Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 62
UMRÆÐAN
62 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EINU sinni bjuggu höfðingjar á
eyju norður í höfum. Þeir þóttust
ráða yfir henni og að eyjan réði ekk-
ert yfir þeim svo
þess vegna heyrðu
þeir aldrei í eyjunni.
Það var líka fólk í
landinu sem þeir
réðu yfir og fólkið
réð ekkert yfir þeim
svo þeir heyrðu aldr-
ei í fólkinu.
Höfðingjarnir hugsuðu mest um
hver réði yfir hinum og töpuðu loks
eyjunni til kóngs í útlöndum. Þeir
heyrðu ekkert um það og settust við
eldinn til að segja sögu hver af öðr-
um. Til þess hjuggu þeir skóginn því
þeir réðu yfir skóginum og skóg-
urinn réð ekkert yfir þeim. Þess
vegna heyrðu þeir aldrei í skóginum.
Þeir réðu yfir hafinu og sögðu að
hafið réði ekkert yfir þeim og þess
vegna heyrðu þeir aldrei í hafinu.
Svo réðu þeir yfir öræfunum og
öræfin réðu ekkert yfir þeim svo
þeir heyrðu aldrei í öræfunum.
Og þeir réðu yfir heyrninni í sér
og heyrnin ekkert yfir þeim svo þeir
heyrðu aldrei í sjálfum sér. En héldu
áfram að segja söguna og réðu svo
yfir sögunni að þeir heyrðu aldrei í
sögunni. Þannig gat sagan aldrei
sagt þeim neitt.
Og þess vegna heyrðu þeir ekki
þegar fólkið setti konu í söguna.
Hefurðu heyrt
söguna?
Eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Höfundur er rithöfundur.
ÞAÐ má ekki verða niðurstaða al-
þingiskosninganna að Halldór Ás-
grímsson og Jónína Bjartmarz nái
ekki öruggri kosn-
ingu sem þingmenn
Reykvíkinga á Al-
þingi. Því miður er
það svo, að þrátt fyr-
ir að Framsókn-
arflokkurinn hafi
sótt í sig veðrið í
skoðanakönnunum undanfarna daga
getur það enn ekki talist öruggt að
Jónína og Halldór nái öruggri kosn-
ingu.
Reykvíkingar þekkja störf þess-
ara öflugu stjórnmálamanna í þágu
þjóðarinnar undanfarin ár. Jónína
hefur komið öflug inn í forystusveit
flokksins og reynst öflugur tals-
maður, ekki síst í velferðarmálum,
heilbrigðismálum, jafnréttismálum,
menntamálum og málefnum fjöl-
skyldunnar.
Halldór Ásgrímsson þekkir ís-
lenska þjóðin mætavel af löngu og
farsælu starfi í þágu lands og þjóðar.
Það væri stórslys í íslenskum stjórn-
málum ef reykvískum kjósendum
yrði það á að hafna þessum öfluga,
skynsama og hófsama leiðtoga
Framsóknarflokksins í kosning-
unum í dag. Leggjumst öll á eitt,
Reykvíkingar, til að tryggja Hall-
dóri og Jónínu trausta kosningu í
Reykjavík. xB.
Við þurfum á
Halldóri að halda
Eftir Jóhannes Bárðarson
Höfundur er gullsmiður og
bankamaður og varaborg-
arfulltrúi R-listans.
KOSNINGAR til Alþingis eru í
dag. Mikill undirbúningur er við-
hafður hjá stjórnmálaflokkunum og
gert út á ágæti
flokkanna hvað varð-
ar stefnu eða per-
sónur. Ég hef verið
að velta því fyrir
mér hversu lágt og á
óskammfeilinn hátt
fulltrúar stjórn-
arandstöðuflokkanna ráðast að for-
ystu Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokksins í kosningabaráttunni.
Þrátt fyrir að tölur og staðreyndir
segi fyrir um hagvöxt og góðæri í af-
komu ríkissjóðs reyna talsmenn
stjórnarandstöðunnar að lesa þetta
allt á nótum svartnættis. Stöð-
ugleiki, skuldalækkanir ríkissjóðs og
vegabætur eru þægindi sem allir
landsmenn koma til með að njóta í
nútíð og framtíð. Farsæl og samhent
ríkisstjórn hefur augljóslega ríkt
hér síðustu kjörtímabil.
Ekki entist fyrrverandi borg-
arstjóri til að bíða eftir að svipaðar
aðstæður næðust hjá borgarsjóði.
Ingibjörg Sólrún sá sig knúna til að
breyta til og gerast baráttumann-
eskja fyrir því að fella farsæla rík-
isstjórn.
Engin kraftaverk eru sýnileg í út-
spilum Samfylkingarinnar en þeim
mun meira lagt upp úr því að vekja
athygli á forsætisráðherraefninu og
þeim óhefðbundnu baráttuaðferðum
sem hún viðhefur. Aðferðirnar
byggjast á persónulegum árásum á
forsætisráðherra og reynt er af öll-
um mætti að vega að heiðri hans.
Þegar allt bendir til að Reykjavík-
urborg hlaði upp skuldum öll síðustu
árin á sama tíma og ríkissjóður
greiðir niður skuldir verkar áróður
borgarstjórans fyrrverandi og Sam-
fylkingarinnar ekki sannfærandi.
Þolir þetta fólk ekki sólskin það sem
komið er inn í þjóðlífið og blasir við
hvert sem auga lítur?
Það hefur aldrei þótt gáfulegt í
okkar þjóðfélagi að segja upp vönum
og aflasælum skipstjóra til að ráða í
staðinn reynslulausa og ósamhenta
áhöfn.
Við Íslendingar vitum hvað við
höfum varðandi stjórn landsins og
teflum því ekki stöðu okkar í tvísýnu
til að hleypa glundroðanum að.
Vitum hvað
við höfum
Eftir Árna Helgason
Höfundur er fv. fréttaritari
Morgunblaðsins í Stykkishólmi.
FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð
Oddsson telur að hann sé hundeltur
af pólitískum andstæðingum sínum
með ómálefnalegum
málflutningi. Þessi
þrautarganga ráð-
herrans á rætur að
rekja til hans eigin
umræðna um menn
og málefni í sam-
félaginu. Hægt er að
tína til tugi tilvika þar sem ráðherra
notar valdastöðu sína til að ráðast að
tilefnalausu á fyrirtæki, embætt-
ismenn, dómstóla, rithöfunda,
Mæðrastyrksnefnd, fréttamenn,
Samkeppnisstofun o.fl.
Það verður að gera þær kröfur til
ráðherrans að hann komi skoðunum
sínum á framfæri með rökvísi og á
skilvirkan hátt og sýni samborgurum
sínum fulla virðingu, kurteisi og heil-
indi. Það er mjög alvarlegt mál að
ráðherra skuli sniðganga þessi
mannlegu gildi en velja þess í stað að
hamast á fólki sem hefur andstæðar
skoðanir og vilja ekki lúta hans
forsjá eða eru honum þóknanlegir.
Það er þekkt að vald spillir mönnum
og því fylgir yfirgangur og hroki. Það
mikla vald sem Davíð hefur sem for-
maður stærsta stjórnmálaflokks
landsins og sem forsætisráðherra í
áratug gefur honum víðtækt vald og
aðstöðu til íhlutunar á mörgum
veigamiklum málaflokkum í þjóð-
félaginu. Það forustuhlutverk verður
hann að umgangast við þjóð sína af
virðingu. Því miður hefur hann eink-
anlega á síðari árum farið að beita
valdhroka og yfirgangi, sem þjóðin
hefur tekið eftir. Forsætisráð-
herraefni Samfylkingarinnar, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, hefur mál-
efnalega gagnrýnt forsætisráðherra
fyrir framgöngu hans að beita áhrifa-
mætti sínum til að deila og drottna,
umbuna og refsa, eins og hún orðaði
það í sinni landsfrægu Borgar-
nesræðu. Forsætisráðherra og skjól-
stæðingar hans væla og kvarta um
skítkast þegar framkoma hans er til
umræðu fyrir þessar kosningar og að
andstæðingar hans séu að koma sér
undan málefnalegum umræðum um
landsmálin.
Forsætisráðherra getur engum
öðrum en sjálfum sér um kennt að
hann lenti í farvegi þessara um-
ræðna, hann gaf tilefnið og er höf-
undur þeirra, það er slæmt að vera
fjötraður af sinni eigin fyrirmynd,
hún eru ekki tilviljunum háð, heldur
hans eigið val.
Ingibjörg Sólrún er þekkt fyrir
málefnalegan málflutning og rökvísi
og hún er fundvís á illgresi sem þarf
að rífa upp og hreinsa. Sú miskunn-
arlausa rógsherferð ósanninda
íhaldsins og reyndar Framsókn-
arflokksins líka gegn Ingibjörgu Sól-
rúnu mun hitta þá verst fyrir sem
hæst láta. Því hástemmdari sem þeir
Davíð og Halldór verða í ósanninda-
vaðlinum um Ingibjörgu, því hærra
verður fall þeirra á kosningadag.
Sigur Samfylkingarinnar er sigur
þjóðarinnar.
Sjálfsvirðing
forsætisráðherra
Eftir Kristján Pétursson
Höfundur er fv. deildarstjóri.
mbl.isFRÉTTIR