Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson. T
IL ÞESSA hefur tveimur að-
ferðum verið beitt til að
reyna að koma á friði í Mið-
Austurlöndum. Annaðhvort
hafa menn sett fram hug-
myndir sem byggjast á framtíðarsýn og
grundvallarmarkmiðum eða einbeitt sér
að næstu raunhæfu skrefum í von um að
geta dregið úr spennunni og byggt upp
traust, þannig að næsta skref verði
mögulegt og síðan það þarnæsta…
Báðar þessar aðferðir eru fullgildar
en við höfum komist að raun um að
hvorug þeirra dugir ein og sér. Ísr-
aelum og Palestínumönnum hugnast
framtíðarsýnin um frið en þeir sjá ekki
hvernig hún getur orðið að veruleika
vegna þess að hvorug þjóðin trúir því að
hin geri þær tilslakanir sem þarf. Hvor-
ug þjóðin er raunar tilbúin að taka þessi
nauðsynlegu skref meðan ekki er ljóst
hvert vegurinn liggur.
Í stuttu máli má segja að það sem
hefur vantað sé vegvísir þar sem báðir
aðilar geta ekki aðeins séð hvert ferð-
inni er heitið, heldur einnig alla áfang-
ana á leiðinni í réttri röð.
Núna vantar ekki þennan vegvísi
lengur. Kvartettinn svokallaði – Banda-
ríkin, Evrópusambandið, Rússland og
Sameinuðu þjóðirnar – birti nýlega sjö
síðna skjal sem hann hafði unnið að í
tæpt ár.
Í þessu skjali, Vegvísinum, er loka-
markmiðið mjög skýrt, það er tveggja
ríkja lausn sem Bush Bandaríkjaforseti
lýsti í Rósagarði Hvíta hússins 24. júní í
fyrra: óhult og stöndugt Ísraelsríki og
sjálfstætt, lífvænlegt, fullvalda og lýð-
ræðislegt Palestínuríki, sem lifa hlið við
hlið í friði og öryggi, í Mið-Aust-
urlöndum þar sem ofbeldi og hryðjuverk
verða loksins hrakin brott.
Og í Vegvísinum kemur jafnskýrt
fram hvaða skref verða tekin til að ná
lokaáfanganum. Þar er ekki aðeins til-
greint hvað þurfi að gera, heldur einnig
hvernig. Viðurkennt er að ekki verður
hægt að koma á friði ef báðir aðilar bíða
eftir því að hinn stígi fyrsta skrefið. Í
hverjum áfanga á leiðinni verða báðir
aðilar að ge
til batnaðar
augljóslega
Annars mu
halda ferðin
Í fyrsta á
að mynda a
batnaðar í
Palestínum
Vegurinn til friðar
Eftir Terje Rød-Larsen
Hópur Palestínumanna deilir við ísraelska hermenn vegn
RUKKAÐ FYRIR ROPVATNIÐ
Mikil gosneysla Íslendinga og ekkisíst íslenskra ungmenna hefur
lengi verið áhyggjuefni. Þótt ekki sé
ástæða til að amast við hóflegri
neyslu á gosi er það ekki æskileg þró-
un að sykraðir gosdrykkir séu uppi-
staða daglegrar neyslu ungmenna.
Það er því fagnaðarefni að neyslutöl-
ur sýna fram á stórsókn vatns, jafnt
kranavatns sem tappaðs á flöskur, í
neyslumynstrinu.
Það er hins vegar undarlegt, líkt og
Jón Diðrik, forstjóri Ölgerðarinnar,
benti á í samtali við Morgunblaðið um
síðustu helgi, að hærri opinber gjöld
leggjast á vatn á flöskum en gos-
drykki: „Neysla sykurlausra drykkja
hefur verið að aukast gífurlega á síð-
ustu árum og neysla sykraðra
drykkja hefur verið að aukast minna
á Íslandi en í flestum nágrannalönd-
unum. Á hinn bóginn er í könnun
Manneldisráðs ekki skilið á milli
sykraðra og sykurlausra drykkja í
túlkun talna.
Að sama skapi er sú neyslustýring,
sem birtist í skattastefnu stjórnvalda,
mjög óeðlileg að mínu mati þegar
kemur að drykkjarvörumarkaðnum
því svokallaður sykurskattur er lagð-
ur á vatn og aðra sykurlausa drykki.
Auk þess er 24,5% virðisaukaskattur
af vatni, en 14% af sykruðum goslaus-
um svaladrykkjum og djúsi. Allt
neyslumynstur hefur breyst mjög
mikið frá því að sykurskatturinn var
settur á gosdrykki og sælgæti fyrir
fjölmörgum árum, en nærri lætur að
um 35% af gosdrykkjasölu okkar sé
nú í formi sykurlausra gosdrykkja.
Svo ræðir Manneldisráð um að auka
skattheimtuna.“
Skattar og tollar á neysluvöru virð-
ast oft ekki taka mið af yfirlýstum
markmiðum stjórnvalda um heilbrigt
líferni, hvað þá almennri skynsemi.
BÖRN OG FORELDRAR Í ÓVISSU
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, borgar-fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti
máls á því á borgarstjórnarfundi í
fyrradag að óvissa ríkti um framtíð
einkarekinna grunnskóla í borginni. „Í
samtölum við fulltrúa skólanna er ljóst
að þeir eru í mikilli óvissu og finnst
mjög vont að geta ekki svarað foreldr-
um hver skólagjöldin verða næsta vetur
og jafnvel ekki hvort skólinn getur
starfað áfram,“ sagði Guðrún Ebba.
Þetta er rétt hjá borgarfulltrúanum.
Tillögur, sem starfshópur á vegum
borgarinnar lagði fram fyrr í mánuðin-
um um „lausn“ á þeim vanda einkarek-
inna skóla, sem borgin hefur sjálf búið
til, eru allsendis ófullnægjandi eins og
Morgunblaðið hefur áður vakið máls á.
Annars vegar einkennast þær af úrelt-
um hugmyndum um hvernig haga beri
skólamálum í Reykjavík til framtíðar
og hins vegar leysa þær ekki til
skemmri tíma litið vanda einkaskól-
anna.
Nú líður að innritun í skólana og
hundruð barna og foreldra þeirra eru í
mikilli óvissu um framtíðina. Við svo
búið má ekki standa. Borgaryfirvöld
verða að reka af sér slyðruorðið og
leysa þetta mál snarlega.
STÓRHUGA KALDBAKUR
Fjárfestingafélagið Kaldbakur,sem stofnað var á síðasta ári, erá skömmum tíma orðið einhver
umsvifamesti aðilinn í íslensku víð-
skiptalífi. Vakti mikla athygli er Kald-
bakur gerði tilboð í Búnaðarbankann á
síðasta ári. Félagið var stofnað á grunni
Kaupfélags Eyfirðinga, þegar því var
skipt annars vegar í samvinnufélag og
hins vegar fjárfestingafélag. Hlutur
KEA í Kaldbaki er nú þriðjungur en
aðrir stórir eigendur eru Samherji, Líf-
eyrissjóður Norðurlands, Fjárfestinga-
félagið Fjörður og Kaupþing banki.
Þótt fjárfestingar Kaldbaks séu ekki
bundnar við Eyjafjarðarsvæðið eða Ís-
land er ljóst að tilkoma þessa öfluga
fyrirtækis mun styrkja Akureyri veru-
lega og efla stöðu bæjarfélagsins sem
mótvægi við Reykjavík.
Það er athyglisvert að skoða ummæli
forsvarsmanna félagsins í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins á fimmtudag.
Þar segir Kári Arnór Kárason, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður-
lands og stjórnarmaður í Kaldbaki:
„Við verðum meira og meira vör við það
að aðilar á höfuðborgarsvæðinu treysta
sér ekki, eða a.m.k. síður, til að fara í
fjárfestingar úti á landi. Við höfum orð-
ið í vaxandi mæli vör við það í banka-
kerfinu, að menn láni bara ekki út fyrir
höfuðborgarsvæðið. Það er raunveru-
legt vandamál. Ein ástæða þess að við
vildum eignast hlut í banka var sú að við
vildum reyna að efla enn frekar þær
stoðir sem hér eru í fjármálalífi og
reyna þá meðal annars að sinna svæð-
unum utan höfuðborgarsvæðisins bet-
ur. Því að þróunin er greinilega í þessa
átt sem ég lýsti og ég held að eftir sölu
ríkisbankanna sé líklegt að hún verði
það enn frekar.“
Eiríkur Jóhannsson framkvæmda-
stjóri Kaldbaks og fyrrverandi kaup-
félagsstjóri KEA leggur áherslu á sér-
stöðu Kaldbaks á markaði: „Með fullri
virðingu fyrir mörgum öðrum fjárfest-
ingafélögum erum við með mjög mikla
þekkingu innanbúðar hjá okkur. Við er-
um ekki bara „verðbréfakrakkar“ – sem
er ímynd margra – sem erum að kaupa
lágt og þykjast selja hátt á morgun og
höfum í sjálfu sér litla aðra skoðun á
þessum hlutum. Við liggjum miklu
dýpra en það. Þessi þekking er ákveðin
eign og eitt af markmiðum mínum er að
hún viðhaldist.“
Þótt tilboði Kaldbaks í Búnaðarbank-
ann hafi verið hafnað er félagið með
umsvif á mörgum sviðum, s.s. í sjávar-
útvegi, verslun og fjármála- og trygg-
ingageiranum. Það er ljóst að Kaldbak-
ur ætlar sér stóra hluti í íslensku
viðskiptalífi, meðal annars á sviði smá-
söluverslunar, en félagið á stóran hlut í
Samkaupum. Sá stórhugur sem stofnun
og stefnumörkun Kaldbaks ber vitni um
á vafalítið eftir að setja mark sitt á þró-
un íslensks viðskiptalífs, draga úr
blokkamyndun og efla stöðu lands-
byggðarinnar. Þarna eru öflug fyrir-
tæki utan Reykjavíkur að taka málin í
sínar hendur, sporna við þeirri þróun
sem átt hefur sér stað og blása til sókn-
ar. Því ber að fagna.
Þ
EGAR Páll Pétursson félagsmálaráðherra
var á dögunum spurður um viðbrögð við
skýrslu ríkisendurskoðunar um málefni
Sólheima í Grímsnesi, komst hann þannig
að orði, að hann ætlaði ekki að leggja á ráð-
in um framtíðina, enda sæti hann í „starfsstjórn“. Hér
fór ráðherrann fráfarandi ekki með rétt mál. Rík-
isstjórn Davíðs Oddssonar, sem nú situr, er ekki starfs-
stjórn. Hún hefur ekki beðist lausnar vegna skorts á
pólitísku umboði. Starfsstjórn kemur til sögunnar, þeg-
ar regluleg ríkisstjórn hefur sagt af sér og bíður þess,
að mynduð verði ný ríkisstjórn, sem hefur ótvírætt um-
boð frá alþingi.
Hefðu stjórnarflokkarnir misst meirihluta sinn á
þingi, hefði Davíð Oddsson orðið að biðjast lausnar fyrir
sig og ráðuneyti sitt og kynna forseta Íslands þá
ákvörðun. Er þá föst venja, að forseti fallist á lausn-
arbeiðnina en biðji stjórnina jafnframt að gegna störf-
um, þar til ný stjórn hefur verið mynduð.
Úrslit kosninganna knúðu Davíð ekki til þess að biðj-
ast lausnar. Strax og þau lágu fyrir tilkynntu þeir Davíð
og Halldór Ásgrímsson, að þeir ætluðu að ræða saman
til að fullvissa sig um, hvort samstarf Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks um landstjórnina gæti ekki haldið
áfram þriðja kjörtímabilið.
Mánudaginn 12. maí komu þingflokkar sjálfstæð-
ismanna og framsóknarmanna saman til funda og veittu
formönnum sínum formlegt umboð til að semja um
framhald á stjórnarsamstarfinu. Þar með var staðfest,
að meirihluti þingmanna stæði að baki þessum samn-
ingaviðræðum.
Ríkisstjórn flokkanna situr áfram, þar til þeir hafa
samið um myndun nýrrar ríkisstjórnar, eða upp úr
slitnar. Ríkisstjórnin hefur sambærilegt umboð til að
leggja á ráðin og taka ákvarðanir um framtíðina og hún
hafði fyrir kosningar. Hitt er svo annað mál, að fræði-
legar athuganir sýna, að munur á reglulegri ríkisstjórn
og starfsstjórn er í raun enginn, þegar litið er til verka
þeirra.
x x x
Í krafti þess, sem hér hefur verið sagt, var rétt mat
hjá Davíð Oddssyni, að hann þyrfti ekki að „raska ró“
forseta Íslands, þegar kosningaúrslitin lágu fyrir.
Raunar er það svo síðan Davíð Oddsson settist í stól for-
sætisráðherra fyrir 12 árum, að hann hefur aldrei þurft
að skila forseta umboðinu, sem hann fékk þá til a
stjórnarforystu. Er einsdæmi í íslenskri stjórn-
málasögu, að sami maður hafi notið slíks trausts
kjósenda og meirihluta alþingis.
Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti á
og situr nú í annað sinn á Bessastöðum, þegar g
til alþingiskosninga. Hann hefur einn forseta lýð
isins aldrei komið að því að veita umboð til stjórn
armyndunar. Enginn veit því, hvaða aðferðum h
mundi beita, ef til þess kæmi, að hann þyrfti að s
þessu lykilhlutverki forseta í stjórnarkreppu. Þe
ið er til forvera Ólafs Ragnars á forsetastóli, má
að hver þeirra hefur haft sinn hátt á framgöngu
myndun stjórnar.
Starfsaðferðir forseta við stjórnarmyndanir h
ið breytilegar og um þær gilda engar settar regl
seta er hins vegar skylt að fara að einni meginre
þingræðisreglunni, það er að meirihluti alþingis
því í raun, hverjir eru ráðherrar. Ríkisstjórn ver
beygja sig fyrir vantrausti þjóðþingsins.
Þingræðisreglan er ekki lögfest berum orðum
stjórnarskránni, en í 1. grein hennar segir, að Ís
lýðveldi með þingbundinni stjórn. Reglan styðst
bóginn við fasta venju hér á landi, frá því að Han
Hafstein varð fyrsti íslenski ráðherrann árið 190
heimastjórninni.
Verður aldarafmæli þingræðisreglunnar fag
næsta ári samtímis því, sem minnst verður 100
mælis stjórnarráðsins. Er tilefni til að rita sög
ræðis á Íslandi vegna þessara tímamóta. Rík-
isstjórnin ákvað á sínum tíma, að framhald á s
stjórnarráðsins skyldi skráð vegna afmælisins
stjórnarráðssagan væntanleg á afmælisdegi h
stjórnarinnar 1. febrúar, 2004. Nýkjörið alþing
að minnast þessa viðburðar í stjórnskipunar- o
stjórnmálasögu þjóðarinnar með því að beita s
rannsóknum á þingræðinu og að saga þess ver
uð.
Þar sem inntak þingræðisreglunnar mótast a
um og hefðum, er mikilvægt að eiga greinargóða
á því, hvernig staðið hefur verið að framkvæmd
áranna rás. Svör við mikilvægum spurningum u
hvernig reglunni hefur verið beitt, gætu skipt m
úrslitastundu í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Þau y
þess fallin að auðvelda úrlausn viðkvæmra álitae
æðstu stjórn ríkisins.
VETTVANGUR
Þingræðisleg stjórn
og Samfylkingarátö
Eftir Björn Bjarnason