókaútgáfa, Innheimtumaður ríkissjóðs, Íbúða- lánasjóður og Ríkisútvarpið. Nesvegur 9, Grundarfirði, þingl. eig. Eiður Örn Eiðsson, gerðarbeið- endur Húsasmiðjan hf. og Íbúðalánasjóður. Sundabakki 14, neðri hæð, Stykkishólmi, þingl. eig. Guðþór Sverris- son, gerðarbeiðandi Stykkishólmsbær. Sýslumaður Snæfellinga, 9. maí 2003. Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 15. maí 2003, kl. 14.00, á neðan- greindum eignum: Breiðstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Björgvins Bene- diktssonar. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins. Heiði, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Agnars Búa Agnarsson- ar. Gerðarbeiðandi er Landsbanki Íslands hf. Helluland 6/12 hl., þingl. eign Ólafs Jónssonar. Gerðarbeiðendur eru Nesútgáfan-Prentþjónustan ehf., STEF og Kaldbakur fjárfestinga- félag hf. Skagfirðingabraut 8, Sauðárkróki, þingl. eign Lúðvíks Kemp og Ólafar Kr. Sigurðardóttur. Gerðarbeiðandi er Vátryggingafélag Íslands hf. Sæmundargata 9, e.h., Sauðárkróki, þingl. eign Eyjólfs Guðna Björns- sonar. Gerðarbeiðendur eru Ríkisútvarpið og Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. Ægisstígur 5, n.h. og bílskúr, Sauðárkróki, þingl. eign Jóns Geir- mundssonar og Önnu Bjarkar Arnardóttur. Gerðarbeiðendur eru Lífeyrissjóður Norðurlands, sýslumaðurinn á Sauðárkróki og Íbúða- lánasjóður. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 8. maí 2003. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Strandgötu 52, Eskifirði, sem hér segir á eftirfarandi eign: Heiðarvegur 10, Reyðarfirði , þingl. eig. Björn Þór Jónsson, gerðar- beiðendur Byggðastofnun, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar, Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 14. maí 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 7. maí 2003. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Í dag kl. 16.00: Kvennamótið byrjar. Allar konur velkomnar. www.fi.is Sunnudagur 11. maí. Gamla Krýsuvíkurleiðin 2. hluti Hraun - Breiðabólstaður - Kvennagönguhólar. Fararstjórar Davíð O. Davíðsson og Hrafnkell Karlsson frá Hrauni. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10.00 með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr. 1.600/1.900. Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Ertu gift(ur)? Á hvaða leið ert þú? Hver er vilji Guðs með líf þitt? Hver er sjálfsmynd þín? Hefur þú hug á að gifta þig og stofna fjölskyldu? Námskeið með Johnny Fog- lander, kennara frá Livets Ord í Svíþjóð, frá kl. 10.00—16.00. Skráningargjald kr. 1.000. Matur seldur í hádeginu. Samkoma kl. 19:00 þar sem Johnny Foglander predikar. Allir hjartanlega velkomnir. Athugið að kennslan með Jóni G. Sigurjónssyni um trú fellur niður í fyrramálið og næsta sunnudag. 11. maí - Strandgangan (S-9) Níundi og síðasti áfangi Strand- göngunnar hefst í Sandvík aust- an Háleyjabungu og henni lýkur í Stóru-Sandvík. Vegalengd er 14-15 km og tekur u.þ.b. 5 klst. miðað við að rólega sé farið. Fararstjóri Gunnar H. Hjálmars- son. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1.700/1.900. 10. maí Jepparæktin Farið á Langjökul frá Húsafelli. Brottför frá skrifstofu Útivistar á Laugavegi 178 kl. 10.00. Þessi ferð kostar ekki neitt og er opin öllu jeppafólki. 14. maí Útivistarræktin Vífilsfell. Brottför frá Sprengi- sandi (Pizza Hut) kl. 18.30. Allir velkomnir - ekkert þátttökugjald. Á döfinni í helgarferðum: 29. maí—1. júní Hvannadals- hnúkur - Skaftafell. 29. maí—1. júní Skaftafell — Öræfi. Sjá nánar www. utivist.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.