Morgunblaðið - 17.05.2003, Page 55
ur er sr.Þórhallur Heimisson sem
jafnframt hefur þýtt messuna og
altarisgöngusálma sem Per Har-
ling samdi í þjóðlagatakti. Messan
hefst kl.11.00.
Kristniboðsþing
heimsækir
Hallgrímskirkju
ÞING Sambands íslenskra kristni-
boðsfélaga hefur setið á rökstólum
um þessa helgi. Meginviðfangsefni
þingsins hefur verið stefnumörkun
fyrir framtíðarstarf sambandsins í
Eþíópíu og Kenýa. Þingfulltrúar
munu fjölmenna til messu í Hall-
grímskirkju næsta sunnudag
kl.11.00. Í messunni munu kristni-
boðahjónin Ragnar Gunnarsson og
Hrönn Sigurðardóttir kynna starf
kristniboðssambandsins. Guðsþjón-
ustuna annast séra Sigurður Páls-
son en með honum mun séra Kjart-
an Jónsson, sem starfaði sem
kristniboði um árabil, þjóna fyrir
altari. Í messunni verða tekin sam-
skot til kristniboðsins.
Dómkirkjan –
Skín við sólu
Skagafjörður
Á SUNNUDAGINN sækja Skag-
firðingar Dómkirkjuna heim. Séra
Fjölnir Ásbjörnsson þjónandi sókn-
arprestur á Sauðárkróki predikar
og þjónar fyrir altari ásamt sr.
Hjálmari Jónssyni dómkirkju-
presti. Kirkjukór Sauðárkróks
syngur undir stjórn Rögnvaldar
Valbergssonar organista. Einsöng
syngur Jóhann Már Jóhannsson.
Dómkórinn tekur þátt í messunni
og syngur einnig nokkur lög undir
stjórn Marteins H. Friðrikssonar,
dómorganista. Messan hefst kl.
14.00 en fyrir messu verður tónlist-
arflutningur í um 20 mínútur.
Æðruleysismessa í
Dómkirkjunni
ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð
fólki sem leitar bata eftir tólf-
sporaleiðinni verður í Dómkirkj-
unni, sunnudaginn, 18. maí kl. 20.
Einhver mun segja þar af
reynslu sinni úr baráttunni við
áfengissýkina. Anna Sigríður
Helgadóttir, Hjörleifur Valsson,
Birgir og Hörður Bragasynir, sjá
um fjölbreytta tónlist. Sr. Karl V.
Matthíasson flytur hugleiðingu. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir sam-
komuna og sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson leiðir fyrirbæn.
Sjá heimasíðu Dómkirkjunnar
www.domkirkjan.is.
Tónlistarstund í
Hjallakirkju
TÓNLISTARSTUND maímánaðar
verður nk. sunnudag 18. maí kl.
17.00. Erla Björg Káradóttir og
Hildur Brynja Sigurðardóttir
syngja einsöng, Rannveig Kára-
dóttir leikur á flautu, Katalin Lör-
incz og Jón Ól. Sigurðsson leika á
orgel. Aðgangur er ókeypis. Á efn-
isskrá eru Allelúja og Ave María
eftir Mozart, Pie Jesu eftir G.
Fauré og Ich folge dich gleichfalls
eftir Bach, Consertino fyrir flautu
og píanó. Einnig orgelverk eftir
Bach, Buxtehude, Mendelssohn, Jó-
hann Ó. Haraldsson og fleiri. Séra
Sigfús Kristjánsson annast talað
mál. Allir velkomnir.
Kvennakirkjan í
Grensáskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Grensáskirkju sunnu-
daginn 18. maí kl. 20.30. Yfirskrift-
in er: Trú og fyrirmyndir. Arndís
Hauksdóttir guðfræðingur prédik-
ar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir
sönginn undir stjórn Aðalheiðar
Þorsteinsdóttur. Á eftir verður
kaffi í safnaðarheimilinu.
Miðvikudaginn 21. maí kl. 17.30
verður síðdegisboð í Kvennagarði,
Laugavegi 59, 4. hæð. Hólmfríður
Árnadóttir, félagskona í Kvenna-
kirkjunni, segir frá ferð sinni til
Puerto Rico til að kynnast lífsstíl
sem kallast Lifandi fæði. Þessi lífs-
stíll er kenndur við Ann Wigmore
en hún kom á fót stofnun sem ber
nafn hennar. Ann er frá Litháen en
fluttist ung til Bandaríkjanna. Hún
læknaði sjálfa sig af erfiðum veik-
indum með lifandi fæði og eyddi
mörgum árum til að rannsaka
áhrif lífsstíls og mataræðis á
heilsufar manneskjunnar. Hólm-
fríður segir frá kenningum Ann,
sýnir matartilbúning og gefur að
smakka af þessum mat.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grafarvogskirkja
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 55
Við viljum minna á heimasíðuna okkar – www.arthusgogn.is
Foxxy: 3ja 184.000, 2ja 140.000, stóll 99.000 Santos: 3ja 120.000, 2ja 110.000, stóll 67.000
,Balu: 3ja 250.000, 2ja 180.000 stóll 90.000 Tobago: 3ja 130.000, 2ja 110.000
Karat: 3ja 110.000, 2ja 105.000 Leon: 3ja 140.000, 2ja 92.000, stóll
65.000
Ivory: 3ja 150.000, 2ja 130.000 , stóll
70.000
Juwel: 2ja 135.840
Bæjarlind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544-5464
mánudaga - föstudaga 10-18 • laugardaga 11-16 • sunnudaga 13-16
Ferming í Húsavíkurkirkju laugardag-
inn 17. maí kl. 10.30. Prestur sr. Sig-
hvatur Karlsson.
Fermd verða:
Sigurður Már Sigurðsson,
Grundargarði 9.
Einar Þór Haraldsson,
Héðinsbraut 15.
Alexander Björnsson,
Baldursbrekku 15.
Ísak Garðarsson,
Laugarbrekku 22.
Guðrún Lísa Harðardóttir,
Heiðargerði 11.
Heiðrún Dóra Harðardóttir,
Lyngbrekku 3.
Stefán Jón Sigurgeirsson,
Laugarbrekku 3.
Bjarki Breiðfjörð Ómarsson,
Skálabrekku 3.
Gísli Gunnarsson,
Baldursbrekku 11.
Karolína Kristín Gunnlaugsdóttir,
Árholti 3.
Silja Rún Reynisdóttir,
Grundargarði 7.
Sigrún Björg Steinþórsdóttir,
Sólbrekku 16.
Atli Björgvinsson,
Baldursbrekku 7.
Elísa Rún Gunnarsdóttir,
Steinagerði 6.
Laufey Jóhanna Sigurpálsdóttir, Stór-
hóli 69.
Ferming í Fríkirkjunni, sunnudaginn 18.
maí kl. 11. Prestur sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson.
Fermd verða:
Sonja Ósk Kristjánsdóttir,
Borgarhrauni 18, Hveragerði.
Guðjón Óskar Kristjánsson
Borgarhrauni 18, Hveragerði.
Walter Fannar Kristjánsson
Kambahrauni 60, Hveragerði.
Tómas Þór Jónsson,
Sólvallagötu 11, Reykjavík
Ferming í Oddakirkju á Rangárvöllum,
sunnudaginn 18. maí, kl. 13:30. Prest-
ur sr. Sigurður Jónsson. Fermd verða:
Auður Bergþórsdóttir,
Borgarsandi 4, Hellu.
Birna Borg Bjarnadóttir,
Heiðvangi 9, Hellu.
Einar Þór Guðmundsson,
Breiðöldu 6, Hellu.
Ferming í Stokkseyrarkirkju, sunnu-
daginn 18. maí kl. 13.00. Prestur sr.
Úlfar Guðmundsson
Fermd verða:
Ásta Ósk Guðjónsdóttir,
Austurvegi 21b, Selfossi.
Matthías Þórarinsson,
Birkihlíð, Stokkseyri.
FERMINGAR