Morgunblaðið - 17.05.2003, Side 63
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2003 63
Golfklúbbur Sandgerðis
Kirkjubólsvöllur
Hjóna- og parakeppni Fjólu
Hjóna- og parakeppni verður haldin á
Kirkjubólsvelli, Sandgerði, sunnudaginn 18. maí.
Keppnisfyrirkomulag: Texas scramble
Ræst út frá kl. 9-11 og 13.20-15.
Skráning í síma 423 7802 og á netinu.
Keppnisgjald kr. 3.600 á parið
Styrktaraðili Fjóla gullsmiður
TOM Betts og Ian Jeffs eru komn-
ir með leikheimild og eru því klárir í
slaginn með Eyjamönnum sem
mæta KA í úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í Eyjum á morgun.
SALAR Yashin og Zeid Yashin,
sænsku Ítalarnir, fengu leikheimild
með Leiftri/Dalvík í gær og þeir
vera því með liðinu í leiknum á móti
HK í 1. deildinni á morgun.
LEIFTUR/Dalvík er komið með
fleiri útlendinga á sín snæri en Ung-
verjinn Florizs Sandor, 26 ára gam-
all varnarmaður, er genginn í raðir
liðsins.
GEORG Birgisson, bakvörðurinn
gamalkunni úr Keflavík sem lék all-
an leiki Keflvíkinga í úrvalsdeildinni
á síðustu leiktíð er genginn í raðir
Víðis í Garði sem leikur í 2. deild.
SKAGAMENN eru á höttunum
eftir Alexander Linta. Linta er ekki
ókunnugur herbúðum ÍA en hann lék
í nokkur ár með liðinu og þá spilaði
hann einnig með liði Skallagríms.
BALDVIN Hallgrímsson er kom-
inn í Val frá Aftureldingu en hann
lék alla 18 leiki Mosfellinga á síðustu
leiktíð.
FIMM manna hópur siglinga-
manna er á leið til La Rochelle í
Frakklandi í lok maí. Þar munu þeir
taka þátt í siglingamóti á Figaro-bát-
um, sem eru níu metra Beneteau
bátar. Það eru Áskell Fannberg,
Birgir Ari Hilmarsson, Gunnar
Halldórsson, Skúli Smárason og
Þránn Hafsteinsson.
OLIVER Kahn markvörður
Bayern München er ekki til sölu að
sögn Karl Heins Rummenigge
stjórnarformanns þýsku meistar-
anna. Hinn 33 ára gamli markvörður
hefur sterklega verið orðaður við
Manchester United undanfarna
daga en háværar raddir eru uppi um
að Fabien Barthez sé á förum frá
Old Trafford.
KAHN, sem verið hefur í herbúð-
um Bæjara frá 1994, er samnings-
bundinn félaginu til ársins 2006.
„Það er alveg á hreinu. Kahn er ekki
falur – hvað sem boðið er,“ segir
Rummenigge.
FÓLK
PHIL Jackson, þjálfari LA Lakers
í NBA-deildinni í körfuknattleik,
verður áfram þjálfari liðsins á
næstu leiktíð. Jackson sagði eftir
tapleik sinna manna á móti SA
Spurs í fyrrinótt að hann ráð-
gerði að halda áfram en þessi sig-
ursælasti þjálfari NBA frá upp-
hafi hefur verið heilsuveill
undanfarna mánuði og óvissa
ríkti um hvort hann gæti haldið
áfram í starfi. Í vetur voru fjar-
lægðir nýrnasteinar úr Jackson
og þá hafa hjartatruflanir gert
vart við sig hjá honum.
SA Spurs vann einvígið, 4:2, en
meistararnir fengu frekar slæma
útreið hjá frábæru liði Spurs,
110:82, þar sem Tim Duncan,
leikmaður ársins í NBA, fór á
kostum og skoraði 37 stig.
Með ósigrinum á móti San Ant-
onio missti Lakers krúnuna en
undanfarin þrjú ár hefur Jackson
stýrt liðinu til meistaratitilsins.
Lakers átti möguleika á að verða
annað liðið í sögu NBA til þess að
verða meistari fjögur ár í röð og
Jackson stefndi að því að landa
NBA-meistaratitlinum í 10. skipti
á þjálfaraferli sínum. Lið undir
stjórn Jacksons voru fyrir ósig-
urinn í fyrrinótt búin að vinna 25
úrslitaeinvígi í röð, Chicago Bulls
tólf á árunum 1996 til 1998 og LA
Lakers þrettán frá árinu 2000.
Jackson áfram
hjá LA Lakers
ÞÝSKA handknattleiksliðið
Wetzlar hefur gert Gunnari
Berg Viktorssyni tilboð um
að ganga til liðs við félagið
en samningur Gunnars við
Paris SG í Frakklandi renn-
ur út síðar í þessum mánuði
og verður ekki endurnýj-
aður.
„Ég er kominn með í
hendurnar tilboð frá Wetzl-
ar. Þetta er samningur til
tveggja ára sem ég er að
skoða en mér leist vel á allar
aðstæður hjá félaginu og ég
tel ágætar líkur á að ég taki
því,“ sagði Gunnar Berg við
Morgunblaðið í gær. Gunnar,
sem leikið hefur með Paris
SG síðustu tvö árin, hitti for-
ráðamenn Wetzlar á dög-
unum og æfði með því en
með liðinu leika Róbert Sig-
hvatsson og Róbert Julian
Duranona.
Gunnar Berg
með tilboð
frá Wetzlar
Grétar hefur verið frá keppni ogæfingum síðustu tvær vikurnar
eða frá því að blæddi inn á lið í ökkla
hans í leik á móti Keflvíkingum í
undanúrslitum deildabikarsins.
„Grétar æfir í dag og á morgun og
ég reikna fastlega með því að hann
verði klár í slaginn sem og allir aðrir
í hópnum,“ sagði Bjarni við Morg-
unblaðið.
Þorlákur Árnason, þjálfari Vals,
getur nánast teflt fram fullskipuðu
liði þegar lærisveinar hans halda
suður með sjó og leika við Grindavík.
Eini leikmaðurinn sem missir örugg-
lega af leiknum er Kristinn Lárus-
son og í raun eru líkur á að hann
verði ekkert með í sumar. Þá eru
nýju leikmenn Vals, þeir Jóhann
Möller og Hálfdán Gíslason, að ná
sér eftir meiðslum.
Ásgeir og Freyr ekki með
gegn Skagamönnum
Varnarjaxlarnir Ásgeir Ásgeirs-
son og Freyr Bjarnason, fyrrverandi
Skagamaður, geta ekki leikið með
liði sínu, FH, þegar þeir fá læri-
sveina Ólafs Þórðarsonar í heim-
sókn á Kaplakrikavöll á morgun.
FH-ingum gekk allt í óhag í vorleikj-
unum en Ólafur Jóhannesson og
piltarnir hans vita að slíkt skiptir
engu máli þegar út í alvöruna er
komið. Á síðasta ári unnu FH-ingar
deildabikarinn en gekk hinsvegar
mun verr í sjálfu mótinu. Gaman
væri fyrir þá Hafnfirðinga að snúa
dæminu við í ár.
Ólafur Þórðarson, þjálfari Skaga-
manna, hefur úr fullskipuðu liði að
velja fyrir átökin gegn FH.
Fylkismenn án Sævars
Fylkismenn hafa ekki farið var-
hluta af meiðslum á undirbúnings-
tímabilinu en þónokkur meiðslahrina
hefur verið í gangi hjá Árbæjarlið-
inu. Ljóst er að varnarmaðurinn
Kjartan Antonsson verður ekki með
í fyrstu umferðunum en hann meidd-
ist á hné fyrir skömmu og verður lík-
lega frá fram til loka júní. Aðalsteinn
Víglundsson, þjálfari Fylkis, sagði
við Morgunblaðið í gær að hann
reiknaði ekki með að Sævar Þór
Gíslason gæti spilað gegn Fram á
morgun og þá væri Haukur Ingi
Guðnason tæpur. Finnur Kolbeins-
son fyrirliði er hins vegar að skríða
saman og að sögn Aðalsteins verður
hann með gegn Fram.
Safamýrarpiltar mæta í Árbæinn
án þeirra Kristins Tómassonar og
Þorbjörns Atla Sveinssonar. Það
hlýtur að vera sérlega sárt fyrir
Kristin að missa af þessum leik því
hann lék með Fylki í áraraðir eða allt
frá því hann var smápolli. Þá sagði
Kristinn R. Jónsson, þjálfari Fram,
að óvíst væri hvort Ragnar Árnason
gæti leikið eða ekki. En ákvörðun
um það yrði tekin þegar nær dregur
leik.
Magnús í vandræðum
með miðverði
Þeir Páll Hjarðar og Tryggvi
Bjarnason, miðverðir Eyjamanna,
eiga báðir við meiðsli að stríða og alls
óvíst hvort þeir geta leikið með eða
ekki. Magnús Gylfason, þjálfari
ÍBV, þarf því að bíða fram á elleftu
stundu með að stilla upp liði sínu sem
fær KA í heimsókn á Hásteinsvelli.
KA-menn geta ekki stillt upp sínu
sterkasta liði í Eyjum. Pálmi Rafn
Pálmason og Jón Örvar Eiríksson
taka út leikbann. Þá er óvíst hvort
Ívar Bjarklind geti leikið vegna
meiðsla í hné og fyrirliðinn Þorvald-
ur Makan Sigbjörnsson hefur sömu-
leiðis átt í meiðslum og óvíst hvort
hann verði búinn að ná sér fyrir
morgundaginn.
Ágætt ástand á Þrótturum
„Það er ágætt ástand á mínum
hópi og við bíðum spenntir eftir því
að fá að glíma við Íslandsmeistar-
ana,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari
nýliða Þróttar, sem mæta KR-ingum
á Laugardalsvellinum á mánudags-
kvöldið.
Erlingur Guðmundsson og Hjálm-
ar Þórarinsson eiga við lítils háttar
meiðsli að stríða, að sögn Ásgeirs, og
það skýrist ekki fyrr en á leikdag
hvort þeir verða tilbúnir. Aftur á
móti eru meiðsli Hilmars Rúnars-
sonar alvarlegri, en Hilmar, sem lék
alla leiki Þróttara í fyrra, hefur ekk-
ert getað leikið á undirbúningstíma-
bilinu vegna beinhimnubólgu.
„Mínir menn eru tiltölulega
sprækir en það er erfitt að meta á
þessari stundu úr hvaða hóp ég get
valið liðið fyrir mánudag. Einar Þór
Daníelsson og Hilmar Björnsson
hafa átt við smávægileg meiðsli að
stríða en að öðru leyti lítur þetta
ágætlega út,“ sagði Willum Þór
Þórsson, þjálfari KR-inga.
Morgunblaðið/Ómar
Sævar Þór Gíslason, sóknarleikmaður Fylkis, er hér í baráttu við Keflvíkingana Ólaf Ívar Jónsson
og Harald Guðmundsson í fyrra. Hann getur ekki leikið með Fylki gegn Fram á morgun.
Hvernig er ástand leikmanna í herbúðum liðanna fyrir 1. umferðina?
Grétar klár í slaginn
BJARNI Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, er bjartsýnn á að
markakóngur Íslandsmótsins frá því í fyrra, Grétar Ólafur Hjart-
arson, geti leikið með Grindvíkingum þegar þeir taka á móti Vals-
mönnum í Grindavík á morgun.