Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 28

Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 28
SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Í GÆR var haldin á Egilsstöðum ráð- stefna á vegum Small Town Net- works, sem er þriggja ára samvinnu- verkefni Íslendinga, Svía, Finna og Skota og er m.a. styrkt í gegnum norðursvæðaáætlun Evrópusam- bandsins. Þeir aðilar sem þátt taka í Small Town Networks frá Íslandi eru sveit- arfélögin Austur-Hérað, Búðahrepp- ur, Fjarðabyggð og Seyðisfjörður. Markmið verkefnisins er að kjarni sveitarfélaga á hverju samstarfs- svæði vinni náið saman að skilgreind- um hagsmunamálum. Íslensku aðil- arnir munu starfa sameiginlega að styrkingu samfélagsins á Austur- landi, með því að treysta samstarf og byggja upp skipulag sem vinnur með þróun þeirra og er vettvangur sam- eiginlegrar ákvarðanatöku. Þá á að móta samkomulag um þróun sam- félagsins á því svæði sem sveitar- félögin ná yfir, en vinna á með það sem kjarnasvæði Austurlands. Í tengslum við verkefnið verða haldnar ráðstefnur í hverju þátttökul- andanna um ákveðið málefni og var byrjað á Íslandi. Ráðstefnan að þessu sinni tók sérstaklega á málefnum ungs fólks, menntun, menningu og af- þreyingu. Um tugur fulltrúa kom til ráðstefnunnar frá hverju þátttökul- andanna. Íslendingar, Svíar, Finnar og Skotar miðla þekkingu um smærri samfélög Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá upphafsráðstefnu verkefnisins, sem haldin var á Egilsstöðum í gær. Þar voru málefni ungs fólks í smærri samfélögum rædd. Þriggja ára sam- vinnuverkefni hefst á Austurlandi Egilsstaðir FYRIR skömmu afhentu nokkur félög í Fjarðabyggð Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) hlaupabretti að gjöf. Um er að ræða tölvustýrt hlaupabretti af fullkomnustu gerð. Félögin sem að gjöfinni stóðu eru Hollvina- samtök Fjórðungssjúkrahússins, Félag hjartasjúklinga á Austur- landi, Sjálfsbjörg Neskaupstað, Lionsklúbbur Eskifjarðar og kvenfélagið Nanna. Það var Björn Magnússon, forstöðulæknir FSN, sem veitti tækinu viðtöku. Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað hefur lengi verið mikil endurhæfingarstarfsemi og er nú unnið að frekari uppbyggingu hennar. Við sama tækifæri færði sr. Sig- urður Rúnar Ragnarsson, formað- ur Hollvinasamtaka FSN, Sjúkra- húsinu heimasíðu að gjöf. Hollvinasamtökin voru stofnuð ár- ið 2000 og er leiðarljós þeirra er að vinna að góðum málefnum, Sjúkrahúsinu og heilsugæslu á Austurlandi öllu til heilla. Um 500 manns eru í samtökunum. Tímabundin slóð að nýju heima- síðunni er: www.romarvef- urinn.is/fsn og verður hún nýtt til upplýsingamiðlunar og fræðslu til almennings. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra var viðstaddur og sagði við þetta tækifæri að góðar gjafir frá félagasamtökum til heil- brigðisþjónustu í landinu yrðu seint fullþakkaðar. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson holl- vinur, Björn Magnússon, forstöðulæknir FSN, og Smári Geirsson, formað- ur bæjarráðs Fjarðabyggðar, ræða málin að afhendingu lokinni. Fjórðungssjúkra- húsið fær góðar gjafir Neskaupstaður BANDARÍSKA fyrirtækið IPT sem hyggst reisa stálröraverksmiðju í Helguvík hefur fengið frest hjá Reykjaneshöfn til að leggja fram tryggingu fyrir kostnaði hafnarinnar við lóðarframkvæmdir. Fyrirtækið hyggst flýta framkvæmdum við bygginguna, hefjast handa þar í haust þegar lóðin verður tilbúin og hefja framleiðslu á fyrsta ársfjórð- ungi 2005. Í samningum IPT við Reykjanes- höfn og Reykjanesbæ var gert ráð fyrir að umfangsmiklar framkvæmd- ir Reykjaneshafnar við að gera lóð fyrir verksmiðju fyrirtækisins við höfnina í Helguvík myndu hefjast strax og fyrirtækið hefði lokið fjár- mögnun verksmiðjunnar og lagt fram tryggingu upp á 2,3 milljónir Bandaríkjadala eða staðfestingu fjármálastofnunar. Ef staðfestingar- bréf væri lagt fram frestaðist fram- vísun bankatryggingar í allt að tólf mánuði, eða til maí 2004. Frestur til að leggja fram þessa tryggingu eða bréf átti að renna út 24. þessa mán- aðar en eigendur fyrirtækisins reiknuðu með að leggja hana fram fyrr svo að framkvæmdir á lóðinni gætu hafist. Vegna hagstæðra tilboða sem Reykjaneshöfn fékk í sprengingu og flutning grjóts af lóðinni ákváðu bæjaryfirvöld að semja við verktaka, þótt tryggingar lægju ekki fyrir, og er nú unnið að framkvæmdinni. Grjótið er notað í sjóvarnir og hafn- argerð víðsvegar um Reykjanesbæ auk þess sem það er notað til að jafna fjölda lóða á iðnaðarsvæðinu við Helguvík. Forsvarsmenn IPT voru hér á ferðinni í vikunni og þá var gengið frá breytingum á fyrra samkomulagi. Árni Sigfússon bæjar- stjóri segir að undirbúningur fram- kvæmdarinnar gangi vel og eru við- ræður við banka á lokastigi. Vegna ákvörðunar Reykjanesbæjar að flýta framkvæmdum við lóðina og já- kvæðra viðbragða fjármálastofnana við fjármögnun hafi IPT ákveðið að flýta framkvæmdum. Fyrirtækið teldi ekki þörf á að nýta þann árs frest sem það hefði en bæði um tíma fram í nóvember til að ljúka fjár- mögnun. Segir Árni að með þessu samkomulagi færi það saman að fyr- irtækið afhenti tryggingaféð um leið og lóðin væri tilbúin og framkvæmd- ir við uppbyggingu gætu hafist í október eða nóvember á þessu ári. Árni segir að Reykjanesbær sé ekki að auka áhættu sína með því að lengja þennan frest. Framkvæmdir við lóðina væru þegar hafnar og efn- ið af henni nýttist Reykjanesbæ vel. Bærinn legði ekki neina fjármuni í verkefnið að öðru leyti. Hefja mannaráðningar að ári Nú gera forsvarsmenn IPT ráð fyrir að hefja framleiðslu á fyrsta ársfjórðungi 2005. Gert er ráð fyrir að um 200 manns starfi við verk- smiðjuna og er stefnt að því að hefja ráðningu starfsmanna næsta sumar, þegar kemur að uppsetningu véla og tækja, og munu þeir síðan vinna áfram í verksmiðjunni þegar fram- leiðsla hefst á árinu 2005. Atvinnu- og hafnaráð Reykjanes- bæjar samþykkti að veita fyrirtæk- inu þriggja til sex mánaða frest „þar sem greinilega er unnið markvisst að því aðljúka fjármögnun verksins,“ segir í bókun ráðsins. IPT fær frest fram á haust til að leggja fram tryggingu Verksmiðjuhús International Pipe & Tube (langa skemman fyrir miðri mynd) verður stórt mannvirki við hafn- arbakkann í Helguvík, samkvæmt tölvuteikningu Guðmundar Jónssonar arkitekts í Noregi. Sementstankarnir tveir til vinstri á myndinni, sem Aalborg Portland hefur reist, eru mun hærri en þeir eru sýndir á myndinni. Áforma að hefja upp- byggingu í nóvember Helguvík Fulltrúar Reykjanesbæjar og IPT á væntanlegri lóð í Helguvík, Þorsteinn Erlingsson, formaður atvinnu- og hafnaráðs, David Snyder verkefnisstjóri, Barry D. Bernstein, aðaleigandi IPT, og Árni Sigfússon bæjarstjóri. BÚMENN eru í viðræðum um að fá lóðir til að byggja á í efsta hluta nýs Hlíðahverfis sem ver- ið er að skipuleggja á Neðra- Nikelsvæði í Njarðvík. Kemur það fram í fréttabréfi Bú- manna. Reykjanesbær hefur auglýst deiliskipulag af svæðinu. Efst í landinu er skipulagt sérstakt hringlaga svæði fyrir 38 íbúðir, nokkuð aðgreint frá öðrum hlutum hverfisins. Hugmyndin er að Búmenn byggi þar íbúðir og úthluti til félagsmanna sem eru 50 ára og eldri. Verða þetta fyrstu Búmannaíbúðirnar í Reykjanesbæ, ef áætlanir ganga eftir. Búmenn í Hlíða- hverfi Njarðvík LIONSMENN í Sandgerði hafa á undanförnum árum unnið að endurbygg- ingu á húsi sínu, Efra Sandgerði, sem er elsta húsið í bænum. Í vikunni skiptu þeir um járn á þaki húss- ins. Sveinbjörn Þórð- arson útvegsbóndi byggði Efra Sand- gerði árið 1883 úr timbri af risastóru amerísku segl- skipi, Jamestown, sem rak mann- laust að landi og strandaði við Hvals- nes tveimur árum fyrr. Timburfarminum var bjargað á land og efnið notað til að byggja fjölda húsa á Suðurnesjum, Suðurlandi og víðar um landið. Húsið Efra Sandgerði á sér merka sögu. Þar var meðal annars fyrsta símstöðin á staðnum og það var not- að sem verbúð í fjöldamörg ár. Lionsklúbbur Sandgerðis eignað- ist húsið fyrir um tuttugu árum og hafa lionsmenn síðan unnið að varð- veislu þess og endurbótum. Elsta hús bæjarins lagfært Sandgerði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.