Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Lilja Ólafsdóttirfæddist í Vatna-
dal í Súgandafirði 27.
júlí 1923. Hún lést í
Heilbrigðisstofnun
Bolungarvíkur 6. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Ólaf-
ur Þórarinn Jónsson,
sjómaður og bóndi, f.
í Reykjafirði í Arnar-
firði 10.2. 1881, d.
3.11. 1960, og kona
hans Jóna Margrét
Guðnadóttir, f. á
Kvíanesi við Súg-
andafjörð 24.6. 1888,
d. 19.11. 1963.
Lilja giftist 28. apríl 1951 Krist-
jáni Ibsen skipstjóra á Suðureyri
við Súgandafjörð, f.
24.4. 1920, d. 2.11.
1963. Kristján og
Lilja bjuggu allan
sinn búskap á Suður-
eyri og eignuðust
fjögur börn. Fyrir
átti Lilja soninn Ingv-
ar Bragason. f. 24.8.
1949. Börn Kristjáns
og Lilju eru Lovísa
Rannveig, f. 17.1.
1951, Erna, f. 29.1.
1952, Guðmundur
Hafþór, f. 20.11.
1957, og Kristján
Víðir, f. 20.10. 1962.
Útför Lilju verður gerð frá Suð-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Mig langar til að minnast Lilju
og okkar góðu kynna gegnum árin
sem aldrei bar skugga á. Ég kynnt-
ist henni á Suðureyri hjá Binnu vin-
konu minni (sem nú er látin). Lilja
var verkstjóri í frystihúsinu, hörku-
dugleg svo um var talað, og síðar
vann hún hjá Suðureyrarhreppi.
Svo liðu árin og ég varð kokkur í
fjallaferðum. Eitt skipti spurði
Lilja hvort ekki væri hægt að kom-
ast í eina ferð með mér. Ég sagði
að ég gæti alveg athugað það, ef
það vantaði stúlku. Fljótlega kom
að því að mig vantaði stúlku, ég tal-
aði við Lilju og sagði að hún gæti
komið ef hún vildi. Hún sagðist
hafa sagt þetta meira í gríni. En
svo kom hún og var í sjö sumur
með mér, eina til tvær ferðir á
hverju sumri. Þetta var hennar
sumarfrí. Við sváfum alltaf í tjaldi
hvernig sem viðraði í sól, rigningu,
roki og logni.
Hún var alltaf mjög ánægð og
mjög dugleg. Seinna fórum við
nokkrar ferðir til útlanda og alltaf
var gaman. Hún var orðin lasin í
haust og við fórum að skoða myndir
úr ferðunum okkar. ,,Svo fer maður
ekki neitt,“ sagði hún. Ég sagði við
hana að við ættum svo góðar minn-
ingar með þessu góða fólki sem
vann með okkur og um alla fallegu
staðina sem við fórum á. Þetta voru
góðir tímar úti í náttúrunni. Þetta
voru hennar dýrðardagar.
Ég votta börnum hennar og fjöl-
skyldu mína innilegustu samúð. Far
þú í Guðs friði.
Með vinarkveðju,
Helga Sigtryggsdóttir.
LILJA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Sigurður Guð-mundur Sigurðs-
son fæddist í Reykja-
vík 23. desember
1942. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 9. maí síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sigurður Guð-
brandsson skipstjóri,
f. 25.4. 1886, d. 22.6.
1943, og Eyríður
Árnadóttir húsmóð-
ir, f. 30.6. 1896, d.
8.8. 1983. Systkini
Sigurðar voru Odd-
björg, f. 1915, Sigur-
jón, f. 1916, d. 1982, Katrín, f.
1921, og Hermann, f. 1923, d.
1997.
Sigurður var tví-
kvæntur. Fyrri kona
hans, 1973 til 1979,
er Sigurbirna Oli-
versdóttir, f. 7.12.
1952. Börn þeirra
eru: Sigríður G., f.
1975, og Sigrún B., f.
1977, gift Oliver
Edvardssyni, börn
þeirra eru Viktoría
Katrín, Áróra Björk
og Skarphéðinn Hin-
rik.
Seinni kona Sig-
urðar, 1980 til 1982
er Sigríður Gylfa-
dóttir, f. 21.11. 1946.
Útför Sigurðar var gerð 15. maí
í kyrrþey að ósk hins látna.
Ég hef stundum íhugað á síðari ár-
um hvað gefi lífinu einkum gildi. Ég
hef svo sem ekki komist að neinni
sérstakri niðurstöðu. Ég er þó alltaf
að styrkjast í þeirri trú að stórfjöl-
skyldan sé einn af þeim þáttum sem
ráði miklu um hamingju okkar. Ég
hef átt því láni að fagna að umgang-
ast mikinn og fjölbreyttan frænd-
garð sem hefur haft djúp áhrif á líf
mitt og tilveru. Einn af þessum
áhrifavöldum er nú fallinn frá, nefni-
lega frændi minn og vinur, Sigurður
Guðmundur Sigurðsson. Hann lést 8.
maí síðastliðinn, langt um aldur
fram, eftir stutt veikindi. Sigurður
var rétt rúmlega sextugur að aldri,
fæddur á Þorláksmessu árið 1942 í
Reykjavík. Hann var sonur hjónanna
Eyríðar Árnadóttur húsmóður og
Sigurðar Guðbrandssonar skipstjóra
sem stýrði lengst af Kveldúlfstogar-
anum Snorra goða. Þeim varð fimm
barna auðið og var Siggi frændi
þeirra langyngstur. Elst systkinanna
var Oddbjörg húsmóðir. Eftir henni
kom Sigurjón útgerðarmaður en þau
voru bæði flutt að heiman þegar
Siggi frændi kom í heiminn. Móðir
mín, Katrín, sú þriðja í röðinni, hefur
eins og systir hennar verið húsmóðir
alla sína tíð. Næstyngstur var Her-
mann frændi minn sem síðar varð
verslunar- og skrifstofumaður í
Reykjavík. Á milli hans og Sigga
frænda voru tuttugu ár. Þetta var
samheldinn hópur og traustur sem
haslaði sér völl á suðvestur horni
landsins, að mestu í Reykjavík. Þær
systur Oddbjörg og Katrín lifa nú
bræður sína þrjá.
Ég minnist þess sem barn að það
var mikið tilhlökkunarefni þegar von
var á Sigga frænda í heimsókn. Hann
var sannkallaður hornsteinn í lífi
okkar frændsystkina, alltaf til staðar
og reiðubúinn að gera okkur eitthvað
gott – eitthvað til skemmtunar. Með
góðvild sinni og nærveru laðaði hann
okkur að sér og varð um leið ákveðin
fyrirmynd í lífinu. Ég hef oft hugsað
til þessara stunda með frænda mín-
um þegar ég hef sjálfur staðið í sömu
sporum með mínum bróðurbörnum.
Það er ekki svo lítils virði að geta
dregið úr sjóði reynslunnar atferli og
hugsun sem hafa haft góð áhrif á
skilninginn á lífinu. Sú mannvirðing
sem ég nam hjá frænda mínum hefur
setið eftir í huganum vegna þess að
ég var snortinn af henni sem barn. Ef
ég á þess kost að deila þeirri tilfinn-
ingu með bróðurbörnum mínum eða
öðrum sem verða á vegi mínum í
framtíðinni þá held ég að ég geti með
góðu móti litið á sjálfan mig sem
gæfumann.
Mannkostir eiga sér oftast aðdrag-
anda og sögu. Sumir einstaklingar
eru þó þannig af guði gerðir að þeir
búa yfir gæsku og siðferðisþreki sem
þeir þurfa lítið að fóstra. Slíkir eig-
inleikar eru þeim einfaldlega með-
skapaðir. Flest erum við þó þannig
að það þarf töluvert átak til að vinna
að mótun okkar innri manns. Að-
stæður og umhverfi geta ráðið þar
miklu um hvernig til tekst. Frændi
minni kom í heiminn á fertugasta og
sjöunda aldursári ömmu minnar.
Eins og áður sagði var hann lang-
yngstur systkina sinna og hefur fyr-
irfram örugglega ekki verið búist við
fæðingu hans. Þó að mótttökurnar
hafi verið hátíðlegar og allir fagnað
þessum nýja fjölskyldumeðlimi þá
dró brátt ský fyrir sólu. Sigurður afi
minn lést af slysförum sex mánuðum
eftir að frændi minn fæddist og var
hann skírður í höfuðið á föður sínum
við kistu hans. Hér höfðu orðið mikil
tíðindi hjá konu á miðjum aldri sem
nýverið hafði fætt son sinn í heiminn.
Að standa uppi sem ekkja á fyrri
hluta tuttugustu aldar með kornung-
an son á framfæri var ekki sérlega
gæfulegt. Móðir mín var enn á heim-
ilinu, tuttugu og tveggja ára, þegar
þessir atburðir áttu sér stað og tók
þátt í uppeldi frænda míns fyrstu ár-
in. Þegar hann var fimm ára giftist
mamma föður mínum, Magnúsi
Helgasyni, framkvæmdastjóra í
Reykjavík, og fluttu þau í ágæta íbúð
á Grenimel 20 í Vesturbæ. Í næsta
nágrenni, nánar tiltekið á Reynimel
41, bjó amma með frænda mínum.
Síðar fluttu þau í sömu götu og for-
eldrar mínir í hús númer 17. Það þarf
því ekki að koma á óvart að samgang-
ur milli heimilanna var gríðarlega
mikill. Frændi minn var daglegur
gestur í foreldrahúsum mínum og
ekki er ofsögum sagt að við Helgi
bróðir höfum litið á hann sem okkar
stóra bróður. Þannig kom hann alltaf
fram; hann var okkar frændi, vinur
og velgjörðarmaður.
Það myndi æra óstöðugan að telja
upp þau atvik og samskipti sem
tengja má við Sigga frænda. Ég man
þegar hann fór með mig og Áslaugu
Björgu frænku mína á skíði helgi eft-
ir helgi fyrir ofan Reykjavík einn vet-
urinn. Sjálfur dvaldi ég oft hjá ömmu
og frænda mínum í lengri eða
skemmri tíma og þær minningar
gleymast seint. Bæði voru þau hæg-
lát, kankvís og samrýnd; eiginleikar
sem óneitanlega hafa góð áhrif á
ungar sálir sem eru að vaxa úr grasi.
Íbúðin sem þau bjuggu í eftir að ég
fór að muna eftir mér á Eiríksgötu 17
stendur mér enn ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum og ég man þá góðu
angan sem ávallt lék um íbúðina og
fylgdi ömmu. Þessi heimur ásamt
kyrrðinni og vináttunni sem var hluti
af daglegri framgöngu beggja er
ógleymanlegur. Frændi minn var
þegar fram liðu stundir, og sannar-
lega þegar þarna var komið sögu,
stoð og stytta ömmu. Hún, sem var
oft frekar heilsutæp, naut nú þess að
hafa þennan unga og frambærilega
mann sér við hlið og allir sem til
þekktu vissu hversu mikilvægur
hann var lífi hennar.
Frændi minn tók Verslunarskóla-
próf vorið 1961 og hóf þá strax að
vinna hjá Útvegsbanka Íslands. Árið
1964 var honum boðin skrifstofu-
staða hjá inn- og útflutnings fyrir-
tækinu Ólafi Gíslasyni og Co hf., fyr-
irtæki sem hann átti síðar eftir að
stýra. Hann hóf sjálfstæðan rekstur
inn- og útflutnings fyrirtækisins
Mjölnis á áttunda áratugnum og
starfaði við þetta fyrirtæki sitt fram
yfir miðjan níunda áratug tuttugustu
aldar.
Ef eitthvað átti óskiptan huga
frænda míns þá voru það vélar af
ýmsu tagi. Hann aflaði sérþekkingar
í vélfræði frá Cristy Trade School í
Chicago í Bandaríkjunum 1966–1967
og undi sér hvergi betur en við stýri á
hinum mörgu bifreiðum sem hann
eignaðist um ævina. Hann beinlínis
hjalaði við þessa vélfáka sína og kom
þeim jafnan í betra ástand en þegar
hann tók við þeim. Þær voru líka ófá-
ar ferðirnar sem við frændsystkinin
fórum með honum í næsta nágrenni
Reykjavíkur og þá voru jafnan
valdar ótroðnar slóðir! Siggi átti síð-
ar á ferli sínum eftir að starfa við bif-
reiðaakstur af ýmsu tagi, meðal ann-
ars hjá Kynnisferðum og Strætó í
Reykjavík. Hin síðari ár sá ég ekki
SIGURÐUR G.
SIGURÐSSON
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu,
systur og mágkonu,
STELLU SIGURLEIFSDÓTTUR,
Þinghólsbraut 5,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum 11 E
og 11 G á Landspítalanum við Hringbraut og á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fyrir frábæra umönnun.
Pétur Guðfinnsson,
Ólöf Kristín Pétursdóttir, Jóhannes Hraunfjörð Karlsson,
Pétur Leifur Pétursson, Maite Pueyo,
Elín Marta Pétursdóttir, Sigurgeir Örn Jónsson,
Luis Peña Moreno,
Rakel Sigurleifsdóttir, Björn Ól. Gíslason
og ömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTINN HELGASON,
Grundargerði 9,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 19. maí kl. 13.30.
Ingibjörg Þorkelsdóttir,
Þóra Kristinsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason,
Gylfi G. Kristinsson, Ragna Þórisdóttir,
Gunnar Helgi Kristinsson, María Jónsdóttir,
Axel Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Logafold 42,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju mánu-
daginn 19. maí kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast
láti líknardeild Landspítalans í Kópavogi njóta þess, s. 543 1151.
Guðlaugur Jónsson,
Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Jón Guðlaugsson, Katrín Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir og amma,
GUÐRÚN MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR,
Langholti 14,
Akureyri,
lést af slysförum fimmtudaginn 15. maí.
Jónas Bergsteinsson,
Þóra Regína Þórarinsdóttir, Jonathan Kleinman,
Jarþrúður Þórarinsdóttir, Theodór Kristjánsson,
Ninna Margrét Þórarinsdóttir, Ingi Björn Ingason,
Berglind Judith Jónasdóttir, Davíð Rúnar Gunnarsson,
Ómar Valur Jónasson,
Laufey Ólafsdóttir,
Þórarinn Jóhann Theodórsson,
Alexander Kleinman
Daði Hrannar Davíðsson,
Valgarður Nói Davíðsson
og Þórarinn Kristjánsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda-
móðir,
SIGRÍÐUR BREIÐFJÖRÐ,
Snorrabraut 56,
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi
fimmtudaginn 15. maí.
Fyrir hönd ættingja og ástvina,
Kjartan Guðjónsson,
Bjarni Kjartansson, Lilja Grétarsdóttir,
Sigurður Kjartansson, Hólmfríður Erla Finnsdóttir.