Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 26

Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Um þessar mundir fagnar Tónmenntaskóli Reykjavíkur hálfrar aldar afmæli sínu. Skólinn var stofnaður haustið 1952 af dr. Heinz Edelstein og er því næstelsti tónlistarskólinn í Reykjavík. Þúsundir nemenda hafa stundað tónlistarnám í Tónmennta- skólanum og í gamla Barnamúsíkskólanum, forvera hans. Með markvissri uppeldisstarfsemi hefur skólanum tekist að leggja góðan grunn að tónlistarmenntun fjölmargra einstak- linga sem sumir hverjir hafa orðið þekktir tónlistarmenn og hljóðfæraleikarar. Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur upp á merkisafmælið með því að efna til tveggja daga tónlistarveislu í Salnum, tónlistar- húsi Kópavogs. Fram koma margir þekktir hljóðfæraleikarar sem flytja valdar perlur klassískra tónbókmennta. Hljóðfæraleikararnir eru svo til allir fyrrverandi nemendur gamla Barnamúsíkskólans og Tónmenntaskólans. Miðasala í Salnum er opin virka daga kl. 9.00-16.00 og klukkustund fyrir tónleika. Ludwig van Beethoven: Bei Männern welche Liebe fühlen Byggt á stefi úr Töfraflautunni eftir W. A. Mozart Flytjendur: Gunnar Kvaran, selló Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Antonin Dvorák: Serenaða fyrir strengi í E-dúr op. 22 Moderato Tempo di Valse Scherzo: Vivace Larghetto Finale - Allegro Vivace Flytjendur: Strengjasveit Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir HLÉ Johannes Brahms: Ungverskur dans nr. 1 í útsetningu Joachims Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó Johannes Brahms: Píanókvintett í f-moll op. 34 Allegro non troppo Andante, un poco Adagio Scherzo-Allegro Finale-poco sostenuto, Allegro non troppo Flytjendur: Sigrún Eðvaldsdóttir, 1. fiðla. Sigurlaug Eðvaldsdóttir, 2. fiðla. Helga Þórarinsdóttir, víola. Gunnar Kvaran, selló. Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. J. S. Bach: 3 kaflar úr Svítu nr. 1 í G-dúr Prelude Sarabande Gigue Einleikur á selló: Gunnar Kvaran Pjotr Ilich Tchaikovsky: Serenaða fyrir strengi í C-dúr op. 48 Pezzo in forma Sonatino, Andante non troppo- Allegro moderato Valse moderato, Tempo di Valse Elegie: Larghetto elegiaco Finale: Themo Russo, Andante - Allegro con Spirito Flytjendur: Strengjasveit Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir HLÉ Fritz Kreisler: Rezitativo og Scherzo fyrir einleiksfiðlu Flytjandi: Sigurbjörn Bernharðsson Robert Schumann: Píanókvintett í Es-dúr op. 44 Allegro Brilliante In modo d´una Marcia (un poco largamente) - Agitato Scherzo (Molto Vivace) Trios I, II Finale (Allegro non troppo) Flytjendur: Sigurbjörn Bernharðsson, 1. fiðla. Sif Tulinius, 2. fiðla. Ásdís Valdimarsdóttir, víola. Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló. Nína Margrét Grímsdóttir, píanó. Efnisskrá tónleikanna sunnudaginn 18. maí kl. 17.00: Efnisskrá tónleikanna mánudaginn 19. maí kl. 20.00: UM 90 herbergi verða í nýju hóteli við Aðalstræti en hönnun þess er nú á lokastigi. Gert er ráð fyrir að teikningar að hótelinu og land- námsskálanum sem verður undir því, fari fyrir bygginganefnd Reykjavíkur á næstunni. Saman- lagður kostnaður fyrir hótelið og landnámsskálann er áætlaður á bilinu 925 milljónir til 1.125 millj- ónir króna. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á miðvikudag er ráðgert að undirbúningsframkvæmdir vegna bygginganna hefjist í júlí næst- komandi en fyrirhugað er að að- staðan verði tilbúin til notkunar í apríl árið 2005. Framkvæmdirnar við hótelið eru á vegum eigna- haldsfélagsins Innréttinganna sem að standa Minjavernd og fast- eignafélagið Stoðir. Það er hins vegar Reykjavíkurborg sem stend- ur að framkvæmdum við land- námsskálann. Fjöldi ólíkra viðhorfa samræmdur Að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar, verða nýbyggingar hótelsins byggðar að hluta til utan um Að- alstræti 16. „Þarna erum við með friðað hús sem er byggt á löngum tíma. Elsti hlutinn af því er frá 1764 og það var ekki komið í end- anlegt horf fyrr en um 1902. Þann- ig að húsið þróaðist í vel á annað hundrað ár í það form sem það hafði fyrir framkvæmdirnar nú,“ segir hann. Hann segir að nauðsynlegt hafi verið að samræma fjölda ólíkra viðhorfa þegar hafist var handa við hönnun og skipulagningu hótelsins. Þannig hafi þurft að horfa til at- riða á borð við nýtingu, fjármagn og rekstur auk yfirbragðs hússins til að raunsætt væri að ráðast í þann kostnað sem væri samfara því að endurbyggja svona hús. „Hugsunin var sú að nota elsta hluta hússins sjálfs en flytja burt yngsta hlutann, þ.e.a.s. þá álmu sem gekk til norðurs út úr húsinu. Sá hluti er núna úti á Granda en verður settur niður á Lindargötu 60 og gerður að íbúðarhúsi þar.“ Utan um gamla húsið verða byggðir fjórir hússkrokkar sem að sögn Þorsteins verða allir sam- tengdir, t.d. með gleri og stiga- göngum. Þannig megi segja að hótelið verði eins konar húsaþyrp- ing. „Þar með fannst mönnum þeir ná að slá dálítið á tilfinninguna fyrir stærð hússins þannig að það yrði léttara yfir því en ef þetta hefði verið einn kassi. Gamla húsið verður síðan endurbyggt að utan og innan þannig að það haldi því yfirbragði og svipmóti sem það hafði upp úr aldamótunum 1900.“ Útiveitingar á torgi við landnámsskálann Hótelið verður allt að fjórar hæðir en lægsti hluti þess er gamla byggingin sem er tvær hæð- ir og ris. Alls verða um 90 her- bergi í byggingunum, bæði eldri hluta þeirra og nýrri. Ekki er gert ráð fyrir ráðstefnusal eða stórri fundaraðstöðu í hótelinu en að sögn Þorsteins verða þó tvö fund- arherbergi auk veitingastaðar. „Það verður gert einna mest úr neðstu hæðinni í Aðalstræti 16 en þar verður mjög skemmtilegt mót- tökurými sem mun tengjast „lobb- ýinu“ eða anddyri hótelsins,“ segir hann. Þá hafi menn séð fyrir sér að hægt verði að vera með útiveit- ingar á torginu við innganginn að landnámsskálanum enda sé þar gott skjól fyrir norðanáttinni. Hótelið verður um 3.800 fer- metrar að stærð og er kostnaður áætlaður á bilinu 600–800 milljónir króna. Til viðbótar kemur svo landnámsskálinn, sem verður á vegum Reykjavíkurborgar en að- alhönnuður beggja verkefnanna er Teiknistofan Skólavörðustíg 28. „Báðir aðilar vinna núna mjög hröðum höndum að því að ljúka hönnuninni og síðan er stefnt að því að borgin hefji sínar fram- kvæmdir á staðnum í ágúst eða svo,“ segir Þorsteinn en undirbún- ingsframkvæmdir munu hefjast nokkru fyrr. „Áætlað er að búið verði að reisa upp rýmið í kringum sýningarskál- ann um mánaðamótin nóvember og desember og þá er hægt að hefja framkvæmdir við hótelið.“ Samn- ingar kveði síðan á um að fyrsta apríl verði framkvæmdum lokið og aðstaðan komin í notkun. Kostnaður landnámsskála áætlaður 325 milljónir Þorkell Erlingsson er umsjón- armaður byggingar landnámsskál- ans fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hann segir enn unnið að hönnun skálans, sem kemur til með að liggja undir hótelinu. Skálinn, sem verður um 1.200 fermetrar að flat- armáli, verður byggður utan um landnámsrústina sem nýlega fannst við Aðalstræti en auk hans er gert ráð fyrir sýningarsvæðum og fjölnota sal sem nýttur verður t.d. fyrir fyrirlestra. „Þetta verður eingöngu tengt sýningu á þessari landnámsrúst og fornminjum sem eru mjög margar á þessu svæði,“ segir Þorkell. Sér- inngangur verður að skálanum frá horni Túngötu og Aðalstrætis og segir Þorkell verkefnin þannig al- veg aðskilin í sjálfu sér. Í þriggja ára fjárhagsáætlun borgarinnar er kostnaður við fram- kvæmdir við skálann áætlaður 325 milljónir króna, sem dreifast á árin 2003–2006. Hönnun hótels við Aðalstræti á lokastigi Kostnaður hótels og sýningarskála allt að 1.125 milljónir Miðborg Tölvumynd/Landmat Hér sést hvernig nýju byggingarnar verða byggðar utan um elsta hlutann. Tölvumynd/Landmat Utanfrá séð verður hótelbyggingin eins og þyrping nokkurra húsa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.