Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 31

Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 31
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 31 urskornu grænmeti. Sýni voru tekin hjá framleið- endum og í verslunum. Verkefnið er hluti af stóru samræmdu eftirlits- verkefni sem Evrópusambandið skipulagði í öllum EFTIRLITSVERKEFNI Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga á svokölluðu örveruástandi niðurskorins grænmetis leiddi í ljóst eitt ófullnægjandi sýni af 70. Leitað var eftir þremur bakteríum sem útbreiddar eru í jarðvegi og geta vaxið í grænmeti ef hreinlætis er ekki gætt við meðferð og vinnslu fyrir neytendaumbúð- ir. Segir í skýrslu Umhverfisstofnunar að örveru- ástand þessarar vöru sé gott, það er hvað varðar bakteríur sem skoðaðar voru. Almennt örveru- fræðilegt mat á hreinlæti fyrirtækjanna var ekki metið í þessu eftirlitsverkefni. Öll heilbrigðissvæði á landinu tóku þátt í eft- irlitsverkefninu og var farið til framleiðenda, heildsala og í verslanir og stóreldhús. Góð dreifing var á sýnatöku um landið og fjölbreytni í græn- meti mikil, segir ennfremur. „Grænmetisneysla hefur aukist að undanförnu og má þakka það meðal annars auknu framboði, auknum gæðum og áróðri um hollustu grænmetis. Í verslunum er nú hægt að kaupa niðurskorið grænmeti úr salatbörum og í handhægum neyt- endaumbúðum,“ segir Umhverfisstofnun. Vitnað er í niðurstöður landskönnunar Manneldisráðs á mataræði árið 2002 þar sem fram kemur að neysla grænmetis hafi aukist um 39% á 12 árum. Er hún 99 grömm á dag að meðaltali, sem er helmingi minna en gerist meðal annarra þjóða og manneld- ismarkmið, 200 grömm á dag, segja fyrir um. „Í febrúar og mars 2003 fór fram eftirlitsverk- efni Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga þar sem könnuð var útbreiðsla þriggja sjúkdómsvaldandi baktería, það er salm- onellu, listeriu monocytogenes og E-coli 0157 í nið- aðildarríkjum EES og var tilgangurinn að gera sér grein fyrir ástandi á niðurskornu grænmeti með tilliti til fyrrgreindra baktería,“ segir Um- hverfisstofnun. Öll heilbrigðiseftirlitssvæði á landinu tóku þátt í verkefninu, sem skiptist í tvo hluta. Annars vegar var niðurskorið grænmeti, sveppir og baunaspírur skoðað og hins vegar var kannað hvort fyrirtæki þar sem grænmetið er framleitt, skorið niður eða selt í smásölu væru með innra eftirlit. Tekin voru 70 sýni frá framleiðendum, heild- sölum, stóreldhúsum og úr verslunum víða um land, alls á 37 stöðum. „Af 70 sýnum voru 69 fullnægjandi samkvæmt viðmiðunarreglum í Vinnuhandbók fyrir rann- sóknir á matvælum og neysluvatni frá 2002, sem er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Eitt sýni greindist með listeriu monocytogenes og var strax gripið til aðgerða og dreifing vör- unnar stöðvuð,“ segir jafnframt. Í fyrirtækjum þar sem sýni voru tekin af nið- urskornu grænmeti var jafnframt gerð úttekt á stöðu innra eftirlits. Niðurstöður bárust frá 32 framleiðendum, heildsölum, verslunum og stó- reldhúsum. Engar niðurstöður bárust frá fimm fyrirtækjum. „Könnun á ástandi innra eftirlits leiddi í ljós að 26 fyrirtæki af 32 sem svör bárust frá, (81%), voru með innra eftirlit og 5 af 32, (15,6%), höfðu farið í hættugreiningu eða voru með hreinlætisáætlun. Aðeins 1 fyrirtæki af 32 var ekki með innra eftirlit. Flest veitingahús, kaffihús, stóreldhús voru með innra eftirlit í lagi. Þá voru flestar verslanir með innra eftirlit, en einn fram- leiðandi var ekki með innra eftirlit. Þetta sýnir að enn eru fyrirtæki sem þurfa að taka sig á í þessum efnum,“ segir loks í skýrslu Umhverfisstofnunar. Niðurstöðum verkefnisins hefur verið komið á framfæri við Eftirlitsstofnun EFTA. Sjá heimasíðu: ust.is. Leitað að bakteríum í niðurskornu grænmeti 69 sýni af 70 reyndust fullnægjandi Morgunblaðið/Árni Torfason Örveruástand á niðurskornu salati er gott, segir Umhverfisstofnun. Akstur bíla er eitt helsta mengunarvandamál Ís- lendinga. Hvernig getum við minnkað meng- andi útblástur bifreiða okkar? Fækkun bíl- ferða og mjúkakstur eru áhrifaríkar leiðir, en með einfaldri tæknilegri breyt- ingu er einnig hægt að minnka áhrif akst- urs á umhverfið mikið; stuðla að endingu bílsins, bæta fjárhaginn og auka þægindi og öryggi í akstri. Hægt er að setja hreyfilhit- ara í bílinn, lítið tæki sem hitar upp vélina áður en bíllinn er settur í gang og lagt er af stað. Hreyfilhitari Vertu þér úti um hreyfilhitara í bílinn. Ef þú átt tímarofa stillirðu hann að kvöldi svo að vélin sé heit þegar þú kemur út að morgni. Notaðu hitarann fyrir allar áætlaðar ferðir. Láttu bílinn ekki vera í gangi að óþörfu. Bensíneyðsla bíla í hægagangi getur verið meiri en í akstri. Það sem til þarf er hreyfilhitari og rafmagnsinnstunga. Einnig er hægt að fá tímarofa og hitablásara fyrir bílinn. Ávinningur er fimm- til tífalt minni útblástur eiturefna á stuttum ferð- um, sem sagt í þínu nánasta umhverfi. Bensíneyðsla meðalstórs fólksbíls minnkar um 100 til 200 lítra á ári. Lengir endingu smurolíu. Lengir endingu rafgeymis, sérstaklega ef notað er hleðslutæki sem er hluti af hreyfilhitarabúnaði. Bílvélin slitnar mun minna. Eykur vellíðan og öryggi ef notaður er hitablásari, því engin móða eða ísing er á rúðum. Hreyfilhitari er þjóðþrifamál! Vistvernd í verki – Ráð vikunnar MANNELDISRÁÐ segir spelt- brauð ekki hollara en brauð úr venjulegu hveiti. Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður Manneldis- ráðs, svarar fyrirspurn frá brauð- unnanda um hollustu speltbrauðs á heimasíðu Neytendasamtakanna, ns.is. „Speltbrauð hafa af einhverjum ástæðum fengið á sig mikinn heilsu- stimpil, hugsanlega þar sem speltið er gamalt afbrigði af hveiti og því má telja það upprunalegri fæðu en venjulegt hveiti. Hins vegar hafa komist margar sögusagnir á kreik um speltið, sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Til dæmis er því oft haldið fram að það hafi að geyma minna af glúteni og því geti fólk með glútenóþol borðað speltbrauð án þess að verða fyrir óþægindum. Spelt mjög glútenríkt Þetta er ekki rétt. Speltið er þvert á móti óvenju auðugt af glúteni. Að öðru leyti er næringargildi speltis mjög svipað og venjulegs hveitis. Rétt eins og með venjulegt hveiti þá fer magn næringarefna og trefjaefna mest eftir því hversu gróft mjölið er og mikið malað. Fínt spelti nefnist farina og er það svipað að næring- argildi og hvítt hveiti,“ segir Laufey Steingrímsdóttir. Segja speltbrauð ekki hollara en annað KVICKLY í Danmörku hefur hætt sölu á sandölum með mynd- um af Jesú og Maríu mey vegna mótmælaaðgerða. BBC greinir frá því á vefsíðu sinni að skórnir hafi verið ætlaðir börnum og full- orðnum og framleiddir í bleiku og bláu. Á bláu skónum var mynd af Jesú og mynd af Maríu mey á þeim bleiku. Myndirnar eru á sól- anum að innanverðu svo fóturinn stígur á þær þegar klæðst er í skóna. Coop í Danmörku, sem á Kvickly, mun hafa verið búin að selja 4.000 pör en fjarlægði skóna þegar 200 kvartanir höfðu borist. „Ætlunin var ekki að móðga trúaða, en svo virðist hafa gerst. Fjöldi kvartana kom okkur alger- lega á óvart,“ er haft eftir tals- manni verslunarinnar. Kært fyrir guðlast „Sumir prestar segja bók- staflega verið að stíga á Jesú og Maríu mey þegar farið er í skóna,“ segir hann. Mótmælendur við Kvickly- verslun í Árósum munu hafa tek- ið sig til og eyðilagt nokkur pör nokkrum klukkustundum eftir að skórnir voru settir fram í versl- unina. Katólskur prestur í borginni mun enn fremur hafa kært versl- unina fyrir guðlast. BBC segir að 84% Dana séu lúterstrúar og 1% játi katólska trú. Sandalar með helgi- myndum valda óróa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.