Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G OG maðurinn minn Enrico ákváðum að fara til Suður-Ítalíu og varð fyrir valinu að við tókum okkur á leigu íbúð í Sorr- ento þar sem við sáum að frá Sorrento væri þægilegt að fara til þeirra staða sem við ætl- uðum að heimsækja. Við ákváðum að taka lest frá Flórens til Napolí, ferðalag sem tekur þrjá og hálfan tíma með Eurostar-lestinni. Síðan tókum við Vesuviana-lestina frá Napolí til Sorrento og tekur sú ferð eina klukkustund. Íbúðin, sem við tókum á leigu, var á fjórðu hæð án lyftu. Þetta var stúdíóíbúð með frábærum svölum með sólbekkjum og borði með út- sýni yfir hafið. Hún var við aðalgöt- una og fimm mínútna gangur að lestarstöðinni. Íbúar Sorrento eru um 20.000, en ferðamennirnir eru aðallega Bretar. Engin strönd er í Sorrento, en hægt er að leigja sér sólbekki og stinga sér í sjóinn. Þrátt fyrir að það væri 24. maí var mikið af ferða- mönnum og gaman að ganga um þröngar götur Sorrento sem iða af mannlífi. Þeir sem hafa áhuga á að leigja tveggja manna eða sex manna íbúð geta haft samband við mig á net- fanginu: begga@inwind.it. Ég mæli eindregið með veitingastaðnum Il Buco veffang: www.ilbucoristoran- te.it Við ákváðum að fara í skipulagða skoðunarferð til Napolí. Allar skoð- unarferðir eru með enskumælandi leiðsögn. Ferðaskrifstofurnar í Sorrento hafa komið sér saman um að hafa skoðunarferðirnar á sömu dögum og á sama verði níu mánuði á ári. Því var eini dagurinn til að komast til Napolí sunnudagur. Napolí Napolí er stærsta borg Camp- ania-héraðsins og íbúarnir um ein milljón talsins. Fyrstu íbúar Napolí voru Grikkir og settust þar að árið 800 fyrir Krist. Á eftir Grikkjum komu Rómverjar. Eftir að tíð Róm- verja lauk hafa 34 erlendir kon- ungar verið í Napolí og byggt jafn margar hallir. Eru þær núna not- aðar sem opinberar stofnanir. Fyrir ofan Napolí er eldfjallið Vesúvíus og var það 3.000 metra hátt. 24. ágúst árið 79 eftir Krist kl. 10 gaus úr fjallinu tífalt sterkari sprenging en varð í Hiroshima, og eftir það er fjallið 1.400 metrar. Hraunið fór niður á 100 km hraða á klukkustund. Vesúvíus hefur gosið 32. sinnum, síðast árið 1944. Þekkt eru orð rithöfundarins Johns Miltons: „Sjáðu Napolí og dey síðan.“ Við skoðuðum að utan kastalann Maschio Angioino, sem var nefndur eftir Carlo I d’Angió sem lét byggja þennan kastala á 14. öld. Síðan skoðuðum við Galleria Umberto I, en þetta yfirbyggða torg er í Renaissance-stíl og var það byggt á árunum 1887 til 1890. Í Galleria Umberto I eru verslanir. Á móti Galleria Umberto I er kon- unglega leikhúsið San Carlo og tók aðeins 270 daga að byggja það. Leikhúsið var vígt 4. nóvember 1737. Fórum við svo á Plebiscito- torgið. Við þetta torg stendur kon- ungshöllin en þar bjó síðasti kon- ungur Ítalíu, Umberto I., með fjöl- skyldu sinni þangað til hann var sendur í útlegð. Konungshöllin er frá 17. öld og tók bygging hennar 50 ár. Hægt er að skoða íbúðir kon- ungshallarinnar og er það vel þess virði þar sem þær eru gullfallegar. Eftir þennan göngutúr fórum við með rútunni að Museo Archeologico Nazionale. Safnið er í byggingu frá árinu 1585. Hér eru munir úr upp- gröftum frá Pompei og Ercolano. Styttur, bronsmunir, teikningar, mósaík, keramik frá Pompei, Campania-héraðinu og etrúska tímabilinu. Í Museo Archeologico Nazionale stendur yfir sýning frá 21. mars til 31. ágúst, nema þriðju- daga, um sögu eldgosa. Positano Positano er mjög heillandi bær. Teningslöguð hús, hvít, bleik, rauð eða appelsínugul, og er eins og þeim hafi verið raðað í hæðina líkt og púsluspili. Ekki er bílaumferð- inni fyrir að fara. Brattar og mjög þröngar tröppur á milli húsanna gegna götuhlutverkinu hérna. Á 19. öld lagðist Positano næst- um því í eyði en á 20. öld hófst upp- bygging borgarinnar aftur, og þá sem ferðamannastaðar. Ekki get ég mælt með Positano sem strandstað, þar sem ströndin er mjög lítil og mikið af minni og stærri bátum sem leggjast að við ströndina. Sandur- inn er mjög dökkur skeljasandur og ekki hægt að ganga berfættur í honum, sjórinn mjög kaldur og mjög saltur. Mjög skemmtilegur matstaður er við strandgötuna og heitir hann „Chez Black“. Santa Maria Ass- unta-kirkjan, sem er tákn fyrir Pos- itano, er mjög falleg. Procida Procida er eldfjallaeyja, aðeins fjórir ferkílómetrar að stærð, og tekur um klukkustund að ganga í kringum eyjuna. Ferja fer bæði frá Napolí og Pozzuoli til Procida. Á eynni búa um ellefu þúsund manns. Lítill ferðamannastraumur er á Procida og fiskveiðar aðal atvinnu- greinin. Grískra áhrifa gætir mikið og einnig arabískra. Þegar komið er á eyjuna blasa við hús frá 17. öld. Á Marina Grande-torginu eru verslanir, barir og veitingahús og sjómenn að gera við net. Göturnar eru í arabískum stíl. Hæsti punktur eyjarinnar er 91 metri yfir sjávarmáli og er það í „Terra Murata“. Gullfalleg kirkja frá 18. öld er í „Terra Murata“ og heitir hún Abbazia di San Michele Arcangelo. Frá „Terra Murata“ er hægt að ganga niður að hafnarsvæðinu „Marina Corricella“ sem er í arab- ískum stíl. Kvikmyndin „Il Postino“ eða Bréfberinn var gerð á Procida og ef ég man rétt var hún sýnd í kvikmyndahúsi í Reykjavík. Hér er bar sem ber nafn Bréfberans. Hægt er að taka strætó frá höfn- inni að ströndinni „Chiaiolella“ þar sem einnig er smábátahöfn. Sand- urinn er svartur og hægt að leigja sólbekki. Ischia Ischia er eldfjallaeyja og stærsta eyjan í Napolí-flóa, næstum 50 fer- kílómetrar og með 37 km langa strandlengju. Hæsta fjall eyjunnar er Epomeo, 788 metrar yfir sjáv- armáli. Meðalhitinn í janúar er 5 stig en í ágúst 45 stig. Hitastigið er samt alltaf svipað innandyra, um 20 stig. Vatnsskortur getur verið í ágúst. Ischia hefur verið í byggð í 7.000 ár og voru fyrstu íbúarnir Grikkir. Eyjarskeggjar vilja ekki byggja fleiri hús á eyjunni en ef grafið er fyrir húsi sprettur 90 stiga heitt vatn úr jörðinni. Gróðursælt er á eyjunni og er hún mjög þekkt fyrir heilsulindir. Hafa psoriasis- og astma-sjúklingar fengið góðan bata á eyjunni. Aðeins ein ferja fer frá Sorrento á dag til Ischia. Við fórum í skipu- lagða skoðunarferð og höfðum við hálftíma til að skoða bæinn Ischia, sem er nálægt höfninni. Skemmti- leg verslunargata er í miðbænum. Síðan fórum við með rútu sem átti að aka hring um eyjuna. Á leiðinni stoppuðum við á „Tropical“ en þar eru ellefu misheitar sundlaugar. Við nutum þess að synda í laugunum og baða okkur í sólinni. Caprí Við héldum til Caprí með ferju sem fer beint frá Sorrento. Íbúar Caprí eru um 12.000 talsins. Á Caprí eru tveir bæir, Caprí og Ana- caprí. Aðeins er einn vegur á eyj- unni og liggur hann á milli bæj- anna. Ekki er hægt að koma með eigin bíla nema maður eigi lögheim- ili á eyjunni. Þar er hægt að taka leigubíla, togbraut eða strætis- vagna. Hringurinn í kringum eyjuna er 17 km og er hæsti punktur hennar Solaro-fjallið, sem er 589 metra yfir sjávarmáli. Á Caprí vaxa 850 blómategundir. Fyrst fórum við í „Bláu hellana“ sem fundust árið 1826. Við vorum Töfrandi staðir á Suðu Suður-Ítalía geymir merkar minjar og sögufræga staði á borð við Sorrento, Napolí, Positano, Procida, Ischia og Caprí. Bergljót Leifsdóttir Mensuali átti ógleymanlega viku á þessum slóðum. Bláu hellarnir á Caprí eru frægir fyrir fegurð. Höfnin í Caprí. Sjómenn í Procida við netin. Napolí er í nágrenni eldfjallsins Vesúvíusar.Kvikmyndin Il Postinu (Bréfberinn) var gerð á eynni Procida. Í Positano eru brattar tröppur í stað gatna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.