Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 41

Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 41
hófu sambúð í Reykjavík þar sem þau störfuðu á þeim tíma, hann hjá Bílabúð Benna sem sölumaður bíla og Íris Ósk hjá Bónus sem svæðis- stjóri. Heimahagarnir toguðu í unga fólkið og varð úr að þau festu kaup á einbýlishúsi í Ólafsvík og fluttust vestur í júní 2002. Matti fór að vinna hjá Fiskmarkaði Íslands í Ólafsvík og Íris Ósk hjá Landsbankanum á staðnum. Heyrði ég strax á Matta hve ánægður hann var á nýja vinnu- staðnum, samhentur hópur sem var samstiga í stríðni og léttum hrekkj- um. Framtíð ungu fjölskyldunnar var björt og eftirvænting mikil því í lok ársins 2002 fæðist nýr fjölskyldu- meðlimur sem skírður var Kristján Steinn. Samheldni fjölskyldunnar leyndi sér ekki við heimilisstörfin og í áhugamálum. Tengslin sem mynduðust á milli Matta og Jóhanns Áss, soninn sem Íris Ósk átti fyrir, voru frábær og var unun að fylgjast með hve fljótt þeir urðu hinir mestu mátar. Saman smíð- uðu þeir nákvæma eftirlíkingu af bátnum mínum og pökkuðu honum inn og var þetta jólagjöfin til mín um síðustu jól. Beðið var með eftirvænt- ingu að ég opnaði pakkann og sæi innihaldið. Eftir því sem frístundir leyfðu vörðu þeir saman tíma í kofa- smíði sem átti að koma fyrir við húsið sem fjölskyldan bjó í og ekki hvað síst átti kofinn að vera samverustað- ur Jóhanns Áss og Kristjáns Steins þegar fram liðu stundir. Það var mik- ið kappsmál hjá Matta að ungu drengirnir lærðu að synda, var Krist- ján Steinn þegar byrjaður í ung- barnasundi og var Matti óspar á að fara með þá í sund og leggja grunn- inn að sundiðkun þeirra í framtíðinni. Nýjasta áhugamál þeirra Matta og Jóhanns Áss var lítið mótorcrosshjól sem Jóhann Ás eignaðist. Voru margar samverustundir í fjörunni við æfingar á hjólinu. Það er mikið sem hægt væri að skrifa um Matta en ég læt þessi fá- tæklegu minningarbrot nægja. Það er mikil sorg og söknuður við missi Matta sem í blóma lífsins er hrifinn svo skyndilega á brott. Er ég og fjöl- skylda mín þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með honum. Viljum við að lokum votta öllum aðstandend- um okkar dýpstu samúð og megi Guð blessa minningu góðs drengs og styrkja aðstandendur í sorg sinni. Jóhann Steinsson. „Dauðinn er ekki til. Menn bregða sér bara inn í annað herbergi. Ég er ég og þú ert þú. Nefndu mig mínu gamla gælunafni. Talaðu blátt áfram við mig eins og þú varst vön. Breyttu ekki röddinni. Vertu ekki þvinguð af sorg og alvöru. Hlæjum eins og við vor- um vön að hlæja að litlu skrýtlunum sem við áttum saman. Leiktu – brostu – hugs- aðu til mín – biddu fyrir mér. Lífið merkir hið sama og alltaf áður. Það er hið sama alla tíð. Lífið er óslitið samhengi. Hvað er dauðinn annað en lítiðfjörlegt óhapp? Ég er ekki gleymdur, bara geymdur. Ég bíð þín bara, hittumst eftir hlé. Ég er alltaf nálæg- ur – rétt handan við hornið – allt í lagi.“ Elsku Matti frændi, ég trúi ekki að þú sért farinn og ég eigi ekki eftir að hitta þig úti í sjoppu eða heilsi þér á rúntinum. Þetta átti að vera „kynnast aftur sumarið mikla“, grill og næs og litlu lömbin okkar að leika sér saman í garðinum, hoppandi, skoppandi og hlæjandi. Þó þykist ég nú vita að þú verðir á staðnum, eins og stendur í textanum hér að ofan ertu geymdur, ekki gleymdur. Skilaðu kveðju til ömmu Svennu. Elsku Íris Ósk, Kristján Steinn, Jóhann Ás, Thelma Rún, Viktor Ingi, Adda, Kiddi, Svana, Frikki, Garðar, Jói og Hrönný, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Lilja frænka. Elsku Matti minn. Aldrei datt mér það í hug að ég þyrfti að setjast niður og skrifa minningarorð um þig. En sú staðreynd er sú er að þú ert farinn frá okkur. Enda veit maður aldrei hver yfirgefur þetta jarðneska líf næst. Þegar maður hugsar um þig og rifjar upp minningar þá kemur alltaf hlátur upp í hugann því alltaf var stutt í brosið og grínið hjá þér. Lífs- gleðin þín var ótrúleg og betri fyr- irmynd var ekki til. Matti var alveg einstakur drengur, hvað hann var traustur, trúr og tryggur gleymist aldrei. Hann var einstaklega barngóður og elskaði að vera í návist barna enda löðuðust þau að honum eins og ég. Allar mínar minningar um Matta sem ég geymi í hjarta mínu eru góðar. Hvað hann reyndist mér vel er ómetanlegt, þeg- ar mér leið illa þá var gott að leita til hans og fá hughreystingar. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn vörn og skjól þar ég finn. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Íris, Jóhann Ás, Kristján Steinn, Telma Rún, Viktor Ingi, Adda, Kiddi, Svana, Friðrik, Garðar og aðrir aðstandendur, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Hans vinur að eilífu, Friðbjörn Ásbjörnsson. Elsku Matti. Vegir Guðs eru órannsakanlegir en hann hlýtur að hafa ætlað þér stórt hlutverk hjá sér fyrst hann tók þig frá fjölskyldu þinni núna. Síðustu dagar hafa verið ótrúlega langir og allir verið dofnir, nema kannski börn- in sem láta okkur vita að við verðum að halda áfram sama hversu erfitt það er. Þú ert bara árinu yngri en ég og við vorum saman í Grunnskólan- um á Hellissandi. Þá hefði mér aldrei dottið í hug að við ættum eftir að eiga sömu tengdaforeldrana en sem betur fer segi ég núna. Ég og Rúnar erum búin að vera saman í rúm tíu ár og ég veit að Íris hefði ekki getað verið hamingjusamari en núna síðustu ár- in. Þú varst yndislegur við Jóhann Ás og það sem þú varst góður í að finna upp á einhverju að gera með honum, sama hvað var mikið að gera hjá þér þá gafstu þér alltaf tíma. Þegar þið keyptuð svo mótorhjólið fyrir hann... það sem þú varst duglegur að fara með hann niður í fjöru sama hvernig viðraði, enda getur hann alveg hjólað sjálfur núna. Þegar svo Kristján Steinn fæddist held ég að þú hafir verið stoltasti pabbinn á svæðinu enda er litli prins- inn smækkuð mynd af þér og við eig- um eftir að minnast þín á hverjum degi í honum. En elsku Matti, takk fyrir að fá að kynnast þér og hafa þig hjá okkur þó svo að þetta hafi verið alltof stuttur tími. Elsku Íris, Jóhann og Kristján Steinn, núna verðum við að standa þétt saman og þið vitið að þið getið alltaf leitað til okkar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gilbran.) Þínir vinir, Erla Sigurðar, Rúnar Már Jóhannsson, Bjarki Freyr, Sigurður Reynir og Klara Hrönn. Okkar besti vinur er dáinn, nöpur staðreynd sem við horfumst í augu við og verðum að sætta okkur við. Skarð hans verður aldrei fyllt. Við minnumst með gleði æsku og ung- lingsáranna sem við upplifðum með Matta. Við vorum nefnilega heimaln- ingar hver hjá öðrum. Ótal stundir koma upp í huga okkar, við lékum okkur saman í fótbolta allar stundir á sumrin en veturnir fóru meðal ann- ars í að baka. Okkur vinunum þótti nefnilega ótrúlega gaman og gott að baka, þá sérstaklega jógúrtkökurnar hennar Þorbjargar. Ekki slitnaði upp úr vinskapnum þegar á unglingsárin var komið, þó svo að áherslurnar breyttust, nú áttu körfubolti, vélknú- in ökutæki, sveitaböll og stelpur hug okkar allan. Prakkarastrik okkar fé- laganna voru ótal mörg og minnumst við þeirra með brosi á vör. Þó leiðir okkar þriggja hafi um tíma legið sitt í hvora áttina rofnuðu aldrei vinartengslin. Matti varð fyrstur af okkur vinunum til þess að verða pabbi og var hann ótrúlega stoltur af börnunum sínum og tók hann föðurhlutverkið alvarlega. Leiðir okkar allra sameinuðust aftur á heimaslóðum, samverustundir okk- ar jukust og fór ómældur tími í að rifja upp gamlar minningar. Elsku Íris Ósk, á ykkar heimili var alltaf gott að koma, þar nutum við alltaf góðra veitinga og gestrisni. Elsku Íris, af öllu var Matti stoltast- ur af fjölskyldu sinni. Elsku Íris Ósk og börn, Adda, Kiddi og fjölskylda, þið eigið hug okkar allan. Við munum minnast hans með gleði og sakna hans sárt. Öll saman. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þínir vinir, Rögnvaldur og Halldór. Lífið kemur manni sífellt á óvart. Sviplegt fráfall Matthíasar Krist- jánssonar, æskuvinar míns, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Matti var nýlega búinn að stofna fjölskyldu og fluttur aftur í heimahagana þegar kallið kom – lífið er ekki alltaf fyr- irsjáanlegt. Mig langar að segja nokkur orð við þig kæri vinur í þessum fátæklegu línum. Það var alltaf gott að treysta á þig sem vin, sama hvað á gekk í lífinu. Þú varst sannkallaður sálufélagi. Það var oft gaman og glatt á hjalla hjá okkur félögunum – stutt í sprell og gamansemi. Þú sást alltaf broslegu hliðina á hlutunum og orðheppni þín var einstök. Kæri vinur, ég kveð þig nú en vona að við hittumst aftur hin- um megin. Fjölskyldu Matta, Írisi og börnun- um fjórum votta ég mína dýpstu sam- úð. Vona að þið séuð sterk í sorginni. Kristófer S. Snæbjörnsson. Elsku Matti minn. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur. Ekki datt mér í hug að við myndum ekki hittast aftur. En svona er þetta líf stundum ósanngjart og enginn veit hver fer næstur. Það er margt sem kemur upp í hugann þessa stundina, það er erfitt þegar góður vinur er tekinn frá okk- ur í blóma lífsins. Matti, ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an og voru þær margar. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að við eig- um eftir að hittast aftur. Guð veri með þér Matti minn. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég vil votta fjölskyldu Matthíasar mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Þinn vinur, Hafsteinn. Elskulegur vinur minn, hann Matti, er látinn, langt um aldur fram. Ekki hefði það getað hvarflað að mér þegar ég heyrði í honum síðast fyrir rúmri viku að það yrði okkar síðasta samtal. Í því samtali bundumst við fastmælum um að hittast fljótlega. Síðast þegar ég sá Matta hafði hann komið með Írisi í heimsókn á bílasöl- una. Þá sýndi hann mér stoltur nýj- asta fjölskyldumeðliminn, Kristján Stein, eða „Litla trommarann“ eins og Matti kallaði hann. Þó sú heim- sókn hafi verið stutt þá var hún mér afar dýrmæt. Þegar ég sit og skrifa þessar línur koma upp í hugann margar ánægju- legar minningar af okkar samveru- stundum í gegnum tíðina. Það er mér ofarlega í huga þegar ég, Matti og Kristó fórum eitt vorið saman í sleða- ferð á Langjökul og gistum í Húsa- felli. Ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn mikið og í þeirri ferð. Einnig er minnisstæð hljómsveitarferðin sem við fórum saman á Strandirnar og þar var Matti hrókur alls fagnaðar. Ég gleymi heldur aldrei ánægju- svipnum á Matta þegar við sóttum trommusettið í hljóðfærabúðina sem hann hafði látið panta og sérsmíða fyrir sig. Þær voru heldur ekki ófáar stundirnar sem ég og Matti horfðum á trommumyndbönd og tónleika og ræddum til mergjar hver væri nú besti trommuleikarinn. Það er með miklum söknuði sem ég kveð þennan góða dreng. Matti minn, þakka þér kærlega fyrir allt og Guð geymi þig. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (K. Gibran.) Ég vil votta fjölskyldu Matta mína dýpstu samúð. Kristinn. Elsku Matti minn, nú ertu farinn frá okkur og það allt of fljótt. Það er skrítið hvað lífið getur verið ósann- gjarnt. Ég kynntist þér þegar þú varst 17 ára í blóma lífsins, mér er það mikill heiður að hafa þekkt þig, þú varst gull af manni og ekki hægt að hugsa sér betri vin enda var vina- hópurinn mjög stór í kringum þig. Þú varst alltaf ánægður og stutt í fallega brosið þitt. Það er svo skrítið að skrifa svona um þig því ég get ekki trúað því að þú sért farin elsku Matti minn. Allar skemmtilegu sumarbú- staðaferðirnar sem við fórum saman í, eða þegar við fórum á vélsleða, allt- af var eitthvað um að vera. Ég á margar yndislegar minning- ar um þig og þær eiga góðan stað í mínu hjarta. Svo þegar þú eignaðist tvíburana þína og komst með þá til mömmu og pabba ásamt Svönu syst- ur þinni, þú varst svo stoltur pabbi. Síðar frétti ég að þú værir búinn að eignast lítinn sólargeisla með henni Írisi þinni sem þú varðst að kveðja allt of snemma. Ég veit að þú vakir yfir Írisi og börnunum þínum. Nú kveð ég þig Matti minn og bið góðan guð að styrkja alla fjölskyldu þína á þessari erfiðu stundu. Þín vinkona Sigrún Elsa. Elsku Adda, Kiddi og fjölskylda og Íris, börn og fjölskylda. Mikillar samúðar gætir með ykkur vegna fráfalls yndislegs sonar ykkar og unnusta. Matthías var yndislegt og fallegt barn, og hvers manns hug- ljúfi. Hann var nýfluttur aftur heim til Snæfellsbæjar, þar sem hann var búinn að stofna heimili með unnustu sinni, barni og stjúpbarni, en fyrir átti hann tvíbura. Matthías var á bekkjarmóti með skólafélögum sín- um og áttu þau góða gleðistund sam- an, þegar atburðarásin breyttist skyndilega í harmleik á sama tíman- um. En við verðum alltaf vanmáttug gagnvart skapara okkar. Góði guð minn, gefðu þessari ynd- islegu fjölskyldu styrk til að takast á við sorgina og framtíðina. Lítil kveðja, Hafdís, Kristján Jóhannes og börn. Elsku Matti minn. Hvernig getur maður trúað því og sætt sig við þá sorglegu staðreynd að þú sért farinn og komir aldrei aftur, það er ekki hægt. Þú varst ótrúlega trúr og traustur vinur og það var alltaf gam- an að vera hjá þér og með þér. Allt sem við vinirnir brölluðum þar, er af nógu að taka og alltaf var mesta fjör- ið í kringum þig. Elsku Matti minn nú kveð ég þig með miklum trega en minning þín vakir að eilífu. Elsku Íris, Adda, Kiddi, Svana, Frikki, Garðar og fjölskylda. Ég votta ykkur samúð mína. Sæmundur Bæringsson. Snæfellsbæingar voru enn einu sinni minntir á hve skammt er á milli gleði og sorgar þegar einn af drengj- unum í plássinu, Matthías Kristjáns- son, er hrifinn á brott. Harmi slegin, kveðjum við ungan og efnilegan mann sem rétt var lagður af stað út í lífið. Það er erfitt að sætta sig við eða skilja, að tilgangur sé með því að ungt fólk í blóma lífsins sé hrifsað frá okkur. Á slíkum stundum er nauð- synlegt að trúa, að þeir deyi ungir sem guðirnir elski og almættið ætli þeim annað og mikilvægara hlutverk á æðri stöðum. Matti var einn af strákunum á fiskmarkaðnum sem tóku við landfestunum að lokinni sjó- ferð dagsins. Við félagarnir kynnt- umst honum sem ósérhlífnum dug- legum dreng þegar hann réri lausaróðra með okkur. Þó kynnin hafi ekki verið mikil, var okkur ljóst að þarna fór góður og glaðbeittur drengur sem hafði virkilegan áhuga á því sem fyrir bar. Við skipsfélagarnir sendum unn- ustu og börnum, foreldrum, systkin- um, ættingjum og vinum Matthíasar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Miss- ir ykkar og sorg er mikil, ljósið í myrkrinu er að hafa notið samvista við yndislegan dreng sem skilur eftir sig fallegar minningar um ljúfar sam- verustundir. Áhöfnin á m.b. Guðmundi Jenssyni. Fallinn er frá vinur okkar, Matt- hías Kristjánsson, Sandari með meiru. Það er ótrúlega erfitt og óraun- verulegt að skilja það að ungur mað- ur í blóma lífsins sé hrifinn á brott frá unnustu, yndislegum börnum og fjöl- skyldu. En við trúum því að þú sért kominn á stað þar sem þér verður fagnað og þín bíði verðug verkefni. Við brosum í gegnum tárin því við eigum yndislegar minningar og þær munu lifa að eilífu í huga okkar og hjarta. Við höfum bæði þekkt hann frá barnæsku og alltaf var húmorinn og stríðnin með í för þar sem hann fór og ógleymanlegir frasarnir hans: „Þú hefur aldrei verið á snurvoð“ og fleiri. Hann var einn af þessum mönnum sem gaman var að vinna með sama á hverju bjátaði og alltaf var hann tilbúinn að rétta manni hjálparhönd og margar voru stundirnar hin síð- ustu ár sem hann hjálpaði okkur að klára húsið okkar, tala nú ekki um kvöldin sem fóru í að spá í trommur og trommumyndbönd sem oft var horft á langt fram á nætur, svo var farið í skúrinn og „breikin“ og shuffle-taktarnir æfðir. Matthías var trommari af Guðs náð og ómetanlegt finnst okkur sms-skilaboðið sem þú sendir okkur eftir fæðingu Kristjáns Steins „það er trommari 15 merkur og 54 cm“. Skarð þitt verður ekki fyllt, við eigum eftir að sakna þín sárt og erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér, elsku ljúfurinn okkar. Elsku Íris, Kristján Steinn, Jó- hann Ás, Telma Rún og Viktor Ingi. Adda, Kiddi, Svana, Friðrik og Garðar. Og allir aðrir aðstandendur og vinir. Guð varðveiti ykkur og gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þínir vinir, Ásberg Helgi Helgason og Sigrún Hjördís Arnardóttir. Elsku Matti. Að hugsa sér að nú sért þú farinn. Við kynntumst þegar við vorum ekki nema sjö ára og vor- um nú orðnir menn um þrítugt, menn með fjölskyldur. Þrátt fyrir þessi löngu en góðu kynni finnst manni nú að maður hefði geta nýtt tímann bet- ur, hist oftar og gert meira, en ég er þakklátur fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Við áttum margar góðar stundir og allar mínar minn- ingar um þig er góðar. Ég mun sakna þín sárt og mun varðveita allar okkar minningar og segja þær drengnum sem þú eignaðist í desember. Elsku Íris, þú átt hug okkar fjöl- skyldunnar allan. Ólafur Auðunsson, Hellissandi.  Fleiri minningargreinar um Matthías Kristjánsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 41

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.