Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 35
GOETHE Zentrum býður þýðendum
og áhugamönnum um Günter Grass á
námskeið á morgun, laugardag, með
þýsk-finnskum fyrirlesara, Luise
Liefländer-Koistinen. Námskeiðið
hefst kl. 9.30. Luise Liefländer-Koist-
inen fjallar um þýðingarvandann með
stórverk Grass, Ein weites Feld, en
hún hefur rannsakað þýðinguna á
finnsku og tvær enskar þýðingar.
Í inngangi námskeiðsins segir
Luise Liefländer-Koistinen frá rann-
sóknum sínum og þátttakendur kynn-
ast verkinu með því að þýða einstaka
þætti í litlum hópum. Fyrirlesturinn
er á þýsku, en umræðan getur verið á
íslensku og þýsku. Aðgangur er
ókeypis.
Günter Grass –
fyrir þýðendur
og áhugamenn
Íslenskur veruleiki í ASÍ
HRAFNHILDUR Sigurðardótt-
ir opnar sýningu í Listasafni ASÍ
í dag, laugardag, kl. 14. Hrafn-
hildur sýnir lágmyndir, textílverk
og myndverk unnin með tölvu-
tækni í Ásmundarsal og Gryfju. Í
Ásmundarsal eru verk sem fjalla
um hvernig hún upplifði að koma
heim til Íslands að lokinni náms-
dvöl erlendis. Hún setur sig í
spor utanaðkomandi gests og
skoðar íslenskan veruleika eins
og hann blasir við. Þetta verður
henni tilefni til að gera stöðu
konunnar í okkar vestræna þjóð-
félagi að umfjöllunarefni og fjalla
m.a. um stöðu myndlistarkvenna,
unglingsstúlkna og fórnarlamba
hins nýja íslenska kynlífsiðnaðar.
Í Gryfju sýnir Hrafnhildur
myndverk unnin með tölvutækni
sem hún kallar einu nafni Úpsa-
deisí. Þau verk vísa í senn bæði
inn á við og út á við.
Hrafnhildur lauk námi í skúlp-
túrdeild University of Colorado í
Boulder í BNA árið 2000 en hafði
áður lokið námi í skúlptúrdeild
og textíldeild Myndlista- og
handíðaskóla Íslands. Hrafnhild-
ur var einn af stofnendum og
meðeigendum Sneglu, listhúss.
Þetta er áttunda einkasýning
Hrafnhildar en hún hefur einnig
tekið þátt í fjölda samsýninga
hér heima sem og á erlendri
grund.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 1. jún. Opið frá 13-17 alla
daga nema mánudaga.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 35
Kjarna-
vörur
Bakarahátíð
í Smáralind
Fylgist með spennandi keppni í brauð-
og kökubakstri í Vetrargarðinum,
Smáralind, dagana 16. til 18. maí
Föstudaginn 16. maí:
Baksturskeppni bakaríanna - Fyrri hópur .......
Laugardaginn 17. maí:
Baksturskeppni bakaríanna - Seinni hópur .......
Úrslit kynnt og verðlaunaafhending ..........................
Sunnudaginn 18. maí:
Verk keppenda til sýnis................................
Á keppnissvæðinu verða fyrirtæki með ýmsar kynningar og
uppákomur, marsipanskreytingar, súkkulaði, kaffi bakarans
og margt fleira. Á sunnudeginum gefst fólki kostur á að
ræða við meistarana og smakka á brauði og bakkelsi.
12:00 - 18:00
9:00 - 15:00
17:00
13:00 - 18:00
STEINUNN Marteinsdóttir opnar
sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ
kl. 14 í dag, laugardag. Sýninguna
nefnir hún Nú er úti vetrar þraut og
gefur þar að líta málverk og verk úr
leir; myndir sem segja af þeim tíð-
indum þegar líf færist í náttúruna á
vorin og tengja sig um leið við gömul
íslensk viðlög og stemmur, leirverk
sem til verða við að skoða klettabelti
Esjunnar og jökla landsins, einnig
stórgerðan „borðbúnað“ Hítar tröll-
konu þeirrar er drakk jól með Bárði
Snæfellsás. Flest verkanna eru unnin
á sl. tveim árum. Sýningin, er opin dag
hvern kl.14–18 fram til 1. júní, eftir
það verður hún opin um helgar fram
eftir sumri eða eftir samkomulagi. Vasar eftir Steinunni Marteinsdóttur.
Steinunn
sýnir á Huldu-
hólum
mbl.isFRÉTTIR