Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 41
Mín fyrstu kynni af
Láru voru fyrir ríflega
40 árum austur á Eyr-
arbakka þegar Lára og
Gunnar voru í heimsókn hjá ömmu-
systkinum mínum á Bergi, þeim Jóu
og Jónsa. Það vildi þannig til að
Mundakotsfjölskyldan var í sunnu-
dagskaffi á Bergi þennan dag og þetta
varð upphaf að miklum og góðum vin-
áttuböndum sem þessar fjölskyldur
bundust.
Lára var falleg og hlýleg kona; hún
var glaðleg í viðmóti og lagði ávallt gott
til mála, og hafði einstaklega góða nær-
veru, sem gerði það að verkum að fólki
leið vel í návist hennar. Hún var fróð
um marga hluti, ekki síst um landið
okkar sem þau Gunnar höfðu verið
sérstaklega dugleg að ferðast um.
Einnig ferðuðust þau til útlanda og eitt
sinn fóru þau í ferð til Evrópu þar sem
þau ferðuðust á eignin vegum og skoð-
uðu sig um á suðrænum slóðum. Minn-
ing mín tengist ekki síst góðmennsku
þeirra í tengslum við þessa ferð, því að
næst þegar þau komu í heimsókn aust-
ur á Eyrarbakka fengu allir einhverja
gjöf sem þau höfðu valið af kostgæfni,
ég fékk til dæmis handmálaða erma-
hnappa frá Portúgal sem ég á enn og
eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
Minnisstæð er ferð sem þau buðu
okkur í, það var ákveðið að fara í bíl-
ferð um uppsveitir Árnessýslu, þau
keyrðu á stórum Chevrolet, bíl sem tók
víst sjö eða átta farþega, og þetta er
ógleymanleg ferð. Lagt var af stað
snemma morguns frá Eyrarbakka og
þeir sem voru með í för voru: Jóa og
Jónsi á Bergi, mamma og pabbi, Lára,
Gunnar og Guðmundur Helgi, og svo
vorum við Jói líka þannig að vel var
skipað í bílinn og enginn kvartaði um
þrengsli. Keyrt var sem leið lá í gegn-
um Selfoss og upp Grímsnes, farið var
um Laugarvatn og að Geysi. Gullfoss í
allri sinni dýrð var einnig skoðaður,
síðan var farið yfir að Brúarhlöðum og
að Flúðum áfram niður Skeið. Glamp-
andi sólskin var og heyskapur í fullum
gangi á bæjum þannig að margt bar
fyrir augu og mikil ferðagleði ríkti í
hópnum. Á góðum stað var stoppað til
að fá sér hressingu, sætunum var kippt
út úr bílnum til að geta setið úti, þar
sem allir voru prúðbúnir og vildu síður
fá í sig grasgrænu við það að sitja á
jörðinni. Alls kyns kræsingar voru
dregnar upp úr nestisbögglum, Lára
sá til þess að við strákarnir fengjum Si-
nalco eða Spur úr flösku og það var nú
heldur mikið sport að fá slíkan drykk í
svona fínu ferðalagi. Gunnar ók af
miklu öryggi og miðlaði okkur úr fróð-
leiksbrunni sínum, Jónsi og pabbi
sögðu sögur af mönnum sem þeir
þekktu í sveitunum, og konurnar
krydduðu frásagnir með hnyttnum
innskotum.
Ég segi nú þessar sögur til að undir-
strika hve það var mikilvægur þáttur í
lífi Láru að aðrir gætu notið og verið
þátttakendur í því sem hún átti kost á
að njóta, fórnfýsi og umburðarlyndi tel
ég að hafi verið ákaflega ríkir þættir í
fari þessarar góðu konu sem við sjáum
nú á bak. Mundakotsfjölskyldan naut
þessara kosta í ríkum mæli og þau
Lára og Gunnar voru fjölskyldunni
þvílík stoð og stytta að það verður seint
fullþakkað.
Hjónaband Láru og Gunnars tel ég
að hafi verið til mikillar fyrirmyndar,
samhentari hjón hugsa ég að leitun
hafi verið að. Ef nafn annars var nefnt
fylgdi nafn hins jafnan í kjölfarið og
gaman var að hlusta á þegar þau voru
tala saman hve mikil ástúð, umhyggja
og gagnkvæm virðing ríkti milli þeirra.
Kurteisi þeirra hefur líka verið eftir-
tektarverð, þau höfðu þann góða sið í
heiðri þegar þau komu innan um fólk
að ganga fyrir hvern og heilsa og síðan
LÁRA ÁSLAUG
THEODÓRSDÓTTIR
✝ Lára ÁslaugTheodórsdóttir
fæddist í Reykjavík
14. febrúar 1918.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Holts-
búð í Garðabæ, 24.
júní síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kirkju 4. júlí.
að kveðja með sama
hætti. Þetta er ákaflega
virðingarvert og eftir-
breytnivert þar sem fólk
finnur að það er metið til
jafns hvort heldur er
gamall maður eða lítið
barn.
Eftir að ég eignaðist
fjölskyldu höfðum við
ávallt gott samband og
við höfum fundið hve
áhugasöm þau hafa ver-
ið um vöxt og viðgang
fjölskyldunnar.
Með þessum orðum
vil ég og fjölskylda mín senda innilegar
samúðarkveðjur til Gunnars og fjöl-
skyldu hans og bið góðan guð að blessa
minningu góðrar konu.
Gísli Ragnar Gíslason.
Elsku besta amma Lára er dáin.
Hennar tími var kominn. Hún sofnaði
og kvaddi lífið við hliðina á afa. Ég veit
að nú líður henni vel og hann pabbi hef-
ur tekið vel á móti henni. Þeim þótti
svo vænt hvoru um annað. Það er erfitt
að kveðja en ég er heppin því að ég á
svo margar góðar minningar um
ömmu Láru.
Ég er yngsta barnabarn ömmu og
afa, Lára frænka er elst og svo voru
bara strákar á milli okkar, tvær
prinsessur en margir prinsar. Þegar
ég fæddist var amma að hætta að
vinna og hún passaði mig fyrstu árin
meðan mamma og pabbi voru í
vinnunni.
Afi keyrði ömmu alla morgna til mín
í Birkihlíð. Hann kom líka í hádeginu
og við borðuðum alltaf fisk. Það var
hollt og gott. Mási bróðir minn var orð-
inn skólastrákur og Eggert stóri bróð-
ir minn var með Ásu í Noregi að læra.
Við amma áttum góða daga saman.
Hún spilaði við mig, saumaði handa
mér dúkkuföt, hún huggaði mig og
setti á mig plástur ef ég datt og hún
bakaði oft pönnukökur handa okkur.
Ég man eftir þegar amma var að passa
mig þegar mamma og pabbi voru úti í
löndum. Til að ég, litla Lára, gæti
fylgst með dögunum bjuggum við til
dagatal. Á hverjum degi krossaði ég
yfir liðinn dag alveg þangað til mamma
og pabbi komu heim. Þetta fannst mér
spennandi.
Þegar ég var fimm ára fluttum við
til Noregs og það var alltaf hátíð þeg-
ar við fórum heim eða amma kom til
Noregs. Amma var svo jákvæð og til í
að prófa eitthvað nýtt. Við fórum
saman í ferðalög, Tívolí, lest, báts-
ferðir, baðströnd og margt, margt
fleira.
Amma mín og afi voru mikið ferða-
fólk og mjög dugleg að gera dagana
fjölbreytta. Þau skoðuðu landið sitt
vel og ferðuðust líka um erlendis. Þau
áttu gott og langt líf saman en nú
kveður amma okkur öll. Við söknum
hennar en kveðjum sátt því að líf
hennar var fallegt og gott.
Ó, að trúa, treysta mega,
treysta þér sem vini manns,
Drottinn Guð, að elska’ og eiga
æðstu hugsjón kærleikans.
(Ólöf Sigurðardóttir.)
Elsku amma, þú verður alltaf í
hjarta mínu.
Þín
Hanna Lára.
Ljúfar og góðar minningar eigum
við Thorvaldsenskonur um Láru Ás-
laugu Theódórsdóttir. Í félagsskap
þar sem unnin eru sjálfboðastörf er
mikill fengur að fólki sem getur og vill
gefa tíma sinn við vinnu að góðum
málefnum. Lára var ein af þessum
traustu og góðu konum sem alltaf var
hægt að leita til. Hvort sem var að
vinna á Thorvaldsensbazarnum, en
þar átti hún sína föstu daga um árabil,
selja jólakortin eða jólamerkin sem
henni tókst sérlega vel við. Hún var
kosin til ýmissa trúnaðarstarfa og í
fjölmörg ár var hún skoðunarmaður
reikninga félagsins. Öll hennar störf
voru unnin af samviskusemi og ljúf-
mennsku og hún vildi félaginu sínu og
félagskonum allt það besta. Fyrir
nokkrum árum var ákveðið að sum-
arferð Thorvaldsensfélagsins yrði
austur á Eyrarbakka, þá hafði Lára
strax samband við ferðanefndina og
bauð leiðsögumann, en eiginmaður
hennar Gunnar Jóhannsson var þar
heimavanur og fræddi okkur á
skemmtilegan hátt um allt það mark-
verðasta á staðnum. Það var Láru svo
líkt að leggja eitthvað til, svo ferðin
yrði enn ánægjulegri. Thorvaldsens-
félagið á henni mikið að þakka eftir 25
ára starf og við félagskonur kveðjum
nú góða vinkonu með söknuði og
minnumst hennar með þakklæti og
virðingu.
Innilegar samúðarkveðjur til eig-
inmanns, barna og annarra ástvina.
F.h. Thorvaldsensfélagsins,
Guðlaug Jónína
Aðalsteinsdóttir.
Elsku Gústa mín, það er dimmt
hjá þér og fjölskyldu þinni núna, en
vittu til að tíminn mun lina sársauk-
ann. Það birtir aftur og sólin mun
skína í lífi þínu á ný. Við vitum að
börnin ykkar, tengda- og barnabörn
munu umvefja þig elsku sinni og
hlýju um ókomna tíð. Guð styrki
ykkur öll og varðveiti.
Við vottum móður hans og öllum
aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Elsku vinur, við söknum þín sárt.
Minningarnar um þig geymum við
dýpst í hjarta okkar. Hvíl í friði og
hafðu þakkir fyrir allt og allt.
Þínir vinir,
Hallfríður og Karl.
Í morgun saztu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veist nú í kvöld
hvernig vegirnir enda
hvernig orðin nema staðar
og stjörnurnar slokkna
(Hannes Pétursson.)
Okkur eru treg tungutökin og
ekki síður að setja viðeigandi orð í
form hins ritaða máls, þegar við
fréttum hversu snöggt hefði orðið
um vin okkar og félaga Birgi Schev-
ing.
Þegar litið er til baka þá megum
við þakka forsjóninni fyrir að hafa
fengið, öll fullorðinsárin, að ganga
með Birgi og fá að njóta hans milda
og smitandi hláturs. Birgir var
hrókur alls fagnaðar þegar sauma-
klúbburinn kom saman, þá komu
karlarnir saman á þeim stað sem
síðast hélt klúbbfund og svo komu
þeir og drukku kaffi saman með
konunum og var þá oft gaman. Birg-
ir átti gott með að koma fyrir sig
orði og hafði oftast skoðanir á hlut-
unum, hann var drengur góður og
með ólíkindum vinnusamur og heill í
starfi fyrir kjötvinnslu Samkaupa,
Kjötsel. Við minnumst þorrablót-
anna, þegar hann var að kenna okk-
ur að svíða lappir og hausa, og þeg-
ar verið var að undirbúa
skemmtiatriðin, þá komu margar
góðar hugmyndir frá Birgi. Við
minnumst sumarbústaðaferðanna,
þegar einhver í hópnum átti afmæli,
þá kom í ljós hversu gaman var að
skemmta sér með Birgi, hversu góð-
ur söngmaður og grínisti hann var.
Við þessar aðstæður kemur þó
upp í hugann hversu mikils við för-
um á mis að hafa ekki ræktað meira
og oftar vinskapinn, þegar við hugs-
um um það hve miklir höfðingjar
þið hjónin voruð heim að sækja og
hve margar yndislegar stundir við
áttum á heimili ykkar.
Í haust ætlaði Birgir að hætta að
vinna, enda búinn að skila sínu fulla
dagsverki, og allt átti svo að gera að
loknum vinnudegi, en þá er eins og
gripið sé inn í atburðarásina og við
sjáum hve litlu við fáum ráðið.
Við þig, Gústa mín, viljum við
segja þetta: Við vitum að þú ert lítið
gefin fyrir að bera tilfinningar þínar
á torg en þú verður samt að þola af
okkur í saumaklúbbnum að fá að
láta í ljós þann vilja okkar og þá
bæn, að góður Guð styrki þig og
börnin ykkar í sorg ykkar og þið
megið öðlast þann styrk er þarf til
þess að sigla lífsins fleyi, með þeirri
reisn sem þér er í blóð borin.
Guð blessi ykkur öll sem um sárt
eigið að binda.
Saumaklúbburinn og makar.
Elsku Biggi frændi, okkur systur
langar að minnast þín með nokkrum
fátæklegum orðum.
Þú varst elsti bróðir móður okkar
og kveður nú þennan heim næst á
eftir henni og það á innan við ári.
Okkar fyrstu minningar um þig
eru frá Hellu hjá ömmu og afa. Þú
varst alltaf svo barnelskur og nut-
um við þess oft að þú stjanaðir við
okkur áður en þú eignaðist þín börn
með Ágústu þinni. Við nutum þess
ósjaldan að eiga góðan frænda að
sem var búinn að sérvelja bestu
steikur í heimi á veisluborðin okkar.
Þá var „Bing“ mikið hrósað.
Biggi frændi brilleraði líka á ætt-
armótinu í Vík í fyrra í hlutverki
Öskubusku og hlaut óspart lof fyrir.
Elsku amma, Ágústa, Davíð,
Simmi, Villa, Lindi og fjölskyldur,
megi Guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg og megi minningarnar
um yndislegan mann hjálpa ykkur
að takast á við sorgina.
Hvíl þú í friði kæri frændi.
Harpa og Brynja.
Það var föstudagsmorguninn 27.
júní, er ég mæti til vinnu í Sam-
kaup, að mér er tilkynnt að minn
gamli lærimeistari Birgir Scheving
hafi látist kvöldið áður. Það sem eft-
ir var af deginum var ég sorgmædd-
ur að reyna að átta mig á því að
Biggi var ekki lengur inni í Kjötseli
og ætti þangað ekki afturkvæmt.
Biggi og Gústa hafa verið vina-
fólk ömmu og afa svo lengi sem ég
man eftir, en sjálfur kynntist ég
honum er ég hóf störf í Kjötseli árið
1991. Ég var ungur og óákveðinn og
var ætlunin að vinna þarna aðeins í
tvo mánuði. En fljótt fór Biggi að
hvetja mig til að læra kjötiðnina og
því urðu þessir tveir mánuðir að sjö
árum. Það var auðvelt að læra undir
hans stjórn, maður var strax settur
inn í alla hluti og varð því fljótt
sjálfstæður. Biggi leit ekki á sjálfan
sig sem yfirmann, heldur einn af
starfsmönnunum. Hann var ætíð
vinnandi og ef hægt er að komast
svo að orði var hann kannski of dug-
legur.
Svo kom tíminn að ég hugðist
flytja til Danmerkur. Í fyrstu fyllt-
ist ég samviskubiti að nú væri ég
búinn að læra allt sem að ég kynni
af honum og þá væri tími til kominn
að fara eitthvað annað. En þannig
leit Biggi ekki á málin, áfram hélt
hann að hvetja mig og hans hvatn-
ingarorð hjálpuðu mér að trúa því
að ég gæti staðið vel mig í landi
kjötiðnaðarins. Kvaddi ég Bigga og
starfsfólkið í Kjötseli árið 1998 og
hélt til Danmerkur og fannst mér
skemmtilegt að hugsa til þess, að
minn fyrsti vinnustaður úti hafði
einnig verið vinnustaður meistara
míns 30 árum áður.
Þegar ég hef komið heim í frí síð-
ustu fimm árin hefur það verið eitt
af mínum fyrstu verkum að heilsa
upp á Bigga í Kjötseli. Það verður
tómlegt í framtíðinni að koma í
Kjötsel og enginn Biggi þar. Kjötsel
verður ekki það sama í komandi tíð,
stórt skarð hefur myndast sem ekki
verður aftur uppfyllt. Kjötselsvör-
urnar hans Bigga voru þær bestu.
Það var ósjaldan að við fengum út
sendingu með hangikjöti og bjúgum
og með kveðju frá Bigga.
Biggi var maður sem maður gat
tekið sér til fyrirmyndar í alla staði.
Hann var vinnuþjarkur mikill og
voru vinnubrögð hans alltaf til að
dáðst af. Hann fór aldrei frá ókl-
áruðu verki. Þessi öðlingsmaður
sem alltaf var hreinskilinn í alla
staði, sýndi náunganum ávallt góð-
mennsku og heiðarleika.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er efst í huga mínum þakk-
læti fyrir að hafa kynnst honum.
Það var margt sem hann gaf mér í
veganesti sem ég hef nýtt mér í
mínu starfi. Ekki var hægt að biðja
um betri lærimeistara í okkar fagi.
Virðingu mína mun hann eiga um
ókomna tíð og mun ég seint gleyma
hlátri hans og hlýhug.
Það er erfitt að sætta sig við stór-
ann missi, ennfremur er hann ber
skjótt að. Minn hugur er hjá Gústu
og börnum hennar og Bigga, þeim
Erlendi, Vilborgu, Sigmari og Davíð
og fjölskyldum þeirra. Ég bið algóð-
ann Guð um að styrkja ykkur í
sorginn. Það er í verkahring ykkar,
sem og okkar, að halda hönd um
minningu Bigga.
Kæri Biggi minn, minningin er
þín, en söknuðurinn er okkar. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Sveinn Ólafur Magnússon.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
RAFN MARKÚS SKARPHÉÐINSSON,
Hraunsvegi 21,
Njarðvík,
lést föstudaginn 4. júlí
Helga Sigrún Helgadóttir,
Friðrik Rafnsson, Eydís Ýr Guðmundsdóttir,
Helena Rafnsdóttir, Vilberg J. Þorvaldsson,
Helgi I. Rafnsson, Þórdís Á. Sigurjónsdóttir,
Ólöf Elín Rafnsdóttir, Róbert J. Guðmundsson,
og barnabörn.
AFMÆLIS- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út-
farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmark-
að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna frests.
Frágangur afmælis-
og minningargreina