Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 10
Rúnar Björn Þorkelsson lamaðist í slysi á Sauðárkróki
Ljósmynd/Árni Pálsson
Rúnar Björn Þorkelsson með styrkinn í höndunum. Við hlið hans eru móðir
hans, Sigurlaug Ó. Guðmannsdóttir, og yngri bróðir, Ágúst Natan. Fyrir
aftan þau eru lögreglumennirnir Sveinbjörn Ragnarsson og Kristján Örn
Kristjánsson, formaður Lögreglufélags Norðvesturlands, og feðgarnir
Þórsteinn Arnar og Rúnar Pálsson, fósturfaðir Rúnars Björns.
RÚNAR Björn Þorkelsson, nýlega
orðinn 21 árs, slasaðist alvarlega
þegar hann féll úr ljósastaur á Sauð-
árkróki síðustu nýársnótt. Lamaðist
hann fyrir neðan háls og eftir mikla
endurhæfingu á Grensásdeild und-
anfarna mánuði hefur hann öðlast
mátt í upphandleggjum en fingur og
framhandleggi hreyfir hann ekki,
enn sem komið er. Aðstandendur og
vinir Rúnars Björns hafa ákveðið að
efna til skemmtunar á Sauðárkróki
miðvikudagskvöldið 21. maí til
styrktar fjölskyldunni og opnaður
hefur verið reikningur í Bún-
aðarbankanum á Sauðárkróki.
Slysið var ekki bara mikið áfall
fyrir hinn unga mann, sem átti bestu
ár ævi sinnar framundan og hafði
ekki lokið framhaldsskólanámi,
heldur einnig fyrir fjölskylduna.
Rúnar Björn á tvo bræður og hefur
annar þeirra verið fjölfatlaður frá
fæðingu fyrir tæpum sex árum. Þeg-
ar slysið varð var móðir hans, Sig-
urlaug Ó. Guðmannsdóttir, komin
þrjá mánuði á leið með sitt fjórða
barn og á því von á sér í næsta mán-
uði.
Erum fegin hverju skrefi
Sigurlaug segir við Morgunblaðið
að fjölskyldan taki þessum mótbyr
af jafnaðargeði. Hún segir Rúnar
Björn hafa sýnt mikinn styrk eftir
slysið og hann hafi líklega sýnt ör-
lögum sínum betri skilning vegna
fötlunar yngri bróður síns, Þórsteins
Arnars, sem einnig er bundinn við
hjólastól. Hún segir Rúnar Björn
eiga sér þann draum að geta ekið bíl
í framtíðinni og vonandi rætist það
með tíð og tíma, ekki síst þar sem
stoðtækninni hafi fleygt mikið fram.
„Við erum fegin hverju því skrefi
sem stigið er fram á við,“ segir Sig-
urlaug en Rúnar Björn hefur í end-
urhæfingunni öðlast mátt í upp-
handleggjum. Verður hann nokkra
mánuði í viðbót á Grensásdeildinni.
Fyrstir til að leggja fjölskyldunni
lið voru lögreglumenn á Sauð-
árkróki, sem komu einmitt Rúnari
fyrst til aðstoðar eftir slysið á nýárs-
nótt. Höfðu þeir frumkvæði að því að
fá styrk úr Líknar- og hjálparsjóði
Landssambands lögreglumanna og
afhentu hann fjölskyldunni nýlega,
Efnt til skemmtunar til
styrktar fjölskyldunni
andvirði 200 þúsund króna. Einnig
hefur stuðningur borist frá Sauð-
árkrókskirkju og Rauða krossinum.
Fjármunir sem safnast til handa
fjölskyldunni renna óskertir í sjóð
sem varið verður til kaupa á hjálp-
artækjum og öðrum nauðsynjum
fyrir Rúnar Björn í framtíðinni.
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á MÁLÞINGI viðskiptaþjónustu ut-
anríkisráðuneytisins í gær um sókn-
arfæri á pólskum mörkuðum og um
hagsmunamál íslenskra aðila þar
kom fram að um eitt hundrað fyr-
irtæki í pólskum sjávarútvegi af um
þrjú hundruð og þrjátíu munu eiga
erfitt með að uppfylla skilyrði Evr-
ópusambandsins (ESB) þegar kem-
ur að inngöngu Póllands í það. Þessi
fyrirtæki bráðvantar erlent fjár-
magn, þekkingu og reynslu til þess
að flýta fyrir aðlögun að reglum
ESB. Þar gæti verið tækifæri fyrir
íslensk fyrirtæki og fjárfesta.
Bohdan Jelinski, viðskiptafulltrúi í
pólska sendiráðinu í Ósló, sagði að
erlendar fjárfestingar hefðu aukist
frá 1989 úr nánast engu í tæpa 63
milljarða Bandaríkjadala á síðasta
ári. Pólverjar leggi mikla áherslu á
fjárfestingar erlendra fyrirtækja og
fjárfesta í pólskum atvinnuvegi.
Frakkar hafa fjárfest mest í pólsk-
um fyrirtækjum, því næst Banda-
ríkjamenn, þá Þjóðverjar og síðan
Hollendingar.
Noregur er í sautjánda sæti þeirra
landa sem hafa fjárfest mest í Pól-
landi. Norðmenn eru aðalinnflytj-
endur fisks til Póllands. Innflutning-
ur þeirra hefur þó minnkað
umtalsvert, var árið 2000 116,9 þús.
tonn, 141,1 þús. tonn 2001 en fór nið-
ur í 81,2 þús. tonn á síðasta ári. Danir
seldu til Póllands 24,8 þús. tonn af
fiski árið 2002 en frá Íslandi voru að-
eins flutt út 2,8 þús. tonn árið 2000,
12,9 þús. 2001 en 19,4 þúsund tonn á
síðasta ári.
Vaxandi innflutningur
frá Íslandi
Bohdan Jelinski lagði áherslu á
þessa þróun, minnkandi innflutning
frá Noregi en vaxandi frá Íslandi.
Rússar komu næstir á eftir Ís-
lendingum í fiskinnflutningi í fyrra
með 17,1 þús. tonn.
Norðmenn, sem eru með 25–30%
hlutdeild í pólskum fiskiðnaði, hafa
þó mest fjárfest í 10–12 stórum fyr-
irtækjum þar. Bohdan Jelinski
hvatti íslensk fyrirtæki til þess að
kaupa sig inn í pólskan fiskiðnað.
Hann benti á að það væru 330
sjávarútvegsfyrirtæki í Póllandi og
öll yrðu þau að uppfylla staðla ESB,
en aðeins 54 þeirra gerðu það nú
þegar, 130 myndu geta uppfyllt þá
árið 2004, við inngöngu landsins í
ESB, og önnur 57 myndu vonandi
komast í þann hóp á næstu árum. En
um 100 sjávarútvegsfyrirtæki
myndu eiga í erfiðleikum með að
uppfylla staðlana.
Þarna væru tækifæri fyrir íslensk
fyrirtæki til fjárfestinga. Þessi fyr-
irtæki vantaði fjármagn, sem væri
dýrt í Póllandi, og þau þörfnuðust
því nauðsynlega erlendra fjárfesta
sem kæmu með fjármagn, þekkingu
og reynslu til þess að uppfylla kröfur
ESB eins fljótt og mögulegt væri.
Fyrirtækin væru lítil og miðlungi
stór, og lagði Bohdan Jelinski
áherslu á að þau væru tilvalin fyrir
íslenska fjárfesta. Íslendingar væru
velkomnir í Póllandi.
Jerzy Drewniak, aðstoðardeildar-
stjóri í atvinnumálaráðuneyti Pól-
lands, sagði að möguleikar í viðskipt-
um Póllands og Íslands væru
vannýttir og áhugi væri mikill fyrir
auknum viðskiptum milli landanna.
Sérhvert frumkvæði yrði skoðað
með opnum huga. Hann sagði að
efnahagur landsins væri stöðugur,
einkageirinn skapaði 75% af vergri
landsframleiðslu og nýtti 70% vinnu-
afls. Pólland væri með áhugaverð-
ustu löndum fyrir erlenda fjárfesta
sem hefðu komið með um 6 milljarða
Bandaríkjadala inn í pólskt efna-
hagslíf á síðasta ári. Landsfram-
leiðsla Póllands jókst á síðasta ári
um 1,3%. Verðbólga í Póllandi var
0,8% á síðasta ári.
Jerzy Drewniak hvatti fulltrúa ís-
lensks atvinnulífs til samstarfs við
pólsk fyrirtæki, tækifærin væru fyr-
ir hendi.
Tækifæri fyrir íslenska fjárfesta í pólskum sjávarútvegsfyrirtækjum
Um 100 fyrirtæki vantar
fjármagn og þekkingu
Morgunblaðið/Árni Torfason
Einn þeirra sem fluttu erindi á málþingi viðskiptaþjónustu utanríkisráðu-
neytisins um ný sóknarfæri á pólskum mörkuðum var Bohdan Jelinski, við-
skiptafulltrúi pólska sendiráðsins í Ósló.
ÞRÍTUGUR karlmaður, sem legið
hefur meðvitundarlaus á gjörgæslu-
deild Landspítalans í Fossvogi eftir
alvarlegt bílslys á Sauðárkróki þann
10. apríl sl., komst til meðvitundar
fyrir síðustu helgi og hefur verið
lagður inn á almenna sjúkradeild.
Slysið varð á Strandvegi þegar
pallbíll, sem hinn slasaði ók, rakst
harkalega á malarflutningabíl með
þeim afleiðingum að 22 ára gamall
farþegi pallbílsins lést. Ökumaður
malarflutningabílsins slasaðist ekki
alvarlega.
Kominn af
gjörgæsludeild
LANDSKJÖRSTJÓRN hafnaði í
gær beiðni Frjálslynda flokksins um
að hún frestaði úthlutun þingsæta og
útgáfu kjörbréfa á grundvelli kosn-
ingaúrslita nýliðinna alþingiskosn-
inga. Gaf landskjörstjórn því út kjör-
bréf til þeirra frambjóðenda sem
náðu kosningu til Alþingis hinn 10.
maí sl.
Frjálslyndi flokkurinn og umboðs-
menn hans fóru fram á frestun vegna
kröfu sinnar um endurtalningu at-
kvæða í alþingiskosningunum.
„Frjálslyndi flokkurinn telur að áður
en þingsætum verður úthlutað á
grundvelli kosningaúrslitanna beri að
taka til formlegrar rökstuddrar af-
greiðslu kröfu flokksins um endur-
talningu atkvæða í kosningunum
[…],“ segir m.a. í kröfu flokksins.
Umboðsmenn flokksins lögðu fram
þessa kröfu á fundi landskjörstjórnar
í gær en umboðsmenn Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks mót-
mæltu beiðninni, að því er fram kem-
ur í gerðarbók landskjörstjórnar.
Eftir að þau mótmæli höfðu verið
skráð til bókar viku allir umboðs-
menn flokkanna þriggja tímabundið
af fundi. Er þeir komu aftur var lesin
upp eftirfarandi bókun landskjör-
stjórnar: „Landskjörstjórn hafa bor-
ist fyrirvaralausar skýrslur um kosn-
ingaúrslit í kjördæmum frá öllum
yfirskjörstjórnum. Þar með eru upp-
fyllt lagaskilyrði 106. gr. kosninga-
laga fyrir því að landskjörstjórn skuli
úthluta þingsætum á grundvelli kosn-
ingaúrslitanna. Ágreining um lög-
mæti kosninganna, þ.m.t. lýstra kosn-
ingaúrslita, má bera undir Alþingi
skv. 46. gr. stjórnarskrár lýðveldis-
ins. Með vísan til þessa er beiðni
Frjálslynda flokksins hafnað.“ Um-
boðsmenn Frjálslynda flokksins létu
bóka ágreining um þennan úrskurð.
Þórður Bogason, ritari landskjör-
stjórnar, skýrði bókunina nánar á
blaðamannafundi í gær. Hann sagði
að kosningakerfið byggðist á því að
hvert kjördæmi sæi um að telja sín
atkvæði. „Og þegar kosningu er lokið
í kjördæminu eru kosningaúrslitin
lögð saman. Og þó að það muni einu
atkvæði að einhvern flokk vanti á
landsvísu jöfnunarsæti, þá er það
ekki ástæða til endurtalningar, vegna
þess að kosningaúrslit í hverju og
einu kjördæmi fyrir sig gáfu ekki til-
efni til neinna athugasemda,“ sagði
hann.
Eitt þingsæti til Kragans
Landskjörstjórn ákvað einnig á
fundi sínum að við næstu alþingis-
kosningar skyldu níu þingsæti vera í
Norðvesturkjördæmi, þar af átta
kjördæmissæti, en tólf í Suðvestur-
kjördæmi, þar af tíu kjördæmissæti.
Þar með færist eitt þingsæti frá
Norðvesturkjördæmi yfir til Suðvest-
urkjördæmis. „Með vísan til 3. mgr. 8.
gr. laga nr. 24/2000, sbr. og 1. og 3.
mgr. 9. gr. sömu laga, hefur lands-
kjörstjórn ákveðið að breyta fjölda
kjördæmissæta í Norðvesturkjör-
dæmi og Suðvesturkjördæmi þannig
að í Norðvesturkjördæmi verði átta
kjördæmissæti en í Suðvesturkjör-
dæmi verði tíu kjördæmissæti. Að
baki hverju þingsæti í Norðvestur-
kjördæmi eru þá 2.358 kjósendur en
að baki hverju þingsæti í Suðvestur-
kjördæmi er 4.071 kjósandi. Að
gerðri þessari breytingu verða eftir
sem áður fæstir kjósendur að baki
hverju þingsæti í Norðvesturkjör-
dæmi en flestir í Suðvesturkjör-
dæmi.“ Hlutfallið milli þessara talna
verður eftir breytinguna 1:1,727, seg-
ir fréttatilkynningu landskjörstjórn-
ar.
Beiðni Frjáls-
lynda flokks-
ins hafnað
ÞÓRIR Einars-
son ríkissátta-
semjari lætur af
störfum 1. nóv-
ember vegna ald-
urs, en hann hef-
ur gegnt starfinu
í 9 ár. Verður það
að líkindum aug-
lýst í haust og sér
félagsmálaráðherra um að ráða í það.
„Ég er sáttur við mitt og kveð með
söknuði. Þetta starf er óhemju
kröfuhart,“ sagði Þórir sem hefur
eytt mörgum stundum á skrifstofu
sinni í Borgartúninu. „Ég get ekki
neitað því að ég gleðst yfir því að eiga
fallegar vor- og sumarnætur sjálfur
án þess að vera í vinnunni. Hér hafa
margar helgarnar fokið. Það má þó
ekki gleyma því að þetta er stór hóp-
ur af fólki sem ég hef starfað með,“
sagði Þórir.
Ríkissátta-
semjari
hættir í haust
Þórir Einarsson
SAMKOMAN fer fram í Bóknáms-
húsi Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki miðvikudags-
kvöldið 21. maí og hefst kl. 20. Með-
al þeirra sem koma fram, og gefa
vinnu sína, eru Álftagerðisbræður,
hljómsveitin Von, Hörður G. Ólafs-
son, Geirmundur Valtýsson, dans-
parið Logi og Íris, söngkonurnar
Ásdís Guðmundsdóttir, Sólveig
Fjólmundsdóttir og Margrét Við-
arsdóttir, félagar úr Leikfélagi
Sauðárkróks og nemendur í Tón-
listarskóla Skagafjarðar. Jón Hall-
ur Ingólfsson og Gunnar Rögn-
valdsson fara með gamanmál.
Aðgangseyrir verður 1.500 krónur
fyrir fullorðna en 700 kr. fyrir 12
ára og yngri. Númer reikningsins í
Búnaðarbankanum á Sauðárkróki
er 0310-13-850056 og kennitala
reiknings er 080582-4209.
Fjölmargir listamenn koma fram
♦ ♦ ♦