Morgunblaðið - 10.05.2003, Page 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
Munið
Íslandsbylgjuna!
S A M F Y L K I N G A R F Ó L K :
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
ÞAÐ var glatt á hjalla í Ráðhúsinu í
gær þegar yfirkjörstjórnin í Reykja-
vík norður var að leggja lokahönd á
undirbúning kosninganna. Í bláu
pokunum eru gögn fyrir kjördeildir.
Um 17.200 einstaklingar geta kosið
fyrsta sinn í dag. Alls eru rúmlega
211.300 á kjörskrá og er fjöldi karla
og kvenna nokkuð jafn.
Morgunblaðið/Kristinn
211 þúsund
á kjörskrá
STÓRFELLT tap varð af rekstri
dótturfélags Baugs USA á síðast-
liðnu rekstrarári, að því er fram
kemur í uppgjöri Baugs Group fyrir
rekstrarárið 2002 til 2003. Jón Ás-
geir Jóhannesson, forstjóri Baugs,
segir starfsemi Baugs í Bandaríkj-
unum hafa verið dýrt námskeið og
ekki standi til að setja aukið hlutafé í
þann rekstur.
Tap Baugs USA nam 1.591 milljón
króna á árinu og í tilkynningu segir
að árið 2002 hafi verið afar þungt í
rekstri félagsins sem á 65% eignar-
hlut í Bonus Stores Inc. Félagið hafi
haldið áfram að loka óarðbærum
verslunum og enn sé unnið að því að
lækka rekstrarkostnað og færa hann
til samræmis við kostnað samkeppn-
isaðila. Þá er verið að færa verslanir
Bonus Stores nær íslensku fyrir-
myndinni Bónus m.a. með því að
fækka vörutegundum og leggja
aukna áherslu á matvörur.
Jón Ásgeir sagði á fundi í gær þar
sem uppgjör samstæðunnar var
kynnt að forsvarsmenn fyrirtækisins
myndu a.m.k. ekki fara þá leið aftur
að kaupa fyrirtæki sem hefði tvisvar
verið tekið til gjaldþrotameðferðar,
eða það sem kallast Chapter 11 í
Bandaríkjunum. Hann sagði að ekki
stæði til að leggja meira fé til rekst-
urs Bonus Stores og aðspurður sagði
hann að frekar yrði fyrirtækið látið
fara aftur til gjaldþrotameðferðar,
án þess þó að það sé í spilunum.
Áhættu Baugs af þessari fjárfest-
ingu sagði hann nema 2 milljörðum
króna.
Velta Baugs USA nam 16,8 millj-
örðum á árinu og var rúmlega 1,4
milljarða króna tap af rekstrinum
fyrir afskriftir og fjármagnsliði. Tap
fyrir skatta var tæpir 1,9 milljarðar.
Þá nam kostnaður vegna aflagðrar
starfsemi Bonus Dollar Stores 534
milljónum króna en hlutdeild minni-
hluta nam 835 milljónum króna. Á
fundi Baugs kom fram að sl. ár hefði
verið erfitt á þessum markaði í
Bandaríkjunum og horfurnar gefi
ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni.
Ekki er reiknað með að hagnaður
verði af rekstri Bonus Stores í ár.
Hins vegar er gert ráð fyrir að öll
önnur hlutdeildarfélög Baugs Group
muni skila hagnaði.
Bandaríkin voru Baugi
„dýrt námskeið“
Tap Baugs USA
nam 1,6 millj-
örðum króna
Framlegð/13
FÆREYSKUM menntaskólanem-
um þykja Íslendingar vingjarnlegir
en íslensk börn illa upp alin, þeim
finnst verslunareigendur hér hugsa
mikið um peninga eins og Íslending-
ar almennt, landið sé dýrt og ís-
lenska krónan sé ómerkilegur gjald-
miðill, úrvalið sé hins vegar gott í
Kringlunni, allt sé samkvæmt nýj-
ustu tísku, fötin séu bandarísk og
bandarískáhrif almennt mikil í sam-
félaginu, næturlífið segja þau hið
besta í Evrópu og tónlistina telja þau
góða, þeim þykir íslensk náttúra fal-
leg og vildu heimsækja landið þótt
heita vatnið lyktaði illa og gengi á
með jarðskjálftum og eldgosum.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar á viðhorfum ungs fólks í
Færeyjum, Grænlandi og Íslandi
hvert til annars sem er hluti af sýn-
ingunni Inn og út um gluggann sem
opnuð verður á Akureyri í dag.
Stelpurnar sætar
Viðhorf grænlenskra ungmenna
til Íslands og Íslendinga voru svipuð.
Þeim þótti náttúra Íslands falleg og
töldu efnahagsástand gott, jafnvel
mjög gott og sumir töldu Íslendinga
meðal ríkustu þjóða heims, hér væri
hins vegar dýrt að versla en gott, til
dæmis í Kringlunni, tungumálið
væri sniðugt, fólkið vingjarnlegt,
stelpurnar væru sætar og strákarnir
líka eftir atvikum.
Meginniðurstaðan er sú að ung-
menni frá þessum löndum vita heil-
mikið hvert um annað, bæði af eigin
raun og af frásögnum foreldra, vina,
fjölmiðla og úr skólabókum.
Færeyskir nemar um
Íslendinga
Vingjarn-
legir en
börnin illa
upp alin
Staccato/Lesbók
HLJÓMSVEITIRNAR Singapore
Sling, Orgelkvartettinn Apparat
og Trabant leika á tónleikum í
Central Park laugardaginn 28.
júní. Verður Steindór Andersen
jafnframt með rímnasmiðju í
garðinum en Bandaríkjamenn
hafa áhuga á að kynnast íslenskri
rímnahefð. Tónleikarnir eru hluti
af tónleikaröðinni Summer Stage,
sem nú er haldin í átjánda sinn,
og hafa margir þekktir tónlist-
armenn komið fram á hátíðinni. Jafnframt kemur
Iceland Naturally-verkefnið að tónleikunum, sem og
fleiri viðburðum í New York í júní.
Rímnasmiðja
í Central Park
Steindór Andersen.
Ísland/82
ÓSKAÐ hefur verið eftir úttekt á leiksvæði
leikskólans Sólgarðs við Eggertsgötu eftir
atvik sem varð sl. mánudag þegar eins árs
gömlu barni lá við köfnun í sandkassa á leik-
svæði skólans. Ekki er ljóst hver tildrög
óhappsins voru, en barnið mun annaðhvort
hafa dottið í sandkassanum eða annað barn
mokað sandi yfir það. Vit barnsins fylltust af
sandi og átti það erfitt með andardrátt.
Sjúkrabíll flutti barnið á Landspítalann þar
sem það var haft til eftirlits yfir nótt.
Leikskólinn er einkarekinn og starfrækt-
ur á vegum Félagsstofnunar stúdenta og
segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmda-
stjóri hjá FS, að málið sé litið mjög alvar-
legum augum og hafi FS tekið frumkvæði að
því að endurskoða starfsemina til að fyr-
irbyggja óhöpp af þessu tagi. 51 barn er á
leikskólanum, sem skipt er í þrjár deildir. 17
börn eru á yngstu deildinni og fjögur börn á
hvern leikskólakennara.
Atvikið varð þegar verið var að klæða
börnin í útiföt og fóru nokkrir leikskóla-
kennarar út á leiksvæðið til að taka móti
börnunum, að sögn Guðrúnar. Talið er að
tveir leikskólakennarar hafi verið úti við
þegar óhappið varð, en fyrstur til að sjá
hvað gerst hafði var hins vegar faðir sem var
að sækja barn sitt á leikskólann. „Við lítum
þetta mjög alvarlegum augum og það verður
farið yfir það hvort eitthvað hafi farið úr-
skeiðis við að koma börnunum út og hvort
leiksvæðið þarfnist yfirferðar,“ segir Guð-
rún. Herdís Storgaard öryggisfulltrúi hjá
Árverkni mun fara í leikskólann og ráð-
leggja starfsfólki um öryggismál.
Eins árs barni lá við
köfnun í sandkassa