Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 57 Á LAUGARDAGINN veður kos- ið til alþingis. Í mínum huga er valið einfalt. Valið stendur milli núver- andi ríkisstjórnar undir forystu Sjálf- stæðisflokksins eða ríkisstjórnar vinstri- flokkanna. En um hvað snýst þetta val? Ég vil skoða þetta út frá okkar heimabæ. Fyrningarleiðin Mikið hefur verið fjallað um sjáv- arútvegsmál og kvótann. Frjáls- lyndir og Samfylkingin vilja fyrn- ingarleiðina til að tryggja jöfnuð. Bíddu augnablik. Ef 10–20% af kvóta okkar Skaga- manna yrðu tekin af þeim útgerðum sem hér eru og boðin upp – líklega hæstbjóðanda, annars væru menn ekki að þessu – hver myndi geta keypt hann? Ekki ungi nýliðinn, nei þeir fjársterku gætu það eingöngu. Hver ætlar þá að mæta í jarðarför smábátaútgerðarinnar á Akranesi? Ekki ég. Þeir munu bera blómin og kransana þingmenn Samfylking- arinnar og Frjálslyndra. Ég vil ekki upplifa þann dag takk fyrir. Á fundi í Bíóhöllinni 4. maí sl. spurði Sturlaugur Sturlaugsson, að- stoðarframkvæmdastjóri HB, Gísla Einarsson, þingmann okkar Skaga- manna, tveggja einfaldra spurn- inga: 1. Mun fyrningarleiðin auka rekstrar- og atvinnuöryggi fyr- irtækjanna hér á Skaga? 2. Mun fyrningarleiðin auka láns- traust fyrirtækjanna hér á Skaga? Sturlaugur spurði mjög hreint og óskaði eftir skýrum svörum. Þau komu ekki. Og það sem meira er þá sagði þingmaðurinn: „Sturlaugur við munum komast að samkomulagi, við, Samfylkingin og þú.“ Það verður sem sagt samið við hverja útgerð fyrir sig! Þingmað- urinn svaraði ekki spurningum Sturlaugs, líklega vegna þess að hafi hann reiknað þetta út þá er ljóst að þessi leið mun stúta þessari grein endanlega. Bæði stórútgerð- inni og smábátaútgerðinni. Hvaða áhrif hefur það á Akranes? Hjá HB vinna í dag um 300 manns. Hvernig mun það koma út ef fyrirtækið þarf að leigja 10–20% af afla sínum? Verður það tekið af launum sjó- mannanna eða af landverkafólkinu? Eða eigum við að treysta á að kom- ist Samfylkingin til valda þá geti Sturlaugur kannski „samið sér- staklega við Samfylkinguna?“ Svona málflutningur er mér ekki að skapi. Talsmenn stjórnarandstöðunnar tala ávallt um að kvótinn sé á fárra höndum. Tökum dæmi: a) Hluthafar Brims, sem rekur HB, eru um 18 þúsund. b) Hluthafar Samherja eru um 2 þúsund talsins. Meðal tíu stærstu eigenda Samherja eru þrír stórir líf- eyrissjóðir. Já það er ljóst að þetta eru mjög fáar hendur! Eða eru menn kannski að öfundast út í þá trillusjómenn á Akranesi sem reka sín fyrirtæki, skapa sér og öðrum atvinnu og þurfa að leigja til sín kvóta til að geta gert út í tólf mánuði á ári? Kvótakerfið er ekki gallalaust, það er langt í frá, en mér finnst það alveg lágmark að þeir sem eru að bjóða sig fram til alþingis hafi vit á því sem þeir eru að tala um. Auðvitað má gagnrýna framsalið á einhvern hátt. En það er ekki al- slæmt. Margar þær trilluútgerðir sem eru á Akranesi í dag hafa ekki kvóta til að gera út allt árið og eru því að leigja til sín. Þegar búið verð- ur að taka af þeim 10–20% af kvót- anum á ári og taka fyrir að þeir geti leigt til sín meira þá verða þeir bundnir við bryggju 5–6 mánuði á ári. Er þá réttlætinu fullnægt? Litla gula hænan Öll könnumst við við söguna um Litlu gulu hænuna. Sú saga er ljós- lifandi fyrir framan okkur í þessari kosningabaráttu. Stjórnarandstaðan vildi ekki:  – selja ríkisstofnanir  – virkja Kárahnjúka  – virkja Norðlingaöldu og stækka þar með Norðurál  – lækka skatta á fyrirtæki En vegna þesara aðgerða er nú svigrúm til að lækka skatta á ein- staklinga, mig og þig. Og þá vilja allir njóta þess sem framundan er í efnahagsmálum, eins og brauðsins sem litla gula hænan bakaði alein. Þá spyr ég þig: Hverjum treystir þú til verksins? Þeim sem vilja að ríkið sé með putt- ana í fyrirtækjareksti á samkeppn- ismarkaði? Þeim sem hafa barist gegn því að Norðurál verði stækkað? Þeim sem á sínum tíma ráku ríkissjóð með botnlausum halla og lántökum? Þeim sem stjórnuðu landinu þegar atvinnuleysi var sem mest? Þeim sem telja að jafnrétti kynjanna ná- ist með því einu að setja konu í for- sætisráðuneytið bara af því að hún er kona? Eða þeim sem hafa lagt grunninn að því að nú er lag til skattalækk- ana? Þeim sem hafa séð til þess að framboð á háskólanámi hefur aldrei verið meira? Þeim sem hafa byggt upp efnahagslífið þannig að það er eftirsóknarvert að flytja fyrirtæki til Íslands? Í mínum huga er valið einfalt. Við Skagamenn þurfum að flykkja okk- ur á bak við okkar mann, Guðjón Guðmundsson, og tryggja honum örugga kosningu á laugardaginn. Hann hefur barist manna mest fyrir stækkun Norðuráls og uppbyggingu á Grundartangasvæðinu. Ég vil hafa hann sem minn þingmann frekar en þá sem vilja leggja und- irstöðuatvinnugrein okkar í rúst. Það sem snýr að mér fyrst og fremst, sem sveitarstjórnarmanni, er atvinnumálin í mínu sveitarfélagi. Undir þeim málflutningi sem tals- menn Samfylkingarinnar og Frjáls- lyndra hafa uppi get ég ekki setið. Ég vil ekki sjá útgerðina á Akranesi lamast með tilheyrandi atvinnuleysi og hörmungum. Því hafna ég fyrn- ingarleiðinni og vonast til að þú ger- ir það líka kæri Skagamaður. Setjum X við D á laugardaginn og höldum áfram að byggja upp, í haginn fyrir okkur og komandi kyn- slóðir. Skagamenn, okkar er valið! Eftir Guðrúnu Elsu Gunnarsdóttur Höfundur er bæjar- fulltrúi á Akranesi. Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn árið 1995. Þá var í land- inu mikið atvinnuleysi. Þá var í landinu mikið ósætti vegna nið- urskurðar í heil- brigðismálum. Þá var einnig mikið ósætti vegna nið- urskurðar í mennta- málum og breyt- ingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna höfðu kallað á harða baráttu allra námsmanna- samtaka í landinu. Þá snerust kosningarnar um velferðarkerfið og sköpun nýrra atvinnutækifæra. Í dag er sagan önnur. Vinstri- flokkarnir í stjórnarandstöðunni hafa áhyggjur af tvennu. Í fyrsta lagi að vegna mikilla umsvifa sem framundan eru í íslensku atvinnu- lífi kunni að þurfa að gæta aðhalds við stjórn ríkisfjármála og í öðru lagi hvernig auknum tekjum rík- issjóðs verði varið á næsta kjör- tímabili. Það má því glöggt sjá að „vandamál“ stjórnmálanna í dag eru auknar tekjur þjóðarbúsins, þensla í atvinnulífinu, hækkun launa og aukin neysla almennings. Stórkostlegt tækifæri Við í Framsóknarflokknum lítum hins vegar ekki á þetta sem vanda- mál heldur fyrst og fremst sem stórkostleg tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki að hafa það enn betra. Við viljum nýta tekjuauka rík- issjóðs annars vegar til að lækka skatta á almenning og bæta kjör ákveðinna hópa og hins vegar til að efla íslenska velferðarkerfið. Velferðarstefna Þannig viljum við lækka tekju- skatt einstaklinga úr 38,55% í 35,2%. Við viljum einnig sér- staklega koma til móts við þá hópa, sem tekjulágir eru og hagnast því ekki endilega á lækkun tekju- skatts. Við viljum efna sam- komulag sem heilbrigðisráðherra hefur gert við Öryrkjabandalag Ís- lands um hækkun bóta til öryrkja, þar sem sérstök áhersla er lögð á þá sem verða öryrkjar ungir að ár- um. Við viljum greiða 36.500 krón- ur með hverju barni að 16 ára aldri og 73.000 krónur með börnum und- ir 7 ára, ótekjutengt, í formi barna- korta. Þá viljum við hækka frí- tekjumark barnabóta. Við viljum einnig halda áfram kröftugri upp- byggingu í húsnæðismálum með sterkari leigumarkaði og hækkun lánshlutfalls íbúðasjóðslána í 90%.Við viljum skilgreina gleraugu sem hjálpartæki þegar um börn er að ræða og að ríkið taki þátt í nið- urgreiðslu með sama hætti og þeg- ar um heyrnartæki er að ræða. Þá hef ég lagt áherslu á að virð- isaukaskattur verði felldur niður af barnafötum. Hverjum er treystandi? Við leggjum þó ekki síður áherslu á að gæta hófs og vernda stöðugleikann. Án ákveðins að- halds í ríkisfjármálum er hætta á að þenslan verði of mikil og stöð- ugleikanum verði ógnað. Fari verð- bólgan af stað munu heimilin í landinu í engu njóta aukinna um- svifa og það sama gildir auðvitað um fyrirtækin. Á næsta kjör- tímabili bíða fjölmörg erfið verk- efni. Mótun samfélags lýkur aldrei. Það skiptir máli hverjir taka þátt í því starfi. Framsóknarflokkurinn hefur skilað sínum verkum í höfn á síðastliðnum átta árum. Þau verk eru undirstaða þeirrar velmegunar sem ríkt hefur á Íslandi síðustu ár og skapa einnig þær miklu vænt- ingar sem nú ríkja í þjóðfélaginu. Það hlýtur að skipta einhverju hvernig stjórnmálaflokkar hafa staðið sig, þegar kemur að kosn- ingum. Ef það skiptir engu, hver er þá hvatinn? Framsóknarflokkurinn þarf stuðning til að starfa áfram í ríkisstjórn. Kjósendur ráða þar för. Mikilvægt er að þeir geri sér grein fyrir því að það skiptir máli hverjir eru við stjórnvölinn. Það skiptir máli! Eftir Pál Magnússon Höfundur er aðstoðarmaður iðn- aðar- og viðskiptaráðherra og skipar 2. sætið á lista Framsókn- arflokksins í Suðvesturkjördæmi. ÉG GET ekki orða bundist í aðdraganda kosninganna sem nú fara í hönd. Sjávarútvegsmál hafa orðið að kosningamáli sem kemur á óvart. Það er oftast svo þegar umræða um sjávarútvegsmál blandast við stjórnmál að þá verður flækjustigið hátt og yf- irleitt rugla menn saman ólíkum hlutum og greina ekki í sundur orsök og afleiðingu. Það sem mest hefur verið rætt í þessari lotu er árangur kvótakerfisins við verndun fiskistofnanna og svo heitu málin sem eru byggðaröskun, fyrningarleiðin og sóknarmarkið. Mig langar að leggja nokkur orð í belg varð- andi öll þessi atriði ef það mætti verða til þess að leiðrétta rangfærslur og misskilning ásamt því að skýra málin fyrir kjósendum. Ég ætla að byrja á byrj- uninni. Því hefur verið haldið fram að kvótakerfið hafi leitt af sér minni fiskistofna. Þetta er röng fullyrðing. Á áttunda ára- tugnum lauk útfærslu landhelg- innar og á þessum árum var óheft eða takmarkalítil sókn í helstu fiskistofnana í kringum landið. Það er staðreynd að við Íslendingar veiddum um hundr- að þúsund tonn af þorski að meðaltali umfram ráðleggingar fiskifræðinga eða samtals rúm milljón tonn áratuginn áður en takmarka þurfti sókn í þorskinn fyrir tuttugu árum. Þessi of- veiði var pólitísk ákvörðun sem varðar á engan hátt kvótakerf- ið. Við vorum einfaldlega komin fram á ystu nöf þegar tekið var á málum. Einnig hafa aðstæður í hafinu og minni nýliðun valdið því að þorskárgangarnir eru lé- legir síðustu ár. Það liggur í augum uppi að slík höft sem kvótakerfið bindur frelsi manna hlýtur að valda deilum og ágreiningi. Fiski- skipaflotinn var orðinn of stór þegar kvótakerfið komst á en hélt áfram að stækka. Kvóta- kerfið var í upphafi bæði sókn- ar- og aflamarkskerfi. Í sókn- armarkskerfinu fólst hvati til stækkunar flotans á kostnað heildarinnar. Kvótakerfinu hef- ur einnig verið kennt um byggðaröskun. Að tengja hlut- ina saman á þennan hátt er út í hött. Byggðaþróun er afleiðing þjóðfélagsbreytinga og á sér stað á öllum tímum hvort sem við búum við takmörkun afla- heimilda eða ekki. Afli og skip hafa flust á milli staða frá því fiskveiðar hófust hér við land. Ekki voru minni sveiflur í til- flutningi á milli byggða hér áð- ur fyrr þegar veiði var ótak- mörkuð. Ég man ekki betur en Norðlendingar og Austfirðingar hafi þá þurft að sækja vinnu suður á land. Breytingarnar á byggð sem tengjast sjávar- útvegi geta hinsvegar vel verið afleiðing aflasamdráttar og ann- arrar ráðstöfunar aflans en fyrr. Einnig hafa veiðiheimildir færst á milli staða vegna þess að fyrirtækin náðu ekki endum saman. Það sama gerðist fyrir daga kvótakerfisins ef menn réðu ekki við reksturinn. Það er brýnt að hafa skýra stefnu í sjávarútvegi sem skapar mest af útflutningstekjum okkar. Öll óvissa leiðir til sóunar. Ég tel það mikilvægast að í gildi sé kerfi sem gildi í langan tíma helst áratug eða tvo. Ég held að þetta sé mikilvægara en menn gera sér grein fyrir. Aðalmarkmiðið með stjórnun fiskveiða er að hámarka arð- semi þeirrar auðlindar sem við lifum á. Við eigum mikið starf eftir óunnið en aflamarkskerfið hefur hjálpað til, sérstaklega varðandi gæði og jafnari dreif- ingu veiða og vinnslu. Íslenskur sjávarútvegur er matvælafram- leiðsla á heimsmælikvarða og ef tekið yrði upp sóknarmark að nýju yrði það í mínum huga aft- urhvarf til fortíðar. Menn hafa nefnt Færeyjar í þessu sam- hengi máli sínu til stuðnings. Ég dvaldi eina viku nýlega í Færeyjum og skoðaði m.a. sjáv- arútveginn sem áhugamaður á því sviði. Það sem sló mig sér- staklega var hinn mikli fjöldi skipa sem voru í höfn alls stað- ar þar sem ég kom. Þetta sýnir í hnotskurn einn helsta ókost sóknarmarksins sem er offjár- festing í skipum. Á Íslandi er sjaldgæft að sjá mikinn flota skipa í höfn nema á sjó- mannadaginn og um jól og ára- mót. Íslensku skipin eru ein- faldlega úti á sjó að veiða. Af hverju að fara aftur í sókn- armarkskerfi þar sem við þurf- um 100 skip til að veiða það sem 50 skipt geta veitt með helmingi minni tilkostnaði? Í þessu er munurinn fólginn ásamt lakari gæðum sem sókn- armarkið leiðir af sér. Mig langar í lokin á minnast aðeins á fyrningarleiðina. Auð- lindanefnd lagði til veiðigjald en hinn kosturinn í stöðunni var hin svokallaða fyrningarleið sem er erfitt að skilgreina því það er hægt að útfæra hana á svo marga vegu. Það er þó ljóst í mínum huga að ef stjórnar- andstaðan nær völdum eftir kosningar er mikilvægt að fara fetið og ganga hægt um gleð- innar dyr. Þær tillögur sem nú eru uppi á borðinu eru mjög misjafnar og að mínu mati er ábyrgast að gera slíkar breyt- ingar á mjög löngum tíma. Fyrning upp á 1-2% á ári er há- markið að mínu mati til að halda sæmilegum stöðugleika í íslenskum sjávarútvegi. Hins vegar mun fyrningarleiðin alltaf hafa ákveðna óvissu í för með sér sem getur minnkað hag- kvæmni greinarinnar. Aðalmálið að mínu mati er þó að halda aflamarkskerfinu og fara alls ekki í sóknarmark aftur. Það yrði dauðadómur yfir íslenskum sjávarútvegi. Vonandi vilja landsmenn reka sjávarútveginn áfram með hagnaði án ríkis- styrkja. Þetta er í raun spurn- ing um stöðugleika í hagkerfinu sem er sami stöðugleiki og er- lendir kaupendur fiskafurða okkar sjá og upplifa við heim- sókn í stærstu sjávarútvegsfyr- irtæki landsins. Þetta er spurn- ing um traust. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég hef engra persónulegra hagsmuna að gæta í dag varðandi íslenskan sjávarútveg, ég er ekki kvóta- eigandi eða hluthafi í neinu sjávarútvegsfyrirtæki. Ég skrifa þessa grein sem áhuga- maður um áframhaldandi stöð- ugleika í íslensku þjóðarbúi með heildarhagsmuni Íslend- inga í huga. Sannleikurinn um sóknar- markið Eftir Einar Svansson Höfundur er háskólanemi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. Í DAG höfum við möguleika á því að fella sitjandi ríkisstjórn sem er orðin þreytt og hugmyndalaus og þá eigum við kost á því að mynda hér velferðarstjórn. Þetta verður aðeins gert með því að Vinstrihreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu. Við viljum nýjar áherslur í atvinnumálum þar sem fjöl- breytni er höfð að leiðarljósi. Uppbyggingu smárra og meðalstórra fyr- irtækja í stað einhæfra risaverkefna. Við leggjum áherslu á menntun og manngildi í stað gamaldags stóriðjuviðhorfa. Græn og menningartengd ferðaþjónusta á framtíð- ina fyrir sér ef rétt er staðið að málum. Við eigum sóknarfæri í landbúnaði, til dæmis á sviði á lífrænnar ræktunar. Við leggjum áherslu á skóla- og vísindasetur sem gefa frumkvöðlum og hugvitsmönnum verðug tækifæri og færa þjóðarbúinu velsæld. Við erum bjartsýn á framtíð íslenskra atvinnu- vega. Í velferðarmálum höfum við sett mennta- mál og heilbrigðismál í öndvegi. Ókeypis leikskóli á að verða sjálfsagður hluti menntakerfisins og er auk þess mikil kjarabót fyrir ungar barnafjölskyldur. Grunnheilsugæsla á skilyrðislaust að vera án gjaldtöku og við höfnum sjúklinga- sköttum. Gott og öflugt velferðarkerfi er grunnurinn að því að útrýma fátækt. Það er kominn tími til að hér ríki réttlæti og jafn- rétti eftir áralanga frjálshyggjustefnu rík- isstjórnarinnar. Ísland á að vera forysturíki á sviði mannréttinda og friðar í heiminum. Við viljum efla umhverfisvernd sem er til hagsbóta fyrir alla. Jafnrétti á öllum svið- um á að vera forgangsatriði. Við getum unnið saman að þessum mál- um með því að setja x við U-lista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í dag. VG fyrir velferð Eftir Hlyn Hallsson Höfundur skipar 3. sætið á lista VG í Norðausturkjördæmi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.