Morgunblaðið - 10.05.2003, Side 76
DAGBÓK
76 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Hafnarfjarðarhöfn:
Emma kemur í dag,
Sarfaq Ittuk fór í gær.
Mannamót
Félagsheimilin Gjá-
bakki, Fannborg 8 og
Gullsmári, Gullsmára
13. Vorsýning verður á
handverki eldri borg-
ara í Kópavogi laugar-
daginn 10. maí og
sunnudaginn 11. maí
frá kl. 14–18. Smiðjur
verða í gangi báða dag-
ana frá kl. 15–16.
Vöfflukaffi verður báða
dagana frá kl. 14–17.
Boðið verður upp á af-
mælis- og fjölskyldu-
kaffi í tilefni 10 ára af-
mælis Gjábakka á
sunnudag. Í Gullsmára
er myndlistarsýning
frá börnum í leikskól-
anum Arnarsmára,
opin daglega frá kl. 9–
17 en þessa helgi frá kl.
14–18.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Morg-
ungangan kl. 10, pútt-
æfingar á Hrafnistu-
velli verða í sumar á
þriðjudögum og föstu-
dögum kl. 14–16. Fé-
lagsheimilið er opið
alla virka daga frá kl.
13–17. Kaffi á könn-
unni kl. 15 til 16.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Vestfirðir
10.–15. júní, þátttak-
endur þurfa að greiða
staðfestingargjald fyr-
ir 15. maí, eigum nokk-
ur sæti laus. Skrifstofa
félagsins er í Faxafeni
12, sími 588 2111.
Gerðuberg, félags-
starf. Sund- og leik-
fimiæfingar í Breið-
holtslaug á mánu-
dögum og föstudögum
kl. 9.30. Allar upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma
575 7720.
Hvassaleiti 56–58.
Handverkssýning fé-
lagsstarfsins verður
sunnudaginn 11. og
mánudaginn 12. maí
milli kl. 13–17. Góðar
kaffiveitingar.
Vesturgata 7. Hand-
verkssýning og skoð-
unarferð um Grafar-
holt. Mánudaginn 12.
maí kl. 13 verður farið
á handverkssýningu í
Félags- og þjónustu-
miðstöðina í Hvassa-
leiti. Kaffiveitingar,
leiðsögumaður Guð-
laugur Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, upp-
lýsingar og skráning í
síma 562 7077 allir vel-
komnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla,
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ
Síðumúla 3–5 og í
Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg
á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis.
Fundir mánudaga kl.
20 að Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
OA-samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Styrkur verður með
opið hús að Skógarhlíð
8, þriðjudaginn 13. maí
kl. 20. Kynnt verður
þjónusta endurhæfing-
ardeildar Landspítal-
ans í Kópavogi fyrir
krabbameinssjúklinga.
Allir velunnarar fé-
lagsins velkomnir.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir
sem hafa áhuga á að
kaupa minningarkort
vinsamlegast hringi í
síma 552 4994 eða síma
553 6697, minningar-
kortin fást líka í Há-
teigskirkju við Há-
teigsveg.
Minningarkort Kven-
félags Langholts-
sóknar fást í Lang-
holtskirkju, s. 520 1300
og í blómabúðinni
Holtablóminu, Lang-
holtsvegi 126. Gíró-
þjónusta er í kirkjunni.
Í dag er laugardagur 10. maí,
130. dagur ársins 2003, Eldaskil-
dagur. Orð dagsins: Beinum sjón-
um vorum til Jesú, höfundar og
fullkomnara trúarinnar. Vegna
gleði þeirrar, er beið hans, leið
hann þolinmóðlega á krossi, mat
smán einskis og hefur nú sest til
hægri handar hásæti Guðs.
(Hebr. 12, 2.)
Það sér fyrir endann áspennandi kosninga-
baráttu. Á kjósendum
hafa dunið auglýsingar
og áróður af ýmsu tagi,
en það er svo sem ekk-
ert nýtt. Á sýningu í
Borgarskjalasafninu
gefur að líta kosninga-
áróður úr liðnum þing-
kosningum. Og ljóst að
oft hefur verið látið
sverfa til stáls.
Á meðal þess sem þargefur að líta er bréf
um fölsunaráróður B-
listans; Jónas frá Hriflu
er sakaður um að hafa
dreift ósannindum með
flugmiðum. Ósannindin
sem hann er sakaður um
að hafa dreift eru þau
að vinstri menn hafi
dreift ósannindum um
Framsóknarflokkinn. Og
engu líkara en að menn
séu að metast um hvorir
séu meiri ósann-
indamenn.
Á sýningunni eru einn-ig rit sjálfstæðis-
manna um orð og van-
efndir vinstri manna, en
þeir virðast hafa dundað
sér við slíka útgáfu í
stjórnarandstöðu í gegn-
um tíðina.
Alþýðubandalagið létsér ekki nægja að
gefa út „Grænu bókina“
eins og Gaddafi Líb-
ýuleiðtogi, heldur gaf
það einnig út G-vítamín
með bráðnauðsynlegu
bætiefni, sem „takist inn
fyrir kosningar“. Og
innihaldið var „bar-
áttugleði, bjartsýni og
kjarkur.“ Ekki hefði
veitt af því í kosninga-
baráttunni, sem nú er að
líða.
Regnboginn skríðurinn um bréfalúguna
í formi kosningapésa
stjórnmálaflokkanna á
morgnana. Eflaust geta
sumir orðið þreyttir á
því, en í raun eigum við
að vera þakklát fyrir að
búa í lýðræðisríki þar
sem flokkarnir hafa
frelsi til að kynna stefnu
sína og eru að ómaka sig
við það yfirhöfuð.
Við búum í samfélagiþar sem enginn er
yfir gagnrýni hafinn,
einkum ef hann tekur
þátt í þjóðfélagsumræð-
unni. Ekki forsætisráð-
herra, borgarstjóri,
biskupinn, forsetinn,
listamenn, stofnanir,
fyrirtæki eða fjölmiðlar.
Með því að taka þátt ígagnrýninni um-
ræðu, sem er fylgifiskur
lýðræðisins, gefum við
færi á gagnrýni á okkur.
Gagnrýni er öllum holl.
Og almenningur er full-
fær um að dæma hvort
hún er málefnaleg.
Í kosningunum í dagkjósum við valdhafa.
Okkar verkefni er að
veita þeim aðhald og
muna fyrir hvað þeir
standa. Þeir standa og
falla með því.
STAKSTEINAR
Þjóðin veit vel hvað er
málefnaleg barátta
Víkverji skrifar...
VÍKVERJA hefur borist eftirfar-andi bréf frá Gunnari Kristjáns-
syni, kartöflubónda úr Elliðaárdal:
„Hvað er skemmtilegra en að hafa
dálítinn léttleika og húmor í lífinu?
Allavega að hafa það sem pínulítið
krydd í tilveruna. Eitthvað vantaði
upp á húmorinn hjá Víkverja þriðju-
daginn 29. apríl. Í byrjun greinar
sinnar dásamar hann Stöð 2 og Sýn
fyrir frábærar knattspyrnulýsingar
sem ég er sannarlega sammála hon-
um um. Hann sá þó einn leiðinlegan
blett á lýsingunum og hann var sá að
einn aðstoðarmanna þeirra ágætu
íþróttafréttamanna væri sífellt með
fimmaura brandara. Sá ágæti maður
heitir Logi Ólafsson. Ágæti Víkverji,
ef þú tekur fótboltann þinn það al-
varlega að þú þolir ekki að heyra
smellin tilsvör þá þyrftir þú að finna
þér önnur áhugamál, t.d. frímerkja-
söfnun, það truflar þig enginn þar.
Það sem ég skynjaði gegnum þín
skrif var það að þitt lið var í sókn og
það var dæmd rangstaða, línuvörð-
urinn lyftir upp flaggi. Þú hefur
sjálfsagt hoppað upp í bræði þinni
(ég hef gert það oft), þá heyrir þú
Loga segja „hann flaggar, er kominn
17 júní?“. Þessi hnyttnu tilsvör og
orðaleikir hans Loga eru eitt af því
skemmtilegasta í lýsingum þeirra
Sýnarmanna.
Það eru ekki margir sem eru „nat-
ural húmoristar“, geta gripið augna-
blikið og séð glettnina í því, Logi
Ólafsson er einn af þeim. Hvað er þá
betra en að hafa mann sem þekkir
fótboltann út í gegn og er að auki vel
máli farinn og gífurlega skemmti-
legur?
Ég ætla að lokum að segja frá öðr-
um „natural húmorista“ sem heitir
Jón H. Karlsson, frækinn hand-
knattleiksmaður á árum áður. Við
vorum við þriðja mann að spila golf
fyrir nokkrum dögum. Við sláum af
teig og félagi okkar Karl Harrý slær
fallegt högg eftir miðri braut en ég
slæ því miður út í tjörn. Þá dettur
upp úr Jóni: „Kalli, þú ert hrokkinn
en þú Gunnar minn ert sokkinn.“
Upp með húmorinn Víkverji.“
x x x
VÍKVERJI þakkar Gunnari bréf-ið. Hann er samt sem áður þeirr-
ar skoðunar að knattspyrnan, hinn
listræni leikur, sé nógu skemmtileg
ein og sér að ekki þurfi að „lyfta“
henni upp með stöðugu sprelli og
spéyrðum. Alla vega ekki í beinum
útsendingum frá spennandi og
þungvægum leikjum.
Hitt er annað mál að ágætlega fer
á því að slá á létta strengi í spjall-
þáttum eins og 4-4-2 á Sýn á föstu-
dagskvöldum. Þar gengur mönnum,
undir forystu Þorsteins Joð og
Snorra Más Skúlasonar, ágætlega
að kryfja sparkið á léttari nótum.
Kannski Logi Ólafsson geti fengið
að hjálpa til við þann þátt? Hann
gæti til dæmis verið með „uppi-
stand“, eins og það er kallað og rifj-
að upp spaugileg atvik úr leikjum
vikunnar. Það væri Víkverja að
meinalausu.
Reuters
Zidane og Henry. Þarf að lyfta
þeim upp með hnyttnum tilsvörum?
Ég ætla ekki
að kjósa
ÉG ER miðaldra öryrki, bý
í einu herbergi í verk-
smiðjuhúsnæði í verk-
smiðjuhverfi. Ég er með um
70.000 kr. á mánuði. Ég fæ
ekki húsaleigubætur þar
sem ég hef ekki efni á að
leigja íbúð, ég fæ ekki heim-
ilisuppbót þar sem ég nota
sömu eldavél og aðrir leigj-
endur, en það er talið sam-
eiginlegt eldhús.
Ég reyki ekki, drekk
ekki, er ekki áskrifandi að
dagblaði, ég horfi á sjón-
varpið (að vísu ólöglega þar
sem ég borga ekki af því),
ég á ekki bíl, ég fer ekki í
sumarleyfisferðir, ég hef
ekki farið til tannlæknis eða
í klippingu á stofu í mörg
ár. Ég er að vísu með síma
þar sem það er nauðsynlegt
fyrir mig vegna veikinda
minna.
Ég borga 35.000 á mán-
uði fyrir herbergið, annað
fer í mat, lyfja- og læknis-
kostnað og einnig er ég með
eitt lán sem ég er að borga
af. Þar með er peningurinn
farinn. Það eru í hverjum
mánuði dregnar 10.000
krónur í skatt af bótunum
sem ég fæ frá Trygginga-
stofnun.
Undanfarin ár hef ég ver-
ið að rembast við að kjósa
þá sem lofa öllu fögru, en er
nú búin að gefast upp á því,
þar sem loforðin eru fljót að
gleymast eftir kosningar.
T.d. skil ég ekki af hverju
fólk sem leigir eitt herbergi
(þar sem það hefur ekki efni
á að leigja íbúð) fær ekki
húsaleigubætur, það býr
enginn í einu herbergi af
því hann vill það.
En þetta fólk með sín
fögru loforð, sem býr í sín-
um fínu einbýlishúsum – og
er þá nokkuð sama hvaða
flokki það tilheyrir – ætti að
prufa að búa við þessar að-
stæður og finna hvað von-
leysið og þunglyndið er
fljótt að koma þegar fólk er
fast í „fátæktargildrum ör-
orkunnar“.
Með kveðju,
Anna.
Um skoðanakannanir
MIG langar að koma að
einu atriði í sambandi við
skoðanakannanir. Hvernig
væri að Gallup kannaði
hverjir það eru sem lenda í
úrtaki? Ég er oft að furða
mig á því hvernig þetta er
unnið, ég vinn á fjölmenn-
um vinnustað, umgengst
mikið af fólki og ekki veit ég
hvað kannanirnar eru orðn-
ar margar, en þekki einn
mann sem hefur verið
hringt í.
Kristín.
Er það bara ég …
ÉG er ekki komin með ald-
ur til að kjósa en hef þó
fylgst örlítið með þessari
baráttu hjá stjórnmála-
flokkunum. Það sem hefur
vakið athygli mína er að á
sama tíma og stjórnmála-
flokkarnir eyða mörgum
milljónum króna í auglýs-
ingar bæði í sjónvarpi, dag-
blöðum og fleira rífast þeir
um hverjum það er að
kenna að fátæktin í landinu
hefur aukist svona mikið.
Er það bara ég sem sé
kaldhæðnina í þessu?
Marta Sigurðardóttir.
Þakkir
1. MAÍ sl. var okkur hjón-
um boðið í sérlega flotta
kaffiveislu hjá Barðstrend-
ingakonum og viljum við
þakka mikið fyrir okkur.
Kæru kvennadeildarkon-
ur að vestan, þetta var
dásamlegur dagur, allt var
svo flott og gaman að sjá öll
kunnuglegu andlitin, heyra
söng og sögur. Við óskum
öllum í Barðstrendinga-
félaginu góðs gengis.
Hjón að vestan.
Pæja eða ópæja?
ELDRI borgari skrifaði í
Velvakanda miðvikudaginn
7. maí þar sem fyrirsögnin
var „Siðferðislega óverj-
andi“. Þar skrifar hann að
Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir, forsætisráðherraefni
Samfylkingar, sé ópæja. Ég
varð afar hneykslaður og
felmtri sleginn er ég las
þessa grein, þennan róg-
burð.
Það liggur afar ljóst fyrir
að Ingibjörg Sólrún er ein
mesta pæja Íslandssögunn-
ar, og er pæjum þessa lands
til mikils sóma. Davíð er
hins vegar algjör ópæja, og
það sér hver maður. Finnst
mér þetta ekki til sóma frá
eldri borgara.
Eldri borgari.
Hver þekkir textann?
ER einhver sem getur út-
vegað mér textann úr ljóð-
inu „Mikið lifandi skelfing
er skemmtana rýr/ í
skammdegi höfuðborgin“,
en þessi texti er líklega úr
leikritinu Spánskar nætur.
Þeir sem gætu liðsinnt mér
vinsamlega hafi samband
við Sigrúnu í síma 567 5287.
Tapað/fundið
Armband týndist
GULLARMBAND, tvílitt,
með stórum kringlóttum lás
týndist líklega við Byko í
Kópavogi, Bónus á Smiðju-
vegi, Tekk-húsið eða Habit-
at sl. þriðjudag. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 822 0222. Fundarlaun.
Rauðgult hjól
týndist
TRECK 820 karlmanns-
hjól, rauðgult, týndist í
Fossvogi við Víkina síðdeg-
is sl. fimmtudag 8. maí. Þeir
sem hafa séð hjólið hafi
samband í síma 564 1080
eða 898 1085.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 væna um, 4 él, 7 svipað,
8 trylltur, 9 skolla, 11
áflog, 13 konur, 14 ofsa-
kæti, 15 urgur, 17 yfir-
læti, 20 hryggur, 22 smá-
strákur, 23 sætta sig við,
24 skrika til, 25 stækja.
LÓÐRÉTT
1 ófullkomið, 2 frum-
eindar, 3 temur, 4 hrör-
legt hús, 5 á jakka, 6
dræsur, 10 unna, 12 hug-
fólginn, 13 lipur, 15
málmur, 16 dauðyflið, 18
eldstæðum, 19 fugl, 20
uppmjó fata, 21 hestur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 keldusvín, 8 folar, 9 larfa, 10 gól, 11 tíðka, 13
akkur, 15 hress, 18 strák, 21 vit, 22 reisa, 22 andar, 24
flatmagar.
Lóðrétt: 2 eplið, 3 durga, 4 sylla, 5 ísrek, 6 eflt, 7 barr,
12 kös, 14 kút, 15 horf, 16 erill, 17 svart, 18 staka, 19
rudda, 20 kúra.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16