Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fundur um fjárfestatengsl Vakning í fjár- festatengslum Fjárfestatengsl –Hvernig má ná tilerlendra fjárfesta á áhrifaríkan hátt?“ er yfir- skrift morgunverðarfund- ar Thomson Financial – Corporate Group á Grand Hótel í Reykjavík þriðju- daginn 8. júlí á milli kl. 8 og 10. Fundurinn er ætlaður stjórnendum skráðra fyr- irtækja en er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Sigurborg Arnarsdóttir, formaður nýstofnaðs Fé- lags um fjárfestatengsl, segir að fundurinn sé einn liður í starfsemi félagsins. „Við stofnuðum Félag um fjárfestatengsl í apríl í vor. Markmið félagsins er að vekja skráð félög til um- hugsunar um samskipti við fjárfesta. Hingað til hefur viljað brenna við að félögin hafi litið á upplýsingaskyldu sína til fjárfesta og Kauphallar sem kvöð. Félagið vill stuðla að því að viðhorfið breytist í því skyni að ná fram já- kvæðari og árangursríkari sam- skiptum við fjárfesta. Félagið efnir til ýmiss konar funda í því skyni að ná fram mark- miði sínu, t.d. vorum við með fjöl- sótta ráðstefnu með erindum frá innlendum og erlendum fyrirles- urum í lok apríl. Sextán manna hópur úr félag- inu sótti norræna ráðstefnu um fjárfestatengsl í Kaupmannahöfn í vor. Við vorum ákaflega ánægð með þátttökuna og má til saman- burðar nefna að norsku þátttak- endurnir voru álíka margir. Ráðstefnan hefur verið haldin á Norðurlöndunum á hverju ári í 5 ár. Verðlaunafhending breska tímaritsins Investor Relations Magazine til norrænna fyrirtækja fyrir upplýsingagjöf til fjárfesta hefur verið fastur liður í ráðstefn- unni í þrjú ár. Íslensk fyrirtæki hafa verið tilnefnd til þessara verðlauna í tvö ár. Össur og Opin kerfi fengu íslensku verðlaunin bæði í ár og í fyrra en Nokia hefur hampað Grand-Prix verðlaunun- um frá upphafi.“ – Er mikill áhugi á fjárfesta- tengslum á Norðurlöndunum? „Já, það má segja að vakning hafi orðið varðandi fjárfestatengsl á Norðurlöndunum að undan- förnu. Finnar eru án efa komnir lengst af Norðurlandaþjóðunum. Stærsta skýringin er velgengni Nokia sem er einnig skráð á markaði í Bandaríkjunum. Banda- ríkjamenn eru með mjög strangar reglur hvað varðar upplýsinga- gjöf. Nokia hefur aðlagað sig þessum reglum og fylgir finnski markaðurinn á eftir.“ – Hvert er markmiðið með fundinum núna? „Markmiðið með morgunverð- arfundinum er að kynna fyrir fé- lögunum og þeim sem hafa áhuga á þessum málum hvað er að gerast á sviði fjárfestatengsla í heimin- um í dag. Fundurinn er haldinn á vegum bandaríska fyrirtækisins Thomson Financial – Corporate Group. Thomson Financial er leiðandi fyrirtæki á sviði fjárfestatengsla og vinnur með 4.500 skráðum fyrirtækjum á opnum mörkuðum í 45 löndum. Fyrirtæk- ið býður fjármálamarkaðinum upp á fjármálaupplýsingar í raun- tíma, hugbúnað til að nálgast upp- lýsingar og ráðgjöf varðandi fjár- málatengsl.“ – Hverjir verða með framsögu? „Eftir morgunverðinn flytur Helga Björk Eiríksdóttir, kynn- ingarstjóri Kauphallar Íslands hf., erindi undir yfirskriftinni „Mikilvægi góðrar upplýsinga- gjafar“. Það er afar mikilvægt fyr- ir Kauphöllina að skráð félög standi vel að allri upplýsingagjöf og hefur félag um fjárfestatengsl átt góða samvinnu við Kauphöll- ina en Kauphöllin átti frumkvæði að því að félagið var stofnað. Að loknu erindi Helgu Bjarkar fjalla Peter Gotke, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Thomson Fin- ancial, og Peter Reynolds, for- stöðumaður alþjóðlegra markaða, um fjárfestatengsl á 21. öldinni með raunverulegum dæmum. Nafnarnir ætla að leggja sérstaka áherslu á þrjú svið fjárfesta- tengsla, þ.e. þekkingu á hluta- bréfamarkaði, árangursrík sam- skipti og skilgreiningu hluthafahópa. Morgunverðar- fundinum lýkur með fyrirspurn- ar- og umræðutíma.“ – Nú starfar þú hjá Össuri. Hvernig fara samskipti ykkar við erlenda fjárfesta fram? „Við höfum verið að leggja meiri áherslu á tengslin við er- lenda fjárfesta síðastliðin 2 ár. Ég get nefnt að stjórnendur fyrirtæk- isins hafa verið að kynna fyrir- tækið fyrir hugsanlegum fjárfest- um erlendis. Við leggjum líka mikla áherslu á að gæta þess að hafa allar upplýsingar um fyrir- tækið bæði á ensku og íslensku. Auðvitað er mjög mikilvægt að ekki sé verið að sérvelja upplýs- ingar fyrir erlenda fjárfesta held- ur geti þeir fengið sömu upplýsingar og allir aðrir. Við höfum lagt áherslu á að kynna uppgjör fyrirtækisins fyrir fjárfestunum og nú síðast vorum við með fund á ensku og vörpuðum honum út á Netinu.“ – Fyrir hverja er Félag um fjárfestatengsl? „Félagið er fyrst og fremst fyr- ir skráð félög og félög sem huga að skráningu. Óskráð félög hafa ekki sömu upplýsingaskyldu og eiga því ekki jafnmikið erindi í fé- lagið þó að þau séu velkomin.“ Sigurborg Arnarsdóttir  Sigurborg Arnarsdóttir, for- maður Félags um fjárfesta- tengsl, er fædd 1. febrúar 1972. Sigurborg lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar og BA-gráðu í þýsku og sagnfræði frá Háskóla Íslands 1998. Hún vann hjá Endurmenntunar- stofnun Háskóla Íslands frá 1998 til 1999 þegar hún hóf störf á fjármálasviði Össurar hf. Hún hefur verið deildarstjóri fjár- reiðu- og kynningardeildar frá 2001. Sambýlismaður Sig- urborgar er Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands. Þau eiga Ólaf 2ja ára. Finnar fremst- ir á Norður- löndunum HEIMFERÐ skákmanna Hróksins frá Qaqortoq í Grænlandi hófst með sex klukkustunda siglingu til Narssarssuaq, þar sem flugvöllurinn er. Danski stór- meistarinn Henrik Danielsen og Ingvar Jóhannsson styttu sér stundir með hraðskákum í skut skipsins meðan siglt var framhjá ísjökunum. Ingvar var tæknistjóri mótsins og sá til þess að þúsundir manna gátu fylgst með skákum á vefsíðu Hróksins. Ingvar er einnig öflugur skákmaður með um 2.200 stig og veitti stórmeistaranum harða keppni. Netið var hins vegar til að verjast flugunum. Henrik Danielsen hélt þriggja daga námskeið í Qaqortoq á vegum skák- skóla Hróksins áður en mótið hófst. Össur Skarphéð- insson, alþingismaður og formaður Samfylking- arinnar, gat varla slitið sig frá spennandi skákum skákmannanna. Morgunblaðið/Ómar Skák á sjónum SIGRÍÐUR Pálína Arnardóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Ís- lands, segir að Tryggingastofnun hafi lækkað hlut sinn í lyfjakostn- aði, en þrátt fyrir það hafa apótek- in minnkað álagningu sína til þess að koma til móts við sjúklinga. Auk þess hafa apótekin stuðlað að auk- inni þjónustu til lækkunar á lyfja- kostnaði. Nokkur umræða hefur verið um lyfjakostnað að undanförnu. Sigríð- ur segir að þjóðfélagið geti sparað mikla fjármuni með því að nýta sér betur fagþekkingu lyfjafræðinga. Ráðgjöf lyfjafræðinga stuðli að réttri lyfjanotkun og samstarf lyfjafræðinga, lækna og hjúkrunar- fræðinga sé mikilvægt í þeim efn- um. „Margt gott hefur áunnist á und- anförnum árum með frjálsri sam- keppni apótekanna. Apótekin eiga hrós skilið frá stjórnvöldum fyrir það hvað þau hafa lagt af mörkum til sparnaðar fyrir samfélagið. Tryggingastofnun hefur lækkað hlut sinn í lyfjakostnaði og þrátt fyrir það hafa apótekin minnkað sína álagningu til þess að koma til móts við sjúklinga. Auk þess hafa apótekin hrundið af stað aukinni þjónustu til lækkunar á lyfjakostn- aði. Þar má nefna tölvustýrða lyfja- skömmtun og lyfjafræðilega umsjá, sem hvort tveggja leiðir til sparn- aðar fyrir samfélagið. Frjáls samkeppni apótekanna hefur leitt til þess að lyfjafræðing- urinn er sýnilegri og aðgengilegri sjúklingum. Neytendur geta ávallt gengið af götunni og fengið ráðgjöf hjá lyfjafræðingi. Aukið samstarf fagstétta innan heilbrigðisgeirans er vænlegasti kosturinn til sparn- aðar,“ segir Sigríður. Hún minnir á að rétt lyfjanotkun sé fjárhagslega hagkvæm. Ekki megi gleyma því, að rétt lyfjanotk- un geti bjargað mannslífum. „Heildarkostnaður heilbrigðis- þjónustu hefur hækkað meira en lyfin á tímabilinu 1999–2001. Því er öfugt farið í hinum Evrópulöndun- um, þar hefur lyfjakostnaður auk- ist meira. Heildarkostnaður ríkisins vegna heilbrigðisþjónustu hefur aukist um 12% milli áranna 1990 og 2001, sé miðað við landsframleiðslu, en heildarkostnaður ríkisins vegna lyfja og hjálpartækja hefur á hinn bóginn minnkað um 3,7 % miðað við landsframleiðslu á sama tíma- bili. Fræðsluhlutverk lyfjafræðinga á heildsölusviði er mikilvægt. Lyfja- fræðingar eru fyrst og fremst fag- menn, fræðimenn og vísindamenn. Lyfjafræðingar eru vel menntaðir og hlutverk þeirra er meðal annars að fylgjast með nýjungum, rann- sóknum og notkun nýrra lyfja. Lyfjafræðingar sjá um fræðslu og upplýsingagjöf til lækna og ann- arra heilbrigðisstarfsmanna. Í raun ættu fyrirtækin að fá greitt fyrir þessa þjónustu, þar sem þau stuðla að endurmenntun lækna frítt. Það er spurning, hvort menntamála- ráðuneytið eða heilbrigðisráðu- neytið er tilbúið að greiða fyrir þessa endurmenntun fyrir sína starfsmenn,“ sagði Sigríður. Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands um lyfjakostnað Segir apótekin hafa minnkað álagningu HÁLFDÁN Björnsson náttúruunn- andi á Kvískerjum útskýrir fyrir umhverfisráðherra og föruneyti hennar Kvíármýrakamb, sem er með stærstu og sérkennilegustu jökulöldum landsins. Kvíármýra- kambur er eitt svæðanna sem er í drögum að náttúruverndaráætlun sem fer fyrir Alþingi í haust. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Siv skoðar náttúru- undur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.