Morgunblaðið - 10.05.2003, Qupperneq 70
MESSUR Á MORGUN
70 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Panta›u fermingarskeyti› í síma 1446 e›a á siminn.is.
Einnig er hægt a› panta skeyti fram í tímann
– flau ver›a borin út á fermingardaginn.
siminn.is Myndirnar á skeytin eru s‡ndar á bls. 11 í Símaskránni.
siminn.is
panta›u símskeyti› á netinu
Heillaóskaskeyti Símans er sígild kve›ja á fermingardaginn
Hamingjuóskir!
__ A. Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Kærar kve›jur.
__ B. Bestu fermingar- og framtí›aróskir.
__ C. Hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra. Kærar kve›jur.
__ D. Hamingjuóskir til fermingarbarns og fjölskyldu. Kærar kve›jur.
Bú›u til flína eigin kve›ju e›a n‡ttu flér me›fylgjandi tillögur
börnunum.Kl. 20 Kvöldandakt í Húsinu
á sléttunni, Safnaðarheimili Lindasókn-
ar, Uppsölum 3. Kvöldsopi á eftir. Allir
velkomnir.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Valgeir Ástráðsson prédikar. Hesta-
menn koma ríðandi til kirkju. Kirkju-
kaffi.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg-
unguðsþjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir
börn og fullorðna. Friðrik Schram lýkur
við ritskýringar sínar á Fyrra Korintu-
bréfi. Samkoma kl. 20.00. Mikil lofgjörð
og fyrirbænir. Dans- og dramahópur frá
Bandaríkjunum kemur í heimsókn.
Fundur verður í Kristniboðsfélagi Ísl.
kristskirkjunnar mánudag kl. 20.00.
Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til-
veruna“ verður sýndur á sjónvarpsstöð-
inni Ómega kl.13.30. Heimasíða kirkj-
unnar er: www.kristur.is
BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp:
Samkomur alla laugardaga kl. 11:00.
Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00.
Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út-
varp Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel-
komnir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Í dag, laugardag,
hefst kvennamótið kl. 16. Sunnudagur:
Samkoma fyrir konur kl. 16. Kl. 19.30
bænastund. Kl. 20 hjálpræðissam-
koma. Pálína Imsland stjórnar. Anne
Marie Reinholdtsen talar. Kvennamóts-
konurnar taka þátt. Mánudagur: Kl.
17.30 barnakór. Öll börn hjartanlega
velkomin.
FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti
601: Sunnudaginn 11. maí er sam-
koma kl. 14.00. Bryndís Svavarsdóttir.
Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna-
starf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á
sama tíma. Kaffi og samfélag eftir sam-
komu. Allir eru hjartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma
kl. 17. Félagar úr Kristilegum skóla-
samtökum sýna trúarlegan dans. Friðrik
Hilmarsson. Mikill söngur. Undraland
fyrir börnin á meðan fullorðna fólkið er
á samkomunni. Matur á fjölskylduvænu
verði eftir samkomu. Allir velkomnir.
Engin vaka í kvöld.
FÍLADELFÍA: Laugardagur 10. maí:
Bænastund kl. 20:00. Kristnir í bata
kl.21:00. Sunnudagur 11. maí: Almenn
samkoma kl.16:30. Þessi samkoma
verður í umsjón RockfordMasters
Commission sem er Biblíuskóli frá Chic-
ago í Bandaríkjunum. Gospelkór
Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Barnastarf
fyrir 1–9 ára og 10–12 ára. Gospelkór
Fíladelfíu sér um lofgjörðartónlistina.
Allir hjartanlega velkomnir.
VEGURINN: Kennslan með Jóni Gunnari
Sigurjónssyni fellur niður í dag og
næsta sunnudag. Bænastund kl.
16:00. Samkoma kl. 16:30, Johnny
Foglander predikar, lofgjörð, fyrirbænir,
krakka og ungbarnakirkja. Allir hjartan-
lega velkomnir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti:
Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á
ensku kl. 18.00. Alla virka daga:
Messa kl. 18.00. Maímánuður er settur
sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu
meyjar og tileinkaður henni. Haldin verð-
ur bænastund á hverjum mánudegi og
fimmtudegi fyrir kvöldmessu kl. 17.40.
Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel:
Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugar-
daga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka
daga: Messa kl. 18.30.
Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl.
16.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00.
Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu-
daga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga:
Messa kl. 18.30. Laugardaga í maí:
Messa kl. 18.30. Maímánuður er settur
sérstaklega undir vernd heilagrar Maríu
meyjar og tileinkaður henni. Haldin
verður bænastund á hverjum miðviku-
degi og laugardegi fyrir kvöldmessu kl.
18.00 og á sunnudögum kl. 10.00.
Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl.
08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00.
Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi
38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00.
Fimmtudaga: skriftir kl. 19.30. Bæna-
stund kl. 20.00.
Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka
daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga:
Messa kl. 10.00.
Grundarfjörður og Ólafsvík: Nánari upp-
lýsingar hjá Fransiskussystrum í Stykk-
ishólmi (438 1070)
Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl.
11.00.
Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 16.00
á ensku og kl. 18.00 á pólsku.
Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00.
Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl.
19.00.
Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs-
kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga:
Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa
kl. 11.00.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum:
Guðsþjónusta í Landakirkju á mæðra-
degi kl. 14. Kirkjudagur Oddfellow-stúk-
unnar Vilborgar. Kór Landakirkju syngur
undir stjórn Guðmundar H. Guðjónsson-
ar. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Kl.
16 guðsþjónustunni frá því kl. 14 út-
varpað á FM104 hér í Eyjum.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Poppguðs-
þjónusta kl.11.00. Sérstaklega boðið
öllum fermingarbörnum vetrarins 2003–
2004 en allir eru að sjálfsögðu vel-
komnir. Hljómsveitin Gospel Invasion
Group leikur og syngur. Með hljómsveit-
inni kemur fram dansari sem mun sýna
helgidans. Prestar sr. Þórhallur Heim-
isson og sr. Þórhildur Ólafs. Eftir guðs-
þjónustuna gefst fermingarbörnum
kostur á að skrá sig á fermingardaga
komandi árs.
KRÝSUVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta
kl.14.00. Ekið er frá Hafnarfjarðarkirkju
kl.13.00 í rútum fyrir þá sem vilja.
Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Organisti og
kór frá Hafnarfjarðarkirkju annast guðs-
þjónustuna auk Laszló Hevesi sem leik-
ur á saxófón. Eftir guðsþjónustuna er
boðið til kaffisamsætis í Sveinshúsi.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 14. Kirkjukór
Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úl-
riks Ólasonar. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Fjölskylduhá-
tíð í Kaldárseli á sunnudag. Fjölbreytt
dagskrá fyrir börn og fullorðna. Örn Arn-
arson og hljómsveit hans leiða börnin í
leik og söng ásamt æskulýðsleiðtogum
kirkjunnar. Dagskráin hefst kl. 11 og
þeim sem ekki koma á eigin bílum er
bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 10:30.
Meðan börnin taka þátt í leikjum verður
skipulögð gönguferð um nágrenni sum-
arbúðanna fyrir þá sem það vilja. Grill-
veisla verður fyrir börnin en glæsilegt
kaffiborð fyrir hina fullorðna í sumar-
búðunum.
ÁSTJARNARKIRKJA í Samkomusal
Hauka á Ásvöllum 11. maí, kl. 11:00.
Guðsþjónusta, útvarpað í RÚV. Mynd-
efni og annað er að finna á http://
www.kirkjan.is/tjarnir. Súpa og brauð
eftir messu og aðalsafnaðarfundur.
VÍDALÍNSKIRKJA: Messa á mæðradag-
inn kl. 11.00. Mæðgur lesa ritning-
arlestrana. Kirkjukórinn leiðir söng und-
ir stjórn organistans, Jóhanns
Baldvinssona. Sr. Friðrik J. Hjartar og
Nanna Guðrún, djákni, þjóna. Allir vel-
komnir. Prestarnir.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudaginn 11. maí kl.14. Kirkju-
kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir
stjórn Natalíu Chow. Meðhjálpari Ástríð-
ur Helga Sigurðardóttir. Kaffisopi og
meðlæti á eftir og eru allir velkomnir.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Bænadagur að
vori. Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. 5
ára börn fjölmenna til kirkju og fá gefna
bókina Kata og Óli fara í kirkju. Prestur:
sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Kefla-
víkurkirkju leiðir söng. Organisti og
söngstjóri: Hákon Leifsson. Meðhjálp-
ari: Hrafnhildur Atladóttir. Sjá Vefrit
Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is
AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Ath.
breyttan tíma. Sóknarprestur.
HNÍFSDALSKAPELLA: Messa sunnudag
kl. 14. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, pró-
fastur, prédikar og heimsækir söfnuð-
inn. Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson
og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Messu-
söngleikurinn Leiðin til lífsins eftir Svav-
ar A. Jónsson og Daníel Þorsteinsson.
Leikstjóri Laufey Brá Jónsdóttir. Org-
anisti Björn Steinar Sólbergsson.
Barnakór Akureyrarkirkju, stjórnandi
Petra Björk Pálsdóttir. Unglingakór Ak-
ureyrarkirkju, stjórnandi Eyþór Ingi Jóns-
son. Setning Kirkjulistaviku kl. 12. For-
maður sóknarnefndar flytur ávarp.
Opnun sýningar: Myndir úr Maríu sögu.
Elsa E. Guðjónsson sýnir útsaumaða
smámynd í safnaðarheimilinu. Sýningin
er í samvinnu við Minjasafnið á Ak-
ureyri. Hátíðartónleikar í Íþróttahöllinni
kl. 16. Missa di Requiem eftir Giuseppe
Verdi. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
Kór Akureyrarkirkju, Kór Langholtskirkju
og Kammerkór Norðurlands. Einsöngv-
arar Björg Þórhallsdóttir, Annamaria
Chiuri, Kristján Jóhannsson og Kristinn
Sigmundsson. Stjórnandi Guðmundur
Óli Gunnarsson.
GLERÁRKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri:
Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20.
Mánudagur: Heimilasamband kl. 15.
Ath. síðasti fundur vetrarins. Miðviku-
dagur: Hjálparflokkur kl. 20. Ath. síð-
asti fundur vetrarins.
HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri:
Sunnudagur: Kl. 11:30 verður sunnu-
dagaskóli fjölskyldunnar. Brauðsbrotn-
ing. Pétur Reynisson predikar. Barna-
starfið verður á sínum stað. Kl. 16:30
verður síðan vakningarsamkoma. Þá
mun Júlíus Hraunberg predika. Fjöl-
breytt lofgjörðartónlist og fyrirbænaþjón-
usta. Það eru allir hjartanlega velkomn-
ir.
LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja:
Kyrrðarstund sunnudagskvöldið 11. maí
kl. 21. Sóknarprestur.
KIRKJUBÆJARKLAUSTURSPRESTA-
KALL: Minningarkapella séra Jóns
Steingrímssonar Guðsþjónusta kl.
16:00. Guðsþjónustan verður með
Taizé-söngvum, sem eru bænar og lof-
gjörðarsöngvar ætlaðir til hvíldar og
íhugunar. Sr. Bryndís Malla Elídóttir
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður
sunnudag 11. maí kl. 11.00. Sókn-
arprestur.
VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa: Messa
nk. sunnudag kl. 13:30. Söngkór
Hraungerðisprestakalls syngur undir
stjórn Inga Heiðmars Jónssonar. Vænst
er þátttöku fermingarbarna. Aðalsafn-
aðarfundur eftir messu. Dagskrá: venju-
leg aðalfundarstörf. Kristinn Ág. Frið-
finnsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudaginn
11. maí kl. 11:00. Vorfagnaður barna-
og unglingakóra kirkjunnar verður eftir
messu, þá verða grillaðar pylsur við
kirkjuna. Sunnudagaskólabörn einnig
velkomin. Morguntíð sungin frá þriðju-
degi til föstudags kaffisopi á eftir. For-
eldrasamvera miðvikudag 14.maí kl.
11:00. Björn Hjálmarsson barnalæknir
heimsækir okkur og ræðir um bólusetn-
ingar. Ath. aðalsafnaðarfundur verður
sunnudaginn 18. maí.
ÞINGVALLAKIRKJA. Messa sunnud. kl.
14.
Ferming í Súðavíkurkirkju sunnudag-
inn 11. maí kl. 14. Prestur sr. Valdimar
Hreiðarsson. Fermd verður:
Rut Ásgeirsdóttir,
Arnarflöt 9.
Ferming Ólafsfjarðarkirkju sunnudag-
inn 11. maí kl. 11:00. Prestur: sr. El-
ínborg Gísladóttir. Fermd verða:
Benedikt Snorri Hallgrímsson,
Hlíðarvegi 45.
Björgvin Fannar Ómarsson,
Kirkjuvegi 11.
Ester Harpa Vignisdóttir,
Vesturgötu 10.
Guðrún Helga Finnsdóttir,
Gunnólfsgötu 12.
Kristín María Þórðardóttir,
Bylgjubyggð 3.
Valgerður Kristjana Þorsteinsd.,
Aðalgötu 18.
Ferming í Kotstrandarkirkju sunnu-
daginn 11. maí kl. 10.30. Prestur sr.
Bára Friðriksdóttir. Fermd verða:
Aron Ingi Ólason,
Arnarheiði 3.
Björgvin Jónsson,
Grænumörk 10.
Hlynur Ingvarsson,
Laufskógum 34.
Líney Pálsdóttir,
Réttarheiði 21.
Tanya Sjöfn Mangelsdorf,
Heiðmörk 36.
Unnur Sylvía Unnarsdóttir,
Arnarheiði 29.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fermingar
FRÉTTIR
Árlegur kappróður Kayakklúbbs-
ins fer fram í dag, laugardaginn 10.
maí. Kappróðurinn sem undanfarin
fimm ár hefur verið kenndur við
Bessastaði, er nú nefndur Reykja-
víkurbikar. Keppt er í fimm flokkum
í tveim vegalengdum, 10,5 km og 3,5
km, ræst er við Geldinganesið, þar
sem aðstaða félagsins er nú. Keppni
hefst kl. 11 og koma fyrstu menn í
mark rúmum klukkutíma síðar á
sama stað. Róðrarleið er birt á
heimasíðu Kayakklúbbsins
www.this.is/kayak.
Um 40 þátttakendur hafa verið í
keppni þessari og eigum við von á
góðri þátttöku nú sem áður.
Í DAG
Röng mynd
Röng mynd birt-
ist með grein Hjart-
ar Hjartarsonar
kynningarstjóra,
„Passar ekki í emb-
ættið“, sem birtist í
blaðinu í gær.
Morgunblaðið
biðst velvirðingar
á mistökunum.
Vinnslustöðin, ekki Þorbjörn
Í frétt í blaðinu í gær var rang-
hermt að Tryggvi Agnarsson, fram-
bjóðandi Nýs afls, hefði fengið Þórólf
Matthíasson, hagfræðing við Háskóla
Íslands, til að reikna áhrif fyrningar-
leiðar á rekstur Þorbjarnar Fiska-
ness. Hið rétta er að Þórólfur reiknaði
fyrir Tryggva greiðslugetu útgerðar-
hluta Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum. Beðizt er velvirðingar á
mistökunum.
Rangt nafn í dansúrslitum
Í úrslitum í sígildum samkvæmis-
dönsum og suður-amerískum dönsum
barna II K í Morgunblaðinu fimmtu-
daginn 8. maí
urðu í fyrsta sæti í báðum flokkum
Sigurður Atlason og Sara Jakobs-
dóttir. Beðizt er velvirðingar á mis-
tökunum.
Tónstofa Valgerðar
Vortónleikar Tónstofu Valgerðar
verða í Kirkju óháða safnaðarins í dag
kl. 15 en ranglega var farið með tón-
leikatímann í blaðinu í gær. Beðizt er
velvirðingar á þessu.
Hjörtur Hjartarson
kynningastjóri.
LEIÐRÉTT
UNDANFARIN ár hefur SAMAN-
hópurinn unnið að forvörnum sem
stuðla að velferð barna og unglinga.
Fjölmargir aðilar standa að hópnum
og nú hefur verið
gert táknmerki fyrir
hann sem birtast
mun með öllum aug-
lýsingum og verkefnum þeirra hér
eftir. Merkið var unnið af Björgvini
Ólafssyni.
„Lok samræmdra prófa eru á
næsta leyti en það hefur verið eitt af
verkefnum SAMAN að leggja sitt af
mörkum til að þessi tímamót verði
ánægjuleg og eftirminnileg fyrir
grunnskólanema og fjölskyldur
þeirra. Þetta hefur tekist vel á und-
anförnum árum og nærri eru úr sög-
unni dapurlegar frásagnir af ung-
lingum að fagna lokum prófanna
með neyslu vímuefna.
Verkefni hópsins hafa beinst að
því að hvetja til jákvæðra samskipta
fjölskyldunnar og vekja athygli for-
eldra á að þeir beri ábyrgð á börnum
sínum allt til 18 ára aldurs. Því hefur
verið beint til foreldra að virða regl-
ur um útivistartíma, kaupa ekki eða
bjóða unglingum áfengi sem og að
leyfa ekki eftirlitslaus partý. Einnig
hefur verið bent á atburði þar sem
líklegt er að vímuefna verði neytt.
Dæmi um slíka atburði eru lok sam-
ræmdra prófa, 17. júní, útihátíðir um
verslunarmannahelgi, menningar-
nótt og áramót. Skilaboðin eru alltaf
skýr og jákvæð og meginstef þeirra
er: ,,fjölskyldan saman“,“ segir í
fréttatilkynningu.
SAMAN-hóp-
urinn kynnir
táknmerki
♦ ♦ ♦