Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 67

Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 67
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 67 SKÖMMU fyrir andlát sitt gaf Sveinn Björnsson listmálari Krýsuvíkurkirkju altaristöflu, sem hann hafði sérstaklega málað handa kirkjunni. Altaristaflan var hengd upp yfir altari kirkjunnar á útfarardegi Sveins. Yfir sum- artímann hefur altaristaflan hang- ið í Krýsuvíkurkirkju, en að vetr- inum í Hafnarfjarðarkirkju þar eð kirkjan í Krýsuvík er óeinangruð og óupphituð. Síðustu árin hafa messur farið fram í Krýsuvíkurkirkju vor og haust og dregið marga að. Þær stuðla að því að vekja athygli á Krýsuvík og sérstæðri fegurð hennar. Altaristöflunni verður komið fyrir á sínum stað yfir alt- ari Krýsuvíkurkirkju eftir vetr- ardvöl í Hafnarfjarðarkirkju við messu þann 11. maí nk. kl. 14:00, sem er þriðji sunnudagur eftir páska. Í messunni á sunnudaginn verða sungnir sálmar með textum eftir þá Matthías Johannessen, Sig- urbjörn Einarsson og Hallgrím Pétursson. Ekkert hljóðfæri er í Krýsuvíkurkirkju, en einleikari á saxófón verður Laszló Hevesi, Antónía Hevesi verður forsöngv- ari, en hún er organisti við Hafn- arfjarðarkirkju. Meðhjálpari í messunni verður Jóhanna Björns- dóttir og prestur sr. Þórhildur Ólafs. Sætaferðir verða frá Hafn- arfjarðarkirkju kl.13:00 og messu- kaffi í Sveinshúsi eftir messu í umsjá Sveinsbræðra. Prestar Hafnarfjarðarkirkju. Helgidans við poppguðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju Á MORGUN, 11. maí, fer fram poppguðsþjónusta í Hafnarfjarð- arkirkju og hefst hún kl.11.00. Þangað er sérstaklega boðið öllum fermingarbörnum vetrarins 2003– 2004 en allir eru að sjálfsögðu vel- komnir. Það er hljómsveitin „Gospel In- vasion Group“ sem leikur og syng- ur. Hana skipa 11 söngvarar og hljóðfæraleikarar. Með hljómsveit- inni kemur fram dansari sem mun sýna helgidans. Prestar í guðsþjónustunni eru sr. Þórhallur Heimisson og sr. Þórhildur Ólafs. Eftir guðsþjón- ustuna gefst fermingarbörnum kostur á að skrá sig á ferming- ardaga komandi árs. Mætum öll hress og kát eftir kosningarnar í Hafnarfjarðarkirkju og verum kát í Kristi og glöð í Drottni hvar sem við stöndum í stjórnmálunum. Fjölskylduhátíð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði HIN árlega fjölskylduhátíð Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði verður haldin á morgun sunnudaginn 11. maí í Kaldárseli og hefst dag- skráin kl. 11:00. Þau sem ekki koma á eigin bíl- um er bent á rútuferð frá kirkj- unni kl. 10:30.Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Hinum eldri verður boðið til gönguferðar und- ir leiðsögn um nágrenni sum- arbúðanna en börnin taka þátt í leikjum og skemmtidagskrá sem Örn Arnarsson og hljómsveit leiða. Að lokinni helgistund og fjöldasöng verður börnunum boðið til grillveislu en hinir fullorðnu setjast að veisluborði í húsnæði sumarbúðanna. Ef veður verður óhægstætt mun dagskrá fara fram í íþróttahúsi sumarbúðanna þar sem aðstaðan er mjög góð. Þetta er þréttánda vorið sem Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði stendur fyrir slíkri fjölskylduhátíð í Kaldárseli og hefur þátttakan ætíð verið mjög glæsileg. Starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði væntir þess að sjá sem flesta taka þátt í þessari fjöl- breyttu fjölskylduhátíð í Kald- árseli á morgun í sumarbyrjun. Fylkismessa í Árbæjarkirkju ÁRLEG Fylkismessa verður hald- in í Árbæjarkirkju á sunnudag kl. 11. Það verður sannkölluð fjöl- skyldustemning. Guðsþjónusta með miklum söng, sögum og leik verður í umsjá presta og sunnu- dagaskólakennara. Guðsþjónustan markar einnig lok sunnudagaskól- ans þetta starfsárið. Stúlkur úr fimleikadeild Fylkis leika listir sínar. Hinn frábæri leikhópur Perlan mun sýna „Kærleikurinn er sterkasta aflið“ undir leikstjórn Sigríðar Eyþórsdóttur. Að guðsþjónustu lokinni verður grillveisla fyrir framan safn- aðarheimilið þar sem pylsa og gos verður selt á kr. 200 eða pylsa og svali á kr. 150. Þá munu nokkrir fótboltakappar úr meistaradeild- inni gefa eiginhandaráritun. Þessi fjölskylduhátíð undir- strikar gott samstarf kirkjunnar og íþróttafélagsins í hverfinu og vonumst við til að Árbæingar fjöl- menni í kirkjuna á sunnudaginn. Neskirkja – messa á úrslitamorgni HEFÐBUNDIN messa verður kl. 11. Textar dagsins gefa tilefni til umræðu um trú og lífsgildi, trú og pólitík. Við höfum verið að gant- ast með það í kirkjunni á liðnum dögum að þennan sunnudag verði haldin sérstök „gleði- og sorg- armessa“ í Neskirkju til að mæta bæði þeim sem telja sig til sig- urvegara kosninganna og hinna sem álíta sig hafa borið skarðan hlut frá borði. Öllu gamni fylgir nokkur alvara. Augljóst er að úr- slit kosninga geta aldrei uppfyllt óskir og vonir allra. Við lifum í lýðræðislegu samfélagi og mik- ilvægt er að geta unað ákvörðun meirihlutans og treyst náung- anum. Allt það góða fólk sem boð- ið hefur fram kraftra sína á liðn- um vikum og lýst sig reiðubúið að gegna forystu í þjóðfélaginu á þakkir skildar. Miklu varðar að heilt og gott fólk veljist til forystu í hinum tímanlega heimi. En kirkjan boðar hins vegar mikilvægt erindi eða stefnuskrá af öðrum heimi um að hið veraldlega og sýnilega tjái ekki allan veru- leikann heldur skipti hið eilífa og ósýnilega miklu meira máli. Hug- um að því sem mestu varðar. Kór Neskirkju leiðir söng undir stjórn organistans, Steingríms Þórhalls- sonar. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Á veggspjaldi sem hannað var fyrir söfnuðinn fyrir nokkru stendur: „Í gleði og sorg stendur kirkjan með þér. Hittumst heil í Neskirkju.“ Kaffisala í Grensáskirkju ÁRLEG kaffisala Kvenfélags Grensáskirkju verður í safn- aðarheimili kirkjunnar á morgun, 11. maí. Ekki þarf að hafa mörg orð um gildi þess að velunnarar kvenfélagsins og kirkjunnar komi á kaffisöluna og styrki gott mál- efni. Kaffisalan byrjar að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 14. Í þeirri guðsþjónustu verður tekinn í notkun bjartur og fagur ljósa- stjaki undir bænakerti eins og tíðkast víða í kirkjum. Ingibjörg Hjartardóttir glerlistakona hefur hannað listaverkið ásamt Sigurði Ólafssyni en það er gjöf til kirkj- unnar frá fjölskyldu frú Kristínar Halldórsdóttur. Af þessu tilefni prédikar systurdóttir hennar, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, við guðsþjónustuna. Frú Kristin Halldórsdóttir lést sl. haust en hún var um áratuga skeið í forystusveit Grensássafn- aðar, varaformaður sókn- arnefndar og formaður Kven- félagsins. Það er því vel við hæfi að minning hennar sé heiðruð sér- staklega á kaffisöludegi Kven- félagsins. Gospelguðsþjónusta í Vetrargarðinum Á MORGUN, sunnudag, verður gospelguðsþjónusta kl. 14 í Vetr- argarðinum, Smáralind á vegum safnaða þjóðkirkjunnar í Kópa- vogi. Prestar úr söfnuðunum í Kópavogi þjóna. Þorvaldur Halldórsson leikur undir söng. Gospelkór Reykjavík- ur syngur undir stjórn Óskars Einarssonar. Fermingarbörn úr Lindasókn leika örleikritið: Mis- kunnsami Samverjinn í nýju ljósi. Trúður skemmtir börnunum. Allir hjartanlega velkomnir. Hestamannaguðs- þjónusta í Seljakirkju Í SELJAKIRKJU hefur hestafólk komið ríðandi til guðsþjónust- unnar einn sunnudag í maímánuði. Sú guðsþjónusta verður nú sunnu- daginn 11. maí og hefst kl. 14. Lagt verður af stað frá hest- húsahverfunum kl. 13. Í Víð- dalnum verður safnast saman við skiltið, á Andvaravöllum við fé- lagsheimilið og í Gusti efst í hverf- inu. Hjá vegamótum að Heims- enda hittast hóparnir og ríða að Seljakirkju. Þar verður sett upp rétt og gæsla höfð meðan á guðs- þjónustu stendur. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Að lokinni guðsþjónustunni verður komið saman í kirkjukaffi og veitingar að fornum sið. Hesta- fólk er hvatt til þátttöku í guðs- þjónustunni og góðum reiðtúr. Kammerkór Hjalla- kirkju með tónleika MIÐVIKUDAGINN 14. maí kl. 20.30 heldur kammerkór Hjalla- kirkju, Vox Gaudiae, tónleika í kirkjunni. Kórinn mun flytja kant- ötu nr. 106 eftir J.S. Bach, Actus tragicus, ásamt kammersveitinni Aldavinir en sveitin notast við bar- okkhljóðfæri, s.s. blokkflautur og gömbur. Lenka Mátéova leikur undir á orgelpositiv í barokktón- stillingu. Einsöngvarar með kórn- um eru Laufey Helga Geirsdóttir, Oddný Sigurðardóttir, Guðlaugur Viktorsson og Benedikt Ingólfs- son. Laufey Helga syngur einnig sólókantötuna Singet dem Herrn eftir Buxtehude og verður þá leik- ið með á litla orgel kirkjunnar, fiðlu og selló. Stóra orgelið verður síðan not- að í mótettum eftir Fauré og Moz- art og með einsöng Kristjáns Helgasonar sem syngur Faðir vor eftir Sigurð Skagfield. Einnig verða fluttar nokkrar mótettur án undirleiks, m.a. Pater noster eftir József Karai, sem ekki er vitað til að hafi verið flutt áður hér á landi. Söngstjóri kórsins er Jón Ólafur Sigurðsson. Miðaverð er kr. 1000, 500 fyrir aldraða. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Gúllasguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum AÐ lokinni kosninganótt kl. 11 11. maí verður gúllasguðsþjónusta í Óháða söfnuðinum þar sem ung- verski organistinn okkar, Peter Mate, verður búinn að brytja hana Búkollu niður samkvæmt ung- verskum hætti og hún borðuð að lokinni messu. Munu þau Peter og Guðrún Birgisdóttir, flautuleikari, leika saman ungversk þjóðlög í mess- unni og Gísli Helgason leika á flautu þunnudagstónlistarlagið sitt „The day after the night be- fore“, sem hann samdi grúttim- braður daginn eftir að hafa verið á balli með Bakkusi nóttina áður. Er kærkomið tækifæri til þess að halda upp á lok kosninganæt- urinnar og geta menn mætt í hvaða ástandi sem er í messuna, timbraðir, ósofnir, sigurglaðir eða tapsárir – enda á kirkjan að vera sjúkrahús fyrir syndara en ekki minningarstöð fyrir dýrlinga. Er í þessari messu jafnframt síðasti dagur barnastarfsins og eru allir velkomnir. Stór dagur í Dómkirkjunni AÐ afloknum kosningum er upp- lagt að styrkja andann og koma til kirkju. Í Dómkirkjunni verða tvær guðsþjónustur á sunnudaginn og báðar tengdar sérstökum til- efnum. Um morguninn kl. 11 er barna- guðsþjónusta til þess að marka lok vetrardagskrárinnar. Þar syngur yngri hópur Barnakórs Dómkirkj- unnar, Barbara trúður kemur í heimsókn, 9–10 ára börn hafa söngatriði, Jónas Margeir Ingólfs- son og krakkarnir af kirkjuloftinu syngja, Hans Guðberg Alfreðsson, æskulýðsfulltrúi og dóm- kirkjuprestarnir sr. Hjálmar Jóns- son og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson leggja sitt lið. Pylsupartí á eftir messu! Guðsþjónusta í tilefni árlegrar kaffisölu Kirkjunefndar kvenna verður svo kl. 14. Þar prédikar Þráinn Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri, Eivør Páls- dóttir syngur, eldri hópur barna- kórsins syngur undir stjórn Krist- ínar Valsdóttur og dómkirkjuprestarnir þjóna fyrir altari. Á eftir verður svo kaffisala í Safnaðarheimilinu með tilstyrk foreldrafélags barnakórsins enda fer allur ágóði til styrktar barna- kórnum sem er senn á förum til Kaupmannahafnar í söngferðalag þar sem hann mun syngja m.a. í Íslendingamessu á hvítasunnunni. Mæðradagurinn í Breiðholtskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 11. maí, sem er mæðradagurinn, verður fjölskylduguðsþjónusta í Breið- holtskirkju í Mjódd kl. 11 sem að öllu leyti verður í umsjá kvenna. Prestur er sr. Lilja Kristín Þor- steinsdóttir, Senjórítur Kvenna- kórs Reykjavíkur syngja undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur og Sigrún Þorsteinsdóttir leikur á orgelið. Meðhjálpari er Pálína Helga Imsland og mæður sem taka þátt í foreldramorgnum í Breiðholtskirkju lesa ritning- arlestra og fleira. Að guðsþjónustu lokinni verða veitingar í safnaðarheimilinu. Á liðnum vetri var minnst tíu ára afmælis foreldramorgna í Breiðholtskirkju, en þeir hafa frá upphafi verið mikilvægur þáttur í safnaðarstarfinu. Væri ánægjulegt að sjá sem flesta taka þátt í þess- ari fjölskylduguðsþjónustu, bæði unga sem aldna. Sr. Gísli Jónasson. Messa og tónleikar í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 11. maí verður messa og barnastarf í Hallgríms- kirkju kl. 11.00 árdegis. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Krist- jáni V. Ingólfssyni. Organisti verð- ur Hörður Áskelsson og hópur úr Mótettukór Hallgrímskirkju syng- ur. Barnastarfi stýrir Magnea Sverrisdóttir. Kl. 16.00 verða tónleikar í kirkj- unni, en þar mun Schola cantor- um, kammerkór Hallgrímskirkju flytja undir stjórn Harðar Áskels- sonar sálma Lilju Sólveigar Krist- jánsdóttur. Þá mun sr. Sigurður Pálsson tala um skáldið. Tónleik- arnir eru öllum opnir. Námskeið hjá Veginum NÁMSKEIÐ með Johnny Fogl- ander frá kl. 10 til 16 fyrir ógifta á aldrinum 13 til 113. Þar verður leitast við að svara spurningum s.s á hvaða leið ert þú, hver er vilji Guðs með líf þitt, hver er sjálfs- mynd þín, hefur þú hug á að gifta þig nú eða í framtíðinni. Nám- skeiðið kostar kr. 1.000. Messuferð í Krýsuvíkur- kirkju Morgunblaðið/RAX Í hógværum helgidómi. Málverk Sveins Björnssonar listmálara er höfuðprýði Krýsuvíkurkirkju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.