Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 50

Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann Björns-son fæddist í Vet- urhúsum á Jökul- dalsheiði 14. mars 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 12. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Björn Jóhannsson farkenn- ari, ættaður af Ströndum, f. 9. sept- ember 1891, d. 28. júní 1968, og kona hans Anna Magnús- dóttir ljósmóðir, frá Hjarðarhaga á Jök- uldal, f. 19. desember 1892, d 17. október 1967. Systkini Jóhanns eru: Ívar, látinn, Ragnheiður Jó- hanna, látin, Ragnar, búsettur í Hafnarfirði, Hörður, látinn, Magn- ús, látinn, Sigurður, búsettur á Vopnafirði, Björn, búsettur í Reykjavík og Einar, látinn. Jóhann kvæntist Freyju Stefaníu Jónsdóttur, frá Vestmannaeyjum, f. 26. júní 1924, hinn 11. október 1947. Jóhann og Freyja bjuggu á Vopnafirði fyrstu hjúskaparárin slitu samvistir, dóttir þeirra Inga Birna, f. 1981, maki Birgir Ívar Pétursson, f. 1981, dóttir þeirra er Elísabet Erla, f. 2001, maki 2. Val- gerður Halldórsdóttir, f. 1961, þau skildu, dóttir þeirra er Edda Stef- anía, f. 1992, maki 3. María Ólafs- dóttir, f. 1960. Jóhann sat í Menntaskólanum á Akureyri 1937–38 en brautskráðist frá Samvinnuskólanum 1942. Hann starfaði hjá almenna Byggingar- félaginu á Skagaströnd 1945–46, Póst- og símstöðvarstjóri á Vopna- firði 1947–52, póstfulltrúi í Vest- mannaeyjum 1952–69, forstjóri sjúkrasamlagsins í Vestmannaeyj- um 1969–81. Jóhann starfaði með fjölmörgum félagasamtökum: Með Ungmenna- félagi og leikstarfsemi og kórum á Vopnafirði, Leikfélagi Vestmanna- eyja, Ferðafélagi og Framsóknar- félagi Vestmannaeyja. Var virkur félagi í Rotary og Oddfellow, sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja eitt kjörtímabil, sat í skólanefnd og umhverfisnefnd, sat í stjórn Kaup- félags Vestmannaeyja um árabil og í stjórn Sparisjóðs Vestmanna- eyja, fulltrúi Samvinnutrygginga og sá um útgáfu Framsóknarblaðs- ins í Vestmannaeyjum. Útför Jóhanns verður gerð frá Landakirkju Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 16. en fluttust til Vest- mannaeyja 1952. Börn þeirra eru: 1) Björn, f. 13. febrúar 1949, maki 1. Sigríður Eyjólfs- dóttir, f. 1955, þau skildu, maki 2. Gunnur Petra Þórsdóttir, f. 1959, þau skildu, son- ur þeirra er Jóhann Arnar, f. 1992. 2) Jenný, f. 26. apríl 1950, maki Sigmundur Einarsson, f. 1950, þau skildu, dóttir þeirra er Freyja, f. 1970, maki hennar er Jón Sig- urðsson, f. 1969, börn þeirra eru Sindri Snær, f. 1991, Sigurður Ív- ar, f. 1998, og Jenný, f. 2000. 3) Inga, f. 27. desember 1951, maki 1. Karl Lúðvíksson, f. 1951, þau slitu samvistir, dætur þeirra eru: Sig- ríður Anna, f. 1970, og Jóhanna, f. 1972, maki 2. Þorkell Andersen Húnbogason, f. 1946, þau slitu sam- vistir, synir þeirra eru: Daði, f. 1978, og Héðinn, f. 1981. 4) Jón Freyr, f. 17. maí 1962, maki 1. Vil- fríður Víkingsdóttir, f. 1961, þau Kynni mín og Jóhanns Björnsson- ar tókust þesgar ég gekk í Oddfellow- stúkuna nr. 4, Herjólf, í febrúar 1982. Þau kynni urðu að góðri vináttu milli okkar hjónanna og Jóhanns og Freyju á Nýlendu. Jóhann var Vopn- firðingur en Freyja fædd og uppalin á Nýlendu í Vestmannaeyjum. Þeirra kynni hófust með bréfaskriftum, sem stóðu í tvö ár áður en þau hittust fyrst, en þau hófu búskap á Vopna- firði þar sem Jóhann varð póstmeist- ari. Árið 1952 fluttust þau til Vest- mannaeyja þar sem Jóhann tók við starfi póstmeistara. Jóhann lét alla tíð félagsmál mikið til sín taka, var virkur félagi í Framsóknarflokknun, sat fyrir hann í bæjarstjórn Vest- mannaeyja í eitt kjörtímabil auk þess sem hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir flokkinn um árabil. Jó- hann gekk í Oddfellowstúkuna nr. 4, Herjólf, árið 1956. Hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir stúk- una, var undirmeistari og yfirmeist- ari stúkunnar, sæmdur 25 ára og 40 ára fornliðamerkjum, stjörnu fm.meistara og var kjörinn heiðurs- félagi hennar á 75 ára afmæli stúk- unnar árið 2000. Þá var hann félagi í Oddfellowbúðunum nr. 1, Petrus, og meðlimur Stórstúku Oddfellowregl- unnar. Jóhann hafði sérlega fallega rithönd og sá í fjölmörg ár um að skrifa utan á umslög sem send eru fermingarbörnum frá reglusystkin- um í Vestmanneyjum á fermingar- daginn, auk ýmissa skrifta fyrir stúk- una. Jóhann Björnsson hefur skilað drjúgu starfi í þágu hugsjóna Odd- fellowreglunnar í 47 ár. Það vargott að vera undir verndarvæng Jóhanns þegar ég steig mín fyrstu spor innan stúkunnar og alla tíð síðan því stöðugt var hann að leiðbeina ungum Oddfel- lowa sem vildi kynnast starfinu vel. Ég vil þakka Jóhanni fyrir umhyggju og velvilja í minn garð alla tíð. Jóhann og Freyja voru mjög dug- leg við að ferðast, og það eru nokkuð mörg ár síðan ég byrjaði að kalla þau farfuglana innan stúkunnar. Þau fóru sína fyrstu utanlandsferð árið 1972, en áður höfðu þau ferðast um allt Ís- land. Þau fóru upp frá því eina utan- landsferð á ári og síðari árin jafnvel tvær ferðir og fóru á þessum tíma til 24 landa, þau voru því sannkallaðir farfuglar sem nutu þess að ferðast saman á efri árum. Það var því í takt að þau hjón voru á leið til Kína þegar ferðin þangað var blásin af vegna skæðrar pestar í Kína. Jóhann veikt- ist um svipað leyti og dvaldi á Heil- brigðisstofnuninni í Vestmannaeyj- um síðustu vikurnar. Við hjónin sendum Freyju og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ásmundur Friðriksson. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Jóhanns Björnssonar sem nú er látinn. Ég kynntist Jóhanni þegar ég koma til kennslustarfa við Gagn- fræðaskólann í Vestmannaeyjum eft- ir eldgosið á Heimaey. Þá var Jóhann formaður skólanefndar. Því trúnaðar- starfi gegndi hann af stakri sam- viskusemi og reyndi ávallt að leysa farsællega þau mál sem afgreiða þurfti. Hann sá um að mál fengju góða umfjöllun og kappkostaði að vanda allan undirbúning þeirra. Seinna kynntumst við Jóhann bet- ur er við störfuðum saman í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja en þar sat hann um árabil. Þar kom glögglega fram að hann vildi leysa hvers manns mál af sanngirni og með jákvæðu hugarfari. Jóhann var mikill félagsmálamað- ur, starfaði í fjölmörgum félögum sem bæði störfuðu að mannúðarmál- um sérstaklega, svo og að stjórnmál- um. Allir þeir sem með honum voru á þeim vettvangi báru honum gott orð og sáu strax að þar fór traustur og áreiðanlegur samferðamaður. Eitt helsta áhugamál Jóhanns og Freyju konu hans var að ferðast. Þau hjónin gerðu reyndar víðreist mjög bæði innanlands en ekki síður utan. Þessi áhugi þeirra minnkaði síst eftir að árin færðust yfir. Ekki voru þau endilega að ferðast til hefðbundinna ferðamannastaða, heldur völdu þau einnig áfangastaði sem ekki voru beinlínis í alfaraleið. Það var gaman að heyra Jóhann segja frá ferðum þeirra hjóna og þeirri menningu sem þau kynntust á ferðum sínum. Þar kom fram djúpur skilningur Jóhanns á mismunandi menningu og siðum úr ólíkum áttum. Jóhann söng um langt árabil með Kór Landakirkju. Þar var hann eins og annars staðar, traustur og góður félagi. Ég gekk til liðs við kórinn skömmu áður en hann hætti þar og vissulega tók hann vel á móti mér eins og hans var von og vísa. Því miður störfuðum við ekki lengi saman á þessum vettvangi en ég heyri það enn á kórfélögum Jóhanns að hann naut þar virðingar og kórinn hafði af hon- um hinn besta styrk. Hann naut sín og í kórstarfinu og enn kom í ljós hve mikill félagsmálamaður hann var. Nú er Jóhann látinn. Við sem kynntumst honum minnumst hans sem góðs drengs sem við vorum afar heppin að fá að kynnast. Í minningunni lifir myndin af glöðum, skemmtilegum en umfram allt vönduðum samferða- manni. Kór Landakirkju minnist góðs fé- laga og þakkar honum ómetanlega samfylgd. Ég votta Freyju og fjölskyldu dýpstu samúð okkar hjóna. Megi minningin um góðan dreng lifa meðal okkar allra. Blessuð sé minning Jó- hanns Björnssonar. Ragnar Óskarsson. Landakirkja í Vestmannaeyjum, sem nú stendur, er þriðja elsta stein- kirkja á Íslandi. Bygging hennar hófst árið 1774 og var lokið 1778. Eldri eru dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal fullgerð 1763 og Viðeyjar- kirkja frá 1759. Í dag kveðjum við frá Landakirkju Jóhann Björnsson, fyrr- verandi póstfulltrúa. Því nefni ég Landakirkju vegna einlægs áhuga og velvildar þeirra hjóna Jóhanns og eft- irlifandi konu hans Freyju S. Jóns- dóttur til kirkjunnar og starfsins þar. Jóhann var mikill félagsmálamaður og lét víða til sín taka á þeim vett- vangi. Í Eyjum var hann ávallt kenndur við starf sitt sem póstfulltrúi er hann gegndi frá árinu 1952–1971 en þá tók hann við Sjúkrasamlagi Vestmannaeyja 1971–1981. Jóhann Björnsson var bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn frá 1966–1970, varabæjarfulltrúi 1959–1960, 1963– 1966, 1972 og 1974–1982. Á sviði flokksins og bæjarmála áttu þeir Sig- urgeir heitinn Kristjánsson, fyrrver- andi bæjarfulltrúi, og Jóhann langt og farsælt samstarf ásamt mörgum öðrum. Jóhann sat í mörgum ráðum og nefndum og má þar m.a. nefna stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja þar sem hann var einnig formaður í nokkur ár. Hann sat í skólanefnd í tvo áratugi, í stjórn Sparisjóðs Vest- mannaeyja til sama tíma o.fl. Meðal annars má geta þess að Jóhann skip- aði heiðurssæti á lista Framsóknar- flokksins og óháðra við síðustu bæj- arstjórnarkosningar og var þá elsti frambjóðandi á landinu öllu. Varðandi útgáfumál Framsóknarflokksins í Eyjum var hann algjör lykilmaður. Hann skrifaði mikið um hin ýmsu mál er honum lágu á hjarta og var eftir tekið hversu vönduð skrif hans voru og allur frágangur á öllu því er frá honum kom og ber vitni um dreng- lyndan félagshyggjumann. Hann sat í ritnefnd Framsóknarblaðsins í rúm 20 ár og var ábyrgðarmaður lengi. Jó- hann sat 70 fundi í bæjarstjórn Vm. og 74 fundi í bæjarráði. Mikill vin- skapur hefur verið á milli foreldra minna og þeirra sæmdarhjóna í Ný- lendu. Móðir mín og Freyja voru æskuvinkonur. Við þökkum Jóhanni Björnssyni fyrir allt það starf sem hann innti af hendi fyrir bæjarfélagið og hin ýmsu félög hér í bæ. Eftirlif- andi konu hans Freyju, börnum og öllum ættingjum er vottuð innileg samúð við fráfall hans. Blessuð sé minning Jóhanns Björnssonar. Andrés Sigmundsson, forseti bæjarstjórnar. Látinn er Jóhann Björnsson, fyrr- verandi póstfulltrúi og forstjóri Sjúkrasamlags Vestmannaeyja. Jó- hann var Austfirðingur, en ást og ör- lög fluttu hann til Vestmannaeyja fyr- ir rúmri hálfri öld. Jóhann var félagslyndur og kom víða við á langri ævi. Hann var framsóknarmaður mikill og var um tíma í bæjarstjórn. Hann var lengi í stjórn Kaupfélags Vestmannaeyja og Sparisjóðs Vest- mannaeyja. Hann starfaði með Leik- félagi Vestmannaeyja, söng í Kór Landakirkju, starfaði í Oddfellow og í Rótarýklúbb Vestmannaeyja gekk hann 1972 og starfaði þar ötullega allt til dauðadags. Hann var forseti klúbbsins oftar en einu sinni og var sæmdur æðstu viðurkenningu rótarý, Poul Harris orðunni. Jóhann ferðað- ist mikið, einkum seinni árin, og lagði hann oft mikið á sig til að sækja fundi í framandi rótarýklúbbum. Ógleym- anlegar eru ferðasögurnar sem hann sagði okkur klúbbfélögum sínum þeg- ar heim var komið. Hafði hann þá Freyju konu sína með og saman sögðu þau frá og sýndu okkur fram- andi muni. Það var orðinn nokkuð fastur siður að þau byðu klúbbnum að halda fund á heimili sínu, Nýlendu við Vest- mannabraut, á aðventu. Þar reiddu þau fram heimalagaðar kræsingar að hætti Freyju. Þar var venja að halda stjórnarkjör í klúbbnum og eru þær orðnar nokkrar „Nýlendustjórnirn- ar“. Jóhann var skemmtilegur og góður félagi sem við söknum sárt. Freyju og fjölskyldu þeirra send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. Rótarýklúbbs Vestmanna- eyja, Stefán Sigurjónsson. JÓHANN BJÖRNSSON ✝ Kristín SigríðurDaðína Alexand- ersdóttir fæddist að Dynjanda í Leiru- firði 9. júlí 1917. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Ísafirði 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Alexander Ein- arsson og Jóna Sig- ríður Bjarnadóttir, hjón á Dynjanda. Systkini hennar eru Bjarni Þórarinn, f. 1914, Bjarney Hall- dóra, f. 1921, Einar Jóhann, f. 1924, Jóhanna Engil- ráð, f. 1925, Einhildur, f. 1929, Benedikt Kristján, f. 1931, Guð- jóna, f. 1933, og Dóra Páls, 1933. Kristín giftist Ragnari Guðbjarti Maríassyni, f. 15.10. 1910, d. 5.8. 1986. Sonur þeirra er Matthías Hafþór (kjörbarn), f. 16.11. 1945, og fósturdótt- ir Unnur Ólöf Matthíasdóttir, f. 26.8. 1962. Kristín ólst upp á Dynjanda. Kristín og Ragnar bjuggu í Sætúni í Grunnavík 1940–1944, en fluttu þá til Ísafjarðar og bjuggu í Tangagötu 29 eftir það. Útför Kristínar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í dag verður til moldar borin mín kæra vinkona, stórfrænka og sumar- fóstra Kristín Alexandersdóttir. Svo náinn hef ég verið Stínu, Ragnari, eig- inmanni hennar er lést árið 1986 og Matthíasi, gegnum lífið að vafalaust hafa þau mótað mig að töluverðu leyti og hef ég ávallt verið þakklátur fyrir það. Ég var aðeins tveggja ára þegar ég kom fyrst til þeirra á sumrum, á búskaparárum þeirra í Grunnavík og síðar, eftir að þau fluttust til Ísafjarð- ar, hafði ég þar viðdvöl vor og haust. Minningar á ég svo margar um Stínu stórfrænku, eins og hún var ávallt kölluð í minni fjölskyldu, að ég verð að gæta mjög hófs í þessum fáu línum. Stína var góð manneskja til munns og handa. Bera þess merki m.a. snyrtimennska hennar og alúð við húsið á Tangagötu 23, bæði innan og utan. Ekki grenntust þeir sem komu þar að húsi, því hún hafði unun af því að veita vel í mat og svo vel var útilátið að oftast varð ekki undan komist að taka með sér nesti þegar heimsókn var lokið. Þá var maður kysstur, krossaður í bak og fyrir og beðið Guðsblessunar, því Stína var trúuð kona mjög. Trúði staðfastlega á Guð sinn og til marks um það, þá man ég að eitt það fyrsta sem hún kenndi mér var Faðirvorið og síðan í fram- haldi af því kom stór blaðsíða þétt skrifuð báðum megin með sálmum og versum. Þetta lærði ég utan að og fór- um við með kvölds og morgna eftir því sem við átti. Stína mín trúði því líka að eftir þessa jarðvist myndi eig- inmaður hennar, foreldrar og vinir taka á móti henni. Þegar fólk er kom- ið á hennar aldur og orðið lasið, þráir það oft að hitta gömlu vinina sína aft- ur, ekki síst frá bernskuslóðum og mér kæmi ekki á óvart þótt Leiru- fjörður í Jökulfjörðum væri hljóður í dag, Drangajökull drypi kolli, örlítið andvarp bærist frá skógarbrekkun- um, Dynjandisfoss væri svolítið argur og fjöllin í kring að leita eftir lífinu sem áður var í þessari sveit. Hver veit nema sagan endurtaki sig síðar með öðru fólki? Matthías minn. Ég og fjölskylda mín vottum þér og börnum þínum okkar dýpstu samúð við fráfall móður þinnar. Þakka þér innilega fyrir um- hyggjusemi þína við Stínu stór- frænku okkar, ekki síst núna síðustu árin. Ingi Dóri Einarsson. Hér forðum var norður í Fjörðunum kátt… er fólkið kom saman og dansaði dátt… Þessar línur eru upphaf Flæð- areyrarbrags sem hún Kristín Alex- anders sá til að félagar hennar í Grunnvíkingafélaginu eignuðust. Hún vildi að við þekktum eitthvað til þess lífs sem lifað var í hreppnum okkar meðan byggð hélst þar og var óþreytandi við að miðla okkur af þekkingu sinni og reynslu. Kristín var meðal annarra hvatamaður þess að Grunnvíkingabók, sem er saga mann- lífs í hreppnum, var skrifuð og átti hún sæti í ritnefnd hennar. Sem barn gekk hún í ungmenna- félagið Glað og tók þátt í að byggja húsið okkar í Flæðareyri. Hún tók þátt í að setja þar upp leiksýningar og aðrar skemmtanir að ógleymdum Flæðareyrarböllunum sem flest okk- ar höfum heyrt eldra fólkið tala um með glampa í augum. Þegar Grunnvíkingafélagið á Ísa- firði var stofnað fyrir tæpum fimmtíu árum var hún meðal stofnenda þess og má segja að þau hjón Ragnar og hún, hafi frá upphafi tekið félagið í fóstur, því alla tíð vildu þau hag þess sem mestan. Þegar Grunnvíkinga- félagið eignaðist síðan húsið í Flæð- areyri var hún manna ötulust við að gera því til góða. Meðan hún hélt fullri heilsu var varla farin sú viðgerð- arferð norður að hún væri ekki með í för og það var ekki aðeins að hún legði fram vinnu sína, heldur hugsaði hún fyrir mat og kaffi handa öllum hópn- um. Þegar Ragnar maður hennar lést stofnaði hún sjóð til minningar um hann og skyldi sjóðnum varið til að gera húsið og alla aðstöðu þar sem best úr garði. Fljótlega eftir stofnun Grunnvík- ingafélagsins tók hún sæti í stjórn þess og hélt því til hins síðasta. Undir lokin sagðist hún ekki geta gert neitt annað fyrir félagið en talað og hún hafði skoðun á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Félagsmenn þökkuðu fyrir sig með því að gera hana að heiðursfélaga sínum fyrir nokkrum árum. Þegar við förum norður í Flæðar- eyri, skrúfum þar frá vatnskrönun- um, setjum pottana á eldavélina og dýnurnar á gólfið hugsum við til Stínu. Það gerum við einnig er við setjumst út og syngjum „Nú blikar við sólarlag“ eða „Hér forðum var norður í Fjörðunum kátt.“ Með virðingu og þakklæti kveðjum við Kristínu Alexandersdóttur. Fyrir hönd félaga í Grunnvíkinga- félaginu á Ísafirði Hlíf Guðmundsdóttir. KRISTÍN ALEX- ANDERSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.