Morgunblaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 82
82 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRJÁR íslenskar hljómsveitir koma
fram á tónleikum í Central Park í
New York í sumar. Hljómsveitirnar
sem um ræðir eru Singapore Sling,
Orgelkvartettinn Apparat og Trabant
en Steindór Andersen verður enn-
fremur með rímnasmiðju til að kynna
íslenska rímnahefð.
Tónleikarnir eru hluti af tónleika-
röðinni Summer Stage. Hátíðin var
sett á laggirnar árið 1985 og er þetta
því átjánda sumarið, sem garðgestum
gefst tækifæri til að hlýða á tónlist
undir beru lofti, útskýrir Magnús
Bjarnason, starfandi aðalræðismaður
í New York og viðskiptafulltrúi í
Bandaríkjunum. Fjölmargir lista-
menn hafa komið fram á Summer
Stage-tónleikunum í gegnum árin og
má nefna Wycleaf Jean, Erykah
Badu, Craig David, Asian Dub
Foundation, Joni Mitchell og James
Brown.
Eingöngu íslensk tónlist
Laugardagurinn 28. júní verður
eingöngu helgaður íslenskri tónlist.
Tónleikarnir standa yfir á milli 15 og
19 en rímnasmiðjan er á dagskrá á
undan. „Þetta þykir vera meiriháttar
mál að spila í Central Park. Það er
ekkert öllum boðið að spila hérna,“
segir Magnús og nefnir að á svipuðum
tíma í sumar spili Sonic Youth, Elvis
Costello og The White Stripes í garð-
inum.
Magnús segir að viðræður hafi
staðið yfir við New York-borg í
marga mánuði vegna þessa. „En það
sem okkur finnst svo skemmtilegt við
þetta er það að áhugi borgarinnar er
mikill og hefur tónlistarstjóri hátíð-
arinnar gríðarlega mikla þekkingu á
íslenskri tónlist,“ segir hann.
Tónlistarstjórinn, Walter N. Durk-
acz, sá um að velja hljómsveitir á tón-
leikana, auk þess sem hann hefur
áhuga á því að fá hljómsveitir frá Ís-
landi á fleiri tónleika í framtíðinni í
samstarfi við Iceland Naturally-verk-
efnið, útskýrir Magnús, sem er enn-
fremur einn forsvarsmanna áður-
nefnds verkefnis.
Fleiri viðburðir tengdir Íslandi
Tónleikarnir eru hluti af atburðum,
sem Iceland Naturally er að skipu-
leggja í New York í næsta mánuði, en
verkefnið er rekið af viðskiptaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins og ferða-
málaráði Íslands í New York.
„Þemað á þessum tónleikum er Ís-
land og þess vegna kom upp hug-
myndin að hafa íslenskar rímur þarna
með,“ segir Magnús og því rúmast
bæði nútímatónlist og íslenskar hefð-
ir inni í þessu síðdegi í Miðgarði en
rímnasmiðjan verður í stóru tjaldi í
garðinum.
Tónleikarnir verða kynntir undir
nafninu „Music from Iceland Nat-
urally in Central Park“. „Þetta er
náttúrulega gríðarlega mikil kynning
fyrir tónlist á Íslandi fyrst og fremst
en líka fyrir Ísland. Við erum að nota
þessa tónleika með öðrum atburðum,
sem við erum að skipuleggja á Íslandi
í júní. Við erum með gestakokka
hérna á veitingastöðum og ýmislegt
fleira.“
Þrjár íslenskar hljómsveitir spila á sumartónleikum í Central Park
Ísland í
Miðgarði
Orgelkvartettinn Apparat er á meðal þeirra íslensku sveita sem spila á tón-
leikum í Central Park í New York í sumar.
TENGLAR
.....................................................
www.icelandnaturally.com
ingarun@mbl.is
KJÓSIÐ X-MEN Í DAG
Miðasölur opnar frá kl 13.30
15.000 manns
á 10 dögum
Gagnrýnendur eru sammála:
"X2 er æsispennandi,... frá fyrstu mínútu til þeirrar
síðustu, æsileg skemmtun fyrir alla "
"X-Men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan
hasar.."
"Fyrsta stóra hasarmynd sumarsins og gæti hæglega
endað sem ein sú besta"
"Ævintýraleg skemmtun"
"Tvöfalt húrra"
Fréttablaðið
DV
Kvikmyndir.com
MBL
Kvikmyndir.is
HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10.
400
kr
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
Miðasala opnar kl. 13.30
kl. 3, 6 og 9.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl. tal. 400 kr.
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12
Kvikmyndir.is
Sýnd kl 2 og 4. B.i. 12
Ertu nokkuð myrkfælinn?
Búðu þig undir að öskra.
Mögnuð hrollvekja sem fór
beint á toppinn í
Bandaríkjunum.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.
KJÓSIÐ X-MEN
UM HELGINA
HK DV
SV MBL
Kvikmyndir.com
"Tvöfalt
húrra"
Frétta-
blaðið