Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.05.2003, Qupperneq 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGAR nýlegar rannsóknir sýna að offita er vaxandi vandamál hjá vestrænum þjóðum og er ástandið svo slæmt að Alþjóða heil- brigðisstofnunin (WHO) hefur skil- greint vandann sem faraldur. Ís- land er ekki undanskilið því eins og fram kemur í meistaraprófsverk- efni Brynhildar Briem lektors við KÍ (1999) hefur hlutfall of feitra níu ára barna á Íslandi hækkað úr 0,2% í 4,8% og hlutfall barna yfir kjörþyngd hefur hækkað úr 2% í 19% á tímabilinu frá 1938 til 1998. Helstu orsakir þessa vandamáls hjá börnum og unglingum eru tví- þættar. Annarsvegar er hreyfing- arleysi sem tengist því að tóm- stundum er nú oftar en áður eytt fyrir framan tölvuna eða sjónvarpið og hinsvegar er mikil neysla kol- vetnaríkra afurða, sérstaklega gos- drykkja. Líkamlegar afleiðingar of- fitu eru margar og má m.a. nefna stóraukna hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum, sykursýki og skaðleg- um áhrifum á beinvöxt og þroska barna. Andlegar og félagslegar af- leiðingar valda fólki þjáningum og hafa oft mikil áhrif á lífsgæðin. Þar má nefna sem dæmi slæma sjálfs- mynd, félagslega einangrun og lært hjálparleysi. Ljóst er að það er ekki eingöngu vaxtarlagið sem hef- ur áhrif á sjálfsmyndina heldur er um marga samvirkandi þætti að ræða. Umburðarlyndi gagnvart of feitu fólki er hverfandi, neikvæð viðhorf eru ríkjandi og áhersla á grannt útlit er mikil. Of feitum ein- staklingum eru oft eignaðir nei- kvæðir eiginleikar á borð við að vera latir eða heimskir sem birtist t.d. í því að minni möguleikar eru á að fá vinnu ef vaxtarlagið er ekki samkvæmt tískunni. Þessi viðhorf hafa ekki aðeins áhrif á þá sem eru of feitir. Skila- boðin um gildi þess að vera grann- ur ná eyrum okkar allra. Í kjölfarið virðist því miður fara vaxandi auk- in og óraunsæ líkamsvitund meðal barna og unglinga, sérstaklega hjá stúlkum. Rannsóknir sýna að stúlk- ur upplifa sig mun feitari en þær í raun eru. Þessi upplifun helst í hendur við neikvæða sjálfsmynd og þar með upphefst hringrás sjálfs- gagnrýni og vanlíðunar. Samhliða aðgerðum sem sporna gegn offi- tuþróuninni er nauðsynlegt að auka umburðarlyndi fólks gagnvart mis- munandi vaxtarlagi. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, við fæðumst ekki með viðhorfin. Í því þjóðfélagi sem við lifum og hrær- umst í er máttur fjölmiðla mikill. Hvaða skilaboð felast í auglýs- ingum sem sjást oft á sólarhring í sjónvarpinu? Er það raunhæft að eingöngu grannt fólk sjáist í aug- lýsingum um sælgæti, snakk og gos? Það eru ekki bara fjölmiðlar sem hafa áhrif. Allir sem að upp- eldi barna koma þurfa að líta í eig- in barm og hugleiða hvaða viðhorf þeir hafa til mismunandi vaxtarlags og hvaða skilaboð börnin fá frá þeim. Foreldrar, íhugið hvaða skilaboðum þið eruð að miðla til barnanna ykkar!! Látið þið í ljós neikvæðar athugasemdir um lík- ama ykkar eða annarra svo börnin heyri? Horfið þið á jákvæðu þætt- ina, hrósið þið þeim fyrir útlit eða athafnir? Stórir áhrifavaldar í lífi barnanna eru skólar. Allir sem koma nálægt skólastarfi þurfa að íhuga framkomu sína og viðhorf og hvaða skoðanir þeir láta í ljós svo börnin heyri. Með samstarfi for- eldra og skóla er hægt að vinna öflugt forvarnarstarf, sporna við neikvæðum viðhorfum og því að of- fita haldi áfram að breiðast út og valda fólki á öllum aldri heilsutjóni bæði líkamlegu og andlegu. Skólinn verður að vera vakandi yfir breytt- um háttum í þjóðfélaginu og bregð- ast við þeim. Það þarf að stuðla að aukinni hreyfingu barna og hollu mataræði. Margir skólar vinna gott starf en betur má ef duga skal. Forvarn- arstarfið þarf að flétta inn í sem flestar námsgreinar og í raun er til þess ætlast skv. Aðalnámskrá grunnskóla. Í almenna hluta henn- ar segir: Almenn menntun felur í sér að leggja í samvinnu við heim- ilin rækt við heilbrigði og hollar lífsvenjur. Í aðalnámskrá, lífsleikni er t.d. talað um alhliða þroska nemenda, sjálfsþekkingu og lífsstíl. Þarna er hægt að vinna með við- horf, sjálfstyrkingu og fleira. Hjálpa börnum og unglingum að gagnrýna skilaboð fjölmiðla, með því að velta fyrir sér spurningum á borð við: eru allir þeir sem eru grannir hamingjusamir en allir þeir sem eru feitir óhamingjusamir? Hægt væri að hjálpa yngri börn- unum að vinna fræðsluefni um hvernig hollt nesti er samansett og þau síðan sýnt foreldrum sínum. Aðalnámskrá fyrir íþróttir, líkams- og heilsurækt segir að íþrótta- og hreyfinám hafi ekki aðeins góð áhrif á líkamlega heilsu hvers nem- anda heldur einnig jákvæð áhrif á andlega og félagslega líðan. Já- kvæð upplifun íþróttakennslu í skólum getur lagt grunninn að heilsusamlegum lífsstíl hvers nem- anda. Eftir sem áður er eitt af því mik- ilvægasta að allir þeir sem koma að starfi með börnum og unglingum, uppalendur, kennarar o.fl. taki sín eigin viðhorf í gegn, temji sér heil- brigðan lífstíl og sýni metnað sinn í að vera börnunum góðar fyr- irmyndir. Öll erum við ólík að vaxt- arlagi og alls ekki á að steypa alla í sama mót og gera alla granna heldur stuðla að heilbrigði á sál og líkama. Lengi býr að fyrstu gerð Eftir Aðalheiði Harðardóttur, Dagbjörtu Brynju Harðardóttur, Hjördísi Stefánsdóttur, Júlíu Björnsdóttur og Ritu Didriksen Höfundar eru nemendur á lokaári í kennslufræði til kennsluréttinda í Háskólanum á Akureyri. F.v. Júlía Björnsdóttir, Aðalheiður Harðardóttir, Hjördís Stefánsdóttir, Rita Didriksen og Dagbjört Brynja Harðardóttir. „SAMFYLKINGIN vann sögu- legan sigur í kosningunum,“ segja samfylkingarmenn, „við fengum yfir 30% atkvæða.“ Varla breyta þessi prósent gangi sögunnar? Það gæti hins vegar skipt máli upp á gang sög- unnar hvernig hinir tuttugu þingmenn nýta stöðu sína. Varla hefðu þeir nýtt stöðu sína til góðs ef Samfylkingin hefði álpast inn í ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar. Eða reiknaði Össur með því, þegar hann bauð Halldóri upp á þetta, að Halldór mundi kú- venda utanríkisstefnu sinni? Sam- fylkingin lýsti því yfir fyrir kosningar að afstaða íslensku ríkisstjórn- arinnar til innrásarinnar í Írak væri hneyksli. Víst væru það svik við kjós- endur Samfylkingarinnar að kú- venda nú eftir kosningar og lýsa sig reiðubúna til að sigla undir fána bandarískrar stríðsstefnu. Fjöldi jafnréttissinna kaus Samfylkinguna, af því flokkurinn stillti konu upp sem sínu forsætisráðherraefni. Þetta jafngilti kosningaloforði. Verði hún ekki forsætisráðherra hlýtur flokk- urinn nú að reyna að uppfylla þessi loforð sín við jafnréttissinna með öðr- um hætti. Að gera hana að flokks- formanni er bara sýndarmennska í þessu sambandi. Nú virðast málin þróast þannig að Framsókn hafnar tilboði Össurar, og bjargar Samfylkingunni frá því að vera tjóðruð inni í afturhaldssamri ríkisstjórn. Það líður að nýjum samningum milli launþegahreyfingarinnar og at- vinnurekenda. Eftir alla umræðuna um fátækt og svo stórhækkun hárra launa æðstu embættismanna er lág- launafólk víst til að knýja á um stór- hækkun lægstu launa, strax. Sam- fylkingin hefði þurft að lofa því í stjórnarsáttmála, hvort sem væri með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn, að beita áhrifum sínum meðal for- kólfa ASÍ til að halda aftur af slíkum kauphækkunum, „svona upp á stöð- ugleikann“. Að gera íslenskt samfélag betra Vilji hinir mörgu þingmenn Sam- fylkingarinnar beita sér fyrir sögu- legum breytingum í íslenskum stjórnmálum ættu þeir að styðja og hvetja til baráttu almennings fyrir fjölmörgum framfaramálum, sem reyndar vildu gleymast í kosninga- baráttunni. Hver eru hin stóru mál? Lægstu laun eru allt of lág. Þetta er ein helsta meinsemd samfélags okkar. Þau verða ekki bætt nema með harðri baráttu. Bág lífskjör bænda? Það var varla minnst á þá í kosningabarátt- unni. Og utanríkisstefnan. Verðum við áfram hækja stríðsstefnunnar? Einkaeign fárra á veiðiheimildunum er að eyðileggja landsbyggðina. Það þarf að blása til skipulegrar sóknar landsmanna til að fá veiðiheimild- irnar í eigin hendur. Öll þessi mál bíða okkar, og mörg fleiri. Samstarf í ríkisstjórn núna með Sjálfstæð- isflokki eða Framsókn mundi sann- arlega ekki færa okkur sigra í þess- um málum. Hlutverk vinstrimanna Til að koma slíkum baráttumálum áleiðis er ekki ráðið að gráta úrslitin eða fagna þeim. Ekki heldur að smokra sér inn í ríkisstjórnir um óbreytt ástand. Barátta fyrir því að koma mönnum á þing er ekki eina baráttuleiðin. Við eigum líka leið fjöldabaráttunnar. Leið verkalýðsins sjálfs til að bæta kjör sín strax, með sigri í komandi kjarabaráttu. Leið grasrótarbaráttu til að styrkja landsbyggðina. Barátta grasrótarinnar sl. ár gegn stríði var árangursrík, hér sem annars staðar, þótt hún nægði ekki til að hindra árásina á Írak. Hún sýndi þó fram á hversu langt má komast og hún færði þjóðir heimsins saman þótt leiðtog- arnir færu stríðsleiðina. Hið sama má segja um baráttu grasrótarinnar gegn náttúruspjöllum. Það náðist mikill árangur þótt sigur ynnist ekki í þetta sinn. Nú þegar Samfylkingunni hefur verið bjargað frá því að lenda í klóm Framsóknar eða Sjálfstæðisflokks er lag til að blása til annarrar baráttu. Ekki fyrir hagsmuni flokks eða flokksleiðtoga, heldur fyrir hagsmuni fólksins sjálfs. Fjöldabaráttan mun skila okkur mestu. Þingmenn sem eru á fullu kaupi við að vinna í pólitík eiga að hjálpa til í fjöldabaráttunni, bæði sem talsmenn og sem skipu- leggjendur. Þannig gætum við unnið sögulega sigra. Og hvað svo, sigurvegarar kosninganna? Eftir Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur, í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.                                        !"" #  " 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.