Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 85

Morgunblaðið - 10.05.2003, Síða 85
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 85 SMÁRALIND • S. 555 7878 Hattar frá 1.900 kr. Netabolir frá 2.990 kr. STUTTMYNDAHÁTÍÐ grunn- skóla í Reykjavík var haldin í Aust- urbæjarskóla 30. apríl sl. og þá í 22. skipti. ÍTR veitti verðlaun í tveimur aldursflokkum, 10–12 ára og 13–16 ára. Marteinn Sigurgeirsson er um- sjónarmaður hátíðarinnar og mynd- vers grunnskóla í Reykjavík sem um fjörutíu skólar hafa aðgang að. Hann segir mörg af stærstu nöfn- unum í kvikmyndagerð í dag hafa byrjað í þessari keppni, svo framtíð þátttakendanna ætti að vera björt. Hreyfimyndir í fyrsta sinn Dómnefndina skipuðu kennarar með kvikmyndamenntun og ljós- myndarar. Samkvæmt henni voru myndirnar margar hverjar mjög góðar og valið því nokkuð erfitt. „Hugmyndaauðgi, leikgleði og metnaður eru einkennandi og greinilegt að hér eru á ferðinni efnilegir kvikmyndagerðarmenn framtíðar,“ stóð í áliti dómnefndar. Innsendar myndir í ár voru 24, sem er sami fjöldi og á menningar- árinu 2000, þegar sérstök áhersla var lögð á við nemendur að senda inn myndir. Marteinn er meira en ánægður með það, sérstaklega í ljósi þess að í fyrra voru innsendar myndir 12 að tölu. Segir hann ástæðuna vera þá að í vetur hafi hreyfimyndasérfræðingurinn Er- ling Eriksson komið til landsins og kennt 18 kennurum einfalda og góða tækni við gerð hreyfimynda, sem síðan hafi skilað sér ríkulega til nemenda. Marteinn er einmitt staddur í Fredrikstad í Noregi á stuttmyndahátíð þar sem nemendur áttu að senda inn hreyfimyndir, og segir stoltur að íslenskir nemendur hafi verið þeir einu sem sendu inn myndir. Klapptré handa vinningshöfum Fyrir bestu myndirnar og sér- staka hæfileika voru veitt klapptré með nöfnum vinningshafa á. En úr- slitin voru á þessa leið: Besta hreyfimyndin var Draumaprinsinn eftir Hallfríði, Heiðdísi, Sigrúnu og Þorgerði í 7. bekk Hvassaleitis- skóla. Þjófurinn var besta stutt- myndin í yngri flokki, en hana átti 6. ÞDJ í Selásskóla. Í eldri flokki var Bóndahlaupið 2 besta stutt- myndin, en hana áttu Hólabrekku- skólapiltarnir: Jón Alfreð Hassing Olgeirsson, Arnar M. Ólafsson, Óm- ar Ómarsson, Karl Ó. Pétursson og Sindri Þrastarson. En besti karl- leikarinn var einmitt Karl Ólafur Pétursson úr þeirri mynd. Besti kvenleikarinn var Ylfa Helgadóttir sem lék í myndinni The world behind – Sophelie Anne Sunnen- bourgher – The singing cock og var framlag Réttarholtsskóla. Bestu klippingu og tæknibrellur framkvæmdi Maran í Einholts- skóla. Og besta heimildamyndin kom úr Breiðholtsskóla, hét Lítið og mjúkt og var eftir Sigurð H. Magnússon, Birgi F. Jónsson, Vigni M. Lýðsson og Rúnar Ö. Marinós- son. Hólabrekkuskólapiltar unnu tvenn verðlaun fyrir stuttmyndina Bónda- hlaupið 2 sem var valin besta stuttmyndin í eldri flokki. „Leikkona af Guðs náð,“ sagði dóm- nefndin um Ylfu Helgadóttur. Hugmyndaauðgi og metn- aður hjá grunnskólanemum HEIMILDA- og stuttmyndahátíð í Reykjavík (Reykjavik Shorts & Docs) hefur verið framlengd. Vegna fjölmargra fyrirspurna og áskorana hefur verið ákveðið að sýna nokkrar af myndum hátíð- arinnar áfram í Háskólabíói. Ís- lensku myndirnar verða sýndar sem hér segir: Ég er Arabi og Gamla brýnið á laugardag 10. maí kl. 18:00 og sunnudag 11. maí kl. 20:15. Athugið að myndirnar eru sýndar saman og eru um 50 mínútur hvor. Fyrsta ferðin og Við byggjum hús verða sýndar á laugardag kl. 20:00 og sunnudag 11. maí kl. 16:00. Sama fyrirkomulag er á sýningu þessara tveggja og um hin- ar tvær. Erlendar myndir sem sýndar verða áfram eru: Biggie og Tupac (laugardag 10. maí kl. 22:00 og sunnudag 11. maí kl. 22:00), Stevie (laugardag 10. maí kl. 22:00 og sunnudag 11. maí kl. 17:45) og Ruthie og Connie (laug- ardag 10. maí kl. 16:00 og sunnu- dag 11. maí kl. 17:00). Stephen Fielding er viðfangsefni myndarinnar Stevie. Heimilda- og stuttmyndahá- tíð í Reykjavík heldur áfram alltaf á föstudögum Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af!  X-97,7  Kvikmyndir.is kl. 6 og 10.10. B.i. 14. / kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 14. ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI / KRINGLANÁLFABAKKIKEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.30. B.i. 14.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 2 og 4. ísl. tal / Sýnd kl. 4. ísl. tal  SG DV  Kvikmyndir.com Svona snilldarverk eru ekki á hverju strái.” Þ.B. Fréttablaðið  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  HK DV SV MBL ÁLFABAKKI / KRINGLAN kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 10. Bi. 14. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4, 5.30, 8, 9.15 og 10.30. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5.30, 8 OG 10.30. B.I. 16. Frábær rómantísk gamanmynd sem hefur alls staðar slegið í gegn.  ÓHT Rás 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.