Morgunblaðið - 06.07.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Nú kemur
þú golfinu
á kortið
Golfkort Búnaðarbankans –
nýtt fullgilt kreditkort hlaðið
golftengdum fríðindum.
www.bi.is
Í SKÁLHOLTI er fornleifauppgröftur í full-
um gangi. Verkefnið er styrkt af Kristnihá-
tíðarsjóði en það hófst síðasta sumar og
mun að öllum líkindum halda áfram næstu
þrjú sumur. Að sögn Mjallar Snæsdóttur
fornleifafræðings er verið að grafa upp
gömlu staðarhúsin þar sem biskupar og
þeirra skyldfólk bjuggu en talið er að í
Skálholti hafi búið á annað hundrað manns.
„Þetta er talinn hafa verið einhver fjöl-
mennasti staður á Íslandi á miðöldum,“
segir Mjöll.
Svæðið sem unnið er með er við hlið
kirkjunnar og var valið með hliðsjón af því
að þar hefði verið miðbikið af byggðinni
sem var í Skálholti. Talið er að staðsetning
kirkjunnar sé sú sama og hún var á miðöld-
um en sú sem stendur nú er þó öllu minni
en sú sem þar stóð.
„Það hefur lengi verið áhugi fyrir því að
skoða þetta svæði enda talið að rústirnar
væru ekki mikið skemmdar. Við erum kom-
in niður á ýmis íveruhús frá 17. og 18. öld
og svo eru hérna jafnframt yngri minjar,“
segir Mjöll.
Styðjast við teikningar frá 1784
Rústirnar sem komnar eru upp sýna
grunn húsa sem voru tengd saman með
löngum göngum sem standa mjög vel. Mjöll
segir uppgröftinn ganga vonum framar en
verkið tekur að sjálfsögðu tíma. „Við kort-
leggjum allt sem við komum niður á og
teiknum upp það sem við fjarlægjum til
þess að eiga heimild um þetta. Það er nátt-
úrulega ljóst að við munum ekki grafa upp
allar rústir á Skálholtsstaðnum enda lögð-
um við ekki upp með þá áætlun. Það er svo
mikið hérna að við yrðum mjög lengi að
klára það allt. Það sem við höfum áhuga á
er að skoða heillegar rústir af 18. aldar
húsunum. Það er til teikning frá 1784 þar
sem skrifað er á til hvers hvert hús var not-
að svo við höfum ákveðnar vísbendingar
um hvernig húsin liggja og í hvað þau voru
notuð,“ segir Mjöll og bætir við að verkið
eigi eftir að bæta miklu við heildarmyndina
um sögu Skálholts.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Elín Ósk Hreiðarsdóttir við vinnu í rústum gömlu staðarhúsanna í Skálholti en hún er ein þeirra sem vinna að fornleifauppgreftrinum.
Rannsaka bústað biskupa
Gömlu staðarhúsin í Skálholti verða grafin upp í sumar
ÍSLENSKI dvergkafbáturinn Gavia, sem fram-
leiddur er af fyrirtækinu Hafmynd, hefur vakið
athygli víða um heim. Forsvarsmenn fyrirtæk-
isins eru bjartsýnir á gott gengi á næstunni. Her-
málayfirvöld í Nato-ríki hafa óskað fjárveitingar
til kaupa á Gavia til sprengjuleitar, BP olíu-
fyrirtækið hefur leitað til fyrirtækisins eftir að-
stoð við að móta not fyrirtækisins á djúpförum í
framtíðinni og Hafmynd er þátttakandi í evr-
ópsku verkefni um gerð neðansjávarstöðvar fyrir
djúpfarið. Slík neðansjávarstöð myndi gera
farinu kleift að vinna að viðamiklum verkefnum í
lengri tíma.
Þá hefur stærsti framleiðandi fjölgeislamæla,
sem notaðir eru í sjómælingum, boðið Hafmynd
að taka þátt í þróun á smærri búnaði en nú þekk-
ist, með það fyrir augum að hann komist fyrir í
djúpfarinu.
Djúpfarið Gavia er smátt í sniðum, aðeins um
1,70 m að lengd, kemst niður á tvö þúsund metra
dýpi og er sett saman úr einingum, svo hægt er
að setja mismunandi mælitæki í það, allt eftir
þörfum vísindamanna hverju sinni. Fyrsta djúp-
far Hafmyndar gat annast hita- og seltumælingar
í sjó og tekið myndir neðansjávar með mynd-
bandsvél. Tækið var hugsað til hafrannsókna og
hefur nýst þannig hér við land. Forsvarsmenn
Hafmyndar, rafmagnsverkfræðingarnir Hjalti
Harðarson og Torfi Þórhallsson, segja notkunar-
möguleikana hins vegar miklu fleiri. „Djúpfar
getur nýst við kortlagningu, skipulagningu fram-
kvæmda, umhverfismat, mengunarmat og leit að
auðlindum, svo dæmi séu nefnd.“
Gegn hryðjuverkum
Þá nefna þeir, að undanfarið hafi komið upp
umræða um möguleika þess að nota djúpfar til
reglubundins eftirlits á siglingaleiðum að höfnum
og í höfnunum sjálfum, vegna ótta við hryðjuverk
og jafnvel sé rætt um eftirlit með botni skipa.
Þess má geta að Gavia er latneska heitið á
himbrima. Þann fugl kalla enskumælandi þjóðir
„the great northern diver“ eða „hinn mikla kaf-
ara norðursins“.
Fyrirtækið Hafmynd
hyggur á landvinninga
Djúpfar til
rannsókna og
sprengjuleitar
Gavia kafar/10
STEFNT er að því að Ísland taki
upp einfalt stjórnmálasamband við
flest eða öll aðildarríki Sameinuðu
þjóðanna á næstu misserum í
tengslum við framboð til sætis í ör-
yggisráði SÞ 2009–2010. Fyrsta
skrefið í eflingu íslensku fastanefnd-
arinnar hjá SÞ í New York hefur
þegar verið tekið í tengslum við
undirbúning framboðsins en um er
að ræða eitt stærsta verkefni sem ís-
lensk utanríkisþjónusta hefur ráðist
í.
Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu,
segir erfitt að gera sér grein fyrir
hversu mikill kostnaður vegna þessa
verkefnis verður en það ráðist t.a.m.
af því hvort leggja þarf í kosninga-
baráttu eður ei. Enn sem komið er
hafa aðeins Ísland og Austurríki til-
kynnt framboð vegna tveggja sæta
Vesturlanda. „Við myndum undir
öllum kringumstæðum taka slaginn
en spurningin er hversu mikla pen-
inga menn vilja leggja í að halda uppi
virkri og áberandi kosningabaráttu,“
segir Gunnar Snorri.
Ekki er gert ráð fyrir því að fjölga
þurfi sendiráðum Íslands á erlendri
grundu en Gunnar Snorri segir það
rétt, að stefnt sé að því að taka upp
einfalt stjórnmálasamband við sem
flest aðildarríki SÞ. Kynna þurfi Ís-
land og framboð þess sem víðast.
„Við tókum nýlega upp samband við
Kambódíu, Dóminíska lýðveldið og
Sameinuðu arabísku furstadæmin.
Við erum því hægt og bítandi að efla
þessi samskipti.“
Hjálmar W. Hannesson verður
fastafulltrúi Íslands hjá SÞ
Stefnt er að því að sérstök starfs-
eining innan utanríkisráðuneytisins,
sem helgi sig framboðsmálum ein-
göngu, hefji störf snemma árs 2006.
Hjálmar W. Hannesson sendiherra
mun stýra framboðsmálum Íslend-
inga í New York, a.m.k. fyrstu miss-
erin, en hann tekur í haust við stöðu
fastafulltrúa Íslands hjá SÞ.
Talið er hugsanlegt að það muni
geta skaðað framboð Íslands til ör-
yggisráðsins hversu lágt framlag Ís-
lendinga til þróunarmála er. Nemur
framlagið aðeins 0,13% af lands-
framleiðslu en nefna má að framlag
Norðmanna var 0,9% þegar þeir
buðu fram til öryggisráðsins árið
2000.
Gunnar Snorri segir æskilegt ef
Ísland gæti í það minnsta náð við-
miðunarmörkum sem Evrópusam-
bandið hefur sett aðildarríkjum um
lágmarksframlag, þ.e. 0,3% af lands-
framleiðslu. „En það er auðvitað há-
pólitískt mál,“ segir hann. „Þetta er
fjárveitingarmál og það er spurning
hvort samstaða næst um það á Al-
þingi og hversu mikill vilji verður
fyrir hendi til þess að auka þetta
hlutfall.“
Stefnt að stjórnmálasam-
bandi við flest ríki SÞ
Ekki gert ráð fyrir fjölgun sendiráða í tengslum
við framboð Íslands til öryggisráðs SÞ
Ekki hægt/12–13
DR. ÞORLEIFUR Eiríksson, forstöðumaður Nátt-
úrustofu Vestfjarða í Bolungarvík, segir að rann-
sóknir sýni að ekki sé alltaf þörf á að byggja dýr
hreinsunarmannvirki vegna skólphreinsunar heldur
geti grófhreinsun verið nægjanleg. Þorleifur segir
að rannsókn á fráveitumálum og skólpmengun í
sjónum við sjö þéttbýlisstaði hafi leitt í ljós að meng-
un frá skólpi hafi reynst minni en sumir hafi ætlað.
„Minni uppsöfnun lífrænna efna er á sjávarbotn-
inum og örari dreifing, eða þynning, gerla í sjónum
en talið hafði verið. Ef til vill hefur gleymst að gera ráð fyrir áhrifum sjáv-
arstrauma á dreifingu skólps. Þetta vekur spurningar um hve langt þarf að
ganga í að hreinsa skólp áður en því er veitt í sjó við þessar aðstæður. Í
sumum tilvikum gæti grófhreinsun verið nægileg. Ef þetta verður við-
urkennt verður ekki þörf á að byggja dýr hreinsunarmannvirki, sem
reynst gætu litlum sveitarfélögum þung í skauti.“ Sunnudagur/4
Segir grófhreinsun nægja