Morgunblaðið - 17.05.2003, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 61
DAGBÓK
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS
EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ
Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og
viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka
einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka
sjálfsmynd.
Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur.
Upplýsingar í síma 694 54 94
Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið
Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Hvað fá þátttake
ndur út
úr slíkum námsk
eiðum?
Læra að nýta sér orku til að lækna sig
(meðfæddur eiginleiki hjá öllum)
og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi.
Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs.
Læra að hjálpa öðrum til þess sama.
19.-20. maí. 1. stig. dagnámskeið
24.-25. maí 1. stig helgarnámskeið
27.-29. maí 1. stig kvöldnámskeið
10.-12. júní 2. stig kvöldnámskeið
Námskeið í Reykjavík
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þið eruð áköf, viljasterk og
staðföst. Á komandi ári þurf-
ið þið að sleppa tökunum á
því gamla og skapa rými fyr-
ir eitthvað nýtt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ættir að dusta rykið af
gömlum fjáröflunarhug-
myndum. Heppni nútíð-
arinnar tengist fortíðinni
með einhverjum hætti. Hafðu
samband við gamla kunn-
ingja.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Hugur þinn reikar af ein-
hverjum ástæðum til fortíð-
arinnar og þú veltir því fyrir
þér hvað það er sem skiptir
þig raunverulegu máli í lífinu.
Það er stundum nauðsynlegt
að endurskoða lífssýn sína.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Lífsspeki sem þú kynntist
eða góð ráð sem þér voru gef-
in, fyrir löngu, rifjast upp
fyrir þér. Þú ættir e.t.v. að
huga betur að þessum mál-
um.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gætir rekist á gamlan vin.
Þú ert tilfinningarík(ur) og
metur enn sambönd sem
skiptu þig máli í fortíðinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þetta er ekki rétti tíminn til
að skapa ný tækifæri í
vinnunni. Kannaðu heldur
hvort gömul tækifæri standi
enn opin.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ef þú ætlar að fara í ferðalag
á næstunni er þér ráðlagt að
fara á stað sem þú hefur
komið á áður. Láttu það bíða
að kanna ókunn lönd.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er góður tími til að
leysa gömul deilumál og
ganga frá lausum endum.
Hættu að velta óþægilegu
málunum á undan þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er óumflýjanlegt að þú
rekist á gamla/n kærustu/
kærasta eða fyrrverandi
maka í dag. Það mun gera
þér auðveldara fyrir að vita
að þú lítir vel út.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Sættu þig við að mannekla
valdi töfum í vinnunni í dag.
Reyndu að taka þessu með
jafnaðargeði og gera það
besta úr hlutunum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gamlar ástir sækja á huga
þinn. Þú getur annað hvort
gælt við þessar hugsanir eða
ýtt þeim frá þér. Þitt er valið.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er líklegt að þú lendir í
fjölskyldusamsæti eða sam-
ræðum við ættingja um löngu
liðna tíð. Reyndu að sýna þol-
inmæði og jafnaðargeð.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ættir að gefa bílamál-
unum sérstakan gaum í dag.
Það eru miklar líkur á um-
ferðartöfum vegna bilana.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FAÐIR ANDANNA
Faðir andanna
frelsi landanna,
ljós í lýðanna stríði,
send þú oss frelsi,
sundur slít helsi,
líkna stríðanda lýði.
Lýstu heimana,
lífga geimana,
þerraðu tegenda tárin.
Leys oss frá illu,
leið oss úr villu,
lækna lifenda sárin.
Sælu njótandi,
sverðin brjótandi
faðmist fjarlægir lýðir.
Guðsríki drottni,
dauðan vald þrotni,
komi kærleikans tíðir.
Faðir ljósanna,
lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss fáum,
fátækum, smáum,
líkn í lífsstríði alda.
Matthías Jochumsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 17. maí
er áttræður Halldór Þor-
valdur Ólafsson, Hverf-
isgötu 121, Reykjavík.
Hann og eiginkona hans
Ingibjörg Aðalheiður
Gestsdóttir verða að heim-
an.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 1. mars sl. í Laug-
arneskirkju af sr. Bjarna
Karlssyni þau Dóra Mjöll
Hauksdóttir og Sigurvin
Jónsson. Heimili þeirra er á
Grensásvegi 56, 108,
Reykjavík. Með þeim á
myndinni er Davíð sonur
þeirra.
AÐ loknu hverju al-
þjóðlegu móti fara bestu
spilin á stúfana og skjóta
upp kollinum í bridsþáttum
og tímaritum víða um heim.
Hér er eitt víðförult frá
bridshátíðinni í Tel Aviv í
febrúar:
Norður
♠ 4
♥ 106
♦ ÁK4
♣ÁG87653
Vestur Austur
♠ D6 ♠ 109753
♥ ÁDG4 ♥ 9
♦ D10987 ♦ G65
♣K5 ♣D1092
Suður
♠ ÁKG82
♥ K87532
♦ 32
♣ --
Fjögur hjörtu voru spil-
uð á öllum borðum, en að-
eins einum sagnhafa tókst
að skrapa saman tíu slög-
um. Sá var Ísraelsmaður að
nafni Doran Yadlin. Hann
fékk út tígul, sem hann tók
með ás og spilaði ÁK og
GOSA í spaða! Vestur
kvaldist lengi, en ákvað svo
að trompa með hjartagosa
og spila aftur tígli. Yadlin
tók slaginn, henti spaða í
laufásinn og stakk tígul
heim. Spilaði svo síðasta
spaðanum og trompaði lágt
í borði. Hjartanían féll und-
ir tíuna og vestur fékk að-
eins tvo slagi í viðbót á ÁD.
Sérstakt spil, einkum
vegna þess að vörnin gerði
engin mistök. Það breytir
engu þótt vestur hendi í
spaðagosann; sagnhafi
trompar þá tvo spaða og
gleypir hjartaníu austurs
með kóngnum.
BRIDS
Guðm. Páll Arnarson
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5
d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rf6
6. d4 Be7 7. Bd3 0-0 8. h3
c6 9. 0-0 He8 10. He1
Rbd7 11. Re2 Bf8 12. c4
a6 13. Dc2 b5 14. Rg5 g6
15. Bd2 Bg7 16. Rf4 Rf8
17. cxb5 cxb5 18. Dc6 Ha7
19. Hxe8 Rxe8 20. He1
Bd7 21. Rxf7 Df6 22. Db6
Dxd4 23. Rh6+ Kh8 24.
Db8 Dxb2 25. Be3 Hc7 26.
Rd5 Hc8
Staðan kom upp á
pólska meistaramótinu
sem lauk fyrir skömmu í
Varsjá. Mateusz Bartel
(2.443) hafði hvítt
gegn Klaudiusz Ur-
ban (2.451). 27.
Re7! Be6 svartur
yrði mát eftir 27. ...
Hxb8 28. Rf7#. 28.
Dxc8! Bxh6 aftur
yrði svartur mát
eftir 28. ... Bxc8 29.
Rf7#. 29. Dxe8
Bd7 30. Dd8 Bg7
31. Db6 De5 32.
Bd2 Db2 33. Da5
Dd4 34. Be4 Be6
35. Rc6 Db2 36.
Db4 Dxa2 37. Bc3
og svartur gafst
upp. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1. Tomasz
Markowski (2.587) 10½
vinning af 13 mögulegum.
2.–4. Bartosz Socko
(2.577), Mikhail Krasenkov
(2.609) og Bartlomiej Ma-
cieja (2.634) 8 v. 5. Lukasz
Cyborowski (2.543) 7½ v.
6. Kamil Miton (2.545) 7 v.
7. Pawel Jaracz (2.549) 6½
v. 8.–11. Miroslav Grab-
arczyk (2.508), Mateusz
Bartel (2.443), Robert
Kempinski (2.553) og
Klaudiusz Urban (2.451)
5½ v. 12.–14. Piotr Stan-
iszewski (2.446), Piotr
Murdzia (2.452) og
Krzysztof Jakubowski
(2.483) 4½ v.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
FRÉTTIR
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
málaráðuneytið hefur gert sam-
komulag við fyrirtækið Heyrnar-
tækni um þátttöku ríkisins í
kostnaði sjúkratryggðra við kaup á
heyrnartækjum og nauðsynlegri
þjónustu. Samningurinn er gerður
á grundvelli laga um heilbrigðis-
þjónustu og reglugerðar um þátt-
töku ríkisins í kostnaði við hjálp-
artæki fyrir þá sem eru með
heyrnarmein.
Viðskiptavinir fyrirtækisins
greiða umsamið heildarverð fyrir
heyrnartækin að frádregnum til-
teknum hlut ríkisins í heildarverð-
inu samkvæmt reglugerð. Hlutur
ríkisins er nú 28.000 kr. fyrir þá
sem rétt eiga á endurgreiðslu.
Samningur þessi tekur til greiðslu-
þátttöku ríkisins í heyrnartækjum
til þeirra sem eru 18 ára og eldri og
hafa tónmeðalgildi á betra eyranu
> 30dB <70dB við tíðnina 0,5 1,0
2,0 og 4,0 kHz.
Samningurinn tekur ekki til
greiðsluþátttöku ríkisins í kostnaði
við heyrnartæki barna undir 18 ára
aldri, einstaklinga 18 ára og eldri
sem hafa tónmeðalgildi á betra eyr-
anu > 70dB við tíðnina 0,5 1,0 2,0
og 4,0 kHz og sérstakra heyrn-
artækja sem krefjast skurðaðgerð-
ar eins og kuðungsígræðslutækja,
beinskrúfutækja og annarra viðlíka
tækja sem kunna að bjóðast.
Samið um afgreiðslu
heyrnartækja
GLOBAL Refund hf. á Íslandi hefur
sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu
vegna úrskurða áfrýjunarnefndar
samkeppnismála:
„Global Refund á Íslandi fagnar
úrskurði áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála sem birtur var 15. maí
2003. Þar er staðfest sú niðurstaða
samkeppnisráðs að Global Refund á
Íslandi hafi ekki verið í markaðsráð-
andi stöðu.
Starfsemi Global Refund á Íslandi
felst í að endurgreiða erlendum
ferðamönnum virðisaukaskatt við
brottför frá Íslandi. Fyrrum fram-
kvæmdastjóra Global Refund á Ís-
landi, Jónasi Hagan Guðmundssyni,
var vikið úr starfi í júlí 2001 vegna
gruns um að hann væri að undirbúa
stofnun fyrirtækis í beinni sam-
keppni við Global Refund á Íslandi.
Þá þegar stofnaði Jónas fyrirtækið
Refund á Íslandi og nýtti sér þar við-
skiptahugmyndir og viðskiptasam-
bönd Global Refund.
Í úrskurði áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála er kveðið á um að
starfsmenn Refund á Íslandi hafi
sýnt af sér ólögmæta háttsemi þegar
þeir fjarlægðu eigur Global Refund
úr verslunum, hvöttu verslunareig-
endur til vanefnda á samningum við
Global Refund og gáfu villandi upp-
lýsingar um markaðsstöðu sína.
Í úrskurðinum er ennfremur stað-
fest sú niðurstaða samkeppnisráðs
að nafn Refund á Íslandi brjóti í
bága við skamkeppnislög. Fyrirtæk-
inu var einnig gert að hætta að nota
auglýsingaslagorðið „Don’t leave
your money behind“ sem Global Re-
fund hefur notað frá upphafi.“
Yfirlýsing frá Global Refund
NÝR Lexus RX 300, verður kynntur
í dag, laugardaginn 17. maí kl. 12–16
og sunnudaginn 18. maí kl. 13–16, í
Lexusumboðinu við Nýbýlaveg í
Kópavogi.
Lexus RX 300 sameinar kosti
jeppa og fólksbíls og býður upp á
mikil þægindi í takt við aksturseig-
inleika. Meðal nýjunga má nefna:
Nýtt og sportlegra útlit, 16 cm lengri
og 3 cm breiðari, 5 þrepa sjálfskipt-
ing m. handskiptimöguleika, tvöföld
loftræsting, 6 diska geislaspilari
kominn í mælaborðið í stað hanska-
hólfs, 9 öryggisloftpúðar í stað 4,
bætt eldneytisnýting: 12,2 lítrar í stað
13 í blönduðum akstri, aðfellanlegir
hliðarspeglar, 8 hátalara hljómkerfi í
stað 6, vindskeið er staðalbúnaður,
þjófavarnarkerfi með hreyfiskynjara.
Myndin er tekin þegar verið var að
undirbúa myndatöku af nýja bílnum í
Bláa lóninu og verður Bláa lónið í
smækkaðri mynd sett upp við Ný-
býlaveginn á meðan á sýningunni
stendur, segir í fréttatilkynningu.
Nýr Lexus
kynntur um
helgina
Lexus RX300 var myndaður fyrir
auglýsingar í Bláa lóninu.
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyr-
irvara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík