Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 9 Útsalan hefst á mánudaginn 50% afsláttur Laugavegi 71 - Sími 551 0424. NÚ STENDUR yfir landsmót ung- lingadeildar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skriðdal á Fljóts- dalshéraði. Mótið hófst á föstudags- morgun og eru um 300 manns stadd- ir á mótssvæðinu. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára og koma með þeim umsjónarmenn frá hverjum stað. Dagskrá landsmótsins einkennist af því að verið er að undirbúa björg- unarfólk framtíðarinnar. Ungling- arnir leysa ýmis verkefni tengd björgunarstörfum á vinnupóstum sem dreift er um svæðið og einnig er margt gert til skemmtunar. Landsmót unglingadeildar er haldið annað hvert ár og er þetta 8. mótið. Hitt árið er landshlutamót og hittast þá unglingadeildir í hverjum landshluta fyrir sig. Landsbjörg leggur mikla áherslu á unglingastarf og hefur deildum fjölgað töluvert á undanförnum ár- um, en í dag eru þær fimmtíu talsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur nú flutt höfuðstöðvar sínar í húsnæði Slökkviliðsins í Skógarhlíð í Reykjavík. Þar koma allir við- bragðsaðilar í landinu saman á einn stað og mun ein allsherjarstjórnstöð sem heldur utan um skipulag leitar og björgunar verða starfrækt þar, í stað sex stjórnstöðva áður. Segja menn innan Slysavarnafélagsins þetta mesta framfaraskref sem stig- ið hefur verið í björgunarmálum Ís- lands um árabil. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá landsmóti unglingadeildar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skrið- dal á Fljótsdalshéraði. Um 300 manns voru á mótinu, sem heppnaðist vel. Björgunar- fólk fram- tíðarinnar Egilsstaðir Breytingar á flugvirkja- námi ekki öllum í hag Um 120 at- vinnulausir ÁRIÐ 2001 fór Ísland í evrópskt samstarf sem heitir Joint Aviation Regulations (JAR) en það hafði í för með sér breyttar reglur um flug- virkjanám. Áður fóru námsmenn til Bandaríkjanna og lærðu bóklega hlutann þar en þurftu svo að vinna í 30 mánuði til þess að ljúka náminu. Í dag gera tilvonandi flugvirkjar námssamninga við flugfélög, læra í Danmörku en taka svo verklega hlutann hér heima. Að sögn Guðjóns Valdimarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands, stóð ríkið ekki nógu vel að breyting- unum. „Þeir sem byrja nám núna fara á námssamning og kosta mikið minna. Þeir byrja á 60% kaupi en fara upp í 100% kaup á fjórum árum. Þeir sem voru búnir að læra fyrir breytingarnar eru hreinlega ekki samkeppnisfærir því þeir kosta miklu meira,“ segir Guðjón. Flugvirkjafélag Íslands er með um 110–120 flugvirkja á skrá sem hafa lokið skólanum en fá ekki vinnu til að ljúka náminu. „Þeir eru með há námslán á bak- inu en vinna svo hér og þar til að reyna að borga þau. Við reynum að útvega þeim vinnu, hvar sem við get- um fengið hana. Þessum einstakling- um eru allir vegir færir þegar þeir fá prófskírteinið,“ segir Guðjón. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SÓLVEIG Pétursdóttir, 3. varafor- seti Alþingis, verður fulltrúi Alþingis við hátíðarhöld í Ríga í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá endurreisn lettn- eska þingsins. Sólveig mun flytja kveðju frá Alþingi við hátíðarathöfn mánudaginn 7. júlí og leggja blóm við minnismerki um frelsisbaráttu Letta. Sólveig fulltrúi Alþingis í Ríga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.