Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 84

Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 84
84 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLÍKT samferðasveinunum í Oas- is þá hefur „hitt“ stóra bretapopp- bandið forðast stöðnun, eitthvað sem hefur verið styrkur þess en um leið veikleiki. Blur reif sig þannig frá sól- skins „indí“-rokki með hinni hetju- legu Modern Life is Rubbish í upphafi tíunda áratugarins og enn var haldið til nýrra lendna á Blur árið 1997. Ævin- týraþráin var svo treyst í sessi með hinni prýðilegu 13 tveimur árum síðar. Það er virðingarvert að reyna eitt- hvað nýtt og taka stökkið. En það er því miður það eina jákvæða við þetta blessaða verk. Mann grunar sterklega að hér sé á ferðinni sólóplata Damons Albarn, fremur en að þetta sé Blur-plata. Áhrif frá Gorillaz (sem er ekki merki- legt fyrirbæri) og Mali Music (heldur merkilegra fyribæri) leyna sér ekki en öll úrvinnsla er óáhugaverð og flöt. Skrýtipopp það sem Blur bera á borð hér hefur þannig verið gert mun betur og af meiri sannfæringu af öðr- um samtíma sveitum (Clinic, Dis- memberment Plan, Flaming Lips, Beta Band, Thinking Fellers Union Local #282, Les Savy Fav, o.s.frv. o.s.frv.). Think Tank er einfaldlega leiðinleg plata, það er bara ekki nóg að hafa hugmyndir ef verklagið er svo á þann veg sem hér heyrist. Það er kominn tími til að brjóta þetta upp, Damon.  Tónlist Tankurinn er tómur Blur Think Tank Parlophone Jæja. Þetta er orðið gott… Arnar Eggert Thoroddsen Sean Penn ætlar að fara í mál við framleiðandann Steve Bing (barns- föður Liz Hurley) fyrir að hafa rekið sig vegna afstöðu sinnar til stríðsins í Írak. Penn fer fram á að Bing borgi sér 10 milljón dala skaðabætur, en sá síðarnefndi hafði ráðið fyrrnefnda til að leika í myndinni Why Men Sho- uldn’t Marry. Bing ætlar hinsvegar sjálfur að höfða mál gegn Penn og fara fram á 15 milljón dala skaða- bætur fyrir að reyna að kúga út úr sér fé vegna myndar sem hann full- yrðir að Penn hafi aldrei ætlað að leika í. Bing varð æfur út í Penn þegar sá síðarnefndi fór í heimsókn til Íraks í desember 2002 til að öðlast betri skilning á ástandinu þar. Penn segir hinsvegar að hvergi hafi staðið í ráðningasamn- ingi sínum að hann mætti ekki ferðast til Íraks og tala gegn stríði. … Fjölskylda hinnar látnu reggígoð- sagnar Bobs Marleys hefur fundið slatta af upptökum með honum sem aldrei hafa hljómað opinberlega. Ziggy sonur Marleys segir að mögu- lega verði upptökurnar sem faðir hans gerði 1970 endurnýjaðar á þann veg sem gert var við Bítlalögin „Free As A Bird“ og „Real Love“. Í öllu falli stendur til að gefa þær út á næsta ári. Ziggy Marley segist hafa áhuga á syngja með nokkrum af upptökunum og jafnvel fá tónlistarmenn á borð við Carlos Santana til að skreyta þær FÓLK Ífréttum VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA! Ruthie & Connie Sýnd kl. 4. Ég er Arabi / Gamla Brýnið Sýnd kl. 6. Fyrsta ferðin / Við byggjum hús Sýnd kl. 8. Stevie Sýnd kl. 10.  1/2 SV MBL Sýnd kl. 3.15, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10. B.i.14 ára. Tvöfaldur Óskarsverð- launahafi, Michael Caine í stórbrotinni kvikmynd sem byggð er á sígildri skáldsögu Graham Greene. Michael Caine var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni.  SG DV  ÓHT Rás 2  Kvikmyndir.com Svona snilldarverk eru ekki á hverju strái.” Þ.B. Fréttablaðið Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur allstaðar slegið í gegn. Sýnd kl. 3.20 og 9 . Sýnd kl. 4 og 8 . Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 6. Bi. 14 SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Síðasta sýning   The Guardian  1/2 Roger Ebert   The London Times Sýnd kl. 10. ÓHT Rás 2  HK DV „Magnað verk“ Frumsýning   Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 4 og 8. / Sýnd kl. 4 KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Tilboðkr. 500 Sýnd kl. 2 og 4. Tilboð 500 kr.   ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. ÁLFABAKKI 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.